Vísir


Vísir - 14.01.1963, Qupperneq 3

Vísir - 14.01.1963, Qupperneq 3
VlSIR . MLnucL.gur " janúar 1963, 7 ' ► > > y 'í i ’ n i >'' i > \ s > i SKEMMTUN BARNANNÁ Það er glatt á hjalla á bamaskemmtun Leik- félags Reykjavíkur í Háskólabíói um helgina. Þar komu margir kunnir leikarar fram til að skemmta börnunum og einnig hljómsveitir. Myndsjáin birtir í dag tvær svipmyndir frá skemmtuninni. Á annarri sjást þeir félagarnir Karl Sigurðsson og Brynjólfur Jóhannesson og auðvitað að syngja brag úr Deleri- um Bubonis. Á hinni er svipmynd úr salnum af hlæjandi bömum. POLLANDS VIÐSKIPTI: Sviplaus flutningur FA. CONFEXIM, SIENKIEMICZA 3/5, LÓDZ. hefir tekið við útflutningi á öllum tilbúnum fatnaði, sokkum og slíku, sem fa Cetebe, Lódz sá um áður. FA. CETEBE, LÓDZ sér áfram um útflutning allrar metravöru. Aukin viðskipti við Pólland s. 1. ár sanna vörugæði og samkeppnishæfni pólskra verksmiðja. ÍSLENZK-ERLENDA VERZLUNARFÉLAGIÐ Tjarnargötu 18. Símar 20400 og 15333. Kvöldvaka Ferðafélag Islands efnir til fyrstu kvöldvöku sinnar á þessu ári annað kvöld f Sjálfstæðishús- inu. Aðalefni kvöldvökunnar verða erindi og frásagnir þeirra Kristjáns Eldjárns þjóðminjavárðar, Gísla Gestssonar safnvarðar og Þórhalls Vilmundarsonar prófessors af ferð þeirra og fomleifagreftri á Ný- fundnalandi s.l. sumar. Sýndar verða jafnframt litmyndir bæði af landslagi og uppgreftrinum. Auk þess verður myndagetraun og dansað til miðnættis. Árnað heilla 60 ára er í dag Ingólfur Davíðs- son grasafræðingur. Hann á jafn- framt 25 ára starfsafmæli hjá at- vinnudeildinni um þessar mundir. Sendlar óskast hálfan daginn. Dagblaðið Vísir Laugavegi 178. Sími 11660. Sinfóníuhljómsveitin okkar er sú menningarstófnun íslenzk, sem einna erfiðast hefur átt uppdráttar. Liggja til þess margar átæður, og sumar þjóð- inni til lítils sóma. En upp á sfðkastið hefur virzt, að tilvist- ar hennar sé æskt af það drjúg- um hluta almennings, að næsta litlu þurfi að kvfða um afdrif hennar í náinni framtíð. Mátt- arvöld þjóðfélagsins muni ekki voga að bregða fyrir hana fæti, hvort sem veiðist síld eða ekki, hvort sem á að kjósa í vor eður ei, o. s. frv. En það er ýmislegt annað, sem gæti orðið henni að fjörtjóni. Til dæmis hreinn og beinn lffsleiði hennar sjálfrar. Var ekki eins og örlaði á vana- þreytu f leik hennar á hljómleik unum f Háskólabfói á fimmtud,- kvöld? Eða hvað var á ferðinni f „En saga“ eftir Sibelius? Það er kannski engin sanngirni, að heimta brennandi áhuga eins eða neins, fyrir þessu tilþrifa- litla, en þó áferðarfallega verki. Eri jafn sviþlausan flutningminn ist ég ekki að hafa heyrt frá hennar hendi, hvorki á þessu verki, sem hefur heyrzt hér oft- ar en einu sinni áður, né ann- arra. Auðvitað má kenna stjórnanda hennar, hr. William Strickland, um sitthvað. Hann keyrði sveit- ina áfram á jöfnum, allt of greiðum hraða, og gaf henni sjaldan ráðrúm til að staldra við einstaka stef eða blæbrigði, en kannski voru allir að flýta sér, svo heiðursgestur kvöldsins fengi sem fyrst orðið. Stjórnar þvf þá dálítið kostulegt en þó skiljanlegt sjónarmið, því hér var svo sannarlega góður og skemmtilegur gestur á ferð: Kim Borg óperusöngvari frá Finnlandi. Lögin eftir Kilpinen og Sibelius, sem hann söng snilldarlega eins og vænta máttiy eru hins vegar ekki sú músik sem grípur athygli manns óskipta. Allavega hverfa þau gjörsamlega í skugga atriðanna úr Boris Godunov, sem hann flutti af þvílíkum kyngikrafti, að seint mun úr minni líða. Á undan þeim lék hljómsveitin annað verk eftir Mússorgskí: Nótt á Nornastóli, sem þvf mið ur hljómaði eins og „Kvöld í hægindastóli", hvernig sem nú á því stóð. L. Þ. t

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.