Vísir


Vísir - 14.01.1963, Qupperneq 16

Vísir - 14.01.1963, Qupperneq 16
Mánudagur 14. janúar 1963. Mynd þessa tók I. M. ljósmyndari Vísis af Simon Gabor og fjölskyldu við komuna til Reykjavíkur. Litla stúlkan sem stendur fyrir framan er Ragnheiður dóttir Reynis Sigurðssonar formanns Í.R.. Hún afhenti þeim blóm við komuna. „EG CR ENCINN FLÓTTAMADUR" Sagði Símon Gabor, — en íékk leyffi til að fara úr Ungverjalandi með alla fjölskylduna Á laugardaginn kom hinn kunni ungverski í- þróttaþjálfari Simon Gabor til íslands með Flugfélagsvél frá Kaup- mannahöfn og var fjöl- skylda hans með hon- um. Allmargir blaða- menn voru þar saman komnir til að tala við hann þar sem eitt Rey kj a víkurblaðanna hafði skýrt frá því að honum hefði tekizt að flýja land og myndi nú leita hælis með fjöl- skyldu sinni á íslandi. IV2 árs leyfi. Þegar Vísir átti tal við Sim- on, bar hann þessa frétt hins végar algerlega til baka og sagði að hún væri óheppileg í mesta máta. — Ég hef fengið leyfi hjá ungverskum stjómar- völdum til að fara til Islands f l]/2 ár og þetta leyfi var gefið aðallega þar sem tilmæli höfðu komið um það frá fsl. Frjáls- íþróttaráðinu að ég annaðist þjálfun íslenzkra íþróttamanna fyrir Olympíuleikana í Tokyo. — Hvernig getur þá staðið á þessum misskilningi? — Ég get ekki sagt um það, en mig grunar að stjórn IR hafi fengið þessa hugmynd af því hve skyndilega ég kom til Kaup mannahafnar. Og þar sem ég var vegálaus þar kom ég skeyti til þeirra um að þeir hjálpuðu Frh. á bls 5. FRÆÐIKENNINGINRONG sogði Áki Jokobsson, um kommúnismann Kommúnisminn í dag er sama og útþenslu- stefna Sovétríkjanna, sagði Áki Jakobsson fyrrv. ráðherra á Varð- bergsfundi á laugardag- inn. Áki rakti síðan í glöggu máli ofbeldisað- gerðir Sovétríkjanna á alþjóðavettvangi og benti á hættuna sem staf ar af yfirgangi kommún ista í hinum nýju ríkjum Afríku og Asíu. Hann fluttl fyrirlestur sinn á hádegisverðarfundi Varðbergs og greindi þar einnig frá eigin reynslu af vinnubrögðum komm únista hér & landi, en hann var ráðherra kommúnista eftir styrj öldina sem kunnugt er og kann þvf manna bezt skil á vinnu- brögðum flokksins. Áki benti á hvemig rússneskir kommúnistar hefðu brotizt tii valda eftir styrjöldina f Austur Evrópuríkj unum með tilstyrk Rauða hers ins og héldu völdum þar einung is í skjóli hans. ísienzkir komm únistar væru nákvæmlega sama manntegundin og flokksbræður þeirra austan tjalds. Þeir myndu fara nákvæmlega eins að og þeir ef tækifæri fengist. Áki benti á að verkefni lýð- ræðisþjóðanna væri að hjálpa hinum nýju ríkjum. Þar væri nokkra gróðrarstíu að finna fyr- ir kommúnismann og koma yrði í veg fyrir að hann festi þar rætur. Höfuðatriði væri að unnt væri að byggja þar upp lýðræð- islegt stjórnarfar, án kommún- iskrar íhlutunar. Eftir ræðu Áka svaraði hann nokkrum fyrirspurnum. Var hann m. a. að því spurður hvort hin kommúniska fræðikenning væri röng eða það væri aðeins framkvæmd stefnunnar sem hefði mistekist. Því svaraði Áki að kenningin væri röng. Þá var hann að því spurður Framh. á bls. 5. Nýr sýslumaður SkuMellingu Á Iaugardag skipaði dómsmála- ráðherra Einar Oddsson, borgar- dómarafulltrúa, til að vera sýslu- maður f Skaftafeiissýslu frá 1. febrúar n.k. að telja. Einar er fæddur 22. apríl 1931 Héraðsvötn og Laxá flæða yfír þjóðvegi Nokkur brögð eru orðin að því I vegna frostanna að vötn norðan lands hafi stíflazt af klaka eða j bólgnað upp vegna frostanna og I hlaupið úr farvegum, jafnvel yfir I þjóðvegi. Héraðsvötn í Skagafirði ! hafa flætt yfir þjóðveginn á þó j nokkrum kafla suðvestur af Ökr- j um í Blönduhlið, hjá Höskulds- stöðum og fleiri bæjum í Akra- torfunni. Var horfið að því ráði í gær að merkja akbraut yfir tún á tveimur bæjum, en þar er einnig nokkurt vatn og taldi vegamála- stjórnin aðeins fært þarna um jeppum og stórum bílum. Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu hefur einnig flætt yfir þjóðveg- inn hjá Knútsstöðum í Aðaldal og lokað honum svo, að nokkrir bæir eru ekki í akvegasambandi eins og er, Sandabæir og fleiri. 1 geer var verið að reyna að sprengja rás í klakastíflu í ánni, en ekki var vitað hvort sú aðgerð myndi nægja til að veita vatninu aftur i af veginum hjá Knútsstöðum. 44 brýr byggðar 1962 >• Árið 1962 voru fullgerðar 44 brýr hér á landi samtals um 900 metrar að lengd og munu þær hafa kostað 28—29 mill- jónir króna. Brýr þessar eru frá 4 metrum upp í 138 metra að lengd, Iengst er brúin á Fjallsá í Öræfum, 138 pietrar. Dýrasta brúin mun vera yfir Gljúfurá í Borgarfirði, en þar er tvöföld akbraut og brúin 63 metra löng. Þessi brú er 7 metra breið, eins og breiðustu akvegir, og er aðeins ein stór- brú á landinu jafnbreið, það er brúin á Ytri-Rangá. í Flatartungu í Skagafirði, sonur Odds bónda Einarssonar og Sig- ríðar Gunnarsdóttur. Einar varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1953, cand. juris. árið 1959, héraðsdóms- lögmaður í febrúar s.l. Að loknu embættisprófi starf- aði Einar fyrst hjá Útflutnings- sjóði, en gerðist fulltrúi borgar- dómarans í Reykjavík, síðar yfir- borgardómara, árið 1960, og hefur starfað þar síðan. Eiginkona Ein- ars er Halla Þorbjörnsdóttir. Mislingar í rénum Mislingar eru í rénum í bænum, að því er Bjöm L. Jónsson, aðstoö- arlæknir borgarlæknis, tjáði Vísi Vart varð allmargra tilfella af mislingum í desember, en þeim fer fækkandi aftur, að því er skýrslur lækna sýna. Skarlatssótt hefir eitt- hvað verið að stinga sér niður, en ekki hefir verið neinn farsóttar- bragur á henni. Annars ber mest á kvefi og hálsbólgu í bænum um þessar mundir, eins og allan ársins hring, Bjargað úr höfninni í fyrrinótt féll norskur sjómað- ur í höfnina, en var bjargað- í tæka tíð. Þetta var skipverji af norska flutningaskipinu Annie ,sem hér er statt. Menn á m.b. Sigfúsi Bergmann, sem lá þar skammt frá, sáu þegar óhappið skeði og gátu komið manninum til hjálpar og náðu honum upp. Siðdegis í gær fannst maður liggjandi á götu á Laugarnesvegi og var sá ósjálfbjarga. Lögregl- unni var gert aðvart um hann og var hann fluttur í slysavarð- stofuna til rannsóknar og hjúkr- unar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.