Vísir


Vísir - 22.02.1963, Qupperneq 5

Vísir - 22.02.1963, Qupperneq 5
V f SIR . Föstudagur 22. febrúar 1963. 5 íslandsvinafélagið í Hamborg O. Dreyer-Eimbcke í heimsókn Undanfarna daga hefur formað- ur íslandsvinafélagsins í Hamborg, Oswald Dreyer-Eimbcke, dvalizt hér á landi. Dreyer-Eimbcke hefur unnið mikið starf innan féiagsins að kynningu á íslandi og málefn- um íslands í Þýzkalandi, og blaða- maður Vísis spurði hann frétta frá Hamborg, er hann hitti hann í gær. Hér á landi hefur Dreyer-Eimbc- ke verið í nokkra daga til við- ræðna við stjórn og forstjóra Eim- skips, en faðir hans er umboðs- maður Eimskips í Hamborg og ís- lenzkur konsúll þar í borg. Reka þe;r feðgar mikið skipamiðlunar- firrna í Hamborg og sigla skip þeirra um flest heimshöfin, en þö aðallega til Suður-Ameríku. Fjölmargir íslendingar hafa haft viðskipti við Dreyer-Eimbcke firm- að í Hamborg og notið þar góðrar fyrirgreiðslu. Islandsvinafélagið í Hamborg er fjölmennt og starfsemi þess er fjöl- þætt. Meðlimimir eru nær ein- göngu Þjóðverjar. Félagið gefur út mánaðarlegt fréttabréf ,sem Os- wald Dreyer-Eimbcke ritstýrir og er þar getið helztu atburða, sem gerzt hafa hér heima. Er bréfið sent öllum féiagsmönnum og all mörgum öðrum og er hin bezta fréttaþjónusta um íslenzk efni. — Fyrr f vetur efndi félagið til sýn- O. Dreyer-Eimbcke. ingar á íslenzkri myndlist. Var hún haldin í samkomuhúsi BP í Ham- borg. Var aðsókn góð og ýmislegt um sýninguna ritað í þýzkum Aukaaðild — Framh af 1. síðu. og þess vegna þyrftu ís- lendingar ekki að óttast slíkan samning. ★ Því mun foringjum framsóknarflokksins reynast erfitt að neita því að þeir hafi talið aukaaðild að bandalag- inu fyllilega koma til greina. Það gerði ríkis- stjórnin einnig. En sá er munurinn, að nú reyna þessir framsóknarleið- togar að sverja það af sér að þeir hafi nokkru sinni hugleitt hana. En slík brögð duga hér ekki til. Þeirra eigin orð sanna að þeir voru ekki síður meðmæltir auka- aðild að EBE en fulltrú- ar stjórnarflokkanna. Norðurlandaróð —- Framhald af bls. 16. að ræða, og í rauninni einnig um það að ræða, að leiðtogar þjóð- anna geri sér liósa grein fyrir nauð syninni á að efla ástöði. hins frjálsa frjáls manns f heiminum. Ráðherrann lagði meginá- herzlu á, sem að ofan getur, samstarfið við Norðurlönd, en Vestur-Evrópa væri stærsta markaðssvæðið fyrir ísl. afurð- ir, en vegr.a einhliða atvinnu- Iífs íslands gæti full aðild ís- Iands að '7.fnah.agsbandalagi Ev- rópu ekki komið til greina. Að loknum ítarlegum umræðum var samþykkt tillaga efnahagsmála nefndar um það samstarf Norður- landa um aukin viðskipti, sem í upp hafi þessarar fréttar var frá greint, að því er varðar ekki aðeins iði- aðarvörur, heldur og landbúnaðar- og sjávarafurðir. Þá beinir Norður- Iandaráð þeim tilmælum til ríkis- stjórna allra Norðurlanda, að þegar efnahagsmál séu til umræðu og ákvörðunar, hafi hver þeirra hags- muni þeirra allra í huga. Við umræðumar lagði Gunder- sen viðskiptamálaráðherra Noregs sérstaka áherzlu á, að Norðmönn- um væri nauðsyn að ræða við Breta og aðrar EFTAþjóðir um markað fyrir norskar sjávarafurðir, en sjávarútgerðin væri höfuðat- vinnuvegur Noregs. Svala syngur — Framhald af bls. 16. ið þar eins lengi og hana langaði til. Hvemig er það Svala, langar þig ekki út aftur? Tja, ég veit ekki hvað skal segja. Að vissu leyti langar mig auðvitað út, en núverandi söngkennari minn, María Markan, er svo framúrskar- andi góð, að ég held þess gerist engin þörf strax. Hvernig lög finnst þér skemmtilegast að syngja? Þetta er nokkuð strembin spurning. Mér finnst mjög gaman að syngja ó- perulög, og svo einnig negra- söngva, það er dásamlegt að syngja þá. Er annars nokkuð, sem þú vild- ir segja að Iokum? Eiginlega ekki, og þó, ég hlakka voða mikið til að syngja, þó ég kvíði jafnframt ör- lítið fyrir. Ég vona bara að fólk- inu líki við mig. Við kveðjum nú Svölu og hugsum gott til að fá að heyra í henni á „ballinu“. Leikbún'ngar — Framhald -.1 bls. 1. verðskuldar athygli Þarna koma fram 14 leikendur, allt ungt fólk, flest leiklistarnemendur, sem ekki hafa sézt á leiksviði áður og engir ' vanir leikarar í hópnum. Sýndir verða kaflar úr þremur leikritum Shakespeare, sem aldrei hafa verið sett á svið hér á landi. úr Romeo og Júlíu og Hinriki fjórða. þýð- ingar Helga Hálfdánarsonar, og Macbeth f býðingu Matthíasar Jochumssonar. Vísir hefur fregnað, að Bandalag blöðurn Þá mun félagið á næst- unni gangast fyrir sýningu íslands kvikmynda fyrir þýzka ferðaskrif- stofumenn og aðra þá, sem áhuga hafa á ferðalögum til íslands. Þannig reynir félagið að kynna land og þjóð á sem víðtækastan hátt í Þýzkalandi. Segir Dreyer- Eimbcke að í Hamborg sé lifandi áhugi á málefnum Islands, enda hefur borgin lengi átt mikil við- skipti við ísland og þangað kem- ur á hverju ári fjöldi Islendinga ýmissa erinda. Dreyer-Eimbcke fór af landi burt í morgun. íslenzkra leikfélaga hafi oft átt í erfiðleikum með að fá lánaða leik- búninga hjá Þjóðleikhúsinu handa leikfélögum úti á landi, en sam- kvæmt lögum ber Þjóðleikhúsinu að styðja leiklistarstarfsemi í land- inu. Upphaflega áttu leikfélögin að greiða 50 krónur í leigu fyrir búning á kvöldi, en það reyndist vera svo hátt gjald, að full inn- heimta þess kom aldrei til greina. í fyrravetur tók alveg fyrir lán á leikbúningum frá Þjóðleikhúsinu til bandalagsins, utan hvað lánaðir munu hafa verið búningar upp á Akranes, þegar íslandsklukkan var sýnd þar. í vetur náðist aftur sam- komulag við Þjóðleikhúsið um lán á búningum til leikfélaga, og er 200 króna leiga á hverjum búningi, hvort sem sýningar eru fleiri eða færri, en flest leikfélaganna hafa aðeins fáar sýningar. Þess má að lokum geta í sam- bandi við þessa frétt, að leikfélög úti á landi, sem fá lánaðan leikara frá Þjóðleikhúsinu til þess að setja á svið leikrit hjá sér, þurfa að greiða Þjóðleikhúsinu sérstakt gjald fyrir mannslánið og greiða hinum sama manni fullt kaup að auki. íþróttir .VV.VAVAW.V.V.V.W.V.V.VW.V.V.V.V.V.V.VV.V.V Tónlist Steinhjartað slær Framhald af bls. 2. „taktíska“ þjálfun en Iandsliðið og öll lið á íslandi og það fyrst og fremst lyftir liðinu í það sæti sem það hefur nú í handknatt- Ieik hjá okkur. Handknattleikslið okkar bæði í kvenna- og karlaflokkum horfa nú í átt til stórra verkefna. Norðurlandamót kvenna verður haldið hér á iandi næsta sumar, en kvennaflokkarnir aldrei lé- legri en einmitt nú. Eitthvað verður að gera til að vega upp á móti þessu. — jbp — Schneiderhan — Framhald af bls. 16. fóníuhljómsveit Islands, fiðlu- konsert Mozarts í kvöld og fiðlu konsert Beethovens á morgun. — Er þetta eftirlætisverk yð- ar? — Ég á engin eftirlætisverk. ! góði minn segir Schneiderhan — Nei, honum bvkir bara dá- samlega "aman að spila, sama hvaða gott verk það er, bætir eiginkona hans, söngkonan Irm- gard Seefried við, en hún var komin á flugvöllinn til að taka á móti manni sínum. — Eigið þér annað konsert- ferðalag fyrir höndum? spyr fréttamaður, en Schneiderhan lýkur ferðalagi sínu um Norð- urlöm-' með heirrr 'kninni hine að. — Já, ég er alltaf að ferðast. Um allan heim. Það er mikið Ríkisútvarpið og Sinfóníu- hljómsveit íslands hóuðu sam- an þúsund Reykvíkingum í Sam komuhús Háskólans á miðviku- dagskvöldið var. Tilefnið var að hingað voru komin Irmgard Seefried söngkona og Erik Werba píanóleikari frá Austur- ríki, sem hugsuðu sér að skemmta fólki með söng og hljóðfæraslætti ef veður og vindar leyfðu. Áheyrendur létu ekki á sér standa, enda um heimsfrægar manneskjur að ræða, og lífsþróttur almennings allur að aukast með hækkandi sól. Og ekki held ég að neinn hafi orðið fyrir teljandi von- brigðum, ef marka má af lófa- taki og öðrum fagnaðarlátum samkomunnar. Var hér framinn einhver hugþekkasti ljóðlaga- söngur, sem okkur útnesja- mönnum hefur gefizt kostur að að hlýða um árabil. Á efnis- skránni voru eingöngu verk eft- ir þýzk og austurísk 19. aldar- tónskáld, m. a. ljúflingana Schubert og Schumann, þær skrautfjaðrir rómantíkunnar, sem aldrei fellur á blettur né hrukka. Að öðrum ólöstuðum, er Schubert þó sá ljóðlagasmið- ur, sem er undirrituðum ávallt efst í huga. Tilgerðarlausari og náttúrulegri tónsmíð getur ekki um í gjörvallri músíksögu þjóða norðan Alpafjalla, og eigum við íslendingar ekkert til saman- burðar nema dýrustu perluna, sjálfan Jónas Hallgrímsson. Sönglög hans fjögur stóðu í upphafi hljómleikanna, og voru flutt í þeim anda sem bezt hæf- ir: án belgings og leikaraskap- ar af nokkru tagi. En minnis- stæðastur held ég mörgum verði flutningur þeirra Seefried og Werba á lagaflokknum Frauen- liebe und Leben eftir Schu- mann. Sá tregablandni ástríðu- hiti, sem geislar af þessu ynd- islega verki, hlýtur að fá jafn- vel harðsoðnustu steinhjörtu til að slá hraðar, sé hann borinn fram af jafnöruggri tilfinningu og smekkvísi, sem raun bar vitni að þessu sinni. Lög Brahms og þó frekar R. Strauss, sem sungin voru að Ioknu hléi, geta engan veginn staðizt samanburð við verk fyrrtaldra meistara. En ekki eru þau sosum nein hráka- smíði, og í meðförum slíkra listamanna ætti enginn að þurfa að kvarta yfir þeim. Hafi allt og allir þökk fyrir ánægjulegt kvöld. L. Þ. .V.^VAVV/.V.V.V.VAV.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V að gera. Ekkert einkalíf. — Þið hjónin eigið tvær dæt- ur í Vín? — Já, þær eru í skóla. — Mér þykir skrýtið að"þér 7skul- ið Ireldur vilja tala erisku en dönskú. Ég h'élt að'þið 'kynnuð dönsku bezt? segir Schneider- han við fréttamanninn. — Ann- ars get ég líka talað sænsku, bætir hann við. — Hvað talið þér mörg tungu mál? — Eitthvað I þeim öllum. Mað ur lærir eitthvað smávegis í hverri heimsókn. Ég heimsæki sömu löndin aftur og aftur. Ég verð að skipuleggja ferðir mín- ar tvö ár fram í tímann. — Islenzkan er fáu lík, segir frúin. Ég held hún hljómi ein- - hvers staðar á milli norsku og finnsku. Schneiderhan var eins og kunnugt er undrabarn, sem var eftirsóttur fiðluleikari um allan heim, ekki siður en nú. Hann kom hingað á vegum Hljóðfæra húss Reykjavíkur og hélt hljóm- leika í Gamla bíói, klæddur flauelsfötum með blúndulegg- ingum. Á árum seinni heims- styrjaldarinnar var hann konc- ertmeistari í Vínarborg. SKÓÚTSALAN Framnesveg 2 Stendur í aðeins 2 daga ennþá 50%afsláttur50% Kvenskór — Karlmannaskór Telpnaskór — Drengjaskór Kvenbomsur o. m. fl. 10°Jo afsláttur af öllum KULDASKÓM Skóverzlunin Framnesvegi 2

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.