Vísir


Vísir - 23.02.1963, Qupperneq 3

Vísir - 23.02.1963, Qupperneq 3
I LISTABOÐI { • S | í fyrradag hélt þýzkl sendi- herrann á Islandi, H. R. Hirsch- feld og kona hans siðdegisboð að hcimili sínu á Laufásvegi 70 fyrir hið þýzk-austurríska Iista- fólk sem nú dvelur hér. Var þar komin söngkonan Irmgard Seefried sem í gærkvöldi og á miðvikudagskvöldið heillaði Reykvíkinga með söng sínum. Þar var einnig maður hennar fiðlulcikarinn Schneidcrhan, pró fessor Werba Undirleikari frúar- innar og Gustav König hljóm- sveitarstjóri. Fjöldi íslenzkra tónlistarmanna var þar samankominn, auk ráð- herra og ýmsra embættismanna. Birtum við I dag nokkrar mynd- ir frá fagnaði þessum, Á efstu myndinni eru taldir frá vinstri: Vilhjálmur Þ. Gísla- son, Hirschfeld sendiherra, Schneiderhan og Irmgard See- fried. Á myndinni til hægri eru hljómsveitarstjórinn prófessor König og Jón Leifs tónskáld. Neðst til vinstri eru: Dr. Odd- ur Guðjónsson, frú Sigríður Björnsdóttir, Ragnar Jónsson f Smára og frú hans. Einar Kristjánsson óperu- söngvari skálar við Irmgard Seefried óperusöngkonu (mynd- in neðst í miðju) og hafa þau sjálfsagt haft um margt að spjalla því að sem kunnugt er söng Einar í mörg ár í Þýzka- landi. Neðst til hægri ræðast svo við Jóhannes Hólabiskup og dr. Páll Isólfsson.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.