Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 1
w' TOIF MANNSIÉTU LlFIÐ £R HRÍMFAXI FÓRST VIO OSLÓ Marfa Jónsdóttir, flugfreyja. Helga Henckell, flugfreyja. Anna Borg Reumert, Ieikkona. Olafur Zoega, flugmaður. Ingi Lárusson, Ioftsiglingafr. Margrét Bárðardóttir. Þorbjöm Áskeisson, útgm. Sá hörmulegi atburð- ur gerðist á páskadag- inn, nokkru fyrir hádeg- ið, að önnur Viscount- flugvél Flugfélags ís- lands fórst er hún ætlaði að fara að lenda á Fornebu-flugvelli við Osló. Ekkert er vitað um orsakir slyssins, en Ijóst er af frásögnum sjónarvotta, að vélin féll skyndilega allbratt nið- ur til jarðar, rétt þegar hún var að fara niður úr skýjunum. Kom hún nið ur á eynni Nesoy um 6 km frá flugvellinum. Flugvélin var að koma frá Kaupmannahöfn og 30 ára, lætur eftir sig dóttur. Hefur starfað hjá Fí síðan 1956. Helga Guðrún Henckell, flug- freyja 25 ára. Hefur starfað hjá félaginu í eitt ár. FARÞEGAR. Anna Borg Reumert, hin þjóð kunna leikkona. Eftirlifandi er maður hennar Poul Reumert og tveir synir Stefán búsettur hér á landi og Þorsteinn búsettur í Kaupmannahöfn. Hún var að koma í heimsókn um páskana til sonar sfns i Hafnarfirði. Margrét Bárðardóttir, 19 ára, dóttir Bárðar Isleifssonar arki- tekts. Hún var nýlega trúlofuð. Hafði hún dvalizt í ár í Dan- mörku og var að koma heim til að stofna heimili. Þorbjöm Áskelsson útgerðar- maður frá Grenivík, kunnur at- hafnamaður, 58 ára, lætur eftir sig konu og 6 börn, það elzta 28 ára en það yngsta 13 ára. Hann var úti i Hollandi að taka á móti fiskiskipi. Ilsa Hochapfel, þýzk hjúkrun- arkona á leið til starfa í Hvera- gerði. Karl og María West, dönsk hjón á leið til íslands. Mr. Baume, enskur maður á leið til Islands. SÍÐAST SAMBAND YFIR ASKER Slysið varð með þeim hætti, að Hrímfaxi var að lenda á Fornebu-flugvelli og var komin í beina línu vestur af aðalbraut. Flugskilyrði voru slæm, skýja- hæð 200—700 fet í nágrenni flugvallarins og mikil hreyfing á loftinu. Síðast var haft samband við flugvélina, þegar hún var yfir stefnuvita við bæinn Asker Framh. á bls. 3. 53. árg. — Þriðjudagur 16. apríl 1963. — 84. tbl. átti að lenda í Osló og Björgvin á leiðinni heim. Með vélinni voru 12 manns, 5 manna áhöfn og 7 farþegar. Allir sem um borð voru fórust. Meðal þeirra var hin kunna og dáða leikkona frú Anna Borg Reumert. Þessir voru með vélinni: lá í skógarrjóðrinum á Nesoy. — Þessa mynd fékk Visir • • • > . » 1 ■ i . 1 » . ÁHÖFN Jón Jónsson flugstjóri, 45 ára, kvæntur, lætur eftir .sig eitt barn. Hefur starfað hjá Flug- félaginu síðan 1948. Ólafur Þór Zoéga flugmaður 27 ára, kvæntur og lætur eftir sig tvö börn. Hefur starfað hjá Flugfélaginu síðan 1957. Ingi Guðmundur Lárusson loftsiglingafræðingur, 23 ára, kvæntur og lætur eftir sig tvö börn. Hefur starfað hjá Fí í tvö ár. María Jónsdóttir flugfreyja Leifar Viscount-vélarinnar Hrímfaxa, stélhlutinn eins og hann símsenda frá Osló í morgun. r p' r ■ r ir Mj M

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.