Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 9
VlSIR . Þriðjudagur 16. apríl 1963. 9 Hún rýkur á — sagðs Björn Pólsson um nýju flugvél- / inn er mun bæto sumgöngur dreifbýSisins Björn stígur út úr vélinni. Á páskadagskvöld kom Björn Pálsson flugmað- ur heim til Reykjavíkur með 16 farþega flugvél, sem hann hafði keypt í Englandi af tegundinni Twin Pioneer. Mikill fjöldi manns, sennilega yfir 300, hafði safnazt saman á flug- vellinum til að bjóða hann velkominn, þeirra á meðal flugmálaráð- herra Ingólfur Jónsson, sem var meðal þeirra fyrstu, sem stigu um borð í flugvélina til að óska Bimi til hamingju með hana. STÓRIR VÆNGIR. Flugvélin sem er mjög sér- kennileg útlits, með stóra vængi og þrefalt flatarmikið stél, sást koma úr austurátt yfir flugvöllinn og höfðu tvær minni flugvélar Björns farið til að taka á móti henni og fylgdu henni í nokkrum hringjum kringum flugvöllinn. Loks sett- ist flugvélin á völlinn og ætlaði fólk að hlaupa á móti henni, en þá fór hún allt í einu af stað aftur og sýndi áhorfend- um nú þann furðulega hæfi- leika sinn, hve stutta flugbraut hún þarf, — það hjálpaði að vísu til núi.d, að hún var létt hlaðin, og góður mótvindur var, en óhætt er að fullyrða, að hún hafi tekið flugið eftir um 50 metra og hóf hún sig síðan ákaflega bratt á loft. 14 STAÐIR Vinir og vandamenn Bjöms flykktust utan um hann, en síð- an fékk fréttamaður Vísis stutt samtal við hann. Hann skýrði frá þvl, að hann byggist við að geta hafið farþegaflug með flugvélinni eftir um viku. Sagði hann að flogið yrði til nokk- urra staða, sem flugvélar Flug- félags Islands gætu ekki lent á. Þessir staðir koma helzt til greina: Stykkishólmur, Hellis- sandur, Búðardalur, Reykhólar, Patreksfjörður, Þingeyri, ön- undarfjörður, Bolungarvfk, Mel- graseyri, Reykjanes við Isa- fjarðardjúp, Gjögur, Hólmavík, Blönduós og Vopnafjörður. Ekki er enn afráðið, hvaða staðir verða valdir, en Bjöm mun taka upp reglubundið á- ætlunarflug til þeirra og fljúga einu sinni f viku til þeirra flestra, tvisvar f viku til sumra. Hann bjóst við að fargjaldið yrði að vera nokkru hærra en með Flugfélagsvélum. Flugvélin er fallega blámáluð. Hún hefur sem fyrr segir þá eiginleika að geta hafið sig upp á stuttu svæði, en í staðinn er hún mjög hægfleyg, kemst ekki nema um 150 mflur á klst. Hún er fremur gamaldags að útliti, hjólin eru ekki dregin upp, en traustbyggð. FYRIR LITLA FLUGVELLI í samtalinu við Björn skýrði hann frá því, að honum hefði fyrst komið í hug að fá sér slíka flugvél, þegar Flugfélag íslands hætti við þá fyrirætlun sína að fá sér litla flugvél til að fljúga á litlu fugvellina, en Douglas-flugvélar þess geta t.d. aðeins lent á Isafirði af öllum Vestfjörðum og hvergi á Snæ- fellsnesi. Þá óskuðu ýmsir þingmenn og ráðherra eftir því, að Björn gerði ráðstafanir ti að fá sér einhverja slfka flugvél. Þar að auki féll það vel saman við annan rekstur hjá honum með sjúkraflugvélarnar, þvf að við þær verður hann að hafa fast- ráðna flugmenn á háum launum og kemur sér betur, að fá þeim þá meiri verkefni, því að sjúkra flugið eitt getur ekki borið þann kostnað. KOSTAR 65 ÞÚS. PUND NÝ Fyrir nokkrum árum kvaðst Björn hafa verið að velta fyrir sér kaupum á slíkri flugvél og komst hann þá að því að flug- vélaverksmiðjan Scottish Avia- tion í Prestvík framleiddi flug- vélar af gerðinni Twin Pioneer, sem lýst var sem miklum undra tækjum, en þá kostuðu þær nýj- ar um 65 þús. pund, sem var alltof dýrt. En sfðan hefur tfm- inn liðið og notaðar flugvélar af þessari tegund eru nú komn- ar á markaðinn. AUGLÝSTAR NOTAÐAR Fyrst kvaðst Björn hafa séð auglýsingu f brezku blaði þar sem flugvél af þessari tegund var boðin til sölu í London á 23.700 pund. Fór hann út til að athuga þessa vél. En á leið- inni til Lundúna stanzaði hann í Prestvfk. Þar komst hann að því að verksmiðjurnar eru enn að framleiða vélar af þessari tegund, en höfðu einnig á bóð- stólum gamiar vélar af þessari tegund á 30—40 þús. pund. Hann hélt nú áfram ferðinni til London, en þá vildi svo til, að hann sá í blaði á flugvell- inum í Prestvik að fyrirtæki eitt auglýsti slíkar flugvélar til sölu á 12.500 pund. Fyrirtæki þetta heitir Teegan Aviation. Hafði hann samband við það þegar til London kom og komst þá að því að fyrirtæki þetta hafði selt Persastjórn nokkrar flugvélar og tekið upp f kaupin þrjár flugvélar af tegundinni Twin Pioneer og því var verðið svo lágt. Flugvélarnar voru enn austur f Persíu, en eigandi fyrirtækis- ins Mr. Teegan var að fljúga einni þeirra að vestan og ætl- aði að vera kominn til Túnis. * „ KAUP GERÐ f LOFTINU Var nú ákveðið að fara á móti eigandanum og hittu þeir hann í Túnis. Þar kom í ljós, að þessi flugvél hafði verið einkaflugvél Persakeisara og var útbúnaður í henni til að setja í hana mjög glæsileg hús- gögn, vínbar og hægindastóla, en einnig hægt að koma fyrir f henni 16 sætum. Flaug Björn nú flugvélinni frá Túnis til London ásamt eig- andanum, en Lárus Óskarsson kaupmaður var með í ferðinni sem túlkur. Líkaði Birni strax svo vel við flugvélina, að þarna f loftinu milli Nissa og London gerðu þeir út um kaupin. Var verðið svo lágt, að Björn vildi ekki prútta um það, en fékk fyrirtækið í staðinn til að sjá um betri innréttingu, setja 16 stoppaða stóla í hana, ný teppi á gólfið o. s. frv. REYNSLUFLUG VIÐ LONDON Björn kom svo heim meðan fyrirtækið var að Iagfæra vélina. en þann 27. marz s.l. fór hann út ásamt Lárusi Óskarssyni til að sækja flugvélina. Flugvélin var þá á einkaflug- velli, sem Peegan fyrirtækið á í Essendon í Hertfordshire skammt frá London Þegar flug- vélin var tilbúin fór Björn í nokkrar reynsluferðir á henni í nágrenni Lundúna og lenti á nokkrum öðrum flugvöllum, en lendingar voru kostnaðarsamar, kostuðu 6 pund í hvert skipti. í þessu reynsluflugi kvaðst Björn hafa fundið að flugvélin skilaði fyllilega því sem sagt var, sérstaklega hvað flugtaics- eiginleika viðvíkur. — Hún rýk- ur á loft á 50 mflna hraða, sagði hann f samtali við fréttamann Vfsis. HEIMFERÐIN Svo var haldið heim á leið og bættist þá í hópinn enskur flug- maður, Mr. Bright frá fyrir- tækinu, sem seldi, en hann er vanur flugmaður úr síðustu heimsstyrjöld. Vgr fyrst flogið til Prestvíkur, en þar hafa verksmiðiurnar sem smíða Twin Pioneer aðsetur. Var vélin vigtuð þar, skoðuð og þyngdarpunktar athugaðir. Engu burfti að brevta, en barna tók Björn nokkuð af nauðsynlegum varahlutum. Þeir í verksmiðjunni urðu undrandi yfir því, hvað ég komst að góðum kjörum. Sjálfir höfðu þeir notaðar flugvélar af sömu tegund til sölu, miklu verri vél- ar, sem þeir vildu selja á 30— 40 þúsund pund. Ég hefði jafn- vel getað grætt stórfé á að selja hana aftur, sagði Björn í gamni. i(i ' x TÖF A ORKNEYJUM í Prestvík vorum við í tvo daga. Síðan flugum við á þriðju- daginn f ljómandi veðri til Stornoway í Orkneyjum. Ætluð- um við að halda ferðinni áfram til íslands, en veðurútlit var slæmt svo af þvf varð ekki. Ég hafði orðið var við svolitla olíu- bilun og ákvað þvf að fljúga aftur til Prestvfkur úr því veður- útlit á íslandi var svo slæmt. Sú ferð tók þó aðeins einn dag og fékk ég gert við bilunina. Síð an biðum við þrjá daga í Storno- way meðan óveðrið geisaði heima á íslandi. Þar er fremur lítill en góður flugvöllur. Þar var verið að steypa flugbrautir með íslenzku sementi. Það var ekki fyrr en á páska- dag sem við komumst af stað. Höfðum við allstrangan mótvind sem setti okkur um 20 mílum aftar á klst. og ákváðum við þvf að lenda á flugvellinum f Vágum í Færeyjum. Þar tókum við benzín, sem gerði okkur síðan kleift að fliúga f einum áfanga til Reykjavíkur. Koma þessarar nýju flugvélar Björns Pálssonar hefur mikla þýðingu fyrir dreifbýlið. Nú er svo komið að fólk sættir sig ekki við annað en að hafa flug- samgöngur og íbúarnir í mörg- um byggðarlögum geta ekki beð ið eftir þvf að fullkomnir, stór- ir flugvellir séu gerðir þar. f þeim byggðarlögum mun þessi flugvél leysa úr brýnni þörf. ☆ Mikill mannfjöldi var saman kominn að fagna Bimi og hinni nýju flugvél.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.