Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 15
V í SIR . Þriðjudagur 16. apríl 1963. 15 ©© iramhaldssayts eftir Jone Blackmore stjornusKin os skueear — Gott og vel, engar spurningar, er. svaraður samt. — Jæja, ég elska sjóinn. — Þá verð ég afbrýðisamur út í hann. — Þá geðjast mér bara að hon- um. — Það var betra.Við höfum allan daginn og við getum gert fleira en horfa á hafið — til dæmis farið og keypt hring handa þér — hring með smarögðum, — því að þeir eru í sama lit og augun þín. — Ó, Davíð. — Finnst þér smaragðar ekki fagrir? — Ég elska þá. Það er ekki það. Þú veizt ekki hvað þú hefur gert fyrir mig. — Það er gagnkvæmt. Þú hefir breytt rótgrónum pipársveini í ást- fanginn ungling. Hann brosti til hennar. — Og þú hefir fengið lækni til þess að vanrækja sjúklinga sína. Nú verð ég að fara. — Verðurðu það? En ég kem aftur í kvöld. Ég hffi hugsað mér að flytja hingað dálítinn tíma. — Ætlarðu að búa hérna? — Þangað til við erum komin til botns í öllu? — Mamma þín? — Segðu ekkert meira. Nú verð ég að komast af stað. Hann gekk hratt að bílnum. Hún stóð og horfði á eftir honum. Hann settist, skellti aftur hurð- inni, og ók af stað. Hún veifaði til lians þar til hann var horfinn. Hún heyrði allt í einu til Marl- ene, þernunnar, sem var að tala við Porchy, eldabuskuna, og hló hátt. — Hvað þú getur verið gamal- dags, Porchy, — ef honum geðjast virkilega að mér, hvers vegna ætti ég þá að segja nei — -- Jæja, þú skalt nú samt gæta þín, stúlka mín, sagði gamla konan. Þið eruð ekki af sama sauðahúsi — og honum er vart að treysta. — Ég um það. — Jæja, ég hefi aðvarað þig. Og þú lætur þér ekki segjast neyð- ist ég til að segja frúnni . . . — Gerðu það bara, sagði Marlene í ögrunartón Sorrel sneri sér við þegar Mar- lene kom. út og virtist hún ekki T A R Z A N hafa tekið eftir henni. Og nú nam hún staðar fyrir utan húsið og horfði upp. Sorrel sá að hún horfði upp í opinn gluggann á svefnher- bergi Ruperts og Díönu. Og nú laust það niður eins og eldingu í huga Sorrel, að Porchy gamla hefði verið að vara Marlene við Rupert. Hún virti Marlene fyrir sér. Hún var grörin, spengilega vaxin, mittismjó og hafði um sig breitt, rautt belti. Fótleggirnir voru fagurlega Iagaðir, hárið ljóst og hörundið. Marlene varð hennar allt í einu vör. Hún brosti til hennar. Tók reiðhjólið sitt, sem stóð upp við vegg jg hjólaði burt. Sorrel gekk hægt fyrir hornið. Diana var að aka hjólastólnum með frú Vane í upp að húsinu. Jónatan var enn að sýsla við flugdrekann sinn, en Sorrel veitti þeim litla athygli. Hún gat ekki annað en hugsað um þetta fram og aftur. Ef þessi grunur sem kviknað hafði í huga hennar var réttur, hvernig gæti hún þá notað sér hann? Hvaða áhrif gat réttur, haft að, því er hana sjálfa varðáði? Hvefs vegna var Rupert að leika það hlutverk að þykjast vera ástfanginn 1 henni, ef hann var að gera hosur sínar grænar fyrir stúlku úr þorpinu? Hvað vakti fyrir manninum? Ætlaði hann sér að nota hana sjálfa sem eitthvert verkfæri til þess að koma j einhverju fram? Og ef svo var, hvað gat það verið? Hún gat ekki ; komizt að neinni niðurstöðu, en j henni var það þó ljóst, að þarna I gat verið um lykil að ræða að ! þeirri gátu hvers vegna framkoma j hans var slík sem reyndin var gagnvart henni — og framkoma hans öll. Og nú leit hún á það j blátt áfram sem mikilvægast af [ öllu, að komast að raun um hvers vegna hann þóttist elska hana. Og einmitt á þessu andartaki þurfti Rupert að birtast allt í einu. Hann kom allt í einu fyrir hornið. Hann gekk þegar til hennar. Hún varð máttvana f hn.iáliðunum, en knúði sig til að ganga til Jónatans litla, því að hún vildi ekki vera ein með Rupert. Jafnvel í litla drengnum gat verið vernd gegn hinu illa. — Hæ, Sorrel, þú ert þá þarna. Ég var að leita að þér. — Hvað viljið þér mér? spurði hún kuldalega. Hann brosti, lagði sig fram til þess að heilla hana með brosi sinu og sagði vinsamlcga: — Vertu nú ekki svona ótta- slegin á svipinn. Ég ætlaði bara að spyrja 'ug hvort þú ættir aspirín. Ég hef höfuðverk. — Það er kannski þess vegna, sem þér hafið ekki komizt í skri- stofuna? Hann leit snöggt á hana. — Er það ekki góð og gild á- stæða? — Ég skal ná í aspirín handa ; yður. — Ég ætla að koma með þér. Hún hikaði. Svo sagði hún: — Jónatan, vertu svo vænn að skreppa upp í herbergið mitt. Það er askja með aspirínskömmtum í j náttborðsskúffunni minni. Viltu ná j í hana fyrir mig? — Verð ég að gera það? spurði j Jónatan og gretti sig. — Já, ég skal halda í flugdrek- ann á meðan. Hún greip taugina og fór að toga í hana til þess að draga flugdrek- ann niður. Hún leit í kringum sig. Diana var komin næstum upp á flötina fyrir framan húsið með hjólastólinn. — Ég verð að tala við þig, hvísl aði Rupert lágt, af ákefð. — Af hverju hjálpið þér ekki konunni yðar? spurði Sorrel hátt. — Ég aðvara þig, hvísjaði hann hásum rómi. Hún horfði á hann: — Og ég aðvara yður. Gerið ekki neina tilraun, Rupert. Hún mælti lágt, rólega. Hún sá að Diana nálgaðist með stólinn. Svo hélt hún áfram: — Ég er ekki sama konan og í gær. Ég veit ekki hvað þér ætlið yður, en ég veit nú talsvert um yður —. Hann kipraði saman augun: — Svo sem hvað? Qir,1 wé Hún svaraði ekki. Hélt áfram að vinda upp taugina. Hann Ieit sem snöggvast á Diönu nálgast með snöggvast á Diönu nálgast með hjólastólinn. Svo gekk hann alveg að Sorrel og hvíslaði: — Hvað er það, sem þú veizt ! um mig, Sorrel? Segðu mér það. Röddin var skipandi. Hún horfði á hann fyrirlitningar- augum. Heiftin logaði í augum hans, ■ Hann mælti ógnandi, en eins og ! haldinn mæði: j — Þú getur ekkert aðhafzt, ekk- ; ert gert mér, og staða þín er ótrygg nema þú standir mér við hlið, en ef ekki ... Hann lauk ekki við setninguna. — Eruð þér að reyna að ógna mér? spurði hún rólega, þótt henni hefði runnið kalt vatn milli skinns og hörunds. Díana var rétt komin með stól- inn og hann sneri sér að henni og sagði í léttum tón: — Ég var í þann veginn að bjóða fram hjálp mína, en ég varð víst of seinn til. Sorrel veitti þvl athygli, hve auðvelt honum var að svifta af sér hótunargrímunni á andartaki, ' og verða eitt smeðjubros. í ýmsum strerðum. — Endur- nýjum görnlu ’sængumar. Eigum dún og fiðurheld ver. Dún- og fi&urhreinsun Kirkjuteig 29 Simi 33301 ÍVcntuti P prentsmi&ja S. gúmmlstlmplagerö Elnholti 2 - Slmi 20960 — Það skiptir engu, Rupert, sagði Dlana rólega og kuldalega. Við sáum að þú varst „upptekinn“. Rupert greip um handfangið á stólbakinu: — Og hvert viltu svo, að ég aki þér, Felicity mín? Jónatan kom á harðahlaupum fyrir hornið æpandi: — Ég er flugdrekl, ég er flug- dreki! Þetta kom eitthvað ónotalega við Rupert, því að reiði blossaði upp í honum. Hann sneri sér að drengn- um og æpti: — Haltu þér saman, segi ég. Jónatan þagnaði og Rupert bar hönd að enni, en konurnar störðu á hann. — Verðurðu að æpa svona hátt, drengur? sagði hann. Æ, höfuðið á mér. — Er þér nú illt I höfðinu aftur? spurði Díana. — Já, það er að klofna. Ertu ekki fegin? urraði hann. Díana yppti öxlum. Frú Vane sagði eitthvað í samúðarskyni. Jónatans rétti honum öskjuna með aspiríntöflunum. — Hvað er þetta? spurði Díana. — Aspirín, svaraði Jónatan. Sorrel bað mig að ná I þær handa pabba. — Aspirín, sagði Díana með undrunarhreim, en þú hefir þínar eigin töflur, Rupert? — 1 hamingjubænum, sagði hann gremjulega. Þarftu að reka nefið I þetta líka. Það er mitt höfuð og ég ræð Hklega hvað ég tek inn. Díana yppti öxlum, en svaraði engu, og gekk í áttina til hússins. Hún var há vexti, vel vaxin og vel klædd. Sorrel horfði á eftir henni. — Á morgun, hugsáði hún, verð ég þó laus við þetta allt — því að við Davíð verðum saman allan dag- inn á morgun! En svo vaknaði ein- hver kvíði með henni — ef nú eitt- hvað yrði til þess að spilla ánægj- unni? Hún horfði á gamla, gráa stein- húsið, sem var staðsett þarna milli trjánna. Sólin skein á það. Og það var einhver friðsemdarblær yfir þvl, en Sorrel hugsaði sem svo, að *WT IP VOU WEKE USIMS THE 706S TO TKACK. THE LEOPAWV' IWOUIKEP THE „ APE-MAN. *WHV SETATKA?V 11-3 6007 "...8ECAUSE A STKANSE PARAPOX OCCUKKSP'/THE WKITEK LAANENTEP. *THE HUMTER BECMAE THE HUNTEP l'/ Pace: „Þessir veiðihundar eru hugrakkir og gáfaðir." um, hvers vegna gerðirðu gryfj- irnir urðu öðruvisi en ætlað var. sérstaklega þjálfaðir til að veiða Tarzan: „Ef þú ætlaðir að nota una?“ Fórnarlömbin drápu þá, sem áttu stór kattardýr.. þeir eru mjög hundana til að ná pardusdýrun- Price: „Vegna þess að atburð- að drepa þau.“ 327 Húrra, 16 mlnútur og 10 sek. Ef þú æflr þig vel getur þú slegið met mitt fyrir áramót. 3T tetöor G/ OO —% rt. ía ^ J Or V. 3 C VI 22991 Grettisgðtu 62 £ Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU OG DÓDÓ, Laugavegi 11, slmi 24616. PERMA, Garðsenda 21, simi 33968 Hðrgreiðsiu- og snyrtistofa Dömur, hðrgreiðsla við allra h»fi. TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætismeg in. Sími 14662. Hðrgreiðslustofan HÁTÚNl 6, simi 15493. Hðrgreiðslustofan SÓLEY Sólvallagötu 72, Simi 14853. $ Hárgreiðslustofan PIR O L A Grettisgötu 31, slmi 14787. Hðrgreiðslustofa ’ ESTURBÆJ AR Grenimel 9, slmi 19218. Hárgreiðslustofa SVÖNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Freyjugötu 1, slmi 15799. Hðrgreiðsiustola AUSTURB ÆJAR (Marfa Guðmundsdóttir) Laugavegi 13. sfmi 14656. Nuddstofa ð sama stað. Nælonundirpils Verð kr. 85.00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.