Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 2
2 V í SIR . Þriðjudagur 16. apríl 1963. Ströng embættisferð biskups Kom heim í nótt Biskupshjónin, hcrra Sigur- bjöm Einarsson og frú Magnea Þorkelsdóttir, komu heim kl. 4 f nótt úr einhverri erfiöustu og jafnframt ánægjulegustu em- bættisferð, sem biskup hefur farlð til þessa, en hann vfgði nýiu kirkju i Súðavik á páska- dag. Sóknarpresturinn í Súða- vik, séra Bernharður Guð- mundsson, er kvæntur Rann- veigu, dóttur biskupshjónanna. Embættisferö þessa p6ru bisk- upshjónin á sjó og landi og i lofti i veðrahamnum undan- fama viku og var útlitið eigi ávallt sem bezt, en allt fór vel að lokum. Biskupshjónin lögðu af stað í þetta ferðalag með varðskip- inu Öðni á miðvikudag fyrir skfrdag og var á móti veðri að sækja I miklu frosti og hríð. Komið var við á Patreksfirði einvörðungu til þess að berja klaka af skipinu og til ísafjarð- ar var komið á skírdagskvöld eftir sólarhringsferð úr Reykja- vík. Á Isafirði voru biskups- hjónin veðurteppt yfir bæna- dagana, en ætlunin var að vígja kirkjuna á laugardag fyrir páska og var byrjað að ryðja snjó af veginum frá lsafirði til Súða- víkur er veðrinu fór að slota síðdegis á föstudag. Þegar ætla mátti að ýtan væri komin til Súðavikur, lögðu biskupshjón- in af stað frá Isafirði, en snjór var þá miklu meiri á þessari leið en menn höfðu gert ráð fyrir og var ýtan ekki komin nema hálfa leið er bíllinn með biskupshjónunum náði henni og mjakaðist síðan á eftir henni til Súðavíkur, en þá var klukk- an hálffjögur á laugardags- morguninn er þangað kom. — Vígslunni varð að fresta vegna veðurs á laugardag og vígði biskup kirkjuna I Súðavík kl. 5 á páskadag I sæmilegu veðri að viðstöddu miklu fjölmenni, sem beðið hafði þessarar há- tíðlegu stundar með óþreyju. Sóknarpresturinn prédikaði og héraðsprófasturinn, séra Sig- urður Kristjánsson, var meðal kirkjugesta. Kirkja hefur eigi áður verið í Súðavík og eru viðir í henni úr gömlu kirkj- unni á Hesteyri. Nýja kirkjan rúmar um 100 manns í sæti, en um 140 manns eru í Súðavík. Biskupinn sagði í viðtali við Visi í morgun að kirkjan væri óvenjuvel búin að góðum grip- um og hefðu íbúar staðarins sýnt sérstakan áhuga og fóm- fýsi við að koma henni upp, unnið mikið í sjálfboðavinnu, gefið dagkaup við vinnu í frysti húsinu á staðnum og fleira og fleira. Hefur formaður sóknar- nefndar, Kristján Sveinbjörns- son, varið öllum sínum tóm- stundum við kirkjubygginguna og marga fleiri mætti nefna. Það var hátíðleg stund þeg- ar þessi kirkja var vígð og í gær var fermt í kirkjunni. Sama dag sneru biskupshjónin heim á leið og sótti Björn Pálsson þau í flugvél til ísafjarðar. En þegar til Reykjavíkur kom var ólendandi þar vegna slæmra veðurskilyrða og flaug Bjorn þá vestur til Stykkishólms og lenti þar í gærkvöldi. Þaðan héldu biskupshjónin þegar í bíl áleiðis til Reykjavíkur, en hrepptu kaf- hrfð í Borgarfirðinum og hélzt það veður unz til Reykjavíkur kom kl. 4 í morgun. Svo dimmt var af veðri og nóttu að oft var mjög erfitt að greina veg- arbrúnirnar og halda bflnum á veginum. En heilu og höldnu náðu biskupshjónin heim úr þessari ströngu embættisferð. Happdrætti Háskólans Miðvikudaginn 10. apríl var dreg- ið í 4. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 1.050 vinn- ingar að fjárhæð 1.960.000 krónur. Hæsti vinningurinn, 200.000 kr., kom á fjórðungsmiða númer 18,166. Tveir fjórðungar voru seldir í um- boði Jóns Arnórssonar, Bankastr. 11, einn fjórðungur hjá Frímanni Frímannssyni í Hafnarhúsinu og sá fjórði á Hnífsdal. 100,000 krónur komu á hálfmiða númer 27,175. Annar helmingurinn var seldur í Keflavík en hinn á Þórs höfn. 10,000 krónur: 3992 9507 10254 12556 13581 13899 16706 17668 19328 22057 22746 29845 29879 32498 35479 36472 40877 40887 43100 49548 49789 50672 52086 56269 58425 59008. (Birt án ábyrgðar). Slæm færð nyrðrn Þegar norður fyrir Akureyri kem- ur er víða þungfært t. d. Vaðla- heiði er ófær og til Dalvíkur kom- ast ekki nema stærstu bílar. Jafn- vel á Akureyrargötum er þungfært víða, enda sums staðar allt að 2ja metra djúpir skaflar. Alþýðubrauígerðin svæld * Frá Alþýðubrauðgerðinni Vegfarendur, sem leið áttu um Laugaveginn s.l. laugardag, veittu því athygli, að fyrir framan Al- þýðubrauðgerðina á Laugavegi 61 stóð lögreglumaður til þess að meina fólki inngöngu í húsið. Þegar betur var að gáð stóðu að- vörunarmerki á húsinu, þar sem skýrt var frá því að húsið væri fullt af eiturlofti og að lífshættu- legt væri að fara inn fyrir dyr þess, enda stranglega bannað. Þegar leitað var upplýsinga hverju þetta sætti kom í ljós, að þarna var verið að svæla inni urm- ul skorkvikinda, sem gert höfðu sig heimakomin í húsakynnum Al- þýðubrauðgerðarinnar og 1 fullkom inni óþökk heilbrigðiseftirlits borg- arinnar. Vísir hefur fregnað að þegar full- trúi borgarlæknis var nýlega á eft- irlitsferð í Alþýðubrauðgerðinni, hafi hann orðið var skorkvikinda í húsinu. Er hann hugaði betur að var þarna kvikt af þessum dýrum — og ekki aðeins ein tegund, held- ur margar — og borgarlæknir fyr- irskipaði forstjóra Alþýðubauðgerð- arinnar að stöðva allan reíistur fyr- irfækisins unz róttækar aðgerðir hefðu farið fram. Að morgni föstudagsins langa fékk forstjóri Alþýðubrauðgerðar- innar Aðalstein Jóhannsson meindýraeyði til að fram- kvæma svælingu í húsinu. Áður varð að loka öllum gluggum, hurð- um og rifum og birgja eins vand- lega og framast var unnt, en síð- an hleypt á blásýrulofti, sem er banvænt og ríður t. d. fullorðnum manni að fullu á svo að segja svip- stundu. Á Iaugardagskvöldið var loftað út að nýju, en öll vinna féll niður í húsinu þar til í dag, og engum manni leyft að dveljast inni fyrr en fullséð er með nákvæmum mælingum á blásýrumagninu í loft- inu að það sé horfið að fullu og hættulaust að taka upp starf. stúdenta hækka Lán til Nýlega er lokið úthlut un námslána til stúdenta þeirra er stunda nám hér við Háskólann. Út- hlutað var 2,3 millj. kr. til 221 stúdents, en það er hæsta úthlutun sem gerð hefur verið, til þessa, og hefur f járhæð- in hækkað um kr. 600.000,00 á einu ári og kr. 400.000,00 frá því í haust. Fleiri stúdentar fá lán en nokkru sinni fyrr. Úthlutun námslána fer fram tvisvar á hverju misseri, að hausti og vori. Er það Lána- sjóður íslenzkra námsmanna, sem sér um þá úthlutun, en til þeirrar stofnunar er varið fé árlega á fjárlögum. Hiutur stúdenta bæði hér heima og er- lendis hefur batnað mjög hin síðari ár í lánsmálum. Sem dæmi þess má benda á, að 1960 fengu stúdentar hér við há- skólann 1.4 millj. kr., en nú árið 1963, er gert ráð fyrir a.m.k. 4,1 millj. kr. Er hér um verulega hækkanir að ræða, sem mjög hafa komið stúdent- um vel á langri og erfiðri náms- braut. Er þar fyrst og fremst að þakka velvild og skilningi viðkomandi ráðherra, mennta- málaráðherra og fjármálaráð- herra. Lán þessi eru frá kr. 7.500.00 upp í kr. 15.000.00 pr. mann, tvisvar á 'ári hverju. Endur- greiðslutfmi þeirra eru 15 ár, frá því viðkomandi stúdent hefur lokið prófi, og er Iánið vaxtalaust fram að þeim tíma. Sérstakar reglur gilda um út- hlutun, en geta má þess að af þeim 227, sem sóttu um lán nú, fengu 221 umsækjandi lán, en aðeins 6 var hafnað. Að lokum skal þess getið að áætiuð námslán til stúdenta bæði hér heima og erlendis nema kr. 11.1 millj. fyrir 1963. Húsgögn skemm- astafvatnioggufu Hjá Slökkviliðinu í Reykjavík var talsvert að gera um bænadag- ana, enda þótt ekki væri um neina stórbruna að ræða. Á miðvikudaginn 10. þ. m. var Slökkviliðið kvatt út fjórum sinn- um, m. a. í tvo vinnuskúra snemma á miðvikudagsmorgun. Fyrri kvaðn ingin var kl. 6,37 að Karfavogi 32. Undir vinnuskúrnum er kjallari og hefur líklega verið af mannavöldum kveikt í rusli sem þar var geymt. Eldsins varð fljótlega vart og Slökkviliðinu gert aðvart. Tókst því að slökkva áður en teljandi tjón hlauzt af. Tveim stundum seinna var Slökkviliðið aftur kvatt að vinnuskúr og i það skiptið að Kapla skjólsvegi 37. Þar mun hafa kvikn- að í út frá ofni að talið er og urðu talsverðar brunaskemmdir á skúrn- um áður en tókst að slökkva. Um hádegisleytið á miðvikudag- inn voru börn að leika sér með eldspýtur í íbúð að Eskihlíð 20 og kveiktu í. Urðu talsverðar skemmd ir á húsgögnum og auk þess nokkr ar á herberginu sjálfu. Klúkkan 2 e. h. á miðvikudaginn var Slökkviliðið kvatt að Hnitbjörg um, listasafni Einars Jónssonar. Menn voru að vinna með logsuðu- tæki við útidyrahurð og óttuðust þeir að neisti myndi hafa komizt í einangrun, svo þeir kölluðu á Slökkviliðið í öryggisskyni. Sem betur fór hlauzt þó ekkert tjón af þessu. Aðfaranótt fimmtudagsins var Slökkviliðinu gert aðvart frá tal- stöðvarbíl, sem ekið hafði eftir Suð urlandsbraut, að eldur hafi sézt við húsið nr. 23 við Suðurlandsbraut og sennilega myndi hafa kviknað í því. Þegar Slökkviliðið kom á stað- inn, fann það að vfsu eldinn, en hús Petrosjan með vinning yfir. Sjöundu skákinni í einvígi Bot- nniks og Petrosjans lauk með gri Petrosjans. Hafði Petrosjan /ítt. Standa leikar þannig, að strosjan hefur fjóra vinninga óti þremur vinningum Bot- nniks. ráðandi hafði sjálfur kveikt hann I til að þíða olíu, sem storknað hafði I í Ieiðslum frá olíugeymi, sem stóð fyrir utan húsið. I Á föstudaginn, um kl. 2 e. h., kviknaði í rusli í sorphólk í húsinu nr. 54 við Kleppsveg. Ekki hlauzt af þessu tjón svo orð væri á ger- ' andi. Sama dag, kl. langt gengin 11 að kvöldi, sáu piltar sem áttu leið um Skólavörðustfg, mökk mikinn leggja frá húsinu nr. 16A þar við götuna. Töldu þeir að kviknað væri í og gerðu Slökkviliðinu aðvart. Þegar á staðinn kom, hafði mið- stöðvarofn sprungið og lagði gufu- mökk mikinn frá vatninu. Vatnið flæddi um kjallarann og er talið að húsgögn, sem þar voru geymd, hafi skemmzt verulega bæði af gufu og vatni. Á laugardaginn var Slökkviliðið kvatt að Sjómannaskólanum vegna elds í rusli utanhúss. Á sunnudag- inn kom kvaðning gegnum bruna- boða á Kárastíg 1. En þegar þangað kom, var brunaboðinn óbrotinn og hvergi eldur. Er talið að þarna hafi verið um bilun á símaleiðslu liálverksisýiiing á Akranesi Ungur Akurnesingur stofnaði til málverkasýningar á Akranesi í vik- unni fyrir páska og sýndi yfir 30 málverk. Þetta er í fyrsta skipti, sem efnt er hér til sjálfstæðrar málverkasýningar al' Akurneslngi. Skagamaður þessi heitir Hreinn j Elíasson, Hann hefir lagt stund á j ýmis störf, en fengið æ meiri áhuga fyrir að mála. Hann er • kvæntur maður og er kona hans ættuð að norðan. Tóku þau upp heimilið með an hann fór utan til listnáms. Var þá konan með börnin hjá foreldr- um norðanlands, en Hreinn dvald- ist um sinn í Hamborg, og í fyrra- sumar í Glasgow, en fjölskyldah sameinaðist svo s. 1. haust. Hefir Hreinn komið sér upp húsi og vinnuskáia og hyggst sinna málara- listinni eftir því sem aðstæður leyfa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.