Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 5
V í SIR . Þriðjudagur 16. apríl 1963. 5 Tveir hásetar þýzkum togara viSELDEY Þýzkur 530 tonna togari, Maria von Jever varð fyrir áfalli í rokinu við Suðvesturland aðfaranótt föstu dagsins langa. Reið brotsjór yfir hann um kl. 4 um nóttina, er hann var að veiðum við Eldey. Hásetar voru á þilfari að ganga frá veiðar- færum, þar sem þeir voru að hætta vegna veðurs. Brotsjórinn þreif með sér fyrir borð tvo menn og hafa þeir ekki fundizt síðan. Þeir hétu Horst Fischer, 28 ára, og Walther Kriig- er, 54 ára. Tveir hásetar aðrir sem voru á þilfarinu, Klaus Klingler, 24 ára, og Bruno Ahland, 26 ára, köstuð- ust til með bárunni og slösuðust. Kom togarinn til Vestmannaeyja kl. 14.30 á föstudaginn langa og lagði þá tvo á land. Liggja þeir nú í sjúkrahúsinu i Vestmannaeyjum og líður sæmilega eftir aðstæðum. Togarinn fór aftur út um miðnætti til veiða. IKLAR UNDANÞAGUR Á SKEMMTANASKATTI Ríkisstjórnin hefur lagt fram fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um niðurfellingu Góðir gestir Um páskana komu frá Noregi góðir gestir, sem líklegir eru til þess að setja svip á andlegt líf höfuðstaðarins næstu vikur. Munu þeir hafa samkomur á kvöldin í Fríkirkjunni frá 17.—30. þ. m. og ef til vill lengur. Menn þessir eru: Cand theol. Erling Moe, sem mörgum hér í bæ er að góðu kunnur frá tjaldsam- komunum á Skólavörðuhæð sum- arið 1961. Hann er fyrirliði og frumkvöðull ferðarinnar hingað að bessu sinni. I för með honum eru: Stud. theol. Gunnar Bonsaksen, kunnur æskulýðsleiðtogi og píanó- leikari, og Odd Wannebo, ungur og efnilegur söngvari, sem stundað hefur nám í Vínarborg. Allir eru velkomnir á samkomur beirra félaga, sem síðar verða nán- ar auglýstar í blöðum og útvarpi. Þess er vænzt, að fólk noti þetta einstæða tækifæri, í framhaldi af páskahátíðinni, til þess að hlusta á kunna prédikara og listamenn, sem hafa mikilsverðan boðskap að flytja. skemmtanaskatts á klassiskum tónleikum, leiksýningum, sýningum á íslenzkum kvikmynd- um og dansskemmtun- um einstakra félaga, ef ekki er þar haft vín um hönd. Til að vega upp þann tekjumissi verður vegna þessa, tekinn skattur af gestum vín- veitingahúsa, kr. 10.00 pr. mann. Með frumvarpi þessu og nið- urfellingu skemmtanaskatts á áðurnefndum samkomum, vill ríkisstjórnin í fyrsta lagi stuðla að eflingu og örvun leiklistar- og tónlistarstarfsemi í landinu. í öðru lagi er tekið tillit til þeirra virðingarverðu viðleitni ýmissa áhugamannafélága til að halda uppi þróttmiklu félags- starfi. Á það ekki hvað sízt við um íþrótta- og æskulýðsfélög, menningar- og líknarfélög. Erf- iðlega hefur þessum félögum gengið að afla tekna ,og hljóta þau því mjög að fagna því, að þurfa ekki lengur að greiða skemmtanaskatt. Hér undir falla og vínlausir skemmtistaðir fyrir æskufólk, og verður því vart hætta á, að slíkar skemmtanir þurfi að Ieggjast niður f bráð. Með ofannefndri niðurfell- ingu og undanþágum er ljóst að nokkur tekjumissir hlýzt af, en tekjur af skemmtanaskatti renna eins og kunnugt er að helmingi til Þjóðleikhússins, og að helmingi til félagsheimila- sjóðs, auk 10% álags til Sin- fóníuhljómsveitarinnar. Til að bæta upp tekjumiss- inn verður sá kostur tekinn, að leggja nokkurn skatt á þá, sem sækja vínveitingahúsin. Verður það 1Q króna gjald. Auk þess er gert \ ráð fyrir að veitinga- húsin sjálf taki 5 kr. til greiðslu á auknum kostnaði, sem af þessu stafar. Er áætlað að skatt ur þessi muni skila 4—5 millj. kr. f aðra hönd, þannig að hann ætti ekki aðeins að bæta upp tekjumissinn, heldur og skila nokkrum hagnaði. Sá hagnaður gæti numið 3—4 milljónum króna. Andrés Þorláksson. Kristján Ragnarsson. Tók út aí Hring Á þriðjudaglnn fyrir skírdag var vélbáturinn Hringur frá Siglufirði á leið inn til heima- hafnar af miðunum. Var þá skollið á óveðrið mikla fyrir Norðurlandi og var mjög slæmt í sjóinn. Hnútur reið undir bát- inn og tók tvo skipverja út, þá Andrés Þorláksson og Kristján Ragnarsson. Náðist annar þeirra en var þá látinn. Hinn náðist ekki. Birtast hér myndir af hin- um látnu sjómönnum. Andrés Þorláksson var fædd- ur 1927, búsettur á Siglufirði. Hann var ókvæntur og bam- laus. Kristján Ragnarsson, fædd ur 1939, var frá Akureyri, en búsettur á Siglufirði. Hann læt- ur eftir sig unnustu. Manns saknað Rannsóknarlögreglan í Reykjavík hefur beðið Vísi að lýsa eftir manni sem saknað er og ekki hefur komið heim til sín í hálfan mánuð. Maðurinn heitir Finnbogi Græð- Eiginmaður minn og faðir okkar, KARL SCHRAM, andaðist á páskadagsmorgun. FÆRÐ Þ YNGIST í morgun voru flestir vegir að og frá Reýkjavík enn færir, en sums staðar þó byrjað að myndast drög á þeim og færð tekin að þyngjast. Þannig var t. a. m. bæði með Hvalfjarðarleið og Keflavíkurveg að færðin var tekin að þyngjast fyrir litla bíla. Þegar kom suður fyrir Keflavík versnaði færðin til muna og Garðsvegur til Sandgerðir var ófær litlum bílum. Hvalfjarðarleið var fær í morgun en færð tekin að þyngjast beggja vegna fjarðarins. Sendi Vegagerðin tæki bæði þangað og eins á Reykja víkurleiðina til að hreinsa veginn. Leiðin um Þrengslaveg var fær í morgun, en einnig þar var færð tekin að þyngjast, auk þess sem hríðarveður var þar uppi og erfitt að aka sökum blindu. Um Suðurlandsundirlendið var fært a. m. k. austur að Hellu, en þegar austar dregur er blindhríð og austur í Mýrdal og þar fyrir aust- an allt gesamlega ófært. í Borgarfirði er færð tekin að þyngjast eitthvað en þó ekki að ráði ennþá. Á Holtavörðuheiði er ekki mikill snjór ennþá og vegur- inn fær, enda logn á heiðinni þótt snjókoma sé nokkur. Úr því er leiðin til Akureyrar mjög greiðfær og í rauninni fær öllum bílum. Sjálfstæðisfélag Kópavogs held- ur fund í Sjálfstæðishúsi Kópavogs miðvikudaginn 17. apríl kl. 8,30. Fundarefni: 1. Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur flytur erindi um fram kvæmdaáætlun ríkisstjómarinnar. 2. Kosnir fulltrúar á landsfund Sjálfstæðisflokksins. ir Pétursson og er múrari að at- vinnu. Hann gengur oftast undir nafninu Bogi frá Hrísdal ,og er nokkuð þekktur maður undir því heiti, m. a. fyrir málverk, sem hann hefur málað. Finnbogi átti áður heima á Suð- urgötu 112 á Akranesi, en nú síð- ast bjó hann hjá kunningjafólki sínu að Suðurgötu 85 í Hafnarfirði Þaðan fór hann 2. þ. m. og ætlaði þá til Reykjavíkur að því er heim- ilisfólkið þar taldi. Síðan hefur ekk- ert til ferða hans spurzt og eru all- ir þeir, sem vita eitthvað til ferða hans eftir þann tíma vinsamlegast beðhir að gera rannsóknarlögregl- unni í Reykjavík aðvart. Finnbogi Græðir er 50 ára að aldri, meðalmaður að hæð, fremur grannvaxinn, sköllóttur en með brúnan hárkraga. Þegar hann fór að heiman var hann klæddur ljós- bláum fötum, frakkalaus, með grá- grænan Týrólarhatt, grænt bindi os í svörtum skóm. Um páskana lýsti lögreglan í Reykjavík eftir 14 ára gamalli reyk- vískri stúlku í útvarpinu, sem far- ið hafði heiman að frá sér og dvald- ist næturlangt í burtu án þess að koma heim. Var tekið að óttast um hana og sneru aðstandendur henn- ar sér til lögreglunnar og báðu hana um aðstoð við eftirgrennsl an. Lögreglan fann stúlkuna í veit ingastofu að Laugavegi 72 í gær- dag. Hafði hún komizt suður til Grindavíkur og síðast hafzt við í togara í Hafnarfirði í fyrrinótt. Unnur Schram og böm. Jarðarför bróður okkar, AXELS M. ÞORBJÖRNSSONAR verzlunarmanns, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 17. apríl kl. 3 e. h. Blóm vinsamlega afþökkuð. Ólöf Ólafsdóttir Sigurþóra Þorbjörnsdóttii Hannesína Þorbjörnsdóttir. Eimskipafélag íslands hefur tek- , ingur á ýmsu, m.a. til landbúnað- ið á leigu 3 skip vegna mjö'g auk- ! arins, vélar, staurar, o.s.frv., auk , inna flutninga nú undir vorið og eru þau öil væntanleg fyrir tnán- aðamótin. ýmissar annarrar aukningar á flutn ingum. Tröllafoss átti upphaflega að Það hefur ’önvum verið svo. að knma við i Hull i heimleið frá htirft t-efur cfi tal<a 't leigu skir meí»’"''-nd''.höfnum >n kemur bar til að nnnr plutningum * hessum ekki ' hnns stnð fór hangað leigu- tfma, en bá eykst miöe innflutn- skipið Anne Nybel og tekur stykkjavöru og eitthvað af bílunt. Hún mun væntanleg þangað í dag. Leiguskip þetta er danskt og það eru líka hin tvö, Anne Bögelund, sem lestar i Kaupmannahöfn og Gautaborg, Forra. sem lestar i Hanaö Finnlandí cðaiieea pappír og Ventspils í Eistlandi, stál og járn. RraraBÉMMHiKBMBiíteu&á ias ^gtiaii3KJ6iaiaeaasBi!maiTWi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.