Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 3
V í SIR . Þriðjudagur 16. apríl 1963, 3 MINNING: Frú Anna Borg TTin mikilhæfa leikkona Anna 1 Borg var meðal þeirra far- þega sem fórust í hinu sviplega flugslysi í Osló á páskadags- morgun. Vísir hefir snúið sér til Haraldar Bjömssonar leikara, sem var náinn vinur og starfs- bróðir hinnar látnu leikkonu, og beðið hann að minnast hennar nokkrum orðum. — Haraldur Björnsson segir: „Anna Borg var ein hin Ijúf- asta og yndislegasta kona, sem ég hefi þekkt á langri ævi. Mik- ill persónuleiki, góður félagi, sem öllum vildi hjálpa. Ágæt listakona I þess orðs fyllstu og beztu merkingu. Kynni okkar voru löng, allt fré þvf, er við hófum nám sam- an I Konunglega leikskólanum í Kaupmannahöfn árið 1925 og til hins síðasta. Hún var mikill íslandsvinur, unni mjög landi sínu og þjóð og bar hag og gengi listar íslendinga mjög fyr- ir brjósti. Þótt örlögin höguðu því svo að ævistarf hennar yrði í öðru landi var hún alltíður gestur á íslenzkum lciksviðum. Þótti koma hennar jafnan mik- ill viðburður. Marga vini átti hún hér fyrr og síðar.“ Norskur slökkviliðsmaður við lok slökkvistarfsins á Nesoy. — Símsend mynd NTB. - FLUGSL YSIÐ VIÐ OSLÓ Framhald af bls. 1. um 8,4 km frá flugbrautinni. Þá var flugvélin í eðlilegri hæð eða 1500 fetum og skýrði flugstjór- inn frá því að allt væri í lagi. SLVSSTAÐURINN En 10 sekúndum síðar féll flugvélin til jarðar á svokallaðri Borg, hæsta stað landfastrar eyj- ar sem heitir Nesoy, sem er um 6 km frá flugvellinum. Miðja vegu milli Asker og Nesoy hefði flugvélin átt að vera f 1300 feta hæð, en það er vitað, að þar var hún komin í 600 feta hæð eða 700 fetum of lágt. Þegar vélin kom ekki fram til flugbrautarinnar lét flugum- ferðarstjórnin kalla harra þrisvar upp og þegar ekki var svarað var sent út neyðarkall. Hvað gerðist á síðasta kaflan- um að slysstaðnum er ekki vit- að, en flugvélin hefur þá lækkað Minningarorð í danskn útvarpinu I gærkvöldi flutti sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, Stef- án Jóhann Stefánsson, minning- arorð um frú Önnu Borg í danska útvarpinu. — Minntist sendiherrann á glæsilegan leik- feril hennar, bæði hér heima og í Danmörku þar sem Iífsstarf hennar varð. Þá gat hann einnig um ást hennar og manns hennar Poul Reumerts á íslandi og hinna mörgu heimsókna þeirra hjóna hingað til Iands og leikaf- reka þeirra beggja. Sendiherrann tilkynnti Poul Reumert lát konu hans síðdegis á páskadag. flugið mjög mikið, því að hæsti staður eyjarinnar er um 120 fet. SÁ SKRÁSETNINGARMERKIÐ Fréttamaður Vísis í Ósló, Mats Wibe-Lund, skýrir svo frá því, að hann hafi skyndilega heyrt lesna upp í norska útvarpinu tilkynningu, þar sem meðlimir flugslysanefndarinnar voru beðn ir að koma tafarlaust til Nesoy. Ég varð áhyggjufullur, þegar ég heyrði þetta, segir hann, því að ég vissi að íslenzk flugvél átti að vera á leiðinni um þetta leyti. Ég ók þegar í stað til Nes- oy og var kominn þangað um klukkustund eftir að slysið varð. Þarna á eynni er mikið af lág- vöxnum skógi, sem byrgði sýn í fyrstu, en allt í einu kom ég fyr- ir grein á tré og sá þá blasa við mér leifar af brunninni flugvéi, tvö stykki voru heillegust, stélið og hluti kringum útgöngudyr. Og ég varð gripinn harmi og skelfingu, þegar ég sá blasa við mér á hurðarstykkinu skrásetn- ingarmerkið TF-ISU. Þá varð mér ljóst, að Hrímfaxi, vél sem ég hafði oft ferðazt í til íslands og á fslandi, hafði farizt. Eyjan, sem flugvélin kom nið- ur á, er allfjölbyggð, en hún kom niður í skógarkjarri og er skammt til húsa allt í kring. Er mikil mildi að hún skyldi ekki lenda á einhverju húsinu. FRÁSAGNIR SJÓNARVOTTA Sjónarvottar skýra frá eftir- farandi: Haraid Maack yfirréttarmál- flutningsmaður var á göngu á Neseyju. Hann skýrir frá því, að hann hafi allt í einu heyrt miklar vélardrunur. Kveðst hann hafa haldið í fyrstu, að þetta væri Caravelle þota að lenda, en í þeim er mikill há- vaði. En þegar hann leit upp sá hann allt í einu, að stór farþega- flugvél steyptist með miklum halla til jarðar. Telur hann að það hafi verið með 70—80 gráðu halla eða næstum lóðrétt niður. Strax og hún snerti jörðina varð mikil sprenging í henni. Frú Mait Lehr býr í því húsi sem er næst slysstaðnum aðeins um 50 metra til hliðar. Hún skýr ir frá því að lítil dóttir hennar, 11 ára, hafi litið út um gluggan rétt í sama mund og sprenging- in varð. Stúlkan hljóp til mömmu sinnar, sem var annars staðar í húsinu og sagði að flug- slys hefði orðið og það þyrfti að hringja strax í lögregluna. STEFNDI Á HÚSIÐ í öðru húsi, sem er nokkru fjær slysstaðnum eða rúma 100 metra en í beinni línu framund- an býr frú Mary Hassel. Henni brá mjög í brún og trúði varla sínum eigin augum, þegar henni varð litið út um borðstofuglugg- ann og sá að flugvél var að steypast niður og stefndi beint á húsið. — Ég greip höndum fyrir aug un, segir hún, og æpti til manns míns. — Það stefnir flugvél beint á húsið okkar. Síðan liðu nokkrar hræðilegar sekúndur, en flugvélin féll til jarðar efst á Borginni. í öðru nálægu húsi, á hlið við stefnu flugvélarinnar býr maður að nafni Per Grusdal. Hann var að lesa í blaði inni í stofu hjá sér, þegar hann heyrði allt í einu miklar vélardunur. Hann leit þá út um gluggann og sér að flugvél steypist til jarðar með 45 gráðu halla. Hann segir, að rétt áður en flugvélin snerti jörð hafi hún breytt aðeins um stefnu, líkt og flugmaðurinn væri að reyna að rétta hana upp. Einn sjónarvottur heldur því fram, að flugvélin hafi síðast, áður en hún snerti jörð, hallazt nokkuð. LÍK ALLRA FUNDIN. Lík allra þeirra tólf, sem voru í flugvélinni, hafa fundizt. Sem fyrr segir, varð spreng- ing í flugvélinni og brann hún síðan að mestu upp. Það eina, sem fannst óbrunnið var salma- bók, rugguhestur, smurt brauð og sígarettupakkar. Á Borginni stóð stórt furutré yfir kjarrskóg inum. Flugvélin kom á tréð og braut það og lá stélhlutinn ná- lægt trénu. Hreyflarnír fjórir lágu allir sér svartir af bruna. RANNSÓKNARNEFNDIN. Fulltrúar í hinni norsku rann- sóknarnefnd voru ekki í bænum þegar slysið varð, enda siður Norðmanna að fara upp til fjalla á páskadag. Það var því fyrst og fremst lögreglan frá Asker, sem framkvæmdi skoðun á staðnum. Og þ'að var ekki fyrr en I gærmorgun, sem rannsókn arnefndin kom saman. 1 nefndinni eru þessir menn: Gunnar Halle ofursti, Gulbran Nyhus lögreglufulltrúi, Eivind Tjensvol löjtenant, Ulv Aten flugmálaráðunautur og Sigurð- ur Jónsson frá íslenzka loftferða eftirlitinu. Frá Flugfélagi ís- lands eru einnig komnir til Osló til að vera viðstaddir rann sóknina þeir Jóhann Gíslason, Birgir Þorleifsson og Skúli Magnússon. I dag var og vænt- anlegur til Osló fulltrúi brezku Vickers verksmiðjanna. ÝMSAR GETGÁTUR. Nóttina áður en rannsóknar- nefndin hóf störf sín, hafði ver ið mikil snjókoma í Osló og ná- grenni og var 20 cm. snjólag yfir slysstað. Hefur þetta mjög torveldað rannsóknina. Nefndin hefur yfirheyrt vitni og lögreglu og slökkviliðsmenn og rætt við flugumferðarstjórnina á Oslóar- flugvelli. Hún hefur ekki getað enn komizt að niðurstöðu um orsakir slyssins. Eru ýmsar get- gátur á lofti um það, en enga þeirra hægt að staðfesta. Ein þeirra er sú, að um ísingu hafi verið að ræða, þegar flugvélin var að fara niður úr skýjunum. Formaður rannsóknarnefndarinn ar telur þann möguleika fremur ólíklegan en ekki útilokaðan. Uppdráttur þessi sýnir legu Fornebu-flugvallar við Osló og slys- staðinn á Nesoy. Síðast var haft samband við flugvélina yfir bæn- um Asker.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.