Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 10
/0 VI S I R . Þriðjudagur 16. apríl 1963. GERIÐ BETRI EAUP EF ÞIÐ GETiÐ ¥REDESTEIN HOLLENZKIHJÓLBARÐINN Farortækin eru margvísleg, en ÚTSÖLUSTAÐIR: (jé/Srct'j UMBOÐIÐ VREDESTEIN hjólbarðarnir KR. KRISTJÁNSSON H.F. hæfa hvaða farartæki sem er SUÐURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 35300 Gerið betri kaup ef þið getið BÍLASALAN AKUREYRI • SÍMI 1749 sjr'sXle siððs ii3 Bezta og hentugasta fermingargjöfin fæst í T Ý L I. Vitið þér? Höfum meira en 20 gerðir af Agfa-mynda vélum fyrirliggjandi. Verð frá kr. 270,00. — að yfir 200 fyrirtæki framleiða myndavélar — að AFGA á 28% af heimsframleiðslunni. Þér vitið að það er vegna gæða og útlits að Agfa-vél- arnar skipa þennan sess. Gleraugna- og ljósmyndaverzlun TÝLI H.F. Austurstræti 20. Að uten —■ ramhcld af bls 8 -ieilur hafa staðið í Noregi um tmíði þess. Þykir mörgum ikipið of stórt, Það sé óþarfi og óhóf að byggja 1200 tonna varðskip. Samt var þessi tilraun gerð og er ætlunin að fylgjast vandlega með rekstri skipsins í svo sem tvö ár og bera það saman við rekstur minni skip- anna. Skipherrann heitir Johan Nydske og hefur starfað í ára- tugi hjá landhelgisgæzlunni. Hann er nú ákveðið á þeirri skoðun, að Nornin sé sízt of stór, en vildi gjarnan að hún væri ennþá hraðskreiðari. Bezt væri að varðskipin hefðu 22 sjómíina hraða, segir hann, en viðurkennir þó um leið, að svo mikill ganghraði yrði allkostn- aðarsamur í rekstri skipanna. ]V[ú fyrir nokkru fór Nornin i eftirlitsferð meðfram allri strönd Noregs. Það kom í ljós í þeirri ferð að um 150 erlendir togarar voru að veiðum með- fram ströndinni. Á sunnanverð- um miðunum út af Andenes i Þrændalögum voru enskir tog- arar í meirihluta. Er eftirtakan- legt hve brezki togaraflotinn tekur miklum umbreytingum. Þar er mikið um nýja, stóra og glæsilega togara, en gömlu ryð- kláfunum fækkar. Samfara þessu hefur andinn um borð í þeim breytzt. Það er alkunna að mikið hefur verið um ölvun á brezkum togurum, m. a. borið talsvert á henni meðal skip- stjóranna. Nú er þetta mikið að breytast segir Nydske skip- herra, nokkuð verður að vísu vart enn við ölvun meðal há- seta, en skipstjórarnir á þessu stóru glæsilegu skipum eru orðnir bindindjssamari og aginn meiri. Sunnan til var einnig mikið af þýzkum togurum, slæðingur af frönskum og jafn- vel italskir togarar. þegar kom svo norður á Finnmörk fóru rússneskir togarar að koma í Ijós og þeg- ar nálgaðist rússnesku landa- færin urðu þeir í miklum meiri- hluta. Rússarnir veiða í flotum. Þar mætti varðskipið risastóru rússnesku móðurskipi, líklega um 6 þúsund tonn og skammt frá því var hópur 13 rússneskra togara. Það var sundurleitur hópur. í honum voru afgamlir togarar með reykháfa næstum eins háa og siglutrén, en þar voru einnig nýtízkulegir mótor togarar, en eitt var sameigin- Iegt þeim öllum. Þeir voru ryð- fallnir og illa útlítandi. Á þá virtist ekki hafa komið málning síðan þeir voru smíðaðir. Veiðilag Rússanna var t. d. mjög ólíkt veiðilagi Breta. Brezku skipstjórarnir eru hinir mestu einstaklingshyggjumenn, vilja helzt vera hver út af fyrir sig og Ieita uppi eigin mið. En rússnesku togararnir þrettán toguðu allir f einum skipulögð- um hóp. TVomin stóð sig vel í þessum ^ leiðangri. Hún hreppti oft Rýmingarsala í Efstasundi Seldar verða vefnaðarvörur, fatnaður, ýmsar smávörur ieikföng, skartgripir, búsáhöld o. m. fl. Verzlunin hættir. VERZLUNIN EFSTASUNDI 11 . Sími 36695. illviðri og þungan sjó, en reynd- ist frábærlega gott sjóskip. Undir lokin kvartaði Nydske skipherra þó yfir tveimur göll- um á skipinu. Sá fyrri var að Nornin væri ekki styrkt fyrir fyrir íssiglingu. Það gerir það að verkum, að við getum ekki farið selveiðibátum til aðstoðar í ísnum við Grænland. Hinn gallinn var sá að á skipið vant- ar sérstök dráttartæki. Þetta verður að lagfæra og hafa í huga við smíði varðskipa í framtíðinni, því að hjálparstarf hlýtur að verða þýðingarmikill þáttur í hlutverki þeirra. íþróttir - Framhald af bls. 7. Flokkasvig. 1) Sveit ísfirðinga, 2) Sveit Akureyringa, 3) Sveit Siglfirð- inga, en sveit Ólafsfirðinga varð að hætta. í Alpatvíkeppni urðu meist- arar Jóhann Vilbergsson og Kristín Þorgeirsdóttir, bæði frá Siglufirði. Á ANNAN í PÁSKUM Þá átti að keppa í tveimur greinum, skíðastökki og 30 km göngu. Var nú komið allgott veð ur með sólskini en hins vegar var svo hvasst að fella varð nið- ur skíðastökkið. Þó mun ekki ætlunin að fella það algerlega niður, heldur hafa Siglfirðingar sótt um Ieyfi til Skíðasambandsins að mega halda það einhvem næstu daga, þó að keppendur verði þá ein- göngu frá Siglufirði. 30 KM GANGA Hún Varð síðasta grein móts- ins. Lagt vár af stað frá Iþrótta- vélli Siglufjarðar og gengið um götur bæjarins og suður fyrir bæinn. Var brautin 10 km löng og skyldi gengið þrjá hringi. — Keppendurnir lögðu af stað með nokkru millibili og var fyrst beð ið góða stund eftir að þeir kæmu í Ijós úr fyrsta hringnum. Þá þegar varð það ljóst, að Birgir Þorvaldsson hinn , mikli göngugarpur Siglfirðinga hafði bezta tíma eða 39 mín 22 sek, en annar Siglfirðingurinn Sveinn Sveinsson hafði tímann 39.50. Eftir aðra umferð var Birgir svo kominn fram úr öllum keppi nautum sínum og orðinn fremst- ur í röðinni. Tími hans eftir tvær umferðir var 78,39 svo hann hefur haldið nokkuð jöfn- um hraða. Hann varð líka fyrstur í mark og íslandsmeistari. Fór hann 30 kflómetrana á timanum 1 klst 59 mín 27 sek. 2) Sveinn Sveins- - son Sigl. 2:05,27, 3) Guðmund- ur Sveinsson, Sigl, 2:06,45, 4) Gunnar Pétursson 2:07,55, 5) Sigurður Sigurðsson, ísafirði, 2:12,06. SIGLFIRÐINGUM BER ÞAKKIR Þar með var íslandsmótinu lokið. Það mátti jafnvel heita kraftaverk að takast skyldi að ljúka því svo að aðeins einni grein var sleppt, því að svo var veðrið slæmt, mikinn hluta móts ins. Var keppnin vissulega erfið fyrir íþróttamennina, sem oft þurftu að sækja móti hríðinni, en þeir stóðu sig eins og hfetjur, studdir af þeim almenna áhuga fyrir skiðaíþróttinni, sem ríkir á Siglufirði. / Sjálfir stóðu Siglfirðingar sig bezt allra og er það einsdæmi að keppendur frá einum og sama bæ hreppi alla f-'rndsmeistara- titlana. Það eL '',’;r skildu eftir öðrum v? '-eppni í svigi. Hann Mickey litli Rooney hefur nú orðið að gera þrota- yfirlýsingu fyrir réttinum í Los Angeles. Eignir sínar gaf hann upp að væru vesælir 500 doHfcrar — og hann bætti við og uid- varpaði: Mickey Rooney — Það eru konur og hestar sern hafa féflett mig. — Það er auðvelt að athuga viðskiptl hans og kvennanna: Rooney litli verður að borga fjórum fyrrverandi eiginkon- um 10.000 dollara á mánuði, hverri, — er. sú fimmta, Ava Gardner, lýsir sem björt stjama á himinhvolfinu. Hún krefst ekki eyris. En það er dálítið erfiðara að gera upp reikningana við hestana. Óheppni Rooneys í hestaveðmálum hefur beinlínis verið yfirnáttúrleg. Þess vegna segja menn f Hollywood: — Við skulum láta Mickey veðja einum dollar á heimsins bezta veðhlaupahest — og þá er áreiðanlegt að þá kemur hann síðastur í mark. 'k Kvikmyndaleikkonan fagra, Dawn Addams, hefur sætzt við eiginmann sinn, ítalska furstann Vittorio Massimo — en þó aðeins ur fjarlægð. Dawn dvelst í London en furstinn í Róm. Gjafimar, sem þau senda hvort öðru, eru eins dæmi meðal kvikmyndafólks og mættu fleiri taka þau til fyrirmyndar í þeim efnum — Dawn Addams Vittorio sendi flugleiðis frá Róm til London ekta ítalskan spaghettirétt og til baka fékk hann hitabrúsa og í honum var „nice cup of tea“, tebolli, lagcður sarnkvæmt ströngustu reglum enskrar matreiðslu. Ástin — finnur upp á öllu. ★ Um þessar mundir á ein frægasta herrafataverzlun í New Vork 100 ára afmæli. Og verzlunin er „The Fat Man’s Store“. í heila öld hefur maður, sem vegur minna en 95 kiló, aldrei fengið afgreiðslu í verzluninni — og yfir dyrum verzlunar- innar er fallegt skilti og á þvi stendur: „Ef allir menn væru feitir, yrði aldrei stríð“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.