Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 16
Veit ekki hvort Snjó- koma áfram Vlö suðurströndina var i morg I un austan hvassviðri og mikil | snjókoma, en hiti um frostmark. | Á Vestfjörðum var veður all- hvasst af norðaustri með 5 stiga 1 frosti og dðlítilli snjókomu. Á | Norðurlandi var yfirleitt hæg | austanátt enn sem komið var, en víðast hvar snjókoma, sums staðar mikii, og 6—8 stiga frost. I Jón Eyþórsson veðurfræðing-1 ur sagði i viðtali við blaðið, að , ekki væri í svipinn útlit fyrir miklar veðurbreytingar til bóta, I það væri orðið svo kalt fyrir | sunnan land, að jafnvel þótt veð , uráttin væri austlæg og suð- austlæg, myndi hiti komast i' hæsta lagi upp undir frostmark | syðst á Iandinu siðdegis i dag. Lézt af hjartaslagi 1 óveðrinu s.l. miðvikudagskvöld barst hjálparbeiðni frá danska flutn ingaskipinu „Elly Danielsen“, sem lá uppi Í.Kollafirði vegna þess að skipstjórinn mundi hafa fengið slag. Hjálparbeiðnin barst til lögregl- unnar laust fyrir kl» 8 um kvöldið í gegnum loftskeytastöðina í Gufu- nesi. Veður var þá svo hvasst að skipverjar treystust ekki til að fara í land, en óskuðu eftir því að lækn- ir yrði sendur um borð ef þess væru nokkur tök. Aðstoðarlæknir borgarlæknis fór við svo búið upp I Kollafjörð og um borð í „Elly Danielsen", en þeg ar þangað kom var skipstjórinn lát- inn. Var lík hans flutt til Reykja- víkur þá strax um kvöldið. veitt meira á nýja skipið sagði Eggert Gíslason er hann kom heim með Sigurpál Á laugardaginn fyrir páska sigldi Eggert Gíslason í höfn í Sand- gerði hinu nýja skipi, er Guðmundur Jónsson á Rafnkelsstöðum á. Var fjöldi fólks saman kom- inn á bryggjunni til að taka á móti skipinu. — Fréttamaður Vísis átti stutt samtal við Eggert um nýja skipið og spurði hann m. a. hvort hann byggist.við að geta orð- ið aflakóngur áfram á því, eins og á Víði II. Eggert vildi nú helzt ekki svara slíkri spurningu. En þó mátti heyra á honum, að hann var nokkuð efablandinn á það, að hann myndi afla meira á þettá nýja skip en sinn góða Víði II. Víðir er mjög lipur, sagði hann, og það hefur geysi- lega þýðingu á veiðum, þegar veitt er með asdic og hring- nót. Sigurpáll er allmiklu stærra skip, hann er 204 lestir móti 150 lestum Víðis. Og svo tekur það tíma að venjast nýju skipi, sagði Eggert, aiveg eins og það tekur tíma að venjast nýjum bíl. Þetta nýja skip er smíðað I vélaverkstæðinu í Marstrand, sem er eyja við vesturströnd Svíþjóðar. Því var hleypt af stokkunum I nóvember, en síð- asta 2 y2 mánuð hefur Eggert dvalizt þar ytra og haft eftirlit með útbúnaði skipsins. Síðustu dagana var farið í reynslusigl- ingar á því. Skipið er útbúið öllum sömu veiðitækjum og önnur fiskiskip, svo sem kraft- blökk og sjálfleitandi asdic, dýptarmæli, miðunarstöð og radar. I heimsiglingunni voru 9 menn á skipinu, en með því verður öll sama áhöfnin og var með Eggerti á Víði II., nema að Víðir Sveinsson stýrimaður hefur tekið við skipstjórn á Víði II., en Ásmundur Böðvars- son úr Garði verður stýrimaður á Sigurpáli. Lagt var af stað frá Mar- strand aðfaranótt þriðjudags. Gekk heimsiglingin að óskum, en þeir fengu fremur slæmt veður á skírdag er þeir voru fyrir sunnan Færeyjar. Þeir höfðu samband heim daglega í heimsiglingunni. Eggert skip- stjóri ráðgerir að fara í fyrstu veiðiferðina eftir nokkra daga. Olíuskip strandar / SKERJAFIRÐI Olíuskipið British Sports tnan, 11 þúsund brúttólest ir, gert út af BP í London, strandaði í Skerjafirði um níuleytið s.l. fimmtudags- morgun, nýlagt frá olíu- bryggju Skeljungs. Var skipið að snúa sér þegar það lenti upp á sandeyri hinum megin í firðinum, Álftanesmegin. Skipið náðist út aftur á föstu- dagskvöld, um kl. 12 á miðnætti, tveim tímum fyrir flóð. Hafnsögu- báturinn Magni aðstoðaði við að losa skipið. Ekki kom leki að skip- inu, og eru skemmdir taldar eng- ar. Sjópróf voru haldin á laugardag. Óljóst er um raunverulega ástæðu þess að skipið strandaði. En hrið- arveður skall á um leið og skipið fór frá olíubryggjunni. Er hugsan- legt að ekki hafi séð til merkja. Þarna er fremur þröngt svigrúm fyrir skip að athafna sig. Ekkert var reynt til að losa skip- ið fyrr en á föstudagskvöld, þegar veður hafði lægt. Fram að því stóð all hvass vindur á hlið skipsins. Ekki kom annað til greina en að hafnsögubáturinn Magni aðstoðaði við losun skipsins, þar sem ekki var auðvelt að hafa stjórn á þvl með öðru móti. Skipinu var siglt upp I Kollafjörð og átti að fara þaðan I gær. British Sportsman var smíðað 1952, gert út af BP I London, eins og fyrr segir. Var skipið að losa olíu til Olíuverzlunar íslands og Olíufélagsins Skeljungs. Umboðs- maður skipsins er Gunnar Guðjóns- son, skipamiðlari. Skipið hafði komið hingað einu sinni áður. Henti sér út um glugga Árla dags föstudaginn langa eða rétt fyrir klukkan 8, barst lögregl- unni tilkynning um að maður hafi stokkið út um glugga á Farsóttar- húsinu og slasazt. Þarna reyndist um geðbilaðan mann að ræða, sem hafði fleygt sér út um glugga á þriðju hæð Far- sóttarhússins við Þingholtsstræti. Hann var þegar fluttur I slysavarð- stofuna og kom 1 ljós að hann var brotinn á vinstri handlegg og hægri hæl, auk þess sem hann skrámað- ist á andlit'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.