Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 11
VTSIR . Þriðjudagur 16. apríl 1963. 77 '■ v"5""': WW, borgin í dag Slysavarðstofan f Heilsuverndar- stöðinni er opin allan sólarhring- inn — Næturlæknir kl. 18—8, sfmi 15030. Næturvarzla vikunnar vikuna 13. —20. apríl er í Vesturbæjar Apóteki. ÚTVARPIÐ Þriðjudagur 16. apríl. Fastir liðir eins og venjulega. 13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. • 14.00 Við, sem heima sitjum: (Sig- ríður Thorlacius). 15.00 Síðdegisútvarp. 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.30 Þingfréttir. 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Ólaf- ur Þ. Jónsson syngur. Við píanóið: Árni Kristjánsson. 20.20 Þriðjudagsleikritið ,Ofurefli‘ eftir Einar H. Kvaran, II. kafli. — Ævar R. Kvaran bjó til flutnings í leikformi og er jafnframt leikstjóri. 21.15 Erindi: Þrælahaid og hvíldar- dagar til foma, fyrri hluti (Hendrik Ottósson). 21.40 Tónlistin rekur sögu sína. 22.10 Lög unga fólksins (Bergur Guðnason). 23.00 Dgskráriok. FUNDAHÖLD í kvöld — þriðja f páskum — þriðjudag 16. apríl, heldur Kven- réttindafélag íslands fund í Félags heimili prentara á Hverfisgötu 21, kl. 20.30. Aðalmálefni fundarins: Heimilis- hjálp. Framsögu hefir Helga Niels- dóttir. — Fundarkonur mega taka með sér gesti að venju. Auðvitað er allt í lagi með að þú lítir snyrtilega og þokkalega út, Belia. En þú verður bara líka að láta sem það sé þér afskaplega erfitt. AÐALFUNDUR Aðalfundur Málarameistarafélags Reykjavíkur var haldinn 23. marz s.l. Formaður félagsins, Jón E. Ág- ústsson, flutti skýrslu félagsstjórn- ar frá liðnu starfsári, sem var 35. starfsár félagsins. Starfsemi félags- ins var að vanda mjög fjölþætt á árinu. Úr stjórn féíagsins gengu að þessu sinni þeir: Jón E. Ágústs- son og Sæmundur Sigurðsson, var þeim sérstaklega þakkað fyrir frá- bær störf í þágu félagsins á undan- förnum árum. Stjórn félagsins skipa nú: Ólafur Jónsson formaður, Valdimar Bæringsson varaform., Kjartan Gfslason ritari, Einar Gunnarsson gjaldkeri og Valgeir Hannesson aðst.gjaldkeri. Félagsmenn eru nú 100 að tölu. Tvær nýjar bækur frá A.B. HVÍTA NÍL eftir Alan Moorehead STORMAR OG STRÍÐ eftir Benedikt Gröndal alþm. Út em komnar hjá Aimenna bókafélaginu bækur mánaðarins fyrir apríl og maí. Apríl-bókin er Hvlta Nil eftir hinn viðkunna ástr- alsk-enska rithöfund Alan Moore- head í þýðingu Hjartar Halldórs- sonar, en maí-bókin Stormar og stríð — Um lsland og hlutleysið eftir Benedikt Gröndal alþingis- mann. ekki sízt, þrælasölunni og skelf- ingum hennar. Stormar og stríð fjallar um eitt höfuðatriði íslenzkra utanríkis- mála — hvort ísland eigi að verða eða geti verið hlutlaust í sam- skiptum þjóða. Þetta vandamál er rakið aftur í tímann, kannaðar rækilega íslenzk- ar og erlendar heimlldir um af- stöðu erlendra ríkja til landsins á þessari öld og þó einkum í síð- ari heimstyrjöldinni og eftir hana. Þá er gerð grein fyrir afstöðu ís- lendinga til hlutleysis bæði fyrr og nú og vandamálin síðan rædd eins og þau blasa við nútímanum. Efniviður í bókina hefur verið dreginn víða að, enda kemur hér fjölmargt fram, sem almenningi hefur verið ókunnugt um áður. Á það einkum við um ýmsa atburði sfðari heimsstyrjaldarinnar — en af bókinni fæst glögg vitneskja um hvernig og hversu mikið ísland var á dagskrá þau ár meðal er- lendra stjórnmálamanna og hers- höfðingja og hvert hlutverk ís- lands raunveruega var i þessum hildarleik. En þungamiðja verksins er af- staða íslands nú á dögum. Rakið er, hver öfl eru að verki hér í þessum málum og valda þau hat- römmum deilum. Sýnir höfundur fram á, hvað raunverulega standi að baki hinum ólíku sjónarmiðum og Ieggur dóm á misjafna hollustu þeirra við íslenzka hagsmuni. Bækurnar hafa verið sendar um- boðsmönnum AB, Austurstræti 18. □ □□□E3DDDDnDD □□□□□□ □OODDDDDDDODODODDDBOaBBDBDD □ stjörnuspá nr morgundagsins * Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þér er ráðlagt að hafa samband við vini þína og kunn- ingja sem mest í dag, þar eð þeir geta aðstoðað þig við verk- efni þín með góðum ráðum eða beinni aðstoð. Nautið, 21. apríi til 21. maí: Gágnkvæmt traust eru ómiss- andi þættir fyrir vel heppnað samstarf. Vegurinn til velgengn- innar er oft fáfarinn. Þú munt vaxa í áliti, ef þú auðsýnir fulla ábyrgðartilfinningu í dag. Tvíburinn, 22. mai til 21. júní: Taktu ekki að þér verk- efni, sem þér finnst þú ekki vera maður til að meðhöndla. Varkárni I neyzlu matar og hófsemi hyggileg. Líkamsrækt nauðsynleg. Krabbinn, 22. júnf til 23. júli: Kjör rétts aðila til að ráðleggja þér tilhögun skattamálanna, fjármála og þess háttar veltur á miklu. Nokkur hætta á á- rekstrum við aðstandendur manns. Stuðlaðu að friðinum. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Ef þú hefur ekki sýnt fulla ábyrgðartilfinningu á sviði fjár- málanna að undanförnu, þá eru horfurnar ískyggilegar I dag og ýmiskonar erfiðleikablikur eru á lofti. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept: Talsverðir erfiðleikar gætu ver- ið á því að fá rétt skilaboð eða að standa við fyrirfram gerða samninga.Fyrri hluti dagsins hagstæður til góðra afkasta á vinnustað. Vogin, 24. sept. til 23. akt.: Það getur verið áhættusamt að gera sér ekki fulla grein fyrir þeim fjárhagslegum skuldbind- ingum, sem þú kannt að taka á þig í dag. Ástvinir þínir eru í aðstöðu til að hjálpa þér. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Komdu sem flestu í verk fyrri hluta dagsins, því útlitið er ekki eins gott síðar. Mikil verkefni liggja fyrir á vinnustað eg heima fyrir. Sneyddu hjá deilu- gjörnu fólki. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Forðastu að aðhafast nokkuð það, sem gæti spillt góðum árangri verka þinna. Láttu mótbárur annarra ekki koma þér úr jafnvægi. Hafðu samband við einhvem náinn ættingja. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Vertu ákveðinn f að hafna byrði sem réttilega tilheyrir öðr- um. Nokkur tilhn.eiging er til að setja hluti á rangan stað eða jafnvel að týna þeim algjörlega. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Hugsaðu áður en þú hefst handa er einkunnarorð dagsins í dag. Vertu viðbúinn að þurfa að fást við harðskeytta keppi- nauta eða andstæðinga. Forð astu heimiliserjurnar. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Talsverðir möguleikar eru á miskilningi eða ruglingi gagn- vart öðrum eða í sambandi við bréfaviðskifti. Ljáðu rödd sam- vizkunnar eyra, þá gengur allt betur í dag. a □ □ o □ c □ □ o n □ o □ □ □ □ □ □ o □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ a □ □ □ n □ n □ o □ o □ □ □ □ □ □ □ □ o □ □ □ □ □ □ □ c D n □ □ a a □ o n n □ □ □ □ □ D O □ □ □ □ □ □ □ □ □□□□ooooooDaoooDoooDDDOooooaaaoDaaaooaoDODDBO Alan Moorehead hefur hina stór- brotnu frásögn sína 1856, þegar Burton og Speke hverfa hinum menntaða heimi í tvö ár. Og henni lýkur árið 1900, en þá er Níl í fyrsta sinni opin leið og kunnug frá upptökum til ósa. Á þessu tlma bili á sér stað þrotlaus barátta við villta ættflokka, sjúkdóma, þreng- ingar og hungur. Við kynnumst hinum sérkennilegustu innlendu ættarhöfðingjum, — og sfðast, en Hvíta Nil er í senn trúverðug og listræn frásögn af einhverjum við- burðaríkustu og örðugustu land- könnunum, sem sögur fara af, — könnun Mið-Afríku og leitinni að upptökum Nílar. Landkönnuðum þeim, sem þama, voru að verki, mættu slíkar torfærur og þreng- ingar, að eftir á finnast okkur þeir höfði hærri en flestir aðrir land- könnyðir,. og er þá mikið sagt. Þeir eru hver oðrúm m.eíri: Ric- hard Burton, hinn ævintýraþyrst'i lærdómsmaður; hermaðurinn Speke, en gátan um dauða hans er óráðin enn í dág; Samuel Baker, óbugandi hetja, og fagra ung- verska eiginkonan hans; hinn mikli biblíufróði Livingstone; Stanley, blaðamaðurinn hugrakki, Gordon sem kemur úr norðri og hlýtur hörmulegan dauðdaga, sem lýst er miklum skilningi; þýzki vísinda- maðurinn Emin — einna minnst þekktur, en þó I ýmsu athyglis- verðastur þeirra allra og loks Kitch ener, sem hefnir Gordons og opnar stórfljótið Níl. Mynd þessi var tekin úti í Við- ey i síðustu viku og er hún af nemendum gagnfræðadeildar Vogaskólar ásamt kennurum þeirra. Þeir brugðu sér yfir sundið einn góðviðrisdaginn og annaðist björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen flutningana. — Nemendur gengu um eyjuna og skoðuðu sögulegar minjar,, og er ekki ótrúlegt að kaflinn um Skúla Magnússon i sögunni verði mun miklu skemmtilegri eftir ferðina. R I P K i R B Y Undarlegt, ég hef aldrei áður séð þjón flýja, þegar honum hef- ur verið boðið vínglas, o jæja, það gerir svo sem ekki til. Bansettur asninn þinn, það má ekkert koma fyrir hann þangað til við höfum fengið undirskrift hans á erfðaskrána. Ég var bara að reyna að hjálpa. Oh, afsakið. Það er naumast, með þetta glas. v-'.u \\ 1'iU V} iVV'í.i \/i*í.ft-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.