Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 7
VÍSIR . Þriðjudagur 16. apríl 1063. I ALLA MCISTARA TITLANA Skíðaiandsmótið var haidíð i hríðarbyijum Skiðalandsmótið fór fram á Siglufirði um páskana, en allt skipulag þess fór út um þúfur fyrstu dagana, vegna fárviðris þess sem gekk yfir og varð fyrst að fresta því í þrjá daga. Þá komust ekki sumir keppend- urnir til Siglufjarðar vegna fár- landið. Siglufjarðarskarð lokað- ist fljótlega og ófært varð fyrir bíla upp i Skarðdal. Á þriðju- dag var fárviðrið svo ægilegt, að útilokað var að hefja mótið þá. Hópur um 20 skíðamanna, keppenda frá Reykjavík, var kominn til Blönduóss á leið- Jóhann Vilbergsson kemur í mark sem sigurvegari í svigi. En hann sigraði einnig í tsórsvigi og Alpa-tvíkeppni. (Ljósm.: Jónas Blöndal). viðris og fannkomu og gestir og áhorfendur í bænum urðu miklu færri en ella. Einu sam- göngurnar við staðinn voru á sjó. Mótið átti sem kunnugt er að hefjast á þriðjudaginn og höfðu Siglfirðingar lagt í geysilegt erfiði við að undirbúa það. Átti það að fara fram uppi á Skarð- dal í nærri 400 metra hæð, þar sem annars staðar var ekki snjó að fá vegna góviðranna undan- farna mánuði. Höfðu áhugasam- ir menn lagt mikla vinnu í að útbúa stökkbrautir og mæla fyrir svig- og göngubrautum þarna hátt uppi í fjallinu. Dag- skrá mótsins hafði verið vand- lega undirbúin og Siglfirðing- ar gerðu ráð fyrir að taka á móti fjölda gesta. Siglufjarðar- skarð hafði verið mokað og opnaðist það um hádegi á mánudaginn. FÁRVIÐRI SKELLUR YFIR En svo gerbreyttist þetta allt með fárviðrinu, sem skall yfir inni til Siglufjarðar og var ætl- unin að fara um Skarðið, en nú var það vonlaust og gáfust skíðamennirnir þá upp við að komast til Sigluf jarðar og sneru við. Fjarvera þeirra gerði Sigl- firðíngum að vísu auðveldara með að vinna sigra á mótinu, en fyrir bragðið dró hins veg- ar úr spenningnum og keppn- inni. Það fór svo á mótinu, að þar varð mestmegnis um að ræða einvígi milli Siglfirðinga og ísfirðinga. Báru Siglfirðing- ar hærri hlut í langflestum greinum og fengu íslandsmeist- ara í þeim. Þó unnu ísfirðingar t.d. sveitakeppni í svigi. Var sérstakur keppnishugur í kepp- endunum frá þessum tveimur bæjum, en þarna vantaði Reyk- víkinga til að gera strik í reikn- inginn. Þegar mótið hófst á föstu- daginn langa eftir að skíða- menn höfðu hlýtt á messu í Siglufjarðarkirkju var gott veð- ur, glampandi sólskin og 4 stiga hiti. Alla aðra daga mótsins mennirnir. í fyrri hringnum dró Kristján R. Guðmundsson frá ísafirði verulega á Birgi Guð- laugsson og voru Siglfirðingar farnir að óttast að sigurinn ætlaði að ganga þeim úr greip- um, en á seinni hringnum herti Birgir sig og náði miklu for- skoti. Varð hann 7 mínútum fyrri i mark en ísfirðingurinn. Þeir eru báðir harðduglegir göngumenn. Veðrið var enn hálfvont, hvassviðri og snjó- koma. KEPPNI Á PÁSKADAG. Enn var veður mjög vont og gekk á með hríðarbyljum. Á páskadag var aftur farið í Hvanneyrarskál og nú' keppt í sviggreinum. Hér koma úrslit í þeim greinum. Stórsvig kvenna. 1) Kristín Þorgeirsdóttir, Sigl. 40,5 sek. 2) Jakobína Jak- obsdóttir, Rvík 45,7. 3) Jóna Jónsdóttir, Isafirði 49,3. 4) Karolina Guðmundsdóttir, Rvík 62,6. Stórsvig karla. 1) Jóhann Vilbergsson, Sigl., 73,2 sek. 2) Kristinn Benedikts- son, ísafirði, 73,5. 3) Hafsteinn Sigurðsson, Isafirði, 77.7. (4 Árni Sigurðsson, ísafirði 76,6. Mótsstjórinn, Helgi Sveinsson, setur mótið. Mikill spenningur var í þess- ari keppni milli þeirra Jóhanns og Kristins og þetta því ein skemmtilegasta greinin. Eftir fyrri umferðina hafði Kristinn Isfirðingur betri tima, en Jó- hann bætti það upp í seirini ferðinni og var honum fagnað ákaft. Svig kvenna. 1) Kristín Þorgeirsdóttir, Sigl. 79,4. 2) Jakobína Jakobsdóttir, Rvík 97,2, 3) Jóna Jónsdóttir, ísafirði. Framhald á bls. 10. var veður hins vegar slæmt, snjókoma og jafnvel hríðarbyl- ur. Mótið var sett af mótsstjóra Helga Sveinssyni við íbúðar- húsið Hól rétt fyrir innan Siglu- fjarðarbæ og þar voru göngu- brautir. Var fyrst keppt í 10 km göngu unglinga og 15 km göngu fuliorðinna. Brautin lá frá Hólsbænum norður yfir Saurbæjarás og inn Skútudal, norður fyrir Hólshyrnu og í Hólsdal og þaðan aftur að Hóls- bænum. Var brautin góð og skemmtileg og komið gott færi, þó að þarna hefði verið lítill sem enginn snjór áður en á- hlaupið kom. 10 km ganga 15—16 ára. 1) Björn Ólsen, Sigl. 51 mín. 35 sek. 2) Sigurjón Erlendsson, Sigl. 52,10. 3) Skarphéðinn Guðmundsson, Sigl. 53.42. 10 km ganga 17—19 ára. 1) Þórhallur Sveinsson, Sigl. 45.45. 2) Kristján R. Guðmunds- son, ísaf. 47.04, 3) Gunnar Guð- mundsson, Sigl. 47,28. 15 km ganga fullorðinna. Þar voru keppendur eilefu og urðu úrslitin þessi: 1) Birgir Guðlaugsson, Sigl. 64,46, 2) Sveinn Sveinsson, Sigl. 65,26. 3) Guðm. Sveinsson, Sigl. 65.34. KEPPNI Á LAUGARDAG. Þá fór fram svigkeppni í Hvanneyrarskál norðanverðri, sunnan í fjallinu Strákum. Var sama sagan þar, að snjór var nýfallinn og hafði verið lítill þar áður en norðanáhlaupið kom. Þegar svigkeppninni var lokið fluttu menn sig aftur til að Hóli og fór þar fram 4x10 km boðganga. Hríð var á og skilyrði þess vegna erfið. Svigkeppni karla. 1) Jóhann Vilbergsson, Sigl. 89,8 sek. 2) Kristinn Benedikts- son, Isafirði, 90.8. 3) Svanberg Þórðarson, ólafsfirði 95,8. 30 keppendur tóku þátt í þessari keppni. Braut var ágæt. 4x10 km boðganga. Þar kepptu aðeins tvær sveit- ir, frá Siglufirði og ísafirði. — Siglfirðingar unnu á tímanum 3 klst. 14 mín. 29 sek. ísfirð- ingar höfðu tímann 3:21,39. 1 sveit Siglfirðinga kepptu Sveinn Sveinsson, Guðmundur Sveinsson, Þórhallur Sveinsson og Birgir Guðlaugsson. I sveit ísfirðinga kepptu: Sig- urður Sigurðsson, Matthías Sveinsson, Gunnar Pétursson og Kristján R. Guðmundsson. Keppnin var mjög spenn- andi. 1 fyrstu tveim riðlunum jafnar. I þriðja riðli fór Þór- hallur Sveinsson Sigl., nokkuð Birgir Guðlaugsson kemur f mark í 15 km. göngu. Hann sigraði fram úr Gunnari Péturssyni, en svo kom að endamönnunum, sem báðir voru hörðustu göngu einnig í 30 km. göngu. ... l.L..: &)...: ^ M, _ © ví u~i TT *T

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.