Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 16.04.1963, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Þriðjudagur 16. aprfl 1968. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. - Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f. Framkvæmdaáætlunin Gerð hinnar nýju framkvæmdaáætlunar er eitt merkilegasta sporið, sem stigið hefur verið í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Strax og ríkisstjóm Ólafs Thors tók við völdum lýsti hún því yfir, að hún myndi taka upp gerð þjóðhagsáætlana. Tilgangur þeirra er að vera leiðarvísir banka og stjómvalda um markvissa stefnu í efnahagsmálum þjóðarinnar. Sú áætlun, sem nú hefur verið samin, gerir ýtarlega grein fyrir því, hver þróun þjóðarbúskaparins geti orðið á næstu fjór- um ámm ,hve mikið þjóðarfrámleiðslan geti vaxið á þessu tímabili, hversu mikið neyzla landsmanna geti aukizt og hversu miklu fjárfestingin geti numið. Það er ómótmælanleg staðreynd að undirstaða bættra lífskjara er ör vöxtur þjóðarframleiðslunnar. Sú aukning hefur hins vegar ekki verið meiri hér á landi en eins og hún er minnst hjá öðmm Evrópu- löndum. Orsökin er sú, að í efnahagsmálum okkar hefur ríkt jafnvægisleysi, halli á viðskiptum út á við og verðbólga innanlands. Nú verður þjóðin að leggja á það höfuðáherzlu að auka þjóðarframleiðsluna, en það þýðir einnig að lækna verður þær meinsemdir, sem hindra vöxt hennar. Sú læking hóf st þegar er nú- verandi stjórn tók við völdum og er það staðfest með rannsóknum Efnahagsstofnunarinnar og hinna norsku hagfræðinga, sem unnu að samningu framkvæmda- áætlunarinnar. Ríkisbúskapurinn er nú hallalaus út á við og jafnvægi er að nást innanlands. En vandamál verðbólgunnar er enn að mestu óleyst. Það er höfuðverkefni næstu missera. 1 baráttunni við það mein er mikilvægt að nákvæm áætlun um fjár- festingu og neyzlu á næstu ámm hefur nú verið lögð fram og við hana er unnt að styðjast, svo að þjóðin geti séð það svart á hvítu, hve langt má ganga á því sviði. En hið mikilvægasta er þó að næstu fjögur ár sitji sú ríkisstjóm að völdum í landinu, sem fram- kvæmi þá uppbyggingar- og jafnvægisstefnu, sem þeg- ar hefur verið mörkuð. Þungur tollur Páskavikan hefur krafið hina fámennu íslenzku þjóð um þungan toll. Tuttugu og fjögur mannslíf hafa tap- azt þessa fáu daga, í lofti og á legi. Þau hörmulegu slys minna á, hve oft er mjótt bilið milli lífs og dauða hjá þjóð, sem sækir björg sína í skaut hins veðrasama vetrarhafs. Og flugslysið mikla í Osló á páskadags- morgun kom ekki síður sem reiðarslag, enda hefur gæfan hingað til verið hinum íslenzku flugfélögum hliðholl á utanlandsferðum þeirra. Vísir sendir öllum aðstandendum og vinum þeirra sem létu llfið þessa fáu vikudaga samúðarkveðjur. Eina málið sem landhelgisbrjótar skilja til fulls, er sprengihvinur fallbyssunnar. Hér sést fallbyssan um borð f Nominni. JVorðmenn hafa smá saman verið að feta sömu braut- ina og íslendingar í stækkun fiskveiðilandhelgi sinnar. Þeir hafa þegar lýst yfir 12 mílna landhelgi en síðan gert samn- inga við þær þjóðir sem mest hafa stundað sjó við Noregs- strendur um nokkurn frest. Nú eru í gildi reglur sem heimila norskum togurum að veiða að 4 mílna mörkum. Þær þjóðir sem hafa gert samning við Norðmenn svo sem Bretar, Þjóðverjar og Rússar mega toga upp að 6 mflna mörkum og loks koma svo aðrar þjóðir, sem engan samning hafa og mega ekki fara inn fyrir 12 mflna mörkin. Innan skamms verða allir erlendir togarar að fara út fyrir 12 mflna mörkin og gera Norðmenn sér vonir um að þar með renni upp ný öld fyrir sjávarútveg þeirra, en síðustu árin hefur alvarlegur aflablest- ur komið hart niður á norskum fiskimönnum. Verður varla dregið f efa að sú aflatregða stafar að nokkru af ofveiði. Camtímis þessu hafa Norð- menn verið að efla land- helgisgæzlu sfna. Þeir hafa að vísu ekki farið ennþá inn á þær brautir að nota flugvélar. Á því sviði hefur íslenzka land- helgisgæzlan haft forustuna, en þeir hafa byggt á skömmum Johan Nydske, skipherra á Nominni. tfma þrjú ný og glæsileg varð- skip, sem eru nú þegar önnum kafin við að gæta hinna nýju fiskveiðimarka. Eitt þessara skipa er miklu stærst, einskonar flaggskip flotans. Það heitir „Nornin“ og er um 1200 tonn á stærð. Hin tvö eru um 600 tonn á stærð eða álíka og Þór og heita Fram og Heimdal. Norska landhelgis- gæzlan ræður og yfir fjölda annarra varðskipa, en þau eru þó heldur ófullkomin. Þrjú þeirra eru gamlir hvalveiðibát- ar og 15 lítil skip, fiskibátar sem teknir hafa verið 1 notkun við varðgæzlu. Tilkoma hinna nýju varð- skipa hefur haft mikla þýðingu segja norskir fiskimenn og skiptir þar mestu máli, hve hraðskreið þau em, en Nomin mun hafa allt upp undir 20 sjómflna hraða og minni skipin um 15 sjómílna hraða. Fram að þessu hafa norsku varðskip- in verið svo hæggeng að það hefur verið mjög algengt að stórir erlendir togarar stingi þau af. Nú er endir bundinn á það og segja menn að stór umskipti hafi orðið við þetta. Fram af þessu hafi hinir út- lendu togarar verið á veiðum upp undir landssteinum, en nú bregði svo við að þeim þyki vissara að halda sig utan við rétta Iínu. millibilsástandinu sem núna er, þegar segja má að þrjú landhelgismörk séu f gildi er landhelgisgæzlan all vandasöm, þar sem fyrst verður að kanna vel þjóðerni grunaðs togara, til þess að vita hvar hann má vera. Norsku togskipin eru að vfsu flest auðþekkt þar sem þau em miklu minni en útlendu togaramir. Norðmennirnir mega veiða upp að fjögurra mflna mörkunum, en allmikið hefur verið um tökur á norskum tog- skipum, sem stafar e. L v. af þvf að þau eru lakar útbúin siglingatækjum, þau hafa t d. fæst fengið sér radar. Útlendu togararnir em hins vegar margir nýtfzkuleg og full- komin skip, búin öllum nýjustu tækjum. Þeir era oft fljótir að sjá varðskipin f radartækjum sínum og bregða sér skjótlega aftur út fyrir lfnuna, ef þeir halda að varðskip séu að nálg- ast. rska varðskipið Norain er glæsilegt skip, en nokkrar ■ Framhald á bls. 10. y ' ' J J J J ýijii'f ) •.», í ‘t'j'j-ji} j< í >-.<■< • : < v • .’ t* ' " - - ■ • • • .■ ■ ■ B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.