Vísir - 30.04.1963, Síða 5

Vísir - 30.04.1963, Síða 5
5 V í S IR . Þriðjudagur 30. apríl 1963. . BaiHMWWBBiaBBBWiyWBBM Drengur Lögreglan lokaði endanum á Ingólfsgarði og setti vörð á staðinn. I morgun, þegar ljósmyndari Vísis kom þangað, stóðu Indriði Jóhannsson, Jakob Bjömsson og Eyjólfur Jónsson við kaðlana, sem lögregian strengdi yfir bryggjuna. Bak við þá er Iögregiujeppi. Um borð í togaran- um var einnig lögregluvörður, Gylfi Jónsson. (Ljósm. Vísis, B. G.). „ Trúi ekki að skip- stjórí framselji sig" slusust Nýlega slasaðist 10 ára drengur f vesturásum Akrafjalls og fór hjálparsveit skáta á Akranesi af stað til að leita að honum eftir tilvísun annars drengs, sem hafði verið með honum að klifra í klett- urri. Drengurinn sem slasaðist Guð- mundur Trausti Magnússon, en hann hafði ásamt öðrum tíu ára dréng Ólafi Karlssyni gengið upp að svokölluðu Reynisásum, sem erú undan suðuröxl Akrafjalls, en það er um hálftíma gang frá efstu bajjarbyggð á Akranesi. Þar hrapaði Guðmundur í kletta belti og lá meðvitundarlaus eftir. Félagi hans Ólafur varð nú hrædd ur og tók það ráð sem skynsam- legast var að hlaupa hvað af tók niður að Akranesi til að kalla á hjálp. Þangað kom drengurinn laf- móður um 7 leytið í gærkvöldi og skýrði frá því sem gerzt hafði. Var hjálparsveit skáta þegar kölluð saman og lögðu ellefu menn úr henni tafarlaust af stað upp úr. 1 millitíðinni hafði Guðmundur litli vaknað og hafði hann reikað þó brotinn væri í áttina að Akra- nesi. Hitti hjálparsveitin hann á leiðinni. Var hann þegar settur upp í sjúkrabíl og ekið með hann á sjúkrahúsið. „Ég trúi því ekki að skipstjór inn okkar framselji sig íslenzk um stjórnvöldum“, sagði Georg Moir, 1. vélstjóri á Milwood, er fréttamaður Vísis ræddi við hann í morgun um borð í Mil- wood við Ingólfsgarð. __ Verðið þið þá að vera hér með: skipinu? — Urn það veit ég ekki. Kannski verðum við hér bara stutt, kannski mjög lengi, nokkra mánuði. En ef við för- um, þá lokum við öllu, vélar- rýminu, káetu skipstjórans og híbýlum annarra skipsmanna. En við getum ekki lokað brúnni Lögreglan er þar. — Hvað ætlið þið að gera á meðan? __ Við erum frjálsir ferða okkar. Þessa stundina viljum við aðeins eitt: Verða okkur út um peninga og fara í land. Kannski getum við skemmt okkur eitthvað, meðan við bíð um hér. — Eruð þið ekkert hræddir við átök við íslendinga? __ Ég hef enga trú á því að til þeirra komi ,sagði vélstjór- inn. — En haldið þið að fjölskyld- ur ykkar óttist um ykkur? —Útgerðin er búin að senda blöðunum tilkynningar um okk- ur og líðan okkar. Fjölskyldurn ar eru ekki hræddar lengur. Þær voru það meðan allt var í óvissu, en eftir að við erum komnir í höfn er jú allt í lagi. — Voruð þið búnir að veiða Iengi ,þegar varðskipið kom? — í tvo daga. Búnir að vera fjóra daga frá Aberdeen. — Hvaj5 veidduð þið mikið? __ Tólf til þrettán tonn. Það er ekki mikið. — Hernig líkaði þér við ís- lenzku varðskipsmennina? ' . — Þetta eru prýðilegir náung ar. Þeir létu okkur alveg eina um vélina. Hásetarnir fengu frí, segir hann, og á við Georg Step hen og Robert Duff, sem fóru með vélstjóranum aftur um borð í Milwoodi _ Útgerðin er mjög ánægð yfir því að við skulum vera hér um borð til að sjá um að allt Kúbumenn flýjameðan Castro er glansnúmer í MOSKVU Fólkið flýr frá Kúbu um leið og Castro er hylltur sem þjóð- hetja á Rauða torginu í Moskvu. Fidel Castro var fagnað sem þjóðhetju við komu hans til Moskvu í gær og er hátíðahöld- unum Iíkt við „stórkostlega að- alæfingu undir 1. maí hátíða- höld“. Castro kom til Moskvu frá Murmansk með heljar mikla loðhúfu á höfði, en þangað kom hann fyrir helgina, án þess fyr- irfram væri vitað, að hann væri á leiðinni. Áður hafði verið til- i kynnt í Havana, að hann myndi fara til Moskvu, en ekki hve- nær — ög ekkert er vitað um hve lengi hann verður í Sovét- ríkjunum. Það vakti nokkra athygli, að er Krústjoff faðmaði Castro að sér, brá hann út af venjunni og kyssti hann ekki á vangann, en blítt var brosið og lýsti Krústjoff Castro sem byltingarhetjunni sem tendrað hefði blys frelsis fyrir allar Suður-Ameríkuþjóð ir. Þykir af þessu sýnt, að Ieggja eigi áherzlu á áróður- inn fyrir sigri kommúnismans út um heim í ræðunum 1. maí á Rauða torginu, og Castro eigi að vera þar eitt- hvert' giansnúmer. Castro þakkaði lofið og sagði, að stuðningur Sovétríkjanna hefði komið í veg fyrir, að „inn- rásaráform heimsvaldasinna“ heppnuðust. Um leið og fréttirnar bárust um hlutverk Castros á Rauða torginu bárust aðrar fréttir, þ. e. að 800 Kúbumenn hafi tekiö sér fari á bandarísku skipi til þess að setjast að i Bandaríkj- unum, en 103 fóru Ioftleiðis dag inn áður. Menn vilja vinna það Um 100 manns slasast í bílslysum Samkvæmt upplýsingum frá umferðard’eild rannsóknarlögregl- unnar mun um hundrað manns hafa slasazt af völdum um- ferðar í Reykjavík frá síðustu ára- mótum. Þetta er há tala og ískyggileg, ekki sízt þegar miðað er við hin eindæma góðu akstursskilyrði í vetur. Sum þessara umferðarslysa eru alvarlegs eðlis og þrjú bana- slys hafa orðið. Auk hinna þriggja banaslysa, sem orðið hafa af völdum umferð- ar í umdæmi Reykjavíkurlögregl- unnar á þessu ári, hafa sex önnur banaslys orðið á landinu frá ára- mótum. Þar af 2 í Kópavogi, 1 í Hafnarfirði, 1 í Hvalfirði og 2 á Fagradal í Múlasýslu. Þannig hafa 9 manns beðið bana af völdum umferðar það sem af er þessu ári. Bifreiðaárekstrar eru orðnir eitthvað á 8. hundrað í Reykjavík á sama tíma og fjölgaði þeim ört í páskahretinu á dögunum. Eru þeir eitthvað færri nú heldur en á sama tíma í fyrra, en þess ber að geta að akstursskilyrði hafa verið með eindæmum góð í vetur, en voru a. m. k. um tíma í fyrra- vetur mjög slæm. til að glata eigum sínum og > greiða leyfisgjald til að komast burt, en það geta ekki hinir fátæku, sem líka þrá frelsið. sé í lagi. Ég var að tala við þá áðan. Framsókn og kommún- istnr ósnmstarfshæfír Furðuleg frétt birtist á for- síðu Tímans í morgun. Blaðið telur stjómarsamvinnu Sjálf- stæðisfiokks og kommúnista vel hugsanlega eftir kosningar, og dregur þá áiyktun af einhverri setningu í ræðu Bjama Bene- diktssonar á Landsfundinum. Þessi „velhugsanlega samvinna* hefur sennilega engum i hug komið nema þeim blaðamanni Tímaris sem fréttina skrifar, en fréttin er því ómerkilegri þar sem Bjami Benediktsson marg- endurtók, ekki aðeins í þessari setningu, heldur í allri sinni ræðu, að ekkert kæmi annað til greina en samvinna Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks. Setning sú, þar sem Tíminn telur Bjarna Benediktsson gefa í skyn hugsanlega samvinnu við kommúnista, hljóðar á þessa leið: „Þess sjást sízt nokkur merki að Framsókn og kommúnistar hafi breytt um starfshætti svo að horfur, séu á, að þeir yrðu einlægari í samstarfi nú en áð- ur. Ekki mundi þó mega sitja slíkt fyrir sig, ef um málefni væri ha»gt að semja. En öll við- Ieitni þeirra hefur verið í þá átt að reyna að stöðva viðreisnina, sem stjórnarflokkarnir eru stað ráðnir í að efla. Um þann skoð- anamun verður kosið". Allir sjá, hvað við er átt með þessum orðum. Stjórnarflokk- arnir eru staðráðnir í að efla viðreisnina og þeir munu ekki semja við neinn flokk, sem ekki fylgir þeim á þeirri braut. — Framsókn og kommúnistar hafa reynt með öllum ráðum að stöðva viðreisnina og gefið út opinberar yfirlýsingar í þá átt. Samstarf við þá flokka kemur þvi ekki til greina. Þeir eru ó- samstarfshæfir. Ef þeir breyttu hins vegar um starfshætti, ef hægt yrði að semja við þá á þessum vett- vangi, þá breyttust viðhorfin. En álítur Tíminn að komm- únistar hyggist játast viðreisn- arstefnunni? Álítur Tíminn að Einar Olgeirsson leggi blessun sína yfir þá stefnu, sem hann hefur ekki haft nógu sterk skammar og fúkyrði yfir? Þeirri spurningu geta bæði Framsóknarmenn og aðrir kjós-, endur velt fyrir sér. En þar sem Tímamenn leggja svo mikið upp úr orðum Biarna Benediktsson- ar, þótt skilningur þeirra sé annmörkum háður. þá er ekki úr vegi að birta þann kafla ræð unnar, sem ræðumaður helgaði Framsókn sem samstarfsflokki: „Af öllum stjórnmálaflokkum höfum við oftast og lengst haft stjórnarsamvinnu við Fram- sóknarflokkinn. Því miður hef- ur sú samvinna ætíð verið erfið og árangurinn harla misjafn. Erfiðleikarnir hafa ekki einung- is átt rætur sínar að rekja til skoðanamunar, sem þó oft hef- ur verið mikill sökuni aftur- haldssemi og ófrelsisástar Framsóknar. Ekki hefur minna um valdið andinn ,sem ráðið hefur hjá samstarfsflokknum. Samstarf sem byggist á óheil- induni annars aðilans, er stöð- ugt situr á svikráðum við hinn, reynir að magna deilur í stað þess að setja þær niður, og aldrei fæst til að virða neitt mál efni málefnisins vegna, heldur notar allt til kaupskapar, því líkt samstarf getur aldrei orðið haldgott. Því vitanlega eru kommúnist ar Framsóknarflokknum sízt samstarfshæfari. Munurinn er sá, að menn vita fyrirfram hvað skilur kommúnista og Iýðræðis fiokka og vænta ekki hollustu eða samstarfshátta frjálshuga manna af kommúnistum“.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.