Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 30.04.1963, Blaðsíða 8
I s m Utgefandi: Blaðaútgáfan VfSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og ^greiðsla Ingóifsstræti 3. Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Framtíðarstefnan mörkuð Nú hefir stefnuskrá.Sjálfstæðisflokksins við al- þingiskosningarnar í sumar verið birt. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins mótaði hana í formi stjórnmála- ályktunar, sem Vísir birtir á forsíðunni í dag. Þar er mörkuð víðsýn umbótastefna. Ef henni verður fylgt fram næstu fjögur árin í ríkisstjóm, mun hinni miklu viðreisn verða haldið áfram. Uppbygging atvinnuveganna mun verða uukin og frelsi verða meira til athafna í þessu harðbýla landi, þar sem það ríður á að gefa einstaklingum nægilegt svigrúm. Stjómmálaályktun flokksins sýnir kjósendum hans og öðrum landsmönnum hvað það er sem flokk- urinn vill í þjóðmálum. Þar er ekki um neina bylt- ingu að ræða frá stefnu undanfarinna ára. Grundvall- arstefnan er sú hin sama, er svo vel hefir reynzt síð- ustu þrjú árin, sém flokkurinn hefir átt sæti í ríkis- stjórn. Það er einmitt kostur Sjálfstæðisstefnunnar, að hún er ekki rammskorðað hugmyndakerfi heldur sveigjanleg þjóðmálastefna, sem finnur svör við vanda- málunum, þegar þau koma á dagskrá. I Efnahagsbandalagsmálinu er stefnan skýrt mörkuð. Flokkurinn mælir með aðild íslands að efna- hagssamstarfi annarra þjóða eftir því sem hagsmunir þjóðarinnar krefjast og án þess að undirgangast nokk- ur samningsákvæði, sem hér geta með engu móti átt við. Þessi yfirlýsing ætti að nægja til ítrekunar á því sem foringjar flokksins hafa margsinnis bent á, að án samstarfs við aðrar þjóðir erum við illa á vegi staddir. En í því samstarfi munum við aldrei fóma neinum þjóðarhagsmunum. Það er einmitt þetta atriði, sem er kjarni stefnu Sjálfstæðisflokksins: trygging sjálfstæðis þjóðarinnar. Frá því verður aldrei slakað. Flótti skipstjórans / Utanríkisráðuneytið hefir borið fram þá kröfu, að brezki togaraskipstjórinn. á Milwood verði fram- seldur yfirvöldum til þess að standa fyrir máli sínu. Sú krafa er sjálfsögð og eðlileg. Skipstjórinn væri nú í íslenzkri vörzlu ef aðstoð brezka herskipsins Palliser hefði ekki komið til, en sú aðstoð er undarleg og óskiljanleg. Skipstjórinn er enn um borð í Palliser, þegar þetta er skrifað. Þess er að vænta að brezka utanríkisráðu- neytið, sem nú hefir málið til meðferðar, komi því til leiðar að skipstjórinn komi fyrir íslenzkan dómstól og standi þar fyrir máli sínu. ■ VlSIR . Þriðjudagur 30. apríl 1963. Konunglegt brúðkaup í Brúðhjónin Angus Ogilvy og Alexandra prinsessa af Kent. Englandi Eitt veglegasta brúð- kaup, sem haldið hefur verið í langa tíð f ór fram í Westminster Abbey í London í síðustu viku. Viðstaddir það vom auk allrar brezku konungs- fjölskyldunnar einn kon ungur, fimm drottning- ar, krónprinsar og yfir 60 prinsessur. Það var heldur engin furða, því þama var verið að gifta náfrænku Englandsdrottningar, Alexöndm prinsessu af Kent, en hún og Elisabet drottning eru bræðradætur. Elísabet er sem kunnugt er dóttir Georgs VI. Bretakonungs, en Alex- andra er dóttir yngsta bróður hans hertogans af Kent. Alla vikuna hafði kongafólk og aðalsfólk frá öllum löndum Evrópu verið að tínast til Lon- don og hafa brezku blöðin ver- ið full af frásögnum um ættir þessa fólks og lýst skyldleika þeirra við ensku konungsfjöl- skylduna. Skrúðfylkii£. "8“ Y" Og þegar giftingarathöfnin hófst kom aðalsfólkið í glæsi- legum Rolls Royce bifreiðum akandi til kirkjunnar, og rað- aði sér f skrúðfylkingu, allt í réttri röð eftir stöðu og standi. Fyrst Ólafur Noregskonungur með Elísabetu drottningarmóð- ur, ekkju Georgs VI., og Frið- rikka Grikklandsdrottning, þá Lovísa Svíadrottning, Ingiríður Danadrottning og dóttir hennar Anna María. Þá Helena fyrrum drottning af Rúmeníu, Umberto fyrrum Italíukonungur, og Vikt- oría fyrrv. Spánardrottning, þá kom Haraldur krónprins af Noregi, Irena prinsessa af Grikklandi og Konstantin Grikkjakrónprins. Þegar þetta göfuga fólk hafði gengið 1 kirkju kom Elísabet drottning, maður hennar Fil- ippus og Karl prins til kirkj- unnar og hófst nú giftingarat- hofnin. Brúðguminn. Þá er kominn tími til að geta þess, hver hinn hamingju- sami brúðgumi var, sem var nú að tengjast öllu þessu virðulega konungafólki. Hann er réttur og sléttur Skoti að nafni Angus Ogilvy. Hann er kunnur kaupsýslumaður og stórlega vel efnum búinn. Að vísu þykir það alltaf nokkru lakara í hópi aðalfólks, þegar prinsessa tekur niður fyrir sig og giftist óbreyttum borgara. En þó er það bót í máli, að hann er Skoti, því að það hefur reynzt svo I líkum tilfellum áður, að allir Skotar geta rakið ættir sínar til fomra skozkra konunga og svo hefur einnig orðið f þessu tilfelli, svo Angus Ogilvy hefur getað hald- ið því fram að. hann sé einnig af konungsættum. Yndlsleg stúlka. Alexandra prinsessa hefur verið mjög vinsæl, eftirlæti al- mennings í Bretlandi. Hún er talin fegursta prinsessa I Eng- landi þó verið geti að Anna dóttir Elísabetar jafnist á við hana, þegar hún vex upp. Það var því engin furða þótt öll brezka þjóðin samfagnaði hinni fögru, ungu konu. Safnaðist fólkið saman 1 þúsundatali kringum kirkjuna og Bucking- hamhöll. í sambandi við heimsóknir hinna erlendu gesta hefur það orðið ljóst, hve Elísabet drottn- , ing er frændsterk einkum með- al þýzkra aðalsmanna, en hún er af hinni frægu þýzku Hessen- ætt og hefur þessi ætt blómg- azt ákaflega. Annars má segja að flestir þeirra 600 aðalsmanna sem viðstaddir voru brúðkaups- athöfnina hafi verið meira og minna skyldir innbyrðis. Það var erkibiskupinn af Kantaraborg sem vígði brúð- hjónin, svaramaður Alexöndru var bróðir hennar hertoginn af Kent en svaramaður Ogilvis vinur hans Peregrine Fairfax. Flogið til Skotlands. Að brúðkaupinu loknu var haldið til veizlu f Jakobshöll, en þegar leið fram á daginn kvöddu brúðhjónin og flugu með einkaflugvél til norður- odda Skotlands, en þar átti Angus Ogilvy sveitasetur. Þang að komu þau um kvöldið og það fyrsta sem þau gerðu eítir að þau komu inn var að opna fyrir sjónvarpið og horfa þar á brúðkaup sjálfra sín. Anna prinsessa dóttir Elisabetar drottningar var 12 ára brúðarmær. Hér sýnir Alexandra henni gullarmabndið sem brúðguminn hafði gefið henni. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.