Vísir - 20.06.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 20.06.1963, Blaðsíða 6
lOs V í S I R . Fimmtudagur 20. júní 1963. r málið að komast á lokastig — spjallað við Gunnar Gunnars- son um Bandaríkjadvöl Nýkominn til landsins frá Bandaríkjunum er Gunnar Gunn arsson, en hann hefur dvalið þar vetrarlangt við nám á svo- kölluðum Brittinghamstyrk. Til fróðleiks fyrir lesendur síðunnar leggjum við nokkrar spurningar fyrir Gunnar um nám hans og dvöl í Bandarfkj- — Hvemig er Brittingham- styrkurinn tilkominn? — Fyrir um það bil 10 árum Gunnar Gunnarsson. voru styrkir þessir fyrst veittir Norðurlandabúum, þ. e. Dönum, Svíum og Norðmönnum. Síðar voru íslendingar og Finnar teknir með I hópinn. Styrkir þessir hafa einungis verið veitt- ir til eins árs með það fyrir augum að gefa mönnum kost á að kynnast amerísku háskólallfi og jafnframt er styrkurinn það hár að mönnum er kleift að ferðast þó nokkuð og skoða sig um. — Við hvaða háskóla stund- aðir þú nám, Gunnar, og i hvaða fögum? — Ég var við háskólann I Wiconsin og las þar hagfræði, en styrkir þessir hafa einungis verið veittir til náms f hinum ýmsu greinum þjóðfélagsfræða. Skólinn er sjötti stærsti háskóli Bandaríkjanna og milli 20—30.000 nemendur þar af eru um 2 500 ar. Fyrir utan mig voru 2 lendingar við skólann, þeir Ótt- ar Halldórsson, sem nú f sumar lýkur M.A.-prófi f verkfræði og Jón örn Jónsson, sem í vor lauk B.A.prófi f hagfræði. — Að hvaða ieyti eru kennsluhættir ólíkir þvf sem gerist hér við háskólann? — Aðhald við námið sjálft er miklu meira en hér, m. a. má geta þess að próf eru ekki sjaldnar en : sex vikna fresti auk Iokaprófa. Og lögð er mjög mikil áherzla á það að menn ljúki námi sfnu á tilskildum tfma. Þetta mætti vissulega at- huga hér við háskólann. — Hvað viltu segja um fé- lagslíf stúdenta? — Það er mjög fjölbreytt og starfa alls kyns klúbbar og fé- Iagasamtök af miklu kappi, m. a. er við skólann félag, sem nefnist „The Scandinavian C!ub“ og var formaður þess í vetur Jón örn Jónsson. Auk þess ber mikið á félagssamtök- um áhugamanna um stjórnmál og eiga flestar stjórnmálaskoð- anir f heiminum þar sfna áköfu formælendur. — Ber nokkuð á kynþátta- vandamálinu við skóla þennan? — Kynþáttavandamálið sem slíkt er ekki til við skólann, enda væri slíkt óhugsandi þar sem komnir eru saman stúdent- ar frá öllum heimshornum. — Hvað viltu að lokum segja um þetta mikla vandamál? — Að mfnu áliti er kynþátta- vandamálið f Bandarfkjunum að komast á lokastig, enda leggja þeir bræður, forsetinn og dóms- málaráðherrann, gffurlega á- herziu á að koma málum þess- um f viðunandi horf eins og aðgerðir Bandaríkjastjórnar vegna inntöku þeldökkra í há- skólana f Missisippi og Ala- bama ljóslega sanna. Styrmir Gunnarsson: eimdalhii* Gjör rétt — Þol ei órétt Ritstjórar Ásgeir Thoroddsen og Ragnar Kjartansson Reckefeller. HVER HÁIR EIHVÍGIÐ VID KENNEDY 1964? i JM MJ jÉj Þótt enn sé nær eitt og. hálf^t ár til fórsetakosninga f Bánda- ríkjunum eru þegar hafnar þar í landi umræður og vangaveltur um það hver verði forsetaefni repúblikana, en fullvíst má telja að af hálfu demókrata muni Kennedy leita endurkjörs. Raunar er það furðulegt hversu mikill áhugi er fyrir þvf hver valinn verður andstæð- ingur Kennedys í þessum kosn- ingum. Reynslan hefur sýnt að forseti sem leitar endurkjörs nær því að öllum jafnaði hafi honum ekki orðið á stórkostleg mistök f starfi eða einhver mikil ógæfa yfir hann dunið, sem hann ekki hefur reynzt fær um að standast. Síðast gerðist það, þegar Herbert Hoover náði ekki endurkosningu að lokinni fjögurra ára setu í Hvfta húsinú, en þá var kreppan mikla skoll- in yfir og Hoover reyndist ekki taka þau miklu vandamál raun- hæfum tökum. Svo sem áður segir mun John F. Kennedy vafalaust leita endurkjörs f nóvember 1964. Hann náði kosningu mjög naumlega árið 1960 og um frammistöðu hans síðan hafa verið nokkuð skiptar skoðanir. Það er ágreiningslaust að sú 0 > JBv stþfna sem stjórn Kennedys tiefur mótað í þeim vandamál- um, sem fram hafa komið hef- ur að mörgu leyti verið skyn- samleg og viðsýn og hún hefur verið sett fram af mikilii ein- beitni, en oft hefur henni ekki verið fylgt nægilega vel fram í framkvæmdinni. Sá „þróttur" sem Kennedys lofaði þjóð sinni að mundi einkenna stjórn sfna virðist stundum hafa verið meiri í orði en á borði. Richard M. Nixon missti mjög naumlega af forsetatign- inni í kosningunum árið 1960. Það hefði þó ekki orðið til að binda enda á stjórnmálaferil hans, ef ekki hefði komið til falls hans í ríkisstjórakosning- unum í Kaliforniu tveimur ár- um seinna. Vafalaust mun Nixon hafa mikil áhrif á það hver verður forsetaefni repú- blikana og þótt hann sjálfur sé í bili hættur meiri háttar af- skiptum af stjórnmálum er alls ekki ólíklegt að til þess komi síðar, að hann geri aðra tilraun til að komast í Hvíta húsið t. d. 1968. Sá maður sem til skamms tíma var talinn nær öruggur um að verða tilnefndur forsetaefni reúpublikana er Nelson Rocke- feller ríkisstjóri New York- fylki. Rockefeller virðist vera mjög hugrakkur stjórnmála- maður og hefur hvað eftir ann- að sýnt það f stjórnarstörfum sfnum að hann er reiðubúinn til að styðja óvinsæl mál, sem geta kostað hann atkvæðatap, ef hann álítur þau vera nauð- synleg Hið sama á við um einkalíf háns, hann heldur sfnu striki þótt það geti haft þær afleiðingar að binda enda á stjórnmálaferil hans. Þótt útlitið sé ekki sérlega gott fyrir hann nú eftir að hann gifti sig á ný, væri þó alrangt að telja hann úr Ieik af þeim sökum. Veðra- brigði eru með eindæmum snögg í bandarískum stjórnmál- um og ef það reynist rétt sem sagt er að hinn nýja kona hans komi mjög vel fyrir getur það vel haft það í för með sér að hann yrði sterkari andstæðingur Kennedys en ella. Einn maður hefur öðrum fremur grætt á erfiðleikum Rockefellers, ef svo mætti að orði komast. Það er öldunga- deildarþingmaðurinn frá Ari- zona, Barry Goldwater, höfuð- leiðtogi hinna hægrisinnaðri afla í Bandaríkjunum. Sem Framh. á 10. síðu. Goldwater.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.