Vísir - 27.08.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 27.08.1963, Blaðsíða 1
VISIR 63. árg. — ÞriBjudagur 27. ágúst 1963. 186. tbl. Fimm tilboð í hol- ræsið í Fossvogi Um helgina voru opnuð tilboð í byggingu mikils holræsis í Fossvogi. Það er Reykjavíkur- borg, sem lætur framkvæma verkið, en Innkaupastofnun Reykjavíkur gekk frá útboðinu og voru tilboðin opnuð á skrif- stofum stofnunarinnar á laugar- dag. Lægsta tilboðið kom frá Véltækni h.f. 37 milljónir króna, en hæsta tilboðið var 56 millj. króna. Alls bárust fimm tiiboð, þar af tvö frá sama aðilanum. Innkaupastofnunin vinnur nú að því að reikna út tilboðin og kanna hvort þau standist. Hugs- anlegt .er að einhver þeirra vtrði Iægri en tilboð Véltækni, þegar endurskoðun útreikninga hefur farið fram. Þetta er stærsta útboðið, sem Framh. á bls. 5 Maður slasest af grjót- flugi / Ólafsvíkurenni í gærkvöldi varð slys I vega- gerðinni f Ólafsvíkurenni. Grjót úr hlíðinni féll á tvo starfsmenn þar og slaðaðist annar þeirra svo, að flytja varð hann til Reykjavikur með sjúkraflugvél Bjöms Pálssonar. Slysið mun hafa orðið um 8 leytið um kvöldið. Var þá verið að spréngja fyrir vegar- stæðinu hjá Einbúa, sem er milli Kerlingar og forvaða. Um einni mfnútu eftir að þeir höfðu sprengt kom grjótflug ofan úr hlíðinni og má ætla að það hafi Iosnað við sprenginguna. Lentu fremur litlir steinar á tveimur mönnum. Kom það á öxlina eða herðablaðið á þeim báðum. Ann ar þessara manna var ekki meira meiddur en svo að hann gat gengið um hlíðina, en hinn Björgúlfur Þorvaldsson fékk þyngra högg. Er þó talið að það hafi forðað honum frá meiri meiðslum, að hann stóð ekki fast fyrir, heldur féll við og nokkra metra niður eftir skrið unni. Læknir var sóttur frá Ólafs vík og athugaði hann líðan hans og var hann sfðan borinn niður í fjöru og vestur með Ólafs- vfkurenni, en sjór var að falla að. Hefði verið mjög erfitt að flytja hann, ef flóð hefði verið Framh. á bls. 5 Höfðu aUrei á æv- inni ekið jafn illa Bindindisfélag ökumanna á Ak- ureyri efndi sl. laugardag til góð- aksturskeppni, þeirrar fyrstu sem efnt hefur verið til á Akureyri. Keppnin hófst kl. 2 e.h. og stóð yfir mestallan sfðari hluta dags. Þátttakendur voru 14 talsins. Til að byrja með voru þeir prófaðir í akstri og á ökuleið þeirra um bæ- inn voru verðir á 14 stöðum, sem athuguðu hvort ökumenn færu eftir öllum settum reglum. Að þvf búnu var ekið á gamla íþróttavöllinn og þar biðu þátttakenda samtals 32 þrautir, sem þeir urðu að Ieysa af hendi. Þessar þrautir voru með ýmsu móti, ein var t.d. einskonar svigkeppni, þar sem bifreiðamar urðu að aka með 25 km. hraða gegnum allmörg hlið og þröng og taka krappar beygjur á milli þeirra, en máttu ekki snerta eða fella hlið- in. Önnur þrautin var fólgin í þvf að aka með 36 km. hraða með yfir llmdan hraðamæli o.s.frv. Tveir menn urðu jafnir að stig- um, fengu 41 stig til frádráttar, en einkunnargjöfin er þannig, að ferðin hefst á 0 stigi en síðan koma stig til frádrðttar við hverja villu sem gerð er. Þeir tveir sem fengu fæst stig voru Níels Hansson og Páll Blaðið i dag BIs. 3 Kínverskar kommúnur. — 4 Sjö hvalir á þurru landi. — 8 Grein um John Lyng, forsætlsráð- herra Noregs. — 9 Heimsókn að Úlf- ljótsvatni. Garðarsson, báðir á elztu og stærstu bílunum sem f keppninni voru, en það voru Chevroletbflar af árgerð 1955. Þriðji í röðinni var Ingi Þór Jóhannsson með 43 stig. Hann var á Ford Anglia ’63. Annars voru bflategundirnar nær jafnmarg ar og þátttakendur sjálfir. Áhorfendur voru margir og skemmtu sér vel. Var það álit flestra, jafnt þátttakenda sem á- horfenda að ökumennirnir hafa all- ir verið taugaóstyrkir í mesta lagi og að þeir munu á engum einum degi hafa ekið jafn illa frá þvf að þeir lærðu á bíl sem f þessari keppni. Ásbjörn Stefánsson læknir, for- maður Sambands bindindisfélaga ökumanna á íslandi var ráðunaut- ur og leiðbeinandi um þessa góð- aksturskeppni. 00D SltPPT — Smifh hirf kæran Togaranum Milwood verður sleppt úr haldi jafnskjótt og lögð hefur verið fram banka- trygging. Úrskurður var kveð- inn upp um þetta í Sakadómi Reykjavíkur í gær, af Loga Ein- arssyni, yfirsakadómara. Áður en hægt verður að ákveða hve bankatryggingin verður há, þarf að meta veiðarfæri o. fl. og hafa verið dómkvaddir tveir menn, sem munu væntanlega ljúka störfum í dag. Útgerðar- maðurinn John Wood, eigandi skipsins var á ferðalagi einhvers staðar i Skotlandi, þegar Visir ætlaði að hafa tal af honum í morgun, og kváðust fulltrúar hans ekkert geta sagt um málið. John Smith, skipstjóra, hefur verið birt ákæran vegna þeirra brota, sem hann framdi á sinum tíma og tekin verða fyrir hjá dómstólunum 2. september. — Fulltrúi landbúnaðar- og fiski- málaráðuneytisins brezka birti John Smith stefnuna svo og lög- fræðingur fslenzka sendiráðsins í London. Neitaði John Smith að lfta við stefnunni, en hún var skilin eftir heima hjá hon- um. Einnig neitaði John Smith að einhver mætti fyrir hann i málinu. Balaðamenn frá Vfsi áttu 1 gær leið um Hafnarfjörð og sóu þá þennan götusópara, sem sennilega mun vera sá eini sinn- ar tegundar hér á landi. Sópar- inn er notaður á malbikaðar og steyptar götur. Eru því kerrurn ar, kustamir og skóflumar úr sögunni á malbikuðu og steyptu götunum f Hafnarfirði. Sá sem stýrir sóparanum heitir Gunnar Guðmundsson og sagði hann okkur að þessi nýi sópari væri hið mesta þarfaþing, meira að segja svo fullkominn að hann sáldaði sandinn, þannig að grófi sandurinn færi i sér hólf og fínni sandur f sérhólf. Já og ekki má gleyma speglinum ,sem er bráðnauðsynlegur. Ingólfur aflahæstur Á sl. ári var Ingólfur Arnarson aflahæsta skip Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Nam afli hans 1.761. 643 kg. Næstur kom Þormóður Goði með 1.551.146 kg. Sú fisktegund sem togararnir veiddu mest á árinu var karfi og veiddi Ingólfur alls 805.236 kg. af karfa, en helmingi minna af þorski. Vatnadrekim reynist vel Vatnadrekinn reyndist vel í til- raunaferðunum um fjörur og ósa austur á söndum og f aðalreynslu- ferðinni milli Fagurhólsmýrar og Núpsstaðar, sagði Pétur Kristjáns- son f viðtali við Vfsi i morgun. Var hann þá í Kirkjubæjarklaustri og var ásamt félaga sfnum Ásgeiri Guðjónssyni að ganga frá vatna- drekanum, smyrja hann o. s. frv. Með þeim félögum var f tilrauna- leiðangrinum Kristinn Gunnarsson úr samgöngumálaráðuneytinu, en á vegum þess var vatnadrekinn fluttur inn, eftir að samþykkt hafði verið á Alþingi að stjórnin Iéti flytja inn slíkt farartæki í tiirauna skyni. — Ég get sagt það, sagði Pétur Kristjánsson, að vatnadrekinn hefir reynzt vel, jafnvel betur en við gátum búizt við, einkum í sandbleyt um, og í aðalleiðangrinum milli Kirkjubæjarklausturs og Núpsstað ar reyndist hann ágætlega. — Það er skoðun mín, sagði Pét- ur að hafa þyrfti tvo svona bíla öryggis vegna hér eystra. Fréttamaður Visis spurði hann um verð þeirra. Kvaðst hann ekki jhafa nákvæmar tölur um það, en þeir væru tiltölulega ódýrir. Hann kvað þá félaga hafa gert á þeim nokkrar breytingar, m. a. til þess að létta þá. Áður hafði Siggeir sagt frétta- manninum, að þeir félagar hefðu farið austur fjörur og yfir alla ósa og gengið vel og slðan efri leiðina vestur frá Svínafelli og fyrir neðan Lómagnúp, og hefðu þeir verið um 5 klst. frá Fagurhólsmýri að Núps stað. Þeir leiðangursfélagar munu að Framh. á bla, 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.