Vísir - 27.08.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 27.08.1963, Blaðsíða 7
V í SIR . Þriðjudagur 27. ágúst 1963. 7 Sigurjón Björnsson sálfræöingur: SKAPRÍKI Magnús Björnsson, ríkisbókari TTVAÐ eigum við að gera, þegar börnin okkar hafa stjórnlaust skap, reiðast ofsa- lega við minnsta tilefni, berja eða bíta og láta öllum illum lát- um? Svipaðra spurninga spyrja foreldrar oft og ekki er þeim alltaf auðsvarað. Það verður heldur ekki hægt hér. Aðeins langar mig að benda á nokkur atriði sem æskilegt er að hafa vel í huga, þegar glímt er við þetta vandamál. 1 fyrsta lagi er að minnast þess„ að börn eru ákaflega mis- munandi að eðlisfari hvað skap- ríki varðar. Sum eru mjög skap- mikil og sterk í lund, önnur daufgerðari og þýðari. Og vita- skuld verður eðlisfari skapmik- illa barna ekki breytt að neinu ráði. Ef allt er með felldu verð- ur lyndiseinkunn þeirra ávallt 7. grein slík. Ber það sízt að harma, því að mikið skap er oft önnur hlið dugnaðar og þreks, sem getur komið manni í góðar þarfir. En það liggur í hlutarins eðli, að börn, sem þannig eru gerð, eru býsna oft vandmeðfarnari í upp eldi og þarf að nota vlð þau mikla lagni, svo að ekki skapist kergja, þrjózka og önnur óæski leg einkenni. I öðru lagi er að athuga, að geðshræringar barna eru sízt veikari en hjá fullorðnum, en hins vegar er hæfileikinn til að stjórna þeim mun minni. Þetta þýðir það, að sé allrar sanngirni gætt ber okkur að sýna börnum mikið umburðarlyndi í þessum efnum. Það er hér hollt að muna, að þrátt fyrir það, að við hinir fullorðnu teljum okkur standa börnunum miklu framar að viti og þroska, bregzt okkur iðulega sú list að hafa hemil á geðshræringum okkar og hví skyldum við þá undrast, þótt börnunum gangi það illa. Þetta er ekki sagt til að mæla bót ofsa eða ofstopa hjá börnum, heldur einungis til að minna á, að þau eiga auðvitað að njóta sömu mannréttinda og við full- orðnir tökum okkur. svo er þriðja atriðið: van- ^ stilling barna er fjarri því að vera alltaf eðlislæg. Miklu oftar er hún afleiðing einhvers. Hversu oft verðum við ekki vör við, að skapsmunir barna breyt ast á skömmum tíma til hins verra. Börn, sem áður voru róleg, verða æst og örg, fá reiði köst, fara í fýlu, lemja eða bíta leikfélaga sína eða systkini, hrekkja og stríða þeim. Reynsla af börnum hefur sýnt svo að ekki verður um villzt, að oftast eru einhverjar ytri ástæður að verki. E. t. v. hefur nýtt syst- kini fæðzt og barninu finnst það vera sett hjá. Breytingar hafa orðið á heimilishögum f jölskyld- unnar, t. d. flutningur í nýtt hús næði með öllu, sem því fylgir, svo sem missi gömlu leikfélag- anna og aðlögun að nýjum. Það getur verið um að ræða óróleika og taugaþenslu hjá foreldrunum sjálfum, sem veldur því að börn in glata öryggi sínu og komast úr jafnvægi. Það getur verið hræðsla eða ótti, t. d. hræðsla við refsingu, sjúkdóma, dauða eða eitthvað annað. — En óvinn andi vegúr er að telja upp alla möguleika. Þessi þrjú atriði eru sjálfsagt ekki nema lítill hluti þeirra, sem til greina geta komið og ég nefni þau hér af því að mér detta. þau fyrst í hug. Þau ættu að nægja til þess að benda okk ur á í hvaða átt við þurfum helzt að fara, þegar leitað er úr- bóta á þessum ágöllum barn- anna okkar. Við megum ekki vera of kröfu hörð. Börn, sem skaprík eru að eðilsfari þýðir ekki að reyna að brjóta niður. Af þvf hlýzt illt eitt. Kappkosta verður að leiða þau jafnt og þétt af hlýju og þolinmæði og kenna þeim þann- ig smátt og smátt hina vand- lærðu list að stjórna sjálfum sér og finna geði sínu hæfilega far- vegi. Enginn skyldi ætla að það sé auðvelt starf, enda væri mannheimur sjálfsagt nokkuð öðru vísi álitum en raun ber vitni, ef sá hluti uppeldisstarfs ins tækist alltaf vel. við megum ekki með nokkru móti láta undir höf- uð leggjast að huga að orsökum skaperfiðleikanna. Sumir halda ef til vill, að það hljóti að vera ákaflega vandasamt og ekki á færi • annarra en sérfróðra manna Það er mikill misskilning ur. Flestir sæmilega greindir uppalendur eiga að geta komizt langt áleiðis, svo fremi að næg- ur vilji sé fyrir hendi og þar að auki a. m. k. þrír eiginleikar: hreinskilni, heiðarleiki og næm réttlætiskennd. Aðferðin er eink um sú að temja sér að taka vel eftir barninu, hlusta vel og ræki lega á það, setja vel á sig við hvaða aðstæður skapofsi þess kemur mest í Ijós. Ef við gerum þetta vel og dyggilega fer ekki hjá því, að fljótlega höfum við öðlazt miklu dýpri skilning á sálarlífi barnsins. Ósjálfrátt fær umst við nær því og finnum hvers það þarfnast mest og okk ur fer að langa til að hjálpa því í stað þess að láta okkur nægja að refsa því. Börn eru afar fljót að finna þvílíka afstöðubreyt- ingu hjá foreldrum sínum og svara henni jafnan með auknum trúnaði. Hvað eftir annað rekur maður sig á, að þessi einfalda aðferð er nægjanleg til þess að kippa í lag vandamálum, sem í fyrstu virtust vera mikil og ó- skiljanleg. Og það sem meira er vert, sú afstaða foreldranna, sem henni fylgir, getur gert uppeldisstarfið að unaðslegri og ógleymanlegri lífsreynslu fyrir foreldrana sjálfa. hið næsta þessum mikla mann- kostamanni. Ég kynntist Magnúsi fyrst við lok heimsstyrjaldarinnar síðari, þá nýkominn heim eftir margra ára dvöl erlendis. Hann var þá for- maður mötuneytisins Gimli og hef ég hvorki fyrr né siðar kynnzt áþekkri stofnun, þar sem tekizt hafði að skapa annan eins sam- Hinn 19. þ. m. lézt Magnús I eftir var tekið. Myndi fáum mönn- ■iBjörnsson. ríkisbókari á Landspítal | um með mjög grugguga samvizku ■JJanum í Reykjavík eftir langa van-: hafa hentað að dvelja langdvölum ^■heilsu. ■I Magnús var fæddur þann 8. maí 1*1904 að Narfastöðum í Viðvíkur- J.sveit, yngstur fimm systkina. Hann ■Jstundaði nám í bændaskólanum á I*Hólum og lauk prófi þaðan 1923. ’lSamvinnuskólaprófi 1925 og prófi ■Jfrá verzlunarskóla í Kaupmanna- J.höfn 1930. Ári siðar gerðist hann Vulltrúi í Ríkisbókhaldinu og 1935 I°varð hann ríkisbókari. — Jafn- J.framt starfi sínu í Rikisbókhaldinu ■Jgegndi Magnús kennslustörfum við I*nokkra skóla í bænum, siðast við [[.Menntaskólann I Reykjavík. .[ Öll störf Magnúsar einkenndust J.af einstakri samvizkusemi, enda ■Ivar skapgerð hans slík, að hann .■mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Jafnvel eftir, að hann var þrotinn ■Jað heilsu og þarfnaðist hvíldar var /hugurinn svo bundinn við starfið, *Iað honum sást ekki fyrir, en vann .Jlangan og strangan starfsdag fram J.undir það síðasta. Tilmæli nú- •Jverandi fjármálaráðherra um að [[■taka sér góða hvíld mat hann ■Jmikils, en hann þurfti bara alltaf .;að Ijúka einhverju áður en af því J.gæti orðið. ■| Hvar sem Magnús fór hlaut hann í*að vekja athygli. Sivpurinn var I ;ísenn hreinn og gáfulegur. Hann .;villti heldur ekki á sér heimildir J*,með útliti. Meiri drengskaparmaður ■Jmyndi vandfundinn og jafnan .Jreyndist hann bezt þegar mest lá ;-við. Þegar aðrir menn voru I þann ■Jveginn að vinna óhappaverk með í;afskiptaleysinu einu saman tók J.Magnús af skarið, gekk fram fyrir ■Jskjöldu og hélt þannig á málum að hug og heimilisblæ þótt mjög ólík- ir menn væru þar mötunautar. Ekki verður sagt, að nein sér- stök bindindisalda gengi yfir Is- land á fyrstu mánuðunum eftir að heimstyrjöldinni lauk og sízt myndi Magnús hafa viljað láta sín getið 1 hópi þeirra manna, sem ekki kunnu að meta gullna veig á góðra vina fundi,- Hitt var honum jafn framandi að kunna ekki fulla stjórn á framferði sínu þótt áfengi væri haft um hönd, og áttu þeir, sem brutu almennt velsæmi undir yfir- skyni ölvunar enga von falskrar vorkunnsemi af hans hálfu, en voru beðnir að taka afleiðingum gerða sinna. Man ég ekki viðbrögð annarra manna drengilegri og karl mannlegri í senn en hans, ef bægja þurfti frá Gimli mönnum, sem ekki þekktu lögmál kurteisinnar. Magnús Björnsson fylgdi Fram- sóknarflokknum að málum en ræddi yfirleitt ekki stjórnmál frá flokkslegu sjónarmiði, til þess var hann bæði of greindur og víðsýnn. Þjóðarhagur var honum jafnan efst í huga. Þegar ég öðru sinni dvaldi lang- dvölum erlendis lærði ég brátt af reynslunni, að mjög voru viðbrögð vina og kunningja heima misjöfn ef þeir voru beðnir um smágreiða. Ef einhverju erindi var beint til Magnúsar brást aldrei að svar bær ist fljótlega og þá alltaf búið að athuga til hlítar það, sem um var spurt. Sæti slíkra manna eru vand- fyllt en því aðeins er minningu þeirra sýndur fullur sómi að vand að sé til vals eftirmanna. Ég þekkti ekki æskuheimili Magnúsar Björnssonar, en ég tel víst að manngildishugsjónin hafi setið þar í hásæti. Mannhelgi var Magnúsi jafnan efst í hug ef rætt var um menn og málefni og á ein hvern hajlað. Slíkir menn vaxa í minningunni löngu eftir að þeir eru allir. Þeir hverfa ekki í móðu gleymskunnar meðan nokkur er uppi, sem man og virðir mannkosti þeirra. , Ólafur Gunnarsson. Áð ÚlfSjótsvatni ■-V.VJ Framh. af 9. síðu. konu sinni, Margréti Kristins- dóttur. Björgvin segir okkur svo frá: „Strákunum er skipt niður í flokka og hver flokkur hefur sitt nafn. Nöfn flokkanna eru Ugl- ur, Fálkar, Seppar, Mávar og Hrafnar. Þessi sömu nöfn höfum við notað hér s.l. 11 ár. Venju- lega eru 6 drengir í hverjum flokki, og hver flokkur hefur síð an sinn skála. Dagurinn hefst með þvi að allir eru vaktir kl. 8. Þá hefst þvottur niður við læk, par sem hver hefur sitt þvottastæði. Eft- ir þvottinn fer fram morgunleik- fimi og kl. 8,30 er snæddur morgunverður. Um níuleytið eru verkfærin tekin fram og unnið er fram að hádegismat. Kl. 1 er byrjað að vinna aftur og síð- an er unnið til fjögur. Nú þarf ég ekki að lýsa þessu meir fyr- ir ykkur. Þið getið síðan séð hvað tekur við“. Við byrjum á því að gefa strákunum auga, þar sem þeir sitja við borðin og drekka, Sá háttur er hafður á, að enginn má setjast, fyrr en skólastjór- inn gefur merki. Fyrst athugar hann, hvort allir séu viðstaddir. Ef einhver vantar í kaffi, vetóur flokkurinn að gjalda fyrir það. Mega strákarnir í þeim flokki ekki setjast, fyrr en sökudólg- urinn kemur, en þá verður hann að bíða eins margar mínðtur og hann tafði félaga sína. En Björg- vin fræðir okkur á því að sem betur fer þurfi sjaldan að grípa til þessarar hegningar. Og til þess að ekki verði kapp um að ná í stærsta bitann, er sá háttur hafður á, að drengirnir' skiptast á um að byrja að borða. Eftir að kaffinu lýkur er svo- kallaður frjáls tími. Farið er í ýmsa útileiki, frjálsar íþróttir, handknattleik, fótbolta eða skroppið út á vatn. Fálkar og Mávar fara í knattspyrnu. Á Olf- ljótsvatni er haldið m.a. knatt- spyrnumót og keppt um bikar sem Jónas B. Jónsson skátahöfð ingi gaf. Eftir leikinn skrifar ann ar foringjanna Iýsingu á leikn- um, sem síðan er hengd upp á auglýsingatöfluna. Meðan Fálk- ar og Mávar keppa I knatt- spyrnu fara Seppar og Hrafnar út á vatnið. Sumir strákanna tóku með sér veiðistengur í von um það, að einhver heimskur sil- ungur bíti á færið hjá þeim. Þess er vandlega gætt, að allir þeir, sem út á vatnið fara, séu í björg unarvesti, Ef einhver brýtur þá reglu, er hann umsvifalaust sviptur siglingarréttindum á Úlf ljótsvatni. Eina helgina meðan á dvölinni stendur, fer hver flokk- ur í helgar útilegu í tjöldum, sem er langmest spennandi, svo notuð séu orð strákanna. Þegar heim er haldið eftir mánaðardvöl fá allir sem skarað hafa fram úr I fþróttum og háttvísi, verð- laun. Er líða tekur að kvöldi er leikj um hætt. Þá er röðin komin að fánahyllingunni. Allir flokkarnir stilla sér upp fyrir framan skál- ann, hver með sinn flokksfána, síðan er gengið að fánastöng- inni. Skólastjórinn kallar á einn drengjanna og biður hann að taka niður fánann. Sá háttur er hafður á, að í hvert skipti dreg ur annar foringinn fánann niður með hinurn útnefnda. Er gert til bess að drengirnir læri rétta .v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.vv. meðferð fánans. Meðan fáninn er dreginn niður, heilsa allir með fánakveðju, og það er virðulegur blær yfir öllu. Þannig er það á Úlfljótsvatni, gaman og alvara skiptast á. Eftir fánahyllinguna sýnir Björgvin okkur skálana, sem strákarnir búa í. Utan á hverjum skálanna eru letruð nöfn flokk- anna. Skalarnir, sem líkjast mest vinnuskúrum, eru fimm að tölu, auk skála fyrir foringjana sem eru tveir, þeir Sigurður Ragnars- son og Sævar Proppe. Allir eru skálamir vel hlýir og snyrtileg- ir. Fjósaluktir hanga i lofti og er það eina lýsingin. Rafmagnsljós eru engin. „Mín skoðun er sú, að strákarnir hafi gott af því að hafa fjósaluktir í skálunum, einnig verða þeir að fara niður að læk til þess að þvo sér, hvem- ig sem viðrar. Þeir verða að hafa eitthvað fyrir lífinu, þá fyrst kunna þeir að meta það, sem gert er fyrir þá heima hjá þeim“, segir Björgvin skóla- stjóri. Á hverjum morgni fer fram skólaskoðun. Gefin eru stig fyrir umgengnina. Ef einhver flokkur kemst upp fyrir ákveðna stiga- tölu fær hann merki í flokksfán- ann sinn. — Þú ert ekkert hræddur um að verkefnaleysi hái ykkur 1 framtíðinni? —„ Hér á Úlfljótsvatni eru ó- þrjótandi verkefni fyrir strák- ana og aðstaða öll mjög góð. Nóg er hér landrýmið og ekkert er því til fyrirstöðu, að fjölga skálunum. Já, við þurfum ekki að kvíða verkefnaleysinu hér á Úlfljótsvatni. En aðalatriðið er, að strákarnir séu ánægðir hér við störf og leiki", sagði Björg- vin áður en við kvöddum og þökkuðum fyrir. -"sszjmxaimat

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.