Vísir - 27.08.1963, Blaðsíða 4
VlSIR . Þriðjudagur 27. ágúst 1963.
Þeir voru að skera hval,
já meira að segja marga
hvali hjá.Hval h.f. Hval
firði. Við ókum niður að
planinu, stigum út úr
bílnum og fitjuðum upp
á nefið eins og aðrir
ferðamenn, því að lyktin
. . . já, allir sem einu
sinni hafa fundið hana
muna hvernig hún er.
Allt var í fullum gangi, vél-
amar skröltu og erlendir ferða-
menn hlupu um og tóku myndir
Við spurðum eftir verkstjóran
um og var okkur vísað að litlum
skúr þarna skammt frá. Þar sat
hann og var að tala í sfma einn
mjög fornfálegan, líkastan þeim,
• •
Magnús G. Ólafsson verkstjóri með hvalina 7 (skoma) í baksýn. (Ljósm. Vísis, B. G.).
SJO HVALIR A ÞURRU LANDI
sem sjá má í kvikmyndum úr
vilita vestrinu. Síminn reynd-
ist vera frá stríðsárunum.
Er srímtalinu var lokið kynnt-
um við okkur og spurðum verk-
stjórann hvernig gengi.
„Veiðin hefur verið léleg síð-
ustu viku. Það hafa verið þok-
ur á miðunum og langt að sækja
Þeir hafa veitt hann 150-250 míl
ur héðan, á svokölluðu Mið-
svæði, úti af Breiðafirði og Vest
fjörðum. 1 dag (22. ágúst) eru í
allt komnir á land 336 hvalir og
er það 30 færra en á sama tíma
í fyrra“.
„Hvað eru margir bátar á veið
um?“
„Þeir eru fjórir“.
„Hve marga hvali mega þeir
tak'a l hverri-ferð?“
„Það er nú dálítið mismun-
andi. T.d. fnegá þeir taka 5 hvali
af þeirri tegund, sem við erum
að skera núna. Það er sandreyð-
ur og er sá smæsti sem veiðist,
aðeins 35-50 fet. Það er verið að
skera 7 og komu tveir bátar með
þá, annar með 3 og hinn með 4“.
„Hvað eru margir menn á
hverjum bát?“
„Þeir eru 14 á bát“.
„Og hvað tekur veiðiferðin
langan tíma?“
„Yfirleitt um tvo sólarhringa,
en annars er það dálítið mis-
jafnt. Þegar bátarnir koma í land
stoppa þeir yfirleitt ekki nema í
10 mfnútur, rétt á meðan hval-
urinn er dreginn á land. í annað
eða þriðja hvert skipti taka þeir
olíu og stoppa þá um klukku-
tíma. Einu sinni yfir sumarið fá
skipsmenn að fara til Reykjavík
ur og er þá tveggja sólarhringa
frí — meðan verið er að hreinsa
katlana".
Nú kemur ungur maður inn
í skúrinn og verkstjórinn spyr
hann:
„Er þetta hirðandi kjöt?“
„Já, já“.
Þetta er tannlæknanemi, sem
starfar á hvalstöðinni sem.kjöt-
matsmaður. Við snúum okkur að
honum:
„Þarf ekki að læra eitthvað
sérstakt til að mega starfa hér
sem kjötmatsmaður?“
„Þeir hafa haft próf í vefja-
og efnafræði frá háskóla. Ég er
fyrsti tannlæknanemipn, sem .er
hér, hinir hafa allir verið í laekn
isfræði".
„Hvernig líkar þér þetta sum-
arstarf?"
„Ágætlega, þetta er þriðja
sumarið sem ég er hér“.
„Svo að þú ert þá líklega far-
inn að venjast lyktinni?"
„Já, maður hættir nú að finna
hana eftir 2-3 daga“.
„Er mikið um að námsmenn
vinni hér?“ «-
„Já, mikill meiri hlutinn hér
eru nemendur úr menntaskól-
um, háskóla, Kennaraskólanum
og Verzlunarskólanum".
„Já, það er mikið menntafólk
hér“, segir verkstjórinn og tek-
ur fram lista yfir starfsmennina
og athugar. „Á annarri vaktinni
eru 14 af 16 í skóla og á hinni
10 af 14. Það hefur aldrei fyrr
verið eins mikið af skólafólki".
„Þið vinnið í vöktum. Hvemig
er þeim háttað?"
„Starfsmönnunum er skipt f
tvo hópa og vinnur hvor hópur-
inn 8 tíma og fær svo 8 tíma
hvíld, vinnur 8 tíma o.s.frv."
„Svo að vinnan getur farið I
16 tíma á sólarhring?"
„Já, ef nóg er að gera“.
„Er þetta ekki vel borgað?"
„Jú, ætli það sé ekki óhætt að
segja að kaupið fyrir 18 vikurn
ar sem vertíðin stendur sé um
60-65 þúsund. En þetta er mikil
og erfið vinna og ekki teknir
piltar innan 17 ára. Þetta er á-
litið of erfitt fyrir þá“.
„Hvernig er með ykkur I frí-
tíma. Er hann eins lítill og á
bátunum?“
„Nei, það fer allt eftir þvl hve
mikið er að gera. Ef t.d. lítið eða
ekkert er að gera um helgar
Framhald á bls. 10.
upp við aB fá
sér ofurhraða ■ fiugvélar
Skandinaviska flugfé-
lagið SAS hefur gefizt
upp við að panta sér of-
urhraða-flugvélar. Á
stjórnarfundi félagsins,
sem fór fram í Fredens-
borg á Sjálandi komust
menn að því, að félagið
hafði ekki að sinni fjár-
hagslegt bolmagn til að
kaupa tvær Concorde-
vélar, sem hefðu kostað
samtals um 2,5 milljarða
íslenzkra króna.
Með þessu hafnar SAS mögu
leikanum að verða I hópi þeirra
flugfélaga, sem styðja frá upp-
hafi smíði þessara nýju og full-
komnu véla og mun verða
mörgum árum á eftir stóru fé-
lögunum, sem munu taka Cor.-
corde-vélar I notkun 1966—’67.
Otlitið er því ekki gott fyrir
SAS I framtíðinni og eru sumir
uggandi yfir því, að nú muni
koma að því að flugfélög stóra
þjóðanna yfirbugi það I sam-
keppninni.
Þrátt fyrir það ríkti bjartsýni
á stjórnarfundinum og studdist
hún m. a. við það, að banda-
ríska flugfélagið Pan American
hafði lýst því yfir, að það væri
ekki ætlun þess, að taka ofur-
hraðaflugvélar I notkun á flug-
leiðinni til Norðurlanda. Þær
yrðu fyrst teknar I notkun á
öðrum flugleiðum, sérstaklega
á flugleiðinni yfir þver Banda-
ríkin og yfir Kyrrahaf til Hawai
og Japan.
Ákvörðun SAS um að hafna
ofurhraðaflugvélum að sinni
veldur vonbrigðum meðal flug-
áhugamanna á Norðurlöndum.
Menn hafa það mjög á tilfinn-
ingunni, að SAS, sem heíur
reynt að standa sig I samkeppn
inni við stórþjóðirnar, sé nú að
gefast upp I þeirri keppni og
missi nú síðasta tækifærið.