Vísir - 27.08.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 27.08.1963, Blaðsíða 9
VÍSIR . Þriðjudagur 27. ágúst 1SC3. 9 .rí Einn hópurinn að vinnu undir stjórn Sigurðar Ragnarssonar. er lesið við fjósaluktir Björgvin Magnússon og kona hans, Margrét Kristinsdóttir hafa veitt vimrn- og skátaskólanum forstöðu frá byrjun. Að Úlfljótsvattti Þegar okktir bar að garði, voru þeir allir að vinnu. Einn hópurinn var að vinna við ný- rækt, annar var úti í fjósi að „bóna flórinn“, eins og strákarnir kalla það. Þriðji hópurinn vann við að snyrta um- hverfið. Um fjögurleyt- ið komu þeir heim að skála, útiteknir í andliti og ofurlítið skítugir eins og góðum vinnumönn- um sæmir. Stuttu síðar birtist skólastjór- inn og 'hringdi bjöllu, til merkis um að kaffið væri til. Allir fóru úr skónum og röðuðu þeim snyrtilega upp, síðan fóru strák- arnir skipulega f raðir kringum borðin, þar sem mjólkin og með- lætið beið þeirra. Eftir að skóla- stjórinn hafði kannað, hvort nokkur hefði komið of seint, sagði hann þeim að byrja. Þannig voru fyrstu kynni okk- ar af vinnu- og skátaskólanum á Úlfljótsvatni. 1 dag halda skát arnir heim. Mánaðarævintýri við starf og leiki er lokið og allir eru ánægðir. Vinnuskólinn, eða vinnu- og skátaskólinn, eins og hann er oftast nefndur, því strákunum er veitt ýmiss konar kennsla í skátafræðslu ef þeir óska, hefur nú verið starfræktur að Úlfljóts vatni s.l. 16 ár. — Stór hópur drengja hefur dvalizt eystra á þessu tfmabili, þvf aðsóknin hef ur ætfð verið góð. Fyrst var bú ið eingöngu f tjöldum, en ekki leið langur tfmi þar til skálinn var byggður og stuttu síðar voru byggðir litlir snotrir skálar, þar sem hver flokkur býr út af fyr- ir sig. I kaffitfmanum notuðum við tækifærið og spjölluðum við Björgvin Magnússon, sem veitt hefur skólanum forstöðu ásamt Frh. á bls. 7. Sfutt heimsókn í Vinnu- og skátaskólann oð Úlfljótsvatni !; Þegar fáninn er dreginn niður hellsa allir með fánakveðju skáta. í \ UVNM !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.