Vísir - 27.08.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 27.08.1963, Blaðsíða 11
VIS I R . Þriðjudagur 27. ágúst 1963. fi E2J Þegar 1., stisnekkjurnar sem sigla um Miðjarðarhafið fara að láta á sjá finnst mörgum eigendum þeirra ekki borga si" að láta gera bær upp og leggja þeim því einfaldlega i höfininni í Monte Carlo. Þess vegna hef ur þessi fallega höfn stundum verið nefnd „ldrkjugarður Iystisnekkjan'na“. En nú hefur Rainer furs i tekið í taumana. Hann liefur ákveðið að framvegis skui: hvert skip, sem inn í höfnina kemur, greiða sem svarar 5 krónum fyrir hvert tonn sem Rainer fursti skipið vegur. Og þetta hefur haft sín á- hrif. Á nokkrum ciögum hvarf hver einasta uppgjafa lysti- snekkja. ☆ Beatrice Behan eiginkona hins fræga íra Brendans Be- han á von á‘ fyrsta barninu. • Þótt barnið sé enn ekki fætt hefur móðirin tilvonandi skrif að því bréf í „Daily Express“ og segir hún þar m. a.: ,Faðir þinn er kallaður drykkjumaður (og það er hann), en það hefur ekki breytt upplagi hans. Hann er góður maður. Hann og ég vilj um alls ekkl að þú drekkir Brendans Behan einn dropa fyrr en þú ert orð- in(n) 21 árs. Þangað til get- urðu drukkið sódavatn og Ifm onaðl. Ef þú verður drengur verður þú áreiðanlega ekki lát inn heita í höfuðið á föður þín um. í þessum heiml er ek' i pláss nema fyrir einn Brendr.n Behan. Hinn þekkti kvikmyndatöku stjóri Charles Spaak (bróðir belgíska stjórnmálamannsins) varð svo reiður dóttur sinn' Catherine begar hún giftist Ítalanum Fabrizio Capucci (bróður tízkukóngsins) a 3 hann vísaði henni á dyr og sagði: — Komdu ekki fyrir m;,i augu framar. En þegar hann fékk sim- skeyti frá Róm, sem tilkynníi honum að hann væri orðinn afi. bráðnaði hann alveg. Og nú hefur hann ekki að- eins sætzt við Catherine og Fabrizio heldur ætlar hann að láta byggia glæsilegt-einbýlis- hús á Ióð sinni við Mlðjarðar- hafið og hann segir: — Húsið á að vera hancia ykkur þremur. Bíllinn rennir bakdyramegin upp að hreiðrj þorparanna, og King urrar: Allir út, og við skul- um ekki hafa neinar dauðar hetjur bætir hann við og lítur á Rip. Og þar sem Rip er þeirrar skoð- unar, að það sé stundum betra að vera lifandi bleyða, þá kinkar hann kolli kurteisiega og stígur út svo virðulega sem 45 kaliber byssuhlaup leyfir. Þegar inn í húsið kemur, hrifsar King pakk- ann af Fan. Svo þetta er sending- in segir hann. Mér lizt að minnsta kosti dável á sendiboðann. Nei vitið þið hvað, segir hann svo þegar hann hefur tekið pakkann upp. Dúkkan er með dúkku. Og mjög óvenjulega dúkku, segir Temple ... taktu af henni höfuð- ið. VVHAT D'YA V ANP' KNOW. A VOIL j A MOST WITH A VOLLf/ UNUSUAL ONE. REMOVE the hear. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega frá kl. 1.30 til kl. 3,30. Tæknibókasafn IMSl er opið alla virka daga nema laugardaga kl. 13—19. Þjóðskjalasafnið er opið al!a virka daga kl. 10—12 og 14—19. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opin alla virka daga kl. 10—12. 13—19 og 20—22 nema laugar- daga kl. 10—12 og 13—19. Út- lán alla virka daga kl. 13—15.. Árbæjarsafnið er opið á hverjum degi frá kl. 2—6 nema á mánu- dögum. Á sunnudögum er opið frá kl. 2—7. Veitingar 1 Dillons- húsi á sama tíma. Þjóðminjasafnið og Listasafn ríkisins er opið daglega frá kl. 1,30 til 16. Tilkynning Áskrifendaþjónusta VlSIS. Ef Visir berst ekkj með skilum til áskrifenda eru þeir beðnir að hafa samband við áskrifendaþjón- ustu Vísis, síma 1-16-60. Þar er tekið á mótj beiðnum um blaðið til k). 20 á hverju kvöldi, og það sent strax til allra þeirra, sero gera viðvart fyrir þann tima. Sæmdir orðu Við virðuiega athöfn á heimili ræðismanns Brazilíu, Bergs G. Gíslasonar, fimmtudaginn 22. ágúst 1963, sæmdi sendiherra Brazilíu á íslandi, herra Francisco d’Alamo Lousada, forsætisráð- herra Óiaf Thors og utanríkisráð- herra Guðmund 1. Guðmundsson stórkrossi hinnar brazilísku orðu „Ordem Nacional do Cruzeiro do Sul“. Við það tækifæri sæmdi sendiherra Brazilíu einnig Berg G. Gíslason, ræðismann, riddara- krossi þessarar sömu orðu. Við athöfu þessa lagði sendi- herra Brazilíu áherzlu á hið góða samband sem rlkti milli rikis- stjórna Islands og Brazilíu og kvaðst sendiherrann vera þess fullviss að samstarf landanna ætti eftir að blómgast og þróast báð- um löndunum til góðs. Sendiherrann minntist þess að nú væri starfandi ungur íslenzkur prófessor við háskólann I Sao Paulo og kenndi þar haffræði með áhuga og helgaði þjónustu sína landinu, sem hann starfaði fyrir. Herra Lousada er um það bil að ljúka starfi, sem sendiherra lands síns á Islandi og Noregi, og lýsti ánægju sinni og þakklæti fyrir virðingu og fyrirgreiðslu, sem hann hefði ætíð notið hér. Gengið £ 120.28 120:58 U.S. dollar 42.95 43.06 Kanadadollar 39.80 39.91 Dönsk kr. 622.29 623.89 Nýtt f. mark 1.335.72 1.339.14 Norsk kr. 601.35 602.49 Fr. franki 876.40 878.64 Belg. franki 86.16 86.38 Svissn. franki 993.97 996.52 Gyllini 1.193.68 1.196.74 Tékkn. kr. 596.40 598.00 V-þýzkt m. 1.078.74 1.081.50 Líra (1000) 69.08 69.26 Austurr. sch. 166.46 166.88 Peseti 71.60 71.80 Reikningskr. vöruskiptal. 99.86 100.14 Minningarspjöld Minningarspjöld fyrir Innri- Njarðvíkurkirkju fást á eftirtöld- um stöðum: Hjá Vilhelmínu Bald- vinsdóttur Njarðvíkurgötu 32 Innri Njarðvík, Guðmundi Finn- bogasyni Hvoli Innri Njarðvík, og Jóhanni Guðmundssyni Klappa stfg 16 Ytri-Njarðvík. Minningarspjöld Háteigskirkju eru afgreidd hjá: Ágústu Jóhann esdóttur Flókagötu 35, Áslaugu Sveinsdóttur Barmahlfð 28, Gróu Guðjónsdóttur Stangarholti 8, Guðrúnu Karlsdóttur Stigahlíð 4, Sigríði Benónýsdóttur Barmahlíð 7. Ennfremur f bókabúðinni Hlíð ar, Miklubraut 68. Kvenfélag Hringsins. Minningarspjöld barnaspftala- sjóðs Hringsins fást á eftirtöldum stöðum: Skartgripaverzlun Jó- hannesar Norðfjörð, Eymundsson- arkjallaranum, Verzl. Vesturgötu 14, Verzl. Spegillinn, Laugavegi 48, Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61, Vesturbæjarapóteki, Holtsapóteki, og hjá Sigrfði Bachmann, Lands- spítalanum. Minningarspjöld Blómasveiga- sjóðs Þorbjargar Sveinsdóttur eru seld hjá Áslaugu Ágústsdóttur, Lækjargötu 12., Emelfu Sighvats- dóttur Teigagerðj 17, Guðfinnu Jónsdóttur Mýrarholti við Bakka- stfg, Guðrúnu Benediktsdóttur, LaufásvegL.49. Guðrúnu Jóhann- esdóttur Ásvallagötu 24, Skóverz) un Lárusar Lúðyíkssonar Banka- stræti 5 og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Minningarspjöld styrktarsjóðs starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar fást á eftirtöldum stöðum: Borgarskrifstofum Austurstræti 16, Borgarverkfræðingaskrifstof- um Skúlatúni 2 (bókhald) Skúla- tún 1 (búðin), Rafmagnsveitan Hafnarhúsinu á tveim stöðum. Á- haldahúsinu við Barónstig, Hafnar skrifstofunni, Bæjarútgerðinni skrifstofunni, Hitaveitan Drápu- hlfð 14, Strætisvagnar Reykjavfk- ur Hverfisgötu 115 og Slökkvi- stöðin Tjarnargötu 12. # % STJÖRNUSPÁ Spáin gildir fyrir miðvikudag inn 28. ágúst. Hrúturinn, 21. marz til 20. aprfl: Aðrir munu reynast þér mjög hjálplegir við að koma hlut unum á réttan kjöl aftur. Það er mikið atriði að missa ekki trúna á sjálfan sig og æðri forsjón. Nautið, 21. aprfl til 21. maí: Gefðu vel gaum að efnalegri þróun mála hjá þér, þegar þú hefur rutt úr vegi öllum tálmun- um tilfinningalffsins. Andi upp- gjafar getur reynzt þér dýr. Tvíburamir, 22. maf til 21. júnf: Horfurnar eru allgóðar með að samkomulag náist um hlutina f dag og samstaða um framkvæmdir málanna. Láttu tryggingarskírteini þín ekki af- skiptalaus. Krabbinn, 22. júnf til 23. júlf: Einbeittu allri orku þinni að þvf að koma aðalviðfangsefnum þfnum á réttan kjöl. Það bendir allt til þess, að þú munir sjá ríkulega ávexti viðleitni þinnar f dag. Ljónið, 24. júlf til 23. ágúst: Þú munt komast að raun um að kringumstreðumar eru þér mikið meira að skapi en verið hefur að undanförnu. Skemmti- leg atburðarrás á sviði ástamál- anna. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þú munt verða fyllilega ánægð ur með gang málanna í dag, ef þú hefur verið orðvar og gæt- inn að undanförnu. Heppnin verður þér hliðholl. Vogln, 24. sept. til 23. okt.: Þátttaka f félagslífinu eða náið viðfangsefni við einhvern mun styrkja þig f lífsbaráttunni f dag. Þú ættir samt að gæta þín gegn ósæmilegri hegðun. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Áhættan er þér miklu minni ef þú heldur þig að þeim við- fangsefnum, sem þú kannt full skil á, fremur en þeim sem koma þér spánskt fyrir sjónir. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Það eru miklar líkur fyrir að aðrir munu ljá eyra þeim rökum, sem þú kannt að færa fyrir málj þínu, og þvf fremur sem þau eru gáfulegri. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Njóttu þeirra stunda vel, sem kunna að bjóðast til hvíldar og hressingar í dag, og forðastu áreynslu, sem ekki getur talizt nauðsynleg. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú hefur yfir talsverðum miðla öðrum, þegar kostur er vísdómi að ráða og ættir að á. Hins vegar skaltu halda eyr- unum opnum fyrir tillögum ann- arra. Fiskarnir, 2.0. febr. til 20. marz: Notfærðu þér þekkingu 'þína til að koma málunum haga lega fyrir, ábata er von síðar. Haltu þig í námunda við þá sem búa yfir hugmyndum. E a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.