Vísir - 27.08.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 27.08.1963, Blaðsíða 8
8 V1 S IR . Þriðjudagur 27. ágúst 1963. Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. sn ■ Síminn í Reykjavik Mikil og góð tíðindi gerast nú í símamálum Reyk- víkinga og nálægra byggða. Lengi hefir það verið einn mesti höfuðverkur borgarbúa hve illa hefir gengið að fá síma. Biðtíminn hefir verið á annað ár og á annað þúsund manns á biðlista. Óþarfi er að lýsa því hver hindrun þetta hefir verið öllum þeim, sem komast hafa viljað í samband við vini sína og granna. Nú stendur hins vegar til að nær 2000 númer bæt- ist við bæjarsíma Reykjavíkur á næstunni og verður þá óskunum um síma fullnægt. í sama mund fá Hafn- firðingar sjálfvirka stöð og Kópavogur einnig, og þessi sjálfsagða þjónusta verður þar og auðveldlega fáanleg. Ekki skal farið í launkofa með það, að stofnkostn- aður við símalagningar er dýr og munu 2000 númer þannig kosta hér í bænum 20 millj. króna. En síminn er ríkisfyrirtæki, sem nýtur þar af leiðandi þeirrar aðstöðu að geta hækkað símgjöldin eftir því sem þörf lcrefur, enda hefir hann jafnan vel borið sig. Það er von Reykvíkinga, að til þess vandræða- ástands, sem verið hefir að undanfömu, komi ekki aft- ur, heldur verði skipulagningunni þannig hagað að síma sé hægt að fá daginn eftir að hann er pantaður. Símayfirvöldin munu sjálf hafa á því fullan hug, enda hafa símaframkvæmdir um land allt verið óvenju miklar undanfarin ár, þótt höfuðborgin hafi þar nokk- uð setið á hakanum. Og Islendingar geta með nokkm stolti litið til þess að ekki munu hlutfallslega fleiri njóta síma annars staðar, þótt landið sé jafn strjál- býlt og raun ber vitni. Kúgun fyrir trúna „Okkur þykir leitt að misþyrma þarf ungum stúlk- um og úthella verður blóði. En ríkisstjómin verður að grípa til þessara ráða til þess að halda velli. Við erum þessu samþykkir vegna þess, að það er okkar hagur að ríkisstjórnin haldi völdum“. Þannig komst kaþólski presturinn Tran Van Tu- ong í borginni Hué í Suður Vietnam nýlega að orði, eftir því sem New York Times segir í fréttaskeyti. Þegar prestamir tala þannig er ekki von að mann- kærleikurinn eigi upp á pallborðið hjá hinni kaþólsku minnihlutastjóm í Suður Vietnam. Enda er langt síð- an veröldin hefir orðið vitni að annarri eins andlegri kúgun og trúarofsóknum, utan kommúnistaríkjanna, eins og þar síðustu daga og reyndar mánuði. Bandaríkin hafa styrkt ríkisstjórn Suður Vietnam lengi með fjárframlögum og hemaðaraðstoð, á þeim forsendum að vinna yrði bug á kommúnismanum, sem sækir fram norðan úr landi. En síðustu atburðir sýna, að stjórnarfarið nú er engu betra en valdaferill komm- únista sjálfra. Vonandi dregur ríkisstjómin í Was- hington réttar ályktanir af því - einkum þessa dag- ana, þegar þingið hefir lækkað aðstoðina við erlend ríki um 600 millj- dollara. m I í : : X- Ný stjórn hefir verið mynduð í Noregi, samsteypustjórn borg- araflokkanna fjögurra, við for- ustu Johns Lyng. Þegar Stór- þingið samþykkti vantraust á jafnaðarmannastjórnina í fyrri viku, baðst forsætisráðherra hennar, Einar Gerhardsen, að sjálfsögðu lausnar fýrir sig og ráðuneyti sitt, og var fyrirfram vitað, að það yrði hlutverk Johns Lyng að mynda sam- steypustjóm borgaraflokkanna. John Lyng er 58 ára að aldri, nokkrum árum yngri en Einar Gerhardsen, sem er 66 ára. Þeg ar stjómarskiptin urðu höfðu jafnaðarmenn verið við völd í Noregi síðan 1935 eða I 28 ár og mun það vera eins dæmi í lýðræðislandi, að sami flokkur fari með völdin svo langan tíma — Gerhardsen var lengstum for sætisráðherra hennar og var af ýmsum litið svo á, að það væri eins konar „eilifðarfyrirkomu- lag“ í Noregi að jafnaðarmenn færa með völdin, eða þar til Socialski þjóðarflokkurinn við forastu Finns Gustavsen, sem ræður yfir 2 atkvæðum I Stór- þinginu, ákvað að greiða atkv. vantrauststillögu, sem borgara- flokkamir stóðu að, með sin 74 atkv. á þingi — eða jafn- mörg og jafnaðarmenn réðu yf- ir. Hinni nýju stjóm er yfirleitt ekki spáð langlífi. Finn Gustav- sen segir flokk sinn munu nota fyrsta tækifæri til að fella hana en Gerhardsen hefir óskað hin- um nýja forsætisráðherra vel- John Lyng John Lyng, hinn nýi for- sætisráBherra Noregs famaðar i hinu nýja, ábyrgðar- mikla embætti hans, og mun því bíða átekta, að minnsta kosti um sinn, og sjá hversu Lyng og stjórn hans fer úr hendi meðferð margra vanda- mála, sem úrlausnar bíða. Hinn nýi forsætisráðherra er stórkaupmannsson frá Niðarósi (Trondheim), lögfræðingur að menntun, varð kandidat f lögum 1927 og hlaut styrk til fram- haldsnáms í ríkisrétti 1931, og fór þeirra erinda til Kaup- mannahafnar og Heidelberg, Þýzkalandi, sama ár. Kaupm.- hafnarblaðið Politiken birtir grein um hann og minnir á, að hann hafi oftlega komið til Hafn ar sfðan, m.a. ti! þess að sitja fundi Norðurlandaráðs. Frétta- ritari blaðsins, sem ræddi við hann, gat sér þess til, að meðal fyrstu verkefna hans kynni að verða þátttaka í fundi forsætis ráðherra Norðurlanda f Kaup- mannahöfn f þessum mánuði. Lyng gaf í skyn, að svo kynni að verða, — ef ég verð forsæt isráðherra þegar sá fundur verð ur haldinn. Blaðið lýsir honum sem leit- andi manni og kjarkmiklum bar áttumanni, sem allt af hafi sótt á brattann. Hann fékk þegar á námsárun um mikinn áhuga fyrir stjórn- málum og heimspeki. Hann varð fyrir áhrifum af ýmsum stjórn- málastefnum framan af, hallað- ist meðal annars um tíma að frjálslyndri „vinstri-stefnu", en hann var þá enn að kynna sér stjórnmálin, enn leitandi, en um það er lauk gekk hann í Hægri flokkinn. Og f honum fór hann þegar að láta til sfn taka og gegndi fljótt ýmsum trúnaðar- störfum í flokknum. TÓK MIKINN ÞÁTT I AND- SPYRNUHREYFINGUNNI. Á tíma síðari heimsstyrjaldar tók hann virkan þátt í and- spyrnuhreyfingunni gegn Þjóð- verjum, sem gerðu ítrekaðar til raunir til að hafa hendur í hári hans, þar til hann komst undan á flótta yfir sænsku landamær- in árið 1942. Þar starfaði hann með fulltrúum lands síns, þar til hann komst undan á flótta yfir Leiðtogi, sem allt af hefir sótt á brattann sænsku landamærin árið 1942. Þar starfaði hann með fulltrú- um lands sfns, þar til hann 1945 var kvaddur til Lundúna, af dómsmálaráðuneyti útlagastjórn arinnar norsku. Þegar Noregur var frjáls orð- inn á ný hélt hann til Niðaróss og tók þar við embætti sem umboðsmaður ríkisstjórnarinnar Honum var falið að vera sak- sóknari í málaferlum gegn ein- um kunnasta hryðjuverkaflokkn um f Noregi á striðsárunum, „Rinnen“-flokknum, og lauk þeim málarekstri þann veg að flestir hinna ákærðu voru dæmd ir til lífláts. Varð John Lyng þá kunnur um allan Noreg sem „harði saksóknarinn" (den kolde anklager). Árið 1947 varð John Lyng hæstaréttardómari og skömmu síðar dómari f Skien, og síðar forseti norska landsréttarins. Eins og að líkum lætur leiddi stjórnmálaáhugi hans til af- skipta af opinberum málum, tiæj armálum og landsmálum. Hann átti sæti í bæjarstjórn bæði í Niðarósi og Skien. Hann var kjörinn á þing 1945, og sat á þingi til 1953. Eftir að hafa setið á þingi tvívegis fyrir Nið- arós var hann skipaður lögmað ur á ögðum, þá 45 ára og varð að flytja til Þelamerkurfylkis. Áður hafði hann gegnt forystu- Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.