Vísir - 27.08.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 27.08.1963, Blaðsíða 3
V í SIR . Þriðjudagur 27. ágúst 1963. 3 Við lok vinnudagsins fær fólkið máltíð sína. Andlit þess lýsa lífskjörumun. Það stendur eins og bein- ingamerm við pottana og fær aldrei nóg til að sefa hungrið. Þeir sem Ieyfa sér að kvarta yfir slæmum lífskjörum fá þunga refs- ingu. Þeim er skipað að vinna verk dráttarhestsins. Hér er unnið á akrinum, jarðrlsta er dregin áfram af skríðandi marrni. Hér sést mynd frá barnahæli kommúnunnar. Það er horn í gamalli hlöðu. Þar er öllum börnum safanað saman meðan mæður þeirra eru reknar út til að þræla á ökrunum. Börnin koma þeim ekkert við melra. Til barnagæzlu eru valdar gamlar konur, sem ekki geta lengur unnið á ökrunum. Kínverjar eru nú mestu stríðs æsingamenn í heimi. Forustu- menn kínverskra kommúnista hafa opinberlega lýst þvi yfir, að rétt og ráðlegt sé að Ieggja út í nýja heimsstyrjöld og beita kjarnorkuvopnum miskunnar laust til að útrýma vestrænni menningu og koma kommúnism anum til valda. Bak við stríðsæsingar þeirra er svo sú ömurlega staðreynd, að kínverska þjóðin er ein fátæk asta þjóð í heimi. Hún var fátæk fyrir og ekki lagaðist ástandið, þegar kommúnistastjórnin fór að framkvæma aðgerðir í iand- búnaðinum til að koma á þjóð- skipulagi kommúnlsmans. Hinir sjálfstæðu smábændur urðu að þola það, að vera safnað saman í kommúnur, þar sem þeir eru þrælkaðir miskunnarlaust eins og vinnudýr. Afleiðingin var sú, að landbúnaður Kína hrundi og síðan hefur verið hungursneyð í landinu á hverju ári. >f Myndsjáin birtir i dag nokkrar ljósmyndir, sem teknar voru fyr- ir fáeinum vikum í einni af Iand búnaðarkommúnunum í Kína. — Þetta eru ömurlegar myndir, er gefa nokkuð til kynna skortinn og vonleysið undir hinni komm únísku stjórn. Kína er annar heimur og erfitt að gera sér í hugarlund þjáningar þessa fólks. >f í hverri kommúnu er gamalmennunum komið fyrir 1 afviknum króm. Þessar stíur eru lcallaðar á máli kommúnistaleiðtoganna „Sælu- hornið“. Sælan er aðallega fólgin í því, að sitja innan um hálminn og bíða dauðans. Vopnaðir verðlr standa yfir verkafólkinu. Þó er þetta fólk ekki eiginlegir fangar, aðeins meðlimir kommúnunnar. Verðimir tllheyra aðli kommúnunnar, sem Iifir betra lífi en almúginn. Þeir fá betri mat og skó með gúmmisóla. Þeir ráða yfir lifi fólksins. Þó vörður skjóti óhlýðinn verkamann hlýtur hann enga refsingu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.