Vísir - 27.08.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 27.08.1963, Blaðsíða 2
VÍSIR . Þriðjudagur 27. ágúst 1963. Ólafur Guðmundsson, KR — einm af mörgum efnilegum spretthlaup- urum, sem við erum að eignast um þessar mundir. Unglingakeppni FRÍ KAPPA RÆNT Sá einstæði atburður átti sér stað á sunnudag, að knatt- spyrnumanninum Di Stefano var rænt, —- í mótmælaskyni við forseta Venezuela, Betan- court! Ræningjarnir, vildu með þessu uppátæki sínu vekja at- hygli á óánægju sinni á Betan- court, og strax og ránið var komið í heimsfréttirnar, tii- kynntu þeir að Di Stefano yrði sleppt. Knattspyrnukappinn, Di Ste- fano, er spánskur rikisborgari, en fæddur Argentínumaður, og sennilega þekktasti knattspyrnu maður heimsins. Leikur hann með spánska meistaraliðinu Real Madrid, og var liðið á ferðalagi í Venezuela, en þar fór ránið fram. Gengu ræningjarnir inn í her- bergi Di Stefano um miðja nótt og höfðu hann á brott með sér. Voru þeir klæddir lögreglubún- ingum. Jafnframt því, sem þeir tilkynntu um tilganginn, full- vissuðu þeir alla aðila um, að Di Stefano yrði ekki fyrir neinu hnjaski í vörzlu þeirra. Er búizt við að hann komi í leitirnar í dag. Di Stcfano ^VWWWWWWWWWVyAft/VWWVWVWWWN'W' Unglingakeppni FRÍ fór fram um helgina í Laugardal. Tókst keppnin frábærlega vel, enda má segja að allt hafi hjálpazt að, veðrið, kepp- endur og starfsmenn mótsins. Var skemmtilegur biær yfir keppninni og allur annar en oft hefur verið á frjálsiþróttamótum í sumar. Mætti gjaman halda áfram á þessari braut. Árangur keppenda var mjög lofs verður og 3 íslenzk met voru sett, en það út af fyrir sig er stór atburð ur, þvf það hefur ekki gerzt í mörg ár á frjálsiþróttamóti að svo Enska knattspyrnan Um helgina hélt keppni áfram í ensku deildarkeppninni og urðu eft- irfarandi úrslit í 1. deild: Arsenal—Wolverhampton W 1:3 Birmingham—Bolton W. 2:1 Blackburn R.—Liverpool 1:2 Blackpool—Sheffield U. 2:2 Chelsea—Westham U 0:0 Everton—Fulham 3:0 Ipswich—Burnley 3:1 Nottingham F.—Aston Villa 0:1 Sheffield W.—Manchester U. 3:3 Stoke City—Tottenham 2:1 West Bromwich—Leicester 1:1 mörg hafi verið sett. Tvö sveina- met voru sett og árangur margra keppenda mjög góður. Annars skulum við Iáta afreka- skrána tala ,en afrek keppenda vom sem hér segir: Úrslit í unglingakeppni FRÍ. Kringlukast sveina: Erlendur Valdimarss ÍR 51,46 Kristján Óskarsson ÍR 43,90 Arnar GuðmundSson KR 39,46 Kúluvarp sveina: Erlendur Valdimarsson ÍR 17,24 ísl. sveinamet). Sigurður Hjörieifsson HSH 15,55 Arnar Guðmundsson KR 14,90 Hástökk sveina: Sigurður Hjörleifsson HSH 1,65 Erlendur Valdimarsson I’R 1,65 Haukur Ingibergsson HSÞ 1,65 Langstölck sveina: Haukur Ingibergsson HSÞ 6,39 Ragnar Guðmundsson Á 6,38 Sigurður Hjörleifsson HSH 5,98 Jón Þorgeirsson ÍR 5,74 100 m hlaup sveina: Haukur Ingibergsson HSÞ 11,7 Ragnar Guðmundsson Á 11,7 Sigurjón Sigurðsson ÍA 11,8 Sigurður Hjörleifsson HSH 12,0 400 m hlaup sveina: Haukur Ingibergsson H? 55,6 Þorsteinn Þorsteinsson KR 55,6 Geir V. Guðjónsson ÍR 58,9 Jón Þorsteinsson IR 59,2 Framhald á bls. 6 Fjórfaldur methafi -en aðeins 16 ára Sigríður Sigurðardóttir, að- eins 16 ára gömul skólastúlka, vann það afrek um helgina að setja 3 ný íslandsmet á einu og sama frjálsíþróttamóti. Sig- ríður er ein af fjölmörgum ung- um stúlkum, sem setja svip sinn á íþróttamótin okkar. Sigríður setti fyrst met í lang stökki með 5,32 og bætti 11 ára gamalt met Margrétar Hallgríms dóttur, sem var 5,23, fór síðan í 80 metra grindahlaup og bætti met Rannveigar Laxdal um 1/10 úr sekúndu og hljóp á 13,2 sek. Síðari daginn setti Sigríður svo met í 200 metra hlaupi á 27,6 sek. Fyrra metið átti Rannveig einnig og var það 27,7 sek. Eins og sjá má í afrekaskrá mótsins á þessari síðu varð Sig- ríður að auki önnur í spjótkasti og hástökki og sýnir það fjöl- hæfni hennar. Framfarir Sigríðar eru stórkostlegar, en fyrir rúmu ári var hún að hefja feril sinn í frjálsum íþróttum og stökk þá t. d. tæpum metra styttra í Iang- stökki en hún gerir nú. Sigríður Slgurðardóttir, ÍR - unnið um árabil á einu og - setti 3 íslandsmet á Ungiingamótinu, — afrek sem ekki hefur verið sama mótinu. [•'5?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.