Vísir - 02.10.1963, Page 11
V1S I R . Miðvikudagur 2. október 1963. ]]
HW'T MHIIl ——JBg|—^j-T-ip.. «,„!ir-T'.T~---r-j
Hrúturinn, 21. marz til 20.
apríl: Máninn í sólmerki þínu
bendir til þess að þú sért nú í
sviðsljósinu og athygli annarra
beinist nú meir að þér heldur
en venjulega.
Nautið, 21. apríl til 21. maí:
Plánetustraumarnir eru nú með
veikara móti hvað þig áhrærir
Í og er þér því óráðlegt að hafa
þig mikið í frammi eða standa
fyrir framkvæmdunum yfirleitt.
Tvíburarnir, 22. maí til 21.
júnl: Þú kannt að sjá einhverja
af vonum þínum rætast fyrir
tilstuðlan velviljaðs vinar þíns
1 dag. Þú ættir sem mest að
vera á ferli meðal kunningj-
anna.
Krabbinn, 22. júní til 23. júlí:
Þér býðst óvenjulega gott tæki-
færi til að bæta aðstöðu þína á
vinnustað og auka þar með á-
lit yfirmanna þinna á þér. Umb-
un fyrri starfa þinna gæti nú
fallið þér í skaut.
Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst:
Nú eru sérstaklega heppilegar
afstöður fyrir þig til að ann-
ast þær bréfaskriftir, sem þér
eru skyldar til ættingja og vina
erlendis eða í fjarlægum lands-
hornum.
Meyjan 24. ágúst til 23. sept.:
Sameiginleg fjármál þfn og
maka þfns eða náinna félaga
eru nú undir óvenjuhagstæðum
afstöðum og því heppilegast að
framkvæma eitthvað sameigin-
legt til úrbóta efnahagnum.
Vogin, 24. sept. til 23. okt.:
Þú ættir að gefa maka þfnum
eða nánum félaga tækifærf til
að koma með sínar tillögur um
málin, því þessir aðilar eru nú
mun betur fyrir kallaðir til
slíks heldur en þú.
Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.:
Gangur mála á vinnustað er nú
með allra bezta móti og auð-
velt ætti að vera fyrir þig að
afkasta mun meiru heldur en
að vanda lætur. Reyndu nýjar
aðferðir.
Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21.
des.: Afstöðurnar eru óvenju
hagstæðar með tilliti til róman-
tíkurinnar eða ástamálanna yfir
leitt. Góð tækifæri bjóðast,
þeim sem bregða sér á manna-
mót.
Steingeitin, 22. des. til 20. jan.
jan.: Þróun mála heima fyrir
einkar heillavænleg síðari hluta
dagsins. Rausnarlegur aðili
kemur mikið við sögu. Gestrisni
af þinni hálfu yrði vel þegin.
Vatnsberinn, 21. jan. til 19.
febr.: Stutt ferð til vina eða
náinna ættingja gæti orðið þér
óvenju árangursrík. Gerðu ná-
grönnum þínum grein fyrir af-
stöðu þinni til málanna.
Fiskamir, 20. febr. til 20.
marz: Persónuleg fjármál þfn
eru undir afar góðum afstöð-
um og ábótasöm tækifæri bjóð-
ast fyrir tilstuðlan höfðinglegs
manns. Umbun viðleitni þinnar
gæti einmitt nú fallið þér í
skaut.
Fundarhöld
Frá Styrktarfélagi vangefinna.
Konur í Styrktarfélagi vangefinna
halda fund f dagheimilinu Lyngás
fimmtudagskvöld 3. október kl.
8.30. Fundarefni: Frú Sigríður
Ingimarsdóttir segir frá 12. þingi
Norðurlanda um málefni vangef-
inna. Rætt um vetrardagskrána.
Strætisvagnar ganga frá Kalk-
ofnsvegi á heilum og hálfum
tíma.
6ELLA
r /ðSs
Auðvitað hefðuð þér getað gert
eitthvað til þess að forðast þetta.
Til dæmis lagt í annarri götu.
Blöð og tímarit
Heimllisblaðið Samtfðin. Októ-
berblaðið er komið út, fjölbreytt
og skemmtilegt. Efni: Skálholt í
Biskupstungum, eftir Sigurð
Skúlason ritstjóra. Kvennaþættir
eftir Freyju. Merk nýjung f ísl.
kortagerð — samtal við Viggó
Oddsson. Smakkaðu á (smásaga).
Grein um kvikmyndadísina Nata-
lie Wood. í dauðaklefum Sing-
Sing. Elztu Iffverur jarðarinnar,
eftir Ingólf Davíðsson. Skákþátt-
ur eftir Guðm. Arnlaugsson. —
Bridge eftir Árna M. Jónsson.
Stjörnuspádómar fyrir október.
Or einu — í annað. Nýjar erl.
bækur. Þá er fjöldi skopsagna,
getraunir o. fl.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Öskari J. Þor-
lákssynf ungfrú Jóna Conway og
Helgi Vilhjáimsson. Heimili ungu
hjónanna er að Skjólbraut 3,
Kópavogi.
Eftir að kóngurinn á þennan
óvirðulega hátt hafði verið fjar-
lægður úr brúnni á Krák, dró bar
ón Friðrik sig í hlé og sat f þung-
um þönkum í herbergi konungs-
ins. Það þarf að vera einhver gáf-
aður maður, sem ræður fram úr
þessu vandamáli, hugsaði hann.
Og það er tæplega gáfaðri maður
en einmitt ég hér um borð, svo
að það kemur auðvitað f minn
hlut að sjá um að þetta endi ekki
á einhvern voðalegan hátt. Regl-
umar hafa verið brotnar, meira
að segja mölbrotnar, og svo hef-
ur verið farið með kónginn eins
og „messa gutt“. Halló Friðrik!
hrópaði glaðleg rödd. Frikki sneri
sér við, og sá konunginn koma
skokkandi með sjómannsföt undir
handleggnum. Yðar hátign, sagði
Frikki, eruð þér ekki reiður yfir
þessari svívirðilegu meðferð? —
Hvemig ætlið þér að refsa skip-
stjóranum? Kóngurinn lyfti brún-
um. Refsa Friðrik? Hvers vegna
skyldi ég refsa honum? Mér líkar
vel við skipstjórann, mjög vel.
Og hann gekk flautandi inn í
klefa sinn.
Kalli
og
kóng-
urínn
CAN'T SPOT MINö OR THE
OTHERS. WONPER IF IT'S
. SA\FE TO (5ET OUT CF
........, THIS THIN&/
THEPRA60N "
Wia NOT SEE
WELL ABOVE
HIM.TÁKE YCUR
ÁiMFROMTOAT
BALCONY... /
MY ÞREAM AT
LAST/A FORWNE,
ANP AWAY
FROMMIN&/ .
Ég sé ekkert til Ming eða
kumpána hans, hugsar Kirby með
sér, þar sem hann röltir um í
gervi drekans. Mér þætti gaman
að vita hvort það r,é óhætt að
afklæðast þessum skrúða. Á með-
an gengur Ming um með mönn-
um sínum, og skipar þeim í
fylgsni. Farðu þangað upp, segir
hann við einn þeirra, og bendir
á svalir. Drekinn sér ekki vel
upp fyrir sig. Og meðan hernað-
araðgerðirnar eru skipulagðar af
mestu nákvæmni, hleypur Fan
með dúkkuna og gimsteinana út
úr kránni. Loksins er draumurinn
að rætast ,hugsar hún. Ég hef
heilan fjársjóð og er laus við
Ming.
Marlene Dietrich er búin að
gefa út bók — eins komar
leksikon. Bókin ku vera und-
arleg samsetning kvenlegrá
klækja, gáfna og yndisþokka
— og mataruppskrifta.
Hér er sýnishorn- af þvi sem
Marlene segir:
Ást: Látið fíann sigla sinn
sjó ef hann elskar yður ekki
— látið hana sigla ef hún
elskar yður ekki.
Afbrýði: Síamstvíburi ást-
arinnar.
Dama: Það sem sérhver móð
ir vill að dóttir hennar verði.
Fiðla: Tákn draumsins, sem
brást.
Gyðingur: Ég ætla ekki að
reyna að lýsa því dularbandi,
sem tengir mig Gyðingum. Það
er sterkara en band blóðsins.
Marlene Dietrich
Hatun Ég þekkti hatrið á
árunum 1933 — 1945. Það eru
enn Ieifar af hatri í hjarta
mér, en ég eyði hvorki orku
ná tíma í að útrýma því. Það
er erfitt að lifa með hatur í
hjarta, en ef aðstæðumar
kref jast þess, verður maður að
herða sig upp í að hata. Ég
held að ég gæti aldrei hatað
nokkum, sem hefði gert mér
sjálfri persónulega illt. Það
þarf eitthvað meira til að
vekja með mér hatur.
Hjónaband: Sá tími kemur,
að jafnvel gáfuð kona segir
við eiginmann sinn: — Ég hef
gefið þér beztu ár ævi minn-
ar.
ítalskir karlmenn: Fallegir
en tómir.
Kartöflur: Ég elska kartöfl-
ur. Ég borða þær.
Lífið: Lífið er ekkert frí.
Sá, sem mætir því með þá hug
mynd um það, fær fljótt leið
á lífinu.
Make-up: Það leiðinlega er, aö
við þörfnumst þess flestar.
Móðurást: Hreinasta og
ástríðufyllsta tegund ástarinn
ar.
Óumbúið rúm: Karlmaður
vill heldur koma heim að óum
búnu rúmi og hamingjusamri
konu, en umbúnu rúmi og
óhamingjusamri konu.
París: Heimili, sem stendur
við það sem það hefur lofað.
Táldráttur: Sérhver sem hef
ur verið tældur, hefur viljað
láta tæla sig.
>f
Formaður læknasamtakanna
í New York, dr. Oscar Hamp-
ton, kom því f gegn á þingi
einu að sjúkrabílar borgarinn-
ar fengu ekkj leyfi til að aka
hraðar en 45 km. á klst. Till.
hans var byggð á því að sam-
kvæmt margra ára rannsókn-
um hefur það komið í ljós, að
sjúkrabílar valda dauða fleiri
manna en þeir bjarga.