Vísir - 16.10.1963, Page 7

Vísir - 16.10.1963, Page 7
V1SIR . Miðvikudagur 16. október 1963. 7 Ekkert land hefur gefið ís- landi eins margar af dætrum sínum og Vestur-Þýzkaland. Um það bil 600 þýzkar konur eru nú giftar íslendingum — og af þeim 300 Þjóðverjum, sem nú dveljast í landinu um lengri eða skemmri tíma, eru stúlkur og konur um 80%. Þeim fer sí- felit fjölgandi. Hvernig stendur á því? Hefur þessi strjálbýla nágrannaeyja Grænlands ein- hvern töframátt á þýzkar kon- ur? Upphafið var þannig: Árið 1949 sendi íslenzka ríkisstjórnin út áskorun til ungra Þjóðverja um að koma til landbúnaðar- starfa á íslandi. Ráðningin var til eins árs, en í mörg hundruð tilfellum Ieiddi þessi ráðning til hjónabands. Nú, 14 árum síðar, langar Constanze til að vita: — Hafa þýzku konurnar orðið hamingjusamar á íslandi? Hvernig er að búa í þcssu Iandi elds og ísa, án undraverðra þæginda. án sjónvarps? Og að Iokum: Er hægt að ráðleggja þýzkum stúlkum, sem haldnaf eru útþrá, að fara til íslands? Þannig hefst alllöng grein, sem birtist nýlega í þýzka kvennablaðinu Constanze, og segir frá heimsókn til nokkurra þýzkra kvenna, sem setzt hafa að á íslandi. Þar sem mörgum leikur vafalaust forvitni á að vita, hvað þessar þýzku konur hafa að segja, birtum við hér nokkra kafla tir greininni (nokk uð stytta). ★ Fyrst er haldið norður að Reistarnesi á Melrakkasléttu en þar býr frú Johanna Charlotte Kristinsson. Þegar hún rótar 1 gömlu dóti í leit að fjölskyldumyndum, til að sýna gestum sínum, finnur hún varalitinn sinn: „Hann er nú orðinn 14 ára“, segir hún. Og bætir svo við dálítið á- hyggjufull á svip: „Eitthvað er nú enn eftir af honum. — En segið mér. Þarfnast ég hans hérna?“ Hún er 33 ára og á 6 bráðefnileg börn. Hvítkalkað hús hennar stend- ur á nöktum tanga, 16 metra frá klettóttri strönd íshafsins. Frú Kristinsson var í fyrsta hópnum, sem kom með „Esju“ og ásamt fimm öðrum stúlkum, var hún send norður á nyrzta tanga íslands, til Helga Krist- inssonar bónda í Leirhöfn. Þetta var í júní 1949, og Jo- hanna Charlotte var þá 18 ára og átti tæplega annað en fötin, sem hún var í. Fjórum mánuðum síðar giftist hún frænda húsbónda síns, Steinari Kristinssyni. Af þeim fimm, sem með henni komu, giftust þrjár bráðlega, hinar tvær sneru heim til Þýzkalands að ráðningartímanum loknum. Á s.l. vetri fór Johanna Charlotte í heimsókn til Þýzka- lands, en þar varð hún þreytt á öllum hraðanum og spennunni og var því fegnust að komast aftur heim á Reistarnes. „Ég gat ekki andað að mér loftinu og varð að fara til læknis, og hann meðhöndlaði mig síðan sem astmasjúkling", segir hún. Er hún kom heim úr Þýzka- landsferðinni hafði hún með- ferðis námsbækur handa börn- unum sínum, til þess að geta kennt þeim jafnframt heimilis- störfunum. Hún álítur sumar- leyfið í skólanum allt of langt, þótt það sé paradís í augum barnanna og 1, sjálfu sér nauð- synlegt, þar sem sumarið varir svo stutt. Hún fer að ræða um matar- æðið: „Það er einhliða — þótt hvergi sé að finna betra kinda- kjöt og síld en á Islandi, sömu- leiðis er lax, súr hvalur og reyktur silungur hreinasta lost- æti. En grænmetið vantar". Til þess að bæta úr því hefur frú Johanna Charlotte lítinn grænmetisreit, en heldur gengur illa að fá úr honum uppskeru. Hún segir sjálf: „Gróðurreitur er eins og happdrætti“. ★ Frú Ellinor Kjartansson hefur einnig mikinn áhuga á græn- metisræktun, einkum kartöflum. Hún býr að Seli f Grímsnesi. Henni gengur betur með græn- metið þar sem hún býr á Suð- urlandi, þótt kaldir vindar blási einnig þar á sumrin. Hún hlær og segir: „Við frá Pommern er- um fædd með kartöfluna í hendinni. Pabbi og afi rækta eins mikið af kartöflum og ræktað er á öllu Islandi". Hún hafði haft kynni af landbúnaði, og því hvatti faðir hennar hana til íslandsferðar- innar. Hún kom árið 1949. Henni fundust örðugleikarnir á að gera sig skiljanlega miklir í fyrstu, en hjálpsemi og nær- gætni íslendingsins hjálpaði henni brátt að yfirstfga þá. „íslendingurinn hefur heillað mig frá því fyrsta", segir hún. „Hann er veglyndur og stór- brotinn í hugsun. Hann segir ekki hvað honum fellur miður, heldur hvað honum fellur vel. Stéttarmunur er enginn. Enginn hroki og enginn undirlægju- háttur. Allir eru jafnir. Bóndinn þúar biskupinn, hafi þeir ein- hvern tíma setið saman á skóla- bekk“. Þá spyr Constanze: „Og ís- lendingurinn — sem eiginmað- ur?“ „Hann er nærgætinn, þag- mælskur, viðfelldinn og þolin- móður. Góður eiginmaður. Hefðu annars svo margar þýzk- ar stúlkur gifzt hér?“ Eins og svo margar af þýzku stúlkunum var hún upphaflega ráðin á „næsta bæ“. Á sunnu- dögum kom það fyrir, að hús- móðir hennar fór með hana á bæina í kring og lcynnti hana þar — einkum fór hún með hana á „kaflmannabýlin", þar sem húsfreyjuna vantaði. Á bænum Seli bjuggu þrír bræður en engin húsfreyja. Sá elzti var ekkjumaður og leizt Ellinor sérstaklega vel á hann. Og til allrar hamingju leizt hon- um einnig vel á hana — og ekki leið á löngu unz hjóna- band bar á góma. Ungfrú Ellin- or skrifaði föður sfnum og spurði: „Á ég?“ Og svarið var: „Þar sem þrír bræður geta búið saman f eindrægni, án þess að fara f hár saman, hljóta það að vera góðir menn. Þá er þinn út- valdi góður maður“. Og svo varð hún frú Kjart- ansson og „sálin í Selinu“ (die Seele von ,,Sel“), með eigin- mann og tvo mága að annast hefur nóg að gera og er mjög hamingjusöm. ★ „Öll þessi fjöll og engin tré“, var það fyrsta sem Gerdu Doretz datt í hug er hún steig á land árið 1949. Nú býr hún á Miðfelli í Árnessýslu. Fyrsta árið, sem hún dvaldist á ís- landi, trúlofaðist hún syni vinnu veitanda sfns og árið eftir giftu þau sig. Nú búa þau góðu búi og eiga þrjú börn. Gerda hefur ekki tekið upp föðurnafn eigin- manns síns heldur kallar hún sig að íslenzkum sið dóttur föður síns, Hermannsdóttur. „Ég á góðan eiginmann og er mjög hamingjusöm", segir hún. Hvort hana langi ekki innst inni til að búa í Þýzkalandi? „Nei, þar gæti ég ekki búið nú. Ég á ný heimkynni", og hún bætir við: „í Þýzkalandi hefði ég aldrei öðlazt það, sem ég hef öðlazt hér“. ★ Allar konurnar voru spurðar nokkurra fastra spurninga, t. d.: Vilduð þið fara aftur til Þýzkalands? — Svarið var ein- róma NEI. Eða: Á heimsóknum ykkar til Þýzkalands hafið þið kynnzt sjónvarpi. Mynduð þið ekki vilja hafa sjónvarp hér, á svona afskekktum stað? Ein- róma svar: NEI, Guð forði okk- ur frá þvf. — Og þá var spurt: Mynduð þið ráðleggja þýzk- um stúlkum eða konum að fara til íslands? Svörin: Já, ef þær eru reiðubúnar að taka öllu eins og það er. Eða: Já, en þær verða að hafa rétta afstöðu til málanna. Þær verða að vera reiðubúnar að afsala sér öllu þvf, sem þær hingað til hafa á- litið mikilvægast. — Og: Já, hvers vegna ekki? Þær ættu að koma, þvf að lífið hér er góður skóli. Aðeins ein var á öðru máli: Nei, f efnalegu tilliti er hér ekkert að gera. Þá er það betra f Þýzkalandi. Það eru ekki margar Ieiðir hér til fjáröfiunar fyrir konu og auk þess er mjög dýrt að lifa hér. Og hvar eiga þær að vinna? Við heimilis- störf? Við landbúnaðarstörf? Þegar maður býr hér, má mað- ur ekki gera neinn samanburð. Maður verður einfaldlega að finna það bezta út úr öllu. ★ Sú sem þetta segir heitir Ingeborg Björnsson, er 28 ára og á tvö börn. Hún býr á Siglu- firði. Frú Ingeborg er frá Hamborg og hún kom ekki til íslands í „1949-hópnum". Hún kom hing- að fyrst árið 1954. Hvers vegna? Meðalfelli f Ámessýslu: „í Þýzkalandi hefði ég aldrei öðl- azt það, sem ég hef öðlazt hér“. „Mig langaði til að fara ut- an“, segir hún, „en ég hafði ekki peninga til þess. Þá réði ég mig til eins árs til tannlækn- is hér á Siglufirði." Eiginmaður hennar — þá Frá á bls. 10. Johanna Charlotte Kristinsson kom til íslands fyrir 14 ámm, blá- fátæk. Nú er hún hamingjusöm eiginkona og 6 bama móðir og á myndinni stendur hún úti fyrir húsi sínu á Reistarnesi ásamt f jórum af bömum sínum. (Myndirnar tók Þ. Jós.). „Ég er fædd með kartöfluna í hendinni", segir Ellinor Kjartans- son. Ættamafn hennar var í Þýzkalandi von Zitzewitz og þar sem hún á ættir að rekja til greifa hefur hún oft verið nefnd „greifynjan“. Nú er hún bóndakona að Seli í Grímsnesi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.