Vísir - 22.10.1963, Blaðsíða 8
V í SIR . Þriðjudagur 22. októberl963.
8__
Hamnmii
VISIR
Utgetandi: Blaðaútgáfan VISOL
Ritstjóri: Gunnar G. Schrajx.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Augiýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti 3.
Askriftargjald er 70 krónur á mánuði.
1 lausasólu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 Unur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Nýju fjárlögin
I kvöld koma fjárlög fyrir árið 1964 til fyrstu umræðu
á Alþingi og fylgir fjármálaráðherra frumvarpinu
úr hlaði með ýtarlegri ræðu.
Það, sem mesta athygli hlýtur að vékja þegar hið
nýja fjárlagafrumvarp er skoðað, er það, að ekki verða
neinir aúknir skattar né tollar lagðir á þjóðina næsta
fjárhagsár. Er þetta fjórða árið í röð, sem þeirri ágætu
reglu er fylgt, að hækka hvorki skatta né tolla.
Erfiðast mun hafa verið í ár að forðast slíkar hækk-
anir, sem voru árlegur viðburður áður en viðreisnar-
stjórnin tók við völdum. Ástæðan er sú, að starfsmenn
ríkisins hafa nú fengið launahækkun sem nemur 225
millj. króna. En hér kemur það á móti, að búast má
við auknum tekjum ríkissjóðs vegna hins mikla inn-
flutnings og einnig vegna tekjuaukningar landsmanna
á þessu ári. Hefur því tekizt að búa svo um hnútana,
að skatta og tollabyrðimar þarf ekki að auka og mun
það öllum gjaldendum fagnaðarefni.
Þrátt fyrir þetta er þó ekki dregið úr fjárveitingum
til nauðsynjamála, svo sem almannatrygginganna,
skólakerfisins, sjúkrahúsa og verklegra framkvæmda,
heldur þær einnig nokkuð auknar.
Með sanngimi verður því sá dómur upp kveðinn, að
þau fjárlög, sem nú liggja fyrir, séu þjóðinni mjög hag-
stæð. Er grundvöllur þeirra auðvitað sú skynsamlega
fjármálastefna, sem fylgt hefur verið undanfarin ár,
þar sem greiðsluhallinn hefur verið þurrkaður út, gjald
eyrissjóðum safnað og spariféð stóraukið. Á miklu
ríður að þeirri stefnu verði enn haldið í efnahagsmál-
um þjóðarinnar.
Home lávarður
]\f yndun hinnar nýju ríkisstjómar Bretlands hefur ver-
ið fylgt hér á landi sem annars staðar með nokk-
urri athygli, og er það að vonum. Bretland er eitt á-
hrifamesta ríki veraldar og miklu skiptir að þar fari
hæfileikamenn með stjóm.
Macmillan hefur verið einn af mikilhæfustu stjóm-
málamönnum samtíðar sinnar og kraftaverki gekk
næst hvemig honum tókst að endurreisa fylgi flokks
síns og stjórnar eftir hörmungar Suezmálsins. Við
íslendingar minnumst þáttar hans í lausn landhelgis-
deilunnar, en um það mál átti hann fundi með Ólafi
Thors, bæði hérlendis og í Lundúnum.
Arftaki hans í embætti hefur ekki óskorað traust inn
an flokks síns.
Að dómi brezku blaðanna er höfuðkostur
hans sá, að hann er dugandi og grandvar stjórn-
málamaður, sem á sér fáa óvini innan flokksins og
•er því líklegur til sameiningar. Brezki íhaldsflokkur-
inn mun einnig þurfa á öllu sínu að halda í væntanleg-
um þingkosningum, því þar virðist Verkamannaflokk-
urinn hafa sterk spil á hendi eftir meira en áratugs
stjómarandstöðu.
X-
Jpyrir nokkrum áratugum gerð-
ust allmargir leikritahöfund-
ar á Vesturlöndum til þess að
hefja í tízku þann sið, sem mjög
var uppi á miðöldum, þegar
mystikleikirnir áttu sitt blóma-
skeið, að láta einhvern dular-
fullan og ókennilegan náunga
koma fyrirvaralaust f heimsókn
til einhverrar mjög svo alvana-
Iegrar fjölskyldu, og þó helzt
efnafólks, og setja þar allt úr
jafnvægi með annarlegum spak-
mælum og sérvizkulegum þver-
sögnum. Um sama leyti voru og
þeir helztu af gömlu mystik-
leikjunum, sem varðveitzt
höfðu, endurvaktir til sýninga í
stórborgum á meginlandinu, oft-
ast endursamdir. Þetta var á
þeim tfmum, þegar mest var um-
rótið eftir þá flóðbylgju, sem
fyrri heimstyrjöldin hafði vakið
og flest hafði farið úr skorðum,
og erindi hinna annarlegu gesta
var yfirleitt eitt og hið sama
og „Herra Einhvers" f mystik-
leikjunum gömlu - að stefna
1 saumaklúbb hjá frúnni.
Leikhús æskunnar:
Einkennilegur maður
Eftir Odd Björnsson — Leikstjóri Gubjón Ingi Sigurðsson
því hversdagslega fólki til dóms,
sem hafði látið auð og ytra glys
glepja sig, og minna það á speki
prédikarans, að allt væri hégómi
og ekkert nema hégómi — að
siðgæðisboðun gestsins vitan-
lega undanskilinni.
Einn íslenzkur leikritahöfund-
ur hófst handa um slíka tilraun;
sannar það að löngum eru ís-
lenzk skáld spámannlega vaxin
og á undan samtíð sinni, að
hann lét gest þann koma alla
leið ofan eða utan af Júpíter
og boða efnafólki háleita geim-
speki — ætli það hafi ekki ver-
ið allt að þvf fjörtfu árum fyr-
ir upphaf geimferðaaldar —
enda titlaði sá gestur sig sendi-
herra, en þá vorum við ekki orð
in sjálfstæð þjóð, svo að ekki'
sæmdi þá enn að senda hingað
ambassadóra. Mjög fór geim-
spekin framhjá þessu ffna fólki,
en frýr og dætur þeirra urðu þó
bálskotnar í honum um leið og
þær hneyksluðust á ýmsum
kenningum hans. Leikdómurum
fannst aftur á móti harla lítið
til sendiherrans koma og speki
hans lágkúruleg.
♦
JJddur Björnsson lætur sér aft-
ur á móti nægja að titla
þann gest, sem hann sendir Daní
el Daníelssyni og frú „einkenni-
legan mann“, og láta hann ekki
vera lengra aðkominn en úr
Svartaskóla — þar sem hann
hefur lagt stund á stærðfræði-
nám í nærri hálfan áratug, en
sfðan lagt stund á eins konar
garðrækt „jafnt neðan og ofan
þindar“, og nær ágætum ár-
angri á báðum stöðum áður en
lýkur. Að öðru leyti hallast ekki
sýnilega á með honum og sendi-
herranum, ekki heldur með fjöl-
skyldunum, sem þeir gista, nema
hvað stærðfræðingurinn er að
sama skapi allur lágkúrulegri i
boðskap sínum og smærri í snið-
um, sem hann er skemmra að
kominn. Víst er um það, að
ekki bendir speki stærðfræðings
ins á neinn hátt til þess, að hann
hafi sett Kölska sál sína að veði
til að mega öðlast hana, enda
ólíklegt að myrkrahöfðingjanum
hefði þótt mikill slægur í slfkri
smásál íslenzkri, eftir. að hafa
komizt í kast við Sæmund fróða
af þeirri sömu þjóð áður fyrr
meir.
♦
A:fleitur bjarnargreiði má það
kallast við ungan og upp-
rennandi leikritahöfund, að taka
til sýningar byrjunarverk eftir
hann, sem hann hefur sýnt og
sannað með öðrum betri verk-
um, að hann er vaxinn frá. Og
þegar það er auk þess tekið með
í reikninginn að leikrit þetta
er samið og sniðið til flutnings
í útvarpi, en ekki á sviði, og
loks síðast en ekki sízt, að flytja
það ekki betur en raun ber vitni
f „Leikhúsi æskunnhr“ að Tjarn-
arbæ sl. föstudag. Lakast er að
sá flutningur stendur að öllum
lfkindum ekki til bóta, þar sem
ekki var um frumsýningu að
ræða; Leikhús æskunnar hefur
sýnt þetta leikrit víða um land
í sumar, svo að gera má ráð fyr
ir að flutningurinn sé fallinn í
fast form. Leikendum flestum,
svo og leikstjóranum, er æsk-
an og reynsluskorturinn að vfsu
góð og gild afsökun; þegar þess
er nógsamlega gætt má kalla að
vel sé gert — en eðlilegur van-
máttur þeirra verður engu að
síður til þess að leikritið nýtur
sín ekki eins og ella hefði getað
orðið, þrátt fyrir allt. Hefði það
verið meiri tillitssemi að taka til
meðferðar eitthvert viðurkennt
leiksviðsverk eftir höfund, sem
ekkert átti undir því sjálfur
hvernig til tækist.
Þó að viðfangsefni hins unga
höfundar í leikriti þessu sé harla
ófrumlegt, eins og áður er á
drepið, er þó ýmislegt, sem boð-
ar að hann eigi eftir að gera
betur, eins og þegar hefur sann-
azt, og sama má segja um
frammistöðu leikenda og leik-
stjóra yfirleitt — margt í flutn-
ingi og meðferð leiksins bendir
ótvírætt til að þeir vaxa að
reynslu og þroska. Einn vanur
og traustur leikari er þarna með
í spilinu, Valdemar Lárusson í
hlutverki húsbóndans á heimil-
inu. Daníels Daníelssonar; hon-
um tekst víða mjög vel til, en
um leið gerir það vanmátt og
vankunnáttu hinna enn augljós-
ari, þótt sumir þeirra sýni víða
spretti og tilþrif, sem lofa góðu
í sjálfu sér. Þannig er það t. d.
um Jónínu M. Ólafsdóttur í hlut
verki Marfu; gervi hennar er
eitt fyrir sig mjög gott, og merki
legt má heita ef í henni býr ekki
„karakter“-leikkona eftir túlkun
hennar á hlutverki þeirrar suð-
urþingeysku piparmeyjar að
dæma. Þær Sigurlín Óskarsdótt-
ir og Sigrún Kvaran, takast og
hressilega á við hlutverk sín á
köflum, frúarinnar og heima-
sætunnar, og Sigurður Skúlason
gerir Útigangi það góð skil, að
hann ber af öðrum leikendum,
nema Valdemar. Hlutverk þeirra
Þórunnar og Bergljótar krefjast
ekki mikils, en leikur þeirra er
smekklegur. Ekki væri réttlátt
að dæma Sævar Helgason eftír
meðferð hans á hlutverki „ein-
kennilega mannsins" — það er
ekki von að honum takist þar
Framh. á 10. sfðu.