Vísir - 28.10.1963, Side 9
V í SIR . Mánudagur 28. október 1963,
9
Sjúklingnum veröur aö lyfta með varúð. Ásdis Óskarsdóttir og nokkrar af námsmeyjum hennar.
Þorbjörg Jónsdóttir, skólastjóri
Hjúkrunarskóla íslands.
„Ægilega spennandi“, segir
ein. Hún er enn í forskólanum
og hlaltkar til að spreyta sig
á hinu raunverulega hjúkrun-
arstarfi og nota eitthvað af
fræðilegu þekkingunni, sem
hún er nú að afla sér.
„Það er þroskandi", segir
önnur. Hún er að byrja annað
árið, og viss alvara býr þegar
á bak við glaðlega brosið.
„Maður kynnist lífinu frá
nýrri hlið“.
„Ég gæti ekki hugsað mér
að gera neitt annað“, segir
sú þriðja. Hún er búin að vera
tvö ár. „Ég er allt öðruvísi
núna en áður en ég byrjaði.
Maður fullorðnast á þessu“.
„Þjónusta við mannkynið
er grundvöllur starfsemi
hjúkrunarkvenna og rök fyrir
tilveru hjúkrunarkvennastétt-
arinnar“, segir f alþjóðasiða-
reglum hjúkrunarkvenna.
Námsmeyjarnar í Hjúkrunar-
skóla íslands eru kátar og fjör-
miklar stúlkur, sem augsýnilega
hafa lifandi áhuga á starfs-
grein þeirri, er þær hafa valið
sér. Og þær telja sig lánsamar
að hafa fengið inngöngu f skól-
ann, því að þangað komast
færri en vilja — sem stendur
liggja fyrir 110 umsóknir, og
sffellt bætast fleiri við.
ENN VANTAR
HÚSNÆÐI
„Það er skortur á húsa-
kynnum, sem takmarkar tölu
nýrra nemenda“, segir skóla-
stjórinn, ungfrú Þorbjörg Jóns-
dóttir. „Fólk á erfitt með að
trúa því, að okkur vanti enn
húsnæði þrátt fyrir þennan
stóra, nýja skóla, en hann er
bara ekki fullbyggður. Á næsta
ári verður bætt viö nýrri álmu,
kennslustofudeild, og við bíð-
um þess sannarlega með eftir-
væntingu, að hún verði tilbúin.
Eins og er, verðum við að nota
leikfimisalinn fyrir verklega
kennslu, önnur bóknámsstofan
er á gangi inn í nýju álmuna
og hin f herbergi, sem síðar á
að verða bókasafn — og í það
troðum við 22 nemendum, þó
að ekki komist með góðu móti
nema 16. Þetta er auðvitað til
bráðabirgða, en það takmarkar
óhjákvæmilega nemendafjöld-
ann“.
„Hvað hafið þið marga nem-
endur núna?“
„Eitthvað um 140“.
„Og hvað getið þið tekið
marga, þegar skólabyggingin er
fullgerð?“
„Við reiknum með 250. Og
það ætti að nægja til að anna
eftirspurninni".
SÁLIN MÁ EKKI
VERÐA ÚTUNDAN
Hún gengur rösklega á und-
an mér eftir löngum göngum,
upp og niður stiga, gegnum
stofur og sali og útskýrir skil-
merkilega tilhögun námsins.
Við kíkjum inn í kennslustund,
þar sem Sigurjón Björnsson
sálfræðingur flytur erindi um
Ieyndardóma sálarlífsins fyrir á-
hugasama forskólanema. Viss-
ara að vanrækja ekkj sálina,
þótt aðaláherzlan kunni að vera
lögð á meinsemdir Ifkamans og
lækningu þeirra.
Síðan löbbum við niður í
kjallara og komum inn f stóra
sjúkrastofu. Þar er verknámið
í fullum gangi. I rúminu næst
veggnum liggur snoðklippt
kona, sem hrærir hvorki legg
né lið, andar meira að segja
ekki. Það er dúkka, sem notuð
/
1
er við kennsluna. í næsta rúml
liggur bráðlifandi sjúklingur,
ein námsmeyjanna. Félagar
hennar búa varlega um hana
undir eftirliti kennarans. Þær
eru að byrja annað námsárið og
ganga að þessu með tilhlýðilegri
alvöru. Þetta á að vera sár-
þjáður sjúklingur, sem ekki má
hreyfa sig neitt f rúminu, og
það er vandi að lyfta honum og
skipta um sængurföt á liðlegan
hátt.
EKKI DUGIR AÐ VERA
OF VIÐKVÆMUR
„Er ekki gaman að rtáminu?"
spyr ég, þegar þær hafa tíma til
að svara.
Þær eru allar á einu máli um
það.
„Maður verður að hafa á-
nægju af því“, segir ein. „Ann-
ars væri ekki hægt að vinna
það almennilega".
„Er ekki stundum óhugnan-
legt að taka t. d. á móti slös-
uðu fólki?“
„Jú, það getur orðið það“,
svarar önnur, „en maður hugs-
ar aðallega um, hvað hægt sé
að gera fyrir sjúklingana, og
þá gleymist hitt á meðan“.
„Fyrsta árið er kannske erf-
iðast - a.m.k. að þessu leyti",
segir sjúklingurinn og rís upp,
svo að einkennisbúningurinn
kemur í Ijós undir sængurföt-
unum. „En það þýðir ekki að
vera of viðkvæmur, þvf að þá
getur maður minna hjálpað'*.
„Þið sjáið ekki eftir að hafa
byrjað á þessu?“
Allar f kór: „NEI!“
ÖRUGG HANDTÖK
Rétt hjá er stór lyfjaskápur.
Þar stendur hinn kennarinn,
hlýðir einni námsmeynni yfir
meðalanöfn og fylgist með,
jjegar hún telur dropa f glas;
nú má engu skeika. I hinum
enda herbergisins eru margar
stúlkur niðursokknar f störf
sfn. Þær hreinsa sprautur, færa
til alls konar verkfæri með
töngum, útbúa áhöld á bakka
— handtökin eru svo örugg, að
það er eins og þær hafi ekki
gert annað alla sfna ævi.
Ekki dugir að tefja þær, svo
Framh. á 4. síðu.
Sólveig Jónsdóttir, aðalkennari
skólans.
Heimsókn
^ ^ *
Islands