Vísir - 30.10.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 30.10.1963, Blaðsíða 2
2 V1SIR . Miðvikudagur 30. október 1963. STUTTA ^Þessi mynd er frá leiknum Heimurinn gegn Englandi á Wembley. Það er Greaves, „maður dagsins“ í þess- ' ári mestu' viðureign aldarinnar á knattspymuvellihum,' sem hefur leikið þá Eyzaguirre og Oluskal af sér og skýtur fram hjá markverðinum, Pluskal. Spartak - heimsóknm: LIÐIN VALIN Úrvalslið Reykjavikur og HSÍ gegn Spartak Pilsen hafa verið val in. Úrvalslið HKRR er þannig skip að: Guðmundur Gústafsson, Þrótti, Þorsteinn Bjömsson, Ármanni, Ing- ólfur Óskarsson, Fram, Sigurður Einarsson Fram, Sigurður Dagsson Val, Sigurður Hauksson, Víking, Sigurður Óskarsson KR, Karl Bene diktsson Fram, fyrirliði, Kari Jó- hannsson KR, Hörður Kristinsson, Ármanni, Gunnlaugur Hjálmarsson ÍR. Skiptingar annast Pétur Bjama son. Úrval HSÍ er þannig skipað: Hjalti Einarsson FH, Guðmund ur Gústafsson, Þrótti, Birgir Björnsson FH, Ragnar Jónsson FH (fyrirliði), Einar Sigurðsson FH, Hörður Kristinsson Árm., Ingóifur Óskarsson Fram, Karl Jóhannsson KR, Sig. Einars- son Fram, Sigurður Dagsson Val, Gunnlaugur Hjálmarsson ÍR. Skiptimaður og fyrirliði ut- an vallar er Karl Benediktsson. Hann er því viðriðinn báða leik ina, fyrirliði innanvallar í öðr- um, en utanvaliar í hinum. Leikurinn HKRR — Spartak er á morgun, en við úrval HSÍ á laugardag 3. nóv. og verður seinn'i leikurinn á Keflavíkurflugvelli. KARNOLD CERNY GEJKA KRANET Þeir eru máttarstólpar Spartak SPARTAK PILZEN er talið eitt beztu handknattleiksliða í heirn- inum í dag og efiaust eigum við eftir að taka undir það eftir leiki þess hér. Samt er liðið sagt mjög jafnt, — allir góðir en engir slakið liðsmenn. Nokkr ir leikmenn hafa þó skarað fram úr, einkum þó landsliðsmenn- irnir fimm og Karnol, sem er fyrrverandi Iandsliðsmaður. Þess ir menn munu verða máttarstólp ar liðsins i kvöld ef að líkum Iætur. samtalid Víkingar hafa fengið nýjan hand- knattleiksþjálfara. Það er hinn kunni handknattleiksmaður frá tékkneska Iiðinu Gottwaldow, Ruza sem hefur tekið að sér þjálfun liðs- ins, en hann kom hingað til lands fyrir nokkrum dögum. Aðalerfiðleikarnir í byrjun hafa verið tungumálaerfiðleikar. Það lag ast samt strax eftir nokkrar æf- ingar, er ég viss um, sagði Árni Árnason f viðtali f gær. Það hefur verið mikið hjá Ruza að gera og greinilegt er að hann er mjög góður þjálfari. Hann hef- ur verið við þjálfun hjá okkur þetta frá 6 á kvöldin fram til 9 eða 10. Ruza sést á myndinni með Þór- arni Ólafssyni, Ólafi Friðrikssyni og^ varamarkverði Víkings. orðið IR-ingum að miklu liði Erlend lið hafa ekki lært á Hálogaland fyrr en eftir tvo eða þrjá leiki. — Verður sama uppi á teningnum að þessu sinni? ÍR-ingar hafa ákveðið að mæta með styrktu liði í kvöld gegn SPARTAK PILSEN í leiknum að Há- logalandi, en ekki er að efa að þar verður háð mikil barátta, eins og oftast hef- ur verið, þegar heimsfræg lið hafa leikið gegn íslenzk um í hinum agnarsmáa sal. Það eru þeir Guðmundur Gústafsson markvörður úr Þrótti og Hörður Kristins- son úr Ármanni, sem styrkja iið ÍR að þessu sinni og er ekki að efa að liðið styrkist að mun og er óhætt að fullyrða, að ÍR muni vegna vel í þessari viðureign. \ Sú spá er einkum byggð á ó- kunnugleika Tékkanna á salarkynn- um Hálogalands, svo og hinu að þeir eru svo til nýkomnir úr geysi- erfiðu ferðalagi frá heimalandi sínu — voru alls 38 klukkutíma á leið- inni til íslands, þar eð þeir fóru Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.