Vísir - 30.10.1963, Blaðsíða 5
VlSIR . Miðvikudagur 30. október 1963.
5
Barátta -
Framhald at bls. 8.
Engum heilvita manni dettur
í hug að kvarta undan því að
SAS hefji samkeppni við Loft-
leiðir á jafnræðisgrundvelli. En
það á að gerast í anda heil-
brigðrar samkeppni með þeim
takmörkunum, sem allir siðaðir
menn telja sjálfsagt að setja á
friðartímum en ekki þeim
grimmdarfullu herópum, sem
ætluð eru til tryllingar hermönn
um í algerri eyðingarstyrjöld —
og muna mega þeir SAS-stríðs-
menn það, að jafnvel þegar hin-
ir norrænu forfeður okkar áttu
sínar örlagastundir, þá ein-
kenndist hin norræna hetjulund
og drengskapur af allt öðru en
því, sem nú ber hæst í baráttu
SAS við Loftleiðir.
Annað mál er nú það, að fyr-
irsvarsmenn norrænna skatt-
borgara mættu hugleiða það í
öllu lítillæti, að Loftleiðir hafa
á undanförnum árum sparað al-
menningi á Norðurlöndum
ósmáar fúlgur með því að bjóða
hin lágu fargjöld milli Norður-
landanna og Norður-Ameríku.
Það gæti vel farið svo, þegar
til þess kemur að greiða her-
kostnaðarreikning SAS, að ein-
hverjir þessara sömu skatt-
greiðenda kynnu sfnum háu
herrum litlar þakkir fyrir að
eyðileggja það félag, sem verið
hefir og er tryggingin fyrir því
að þessi fargjöld séu boðin.
hvað veldur því að for-
ráðamenn SAS, sem eflaust
má hversdagslega ætla að haldi
vöku sinni, skuli allt í einu vera
slegnir þeirri blindu heiftarlegs
ofstækis, sem einkennir nú af-
stöðu þeirra til Loftleiða? Á því
eru eflaöst margar skýringar, en
vel mætti láta sér koma til hug
ar, að eftir að þær ríkisstjórnir,
sem langþreyttar voru orðnar á
betliskaki þeirra, voru búnar að
brýna þá með góðri afkomu
Loftleiða, þá hafi þeir tekið til
við að afsaka öll óhöpp sín með
velgengni íslenzka félagsins,
áróðurinn gegn bví hafi svo af
þeirra hálfu gengið lengra en
upphaflega var til ætlazt, en
eftir að þeir voru orðnir fastir
í eigin neti, hafi úrlausnin ekki
verið önnur en sú að hefja sam-
keppni, sem þeir óttuðust að
myndi leiða til fjárhagslegra
vandræða. Nú horfa þeir fram
á, að þeirra eigin skrúfuvélar
keppa við þeirra eigin þotur, og
á öllu þessu ófremdarástandi —
þessu nýja Mexico- eða Thai-
Iandsævintýri — eygja þeir eina
lausn — eina von — eyðilegg-
ingu bölvaldsins mikla — Loft-
leiða.
Við getum leikið okkur við að
velta yfir þessu vöngum, og
vísa málinu svo til fullnaðar-
úrlausna þeirra sálfræðinga,
sem síðar meir kynnu að hafa
gaman af viðfangsefninu. Allt
er það dægrastytting tóm — og
tiltölulega meinlaus. En hitt er
mikið alvörumál, að forsvars-
menn norrænnar samvinnu, á-
byrgðarmenn um samskipti
Norðurlandaþjóðanna, skuli
eiga á því stóra sök að þessum
fjandskap sé uppi haldið í garð
íslendinga. Og vita skulu þeir
það, að hér er ekki um að ræða
neitt sérmál Loftleiða. Að baki
því standa allir góðir íslending-
ar, þegar það á í höggi við út-
lendinga. Norðurlandabúum er
því sæmilegast að gera annað af
tvennu, láta af blíðmælum sín-
um við íslendinga og kynda vel
það ófriðarbál, sem SAS hefir
nú kveikt, eða halda við okkur
vináttu og keppa i drengilegum
leik um þá markaði, sem okkur
öllum er hin mesta nauðsyn að
mega njóta.
V. R.
VIKAN 25 ÁRA
ÍDRÓTTIR
Framh. af bls. 2.
gegnum Evrópu með járnbrautar-
lest.
í tékkneska liðinu eru alls 5
landsliðsmenn úr hinu stórkostlega
tékkneska landsliði, þeir Skarvan
markvörður, 19 ára gamall, Cejka,
21 árs nemi í vélaverkfræði, Cerný,
29 ára gamall byggingaverkfræðing
ur, Herman, 25 ára gamall tækni-
fræðingur með þrjátíu landsleiki að
baki, og Kranat, 24 ára gamall
skrifstofumaður. Allir þessir menn
og nokkrir liðsmenn í viðbót eiga
það sameiginlegt að þeir vinna all-
ir hjá SKODA-verksmiðjunum.
ÍR-liðið er þannig skip-
að í kvöld: Guðmundur Gústafsson,
Karl Jónssoh, Hermann Samúels-
son, Gylfi Hjálmarsson, Gunnar Sig
urðsson, Þórður Tyrfingsson, Ól-
afur Jónsson, Björgvin Samúelsson,
Erlingur Lúðvíksson, Sigurður Elís-
son, Hörður Kristinsson og Gunn-
Iaugur Hjálmarsson (fyrirliði).
Leikurinn hefst að loknum for-
leik milli ÍR og KR í 3. flokki, en
sá leikur hefst kl. 8.15. Er fólki
eindregið ráðlagt að vera snemma
á ferðinni til að ná í stæði.
VIKAN, en hana þekkja allir Islending-
ar, á aldarfjórðungs afmæli um miðjan
næsta mánuð, eða 17. nóvember. Þann
dag, árið 1938, kom fyrsta tölublað Vik-
unnar út undir ritstjórn Sigurðar Bene-
diktssonar. Á morgun birtir Vikan les-
endum sínum glæsilegt 90 síðna afmælis-
blað, og má á því glöggt greina, að Vikan
lætur ekki aldurinn aftra sér í stórræð-
unum. Á fundi með forráðamönnum Vik-
unnar og fréttamönnum I gær, kvað Sig-
urður Benediktsson sig ekki hafa órað
fyrir því, er hann hóf útgáfu vikublaðs-
ins, að það ætti eftir að verða jafn glæsi-
Iegt og vandað og raun ber vitni. Óskaði
hann aðstandendum hins vinsæla blaðs til
hamingju. Undir það taka allir.
Til marks um ágæti Vikunnar er að
nefna efni afmælisblaðsins, sem m. a.
flytur fallegar litmyndir af Kjarval að
störfum, ásamt lýsingu á degi með lista-
manninum. Þá ræða Jóhannes Nordal
bankastjóri, Gísli Halldórsson verkfræð-
ingur og Jóhann Hannesson prófessor um
ísland næstu 25 ára. Annáll Vikunnar
1938 — 1963 er saga blaðsins í stórum
dráttum. Sr. Sigurður Einarsson segir frá
samræðum við ákæranda Adolf Eichmans,
Gideon Hausner, fyrrum ríkissaksóknara
fsraels, smásögur eru eftir Stefán Jóns-
son rithöfund og Kristján Jónsson lög-
fræðing og greinin Bjarndýr á Héraðs-
söndum eftir Ólaf Jónsson og blaðamenn
Vikunnar leggja til efni um MA-
kvartettinn og „Einn dag í und-
irheimum". Margt fleira er í
blaðinu m. a. það, sem lengi hef-
ur verið vinsælast í Vikunni
sem og erlendum vikublöðum,
Gissur Gullrass og ýmsar aðrar
Forsíða afmælisblaðsins.
myndasögur.
Núverandi ritstjóri Vikunnar
er Gísli Sigurðsson, en aðaleig-
andi er Axel Kristjánsson, for-
stjóri. Nýlega var ráðinn til Vik
unnar Sigurpáll Jónsson, kunn-
ur af störfum sínum hjá ísa-
Stórvirkar —
Framh. af bls. 1.
breyta og varahluti til flugöryggis-
þjónustunnar og fjarskiptadeildar
sfmamálastjórnarinnar. Stofnanir
þær, sem tæki þessi kaupa, greiða
fyrir þau að vanda í íslenzkum krón
um, og hefir ríkisstjórnin ákveðið
að þær upphæðir renni til fram-
kvæmda við hinn nýja Keflavíkur-
veg. M. ö. o. að ýmsum aðilum
verði gefinn kostur á að kaupa hinn
útlenda gjaldeyri vegna innflutn-
ings á fyrrnefndum tækjum, en and
virði hinna 500 þúsund dollara í
íslenzkum krónum renni til Kefla-
víkurvegar.
Áætlað hefir verið að 200 millj-
ónir króna þyrfti alls til Keflavík-
urvegar og að hann yrði fullgerður
árið 1965. Þegar hafa verið steypt-
ir um 16 kílómetrar, eftir eru þá
um 22 kílómetrar, en hluti af þeirri
vegalengd hefir þegar verið undir-
byggður. Vegamálastjóri sagði í
viðtali við blaðið í morgun að hann
sæi ekkert tæknilega því til fyrir-
stöðu að áætlunin um Keflavíkur-
veg stæðist og hann yrði fullgerð-
ur árið 1965.
Árekstur -■
Framh. af bls. 16.
skilin eftir ofanvert við Lofts-
bryggju eða efst á henni. Allt I
einu tók hún að renna afturábak
niður bryggjuna, en bryggjan var
sleip og hvergi neitt hald á henni
að finna.
foldarprentsmiðju, og annast'
hann ýmsa þætti framkvæmdar-1
stjórnar.
Ritstjórar Vikunnar hafa ver-,
ið auk Sigurðar og Gísla, þeir 1
Jón H. Guðmundsson, Gísli Ást-'
þórsson og Jökull Jakobsson.
Bíllinn staðnæmdist að lokum á
m.b. Hönnu RE 181, sem lá bund-
in við bryggjuna. Var áreksturinn
svo harður að tvö borð f bátnum
brotnuðu.
Nær fullvíst má telja að ef bát-
urinn hefði ekki legið við bryggj-
una hefði bíllinn runnið út af henni
og lent í sjónum.
Verkamenn —
Framh. af bls. 1.
sniði: Löng og mikil vinna.
Einnig er mikill hörgull á iðn-
aðarmönnum eins og sjá má á
auglýsingum blaðanna.
Verði mikil síldveiði eins og
nú er útlit fyrir má búast við
að erfiðleikarnir á því að fá
fólk f frystihúsin fari vaxandi.
DREGIÐ
8. NÓVEMBER
Ger/ð skil — sími 17104 — Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins