Vísir - 30.10.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 30.10.1963, Blaðsíða 9
V1S IR . Miðvikudagur 30. október 1963. 9 HerraVanDyke varpað út MM• í jw.............:,/t-ttt. wnm Skúrkurinn Shelley var í gærkvöldi afhjúpaður frammi fyrir tugþúsundum útvarpshlust enda, sem biðu í ofvæni við tæki sfn eftir að heyra endalok ráðgátunnar miklu um Van Dyke. Hefur framhaldsleikrit þetta verið afarvinsælt og fólk fylgzt með af miklum áhuga. í gærkvöldi var greinilegt að aðsókn að kvikmyndahúsum minnkaði og flærra fólk var á ferli en oftast er á kvöldin. — Allt var þetta af völdum Van Dykes, sem hélt hlustendum Lék á sama hljóð- Rögnvaldur kominn heim úr Amerikuför Eins og frá hefur verið skýrt í Vísi fór Rögnvaldur Sigurjóns son píanóleikari i hljómleikaför til Bandarikjanna og Kanada. Rögnvaldur er nú fyrir nokkru kominn heim og átti fréttamað- ur Vísis við hann tal fyrir skömmu. „Upphaf þessarar ferðar", sagði Rögnvaldur, „var það, að Richard Bales, yfirmaður tón- Iistardeildar ríkislistasafnsins í Washington skrifaði mér og spurði mig hvort ég gæti orðið á ferðinni til að halda þar tón- Ieika. Ég hafði mikinn áhuga á þessu því að í þessu safni hélt ég mína fyrstu tónleika erlend- is árið 1945. En mér fannst of lítið að fara slíka ferð fyrir að- eins eina tónleika og sneri mér þvf til Sigurðar Sigurgeirssonar formanns Þjóðræknisfélagsins hér og skrifaði hann fyrir mig út til Winnipeg og var síðan á- kveðið að ég héldi tónleika þar, í Vancouver og Seattle. Og héðan hélt ég til Winni- peg þar sem Grettir Jóhannsson aðalræðismaður tók á móti mér. Allt var mjög vel undirbúið og auglýst og hélt ég þar tónleika hinn 18. sept. Á eftir voru haldn ar veizlur og allt tilheyrandi og tóku Vestur-Islendingarnir mér alveg frábærlega vel f al!a staði. I Winnipeg var mér sýnd ur mikill heiður, þar sem ég var gerður að heiðursborgara. Þann 23. sept. hélt ég tón- leika í Vancouver en þar tók á móti mér og greiddi götur mfn- ar Snorri R. Gunnarsson, form. „Strandarinnar". 1 Vancouver, sem og f Winnipeg og Seattle var allt mjög vel undirbúið og mér mjög vel tekið f alla staði. En eini gallinn sem á var, var sá að ég var of snemma á ferð, músfklíf vetrarins var eiginlega ekki byrjað, menn voru enn með hugann við baðstrandir og sólböð. 1 Seattle var ég 25. sept. og spenntum heima fyrir. Myndirnar, sem hér fylgja eru teknar af síðustu upptöku þáttarins. önnur sýnir þá Har- ald Bjömsson (McCall) og Baldvin Halldórsson (Shelley). Það er verið að „kasta“ Shelley út úr lestinni ,sem er á fullri ferð og það er greinilegur ör- væntingarsvipur á andliti Shell eys. Minni myndin sýnir „eff- ekta“-meistarann Flosa Ólafs- son. Hann heldur á stórri spýtu og dregur hana eftir borðrönd- inni. Þetta gerði hann til að mynda hljóð, sem heyrðist þeg- ar lestarhurðin var opnuð, þeg ar Shelley var varpað út. á tónleikunum þar kom jafn- framt fram kór Islendinga und- ir stjórn Tani Jónsson, sem er form. félags Norðurlandabúa í Seattle, en hann tók á móti mér frábærlega vel. í Washington lék ég svo í rík islistasafninu (National Art Gallery) 6. okt, fyrir troðfullu húsi áheyrenda. Á hverjum sunnudegi eru haldnir tónleik- ar f þessu húsi og eru þeir fast- ur liður í músíklífi Washington- borgar. Var tónleikunum útvarp að. I sambandi við það má geta þess að í Winnipeg lék ég inn á Rögnvaldur Sigurjónsson. segulband fyrir útvarpið og var því útvarpað eftir að ég fór. 1 Washington þótti mér merki legt að flygillinn, sem ég lék á nú var sá sami og ég lék á árið 1945 og var ekki að finna á honum nokkrar breytingar eftir öll þessi ár, enda er hann bezta hljóðfæri sem ég hef nokkum tíma tekið f. Ég verð að segja að ég fékk alls staðar frábærlega góðar viðtökur og Islendingarnir f Vesturheimi voru alveg sérlega alúðlegir við mig. Krítikkin sem ég fékk var yfirleitt mjög góð. Rögnvaldur hefur haft með- ferðis heim gagnrýni úr blöð- um tveggja borga, Winnipeg og Washington, en er gagnrýnin birtist í blöðum hinna tveggja borganna var hann farinn og hefur hann enn ekki fengið hana senda. 1 „The Evening Star“ í Wash ington segir John Haskins m.a.: „Rögnvaldur Sigurjónsson er pfanóleikari, sem hefur sterk tök á hljómborðinu og kom það þegar í ljós í fantasfunni eftir Schubert, sem var fyrsta viöfangsefnið. Flutningurinn var trúr f andanum — ef ekki alltaf bókstafnum — f þessu hefðbundna verki. Hann var áhrifaríkur þótt listamaðurinn varaði sig ei fyllilega á hinum sérkennilega hljómburði salar- ins . . . f sónatfnu Leifs Þór- arinssonar var einkennilegur skortur á samhengi, eins og tón skáldinu hafi snúizt hugur f miðjum klíðum, og þegar verk inu lauk var spurningu ósvarað. Höfundurinn er sagður fæddur árið 1934 og er þvf ef til vill enn á tilraunaskeiði. Horfur á samstarfi Nennis og Kristiiega iýðræðisflokksins Á landsfundi jafnaðarmanna- flokksins ítalska, sem kenndur er við Pietro Nenni, hefur verið samþykkt heimild honum til handa um að hefja samkomu- lagsumleitanir við Kristilega lýð ræðisflokkinn um aðild að sam- steypustjórn. Með þessu er rudd brautin að samstarfi um myndun stjórnar, sem þannig nyti samstarfs rót- tæks flokks, og fjarlægðist hin íhaldssamari sjónarmið og sam- starf í þá átt. Heimildin, sem Nénni fékk, er bundin vissum skilyrðum. — Það, sem kann að skipta mestu máli þegar á reyn- ir, er hversu traustur sá meiri- hluti reynist, sem nú stendur að baki Nenni f flokki hans, en samþykkt heimildarinnar er tal- in mikill sigur fyrir þessa gömlu róttæku kempu. Forsprakki þeirra manna f flokki Nennis, sem vinveittir eru kommúnistum, heitir Tullio Vec- chietti, lýsti yfir í fyrradag, að hann og aðrir, sem honum fylgja myndu ekki setja sig upp á móti samstarfi við Kristilega lýðræð- isflokkinn, en það mætti ekki setja það skilyrði, að hafa ekk- ert samstarf við kommúnista, en það er einmitt það sem hin f- haldssamari öfl f Kristilega lýð- ræðisflokknum vilja, að hundsa þá algerlega. Riccardo þombardi forsprakki nokkurs hluta flokks Nennis, var svo hreinskilinn að gera eft- irfarandi játningu: „Vér berjumst ekki bara fyrir brauði. Oss þyrstir f völd“. Og aukin völd vill hann fá — til aukinnar þjóðnýtingar, en kristi- legir þjóðernissinnar eru þar á öndverðum meið. Kommúnistar gripu orð Lombardi fegins hendi og L’Unita birti frétt með fyrir- sögninni: Lombardi á öndverð- um meið við Nenni. En Nenni fékk heimildina og er nú beðið fregna um hvað frekara gerist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.