Vísir - 30.10.1963, Blaðsíða 7
V í S IR . Miðvikudagur 30. október 1983.
Almenna bókafélagið og
útgáfubækur þess
Almenna bókafélagið hefur
það sem af er árinu gefið út 9
bækur, og a. m. k. 5 eru vænt-
anlegar — sumar um það bil að
koma út. Bækurnar á fyrri hluta
ársins voru: Stormar og stríð
eftir Benedikt Gröndal alþingis-
mann og ritstjóra, Hvíta Níl eft-
ir Alan Moorehead. Það gerist
aldrei hér eftir Constantine
Fitz-Gibbon, tvær bækur í
flokknum „Lönd og þjóðir”, þ.
e. Japan og Indland, og loks
Dagur í Iífi Ivans Denisovichs
eftir Alexander Solzhenitsyn.
Þessar bækur hafa yfirleitt
allar feijgið mjög góðar viðtök-
ur. Geta má þess, að „Það ger-
ist aldrei hér“ seldist upp á
skömmum tfma og var endur-
prentuð. Bækurnar um „lönd
og þjóðir“ hafa vakið mikla at-
hygli, bæði hjá ungum og
gömlum. Mjög margir leggja á-
herzlu á að eiga bókaflokkinn
complet — og er nú svo komið
að fyrsta bókin, Frakkland, er
á þrotum hjá AB; eitthvað mun
þó vera til af bókinni f búðum
ennþá.
Bækur AB, sem nú eru ný-
útkomnar, eru þessar: Hlébarð-
inn eftir italska furstann Giu-
seppe Tomasi di Lampedusa —
íslenzkuð af Tómasi skáldi
Guðmundssyni. Sagan kom
fyrst út árið 1958, fékk æðstu
bókmenntaverðlaun I'tala,
áttu sér stað í álfunni á þess-
um tíma. Lampedusa hafði hug-
leitt efni sögunnar í aldarfjórð-
ung, er hann settist loks niður
og skrifaði hana á einu ári.
Þegar sagan var fullgerð, sendi
hann handritið til forlags eins
í Milanó. Skömmu síðar lagðist
hann fársjúkur. Á banabeðið
bárust honum þau skilaboð, að
bókmenntaráðgjafar forlagsins
teldu handritið ekki tækt til út-
gáfu. Það var ekki fyrr en
rúmu ári eftir andlát furstans,
að handritið komst. í hendur
Feltrinellis, forlags þess, er gaf
út hina frægu skáldsögu Paster-
naks, „Sviagó læknir“, „Hlé-
barðinn" var gefinn út og inn-
an skamms var bókin á vörum
i ar
hvers bókmenntamanns um alla
Ítalíu og vinsældir hennar slík-
ar sem fyrr seg Sagan er
ættarsaga höfundarins sjálfs, en
forfeður hans höfðu öldum
saman mikil mannaforráð á
Sikiley. Er frásögnin öll gædd
fágaðri klmni og skarpskyggni,
þar sem lýst er á óviðjafnanleg-
an hátt ást og hverfulleika
mannlegs lífs.
ísrael er 7. bókin sem út
kemur í flokknum „Lönd og
þjóðir“, Heimsókn Ben Gurions
til íslands á síðasta ári varð til
þess að beina athygli Islendinga
enn meira en áður að þessu at-
hyglisverða landi og einstæðri
sögu þess.
Aörar bækur AB, sem nú eru
væntanlegar, eru þessar:
Ævisaga séra Jóns Þorláks-
sonar á Bægisá eftir sr. Sigurð
Stefánsson vígslubiskup á
Möðruvöllum. Er þar gcrð ítar-
leg grein fyrir lifi og starfi
þessa fyrsta þjóðskálds íslend-
inga, sem fæddur er fyrir rúm-
um tveim öldum.
Eldur í Öskju, er myndabók
um síðasta gos þessa kraft-
mikla eldfjalls, sem sent hefur
ösku sína allt til Svíþjóðar.
Inngang um gosið og sögu eld-
fjallsins ritar dr. Sigurður Þór-
arinsson, sem allra manna bezt
fylgdist með gosinu allt frá
fyrstu byrjun. Mikil áherzla
hefur verið lögð á, að myndirn-
ar 1 bókinni fengju notið sln
sem bezt. Er hún prentuð hjá
Litmyndum sf. í Hafnarfirði,
mjög vönduð I alla staði. Upp-
setningu hefur annazt Torfi
Jónsson.
Ævisaga Hannesar Hafsteins
síðara bindi — fyrri hluti, eftir
Kristján Albertsson, er um það
bil að fara í prentun. Hefst frá-
sögn þessa bindis með ráð-
herradómi Hannesar og tekur
yfir tímabilið 1904—1909, þ. á
m. deilurnar um símann, þing-
mannaförina 1906 og heimsókn
Friðriks VIII. til Islands árið
eftir, samninga um sambands-
málið, átökin um frumvarpið
1908 og aðra meiriháttar við-
burði þessara ára í stjómmálum
og lífi þjóðarinnar.
Framh. á 10. síðu.
Próf. Harald Schjelderup,
höf. „Det skjulte Menneske“.
Premio Strega, og hefur farið
sigurför um Evrópu og enn
víðar. Halda gagnrýnendur því
fram, að „HIébarðinn“ sé „e.
t. v. bezta skáldsaga aldarinn-
ar“. Á Italíu seldist bókin á
tiltölulega skömmum tíma I ná-
lega tífalt stærra upplagi en títt
er um skáldsögur þar I landi.
Sagan hefst árið 1860 um það
leyti sem Garibaldi gerir innrás
sína á Sikiley og endurspeglar
af fágætri snilld þær þýðingar-
miklu samfélagsbyltingar, sem
Skáldrit og fræðibækur
it 90 óitoio
Íírf ÍÓáiÆ
gars
Af bókum Menningarsjóðs á
komandi hausti munu vafalaust
vekja hvað mesta athygli Orða-
bók yfir íslenzkt mál, sem Árni
Böðvarss. hefur unnið að og
Næsfa hár aldur
■I Mér dalt'í hug þegar ég las
m‘ frásögn í blöðunum um árás
á vaktmann á skipi, hverju það
•I sætti að maður á níræðisaldri
er ráðinn til slfkra vörzlu
't starfa.
‘1 Ég hef alltaf álitið að vörzlu-
/ starfi á skipum fylgdi talsverð
"■ ábyrgð og að til þeirra starfa
" þyrfti röska menn og ákveðna,
** menn sem fylgdust með öllum
mannaferðum og hefðu mögu-
"I leika á að bægja frá drukknum
"■ lýð og óvelkomnum.
Það er vitað mál að oft gerast
•l drukknir menn uppivöðslusam-
I* ir og það er líka vitað að þeir
"• leita ýmissa erinda I skip að
næturlagi, e. t. v. ekki sízt í
I" áfengisleit.
’m Sumum þessara manna er til
alls trúandi ef þeir telja sig
I* þurfa að koma fram vilja sínum
S og telja sig eiga I fullu tré við
■J þann sem þeir mæta. Þetta hef-
!■ ur og komið á daginn. Þessi
aldraði maður sem stóð vörð að
■J næturlagi á þilfari skipsins er
I* barinn niður og stórskemmdur
]. f andliti, þannig að flytja varð
■J hann I sjúkrahús.
Á’AWWAV.V.V.V.V.V.V.V
Væri ekki ráð að ráða yngri
mann og hraustari til vörzlu
í næsta skipti og ævinlega úr
þessu?
Birta h arf n'ófn
og myndir
En það var líka annað sem
mér datt I hug I sambandi við
þessa líkamsárás á gamla mann-
inn. Það er um nafnbirtingu
uppivöðsluseggja og árásar-
manna. Og það er ekki nóg að
birta nöfn þeirra heldur á líka
að birta mynd af þeim. Það á
að gefa fólki kost á að varast
þá og sneiða hjá þeim.
Þjófar eru vont fólk og hvim
leitt. Vissulega. Það er full á-
stæða til að birta nöfn þeirra
til að vara almenning við þeim.
Það er líka gert a. m. k. þegar
um ftrekað brot hefur verið að
ræða.
En hversu hvimleiðir sem
bjófar eru, eru ribbaldar, sem
ráðast á saklaust fólk með bar
smíð og hnefahöggum hálfu
verri lýður. Hvað er það að
missa af nokkrum krónum til
þjófs hjá því að verða limlestur
— jafnvel svo að maður biði
þess aldrei bætur?
Gæti dregið úr
misferli
Nafnbirtingar á afbrotamönn-
um hafa oft verið til umræðu,
einkum I hegningarskyni. Sum-
ir hafa haldið því fram að
vægðarlaus birting á nöfnum
manna myndi draga stórlega úr
afbrotum og misferli. Meðal
annars hefur komið mjög til
tals að birta nöfn ölvaðra öku-
manna, ef það gæti orðið til að
draga úr því misferli, en hins
vegar hegning gegn þeim sem
láta sér ekki segjast og fremja
brotið þrátt fyrir allt.
Hegning — aðvörun
Ég ætla ekki að ræða um
hegningu fyrir afbrot, heldur
um náuðsynlega og sjálfsagða
aðvörun sem mér finnst að al-
menningur eigi kröfu til af
hálfu löggæzlu þegar um stór-
hættulega menn er að ræða.
Slík aðvörun er fólgin í því að
birta bæði nafn og mynd af á-
rásarmönnum og mér finnst að
árásin á gamla vaktmanninn á
skipinu sé ærið tilefni til að
taka þetta mál á dagskrá.
Kári II.
komin er á markaðinn, svo og
ævisaga Steingr. skálds Thor-
steinssonar, eftir Hannes skáld
Pétursson.
Ýmislegt fleira góðra og at-
hyglisverðra bóka er á döfinni
frá Menningarsjóði og hefur
Gils Guðmundsson forstjóri
sagt Vísi frá eftirfarandi bókum:
islenzk orðabók handa skólum
og almenningi, aðalhöfundur
Árni Böðvarsson. Að bók þess-
ari hefur verið unnið sleitulaust
um fimm ára skeið. Hún er
tæpar 900 bls. að stærð, tveir
dálkar á síðu, og hefur að
geyma stuttar og gagnorðar
skýringar á 62 þúsund íslenzk-
um orðum. Hér er um að ræða
fyrstu almennu íslenzku orða-
bókina með skýringum á Is-
lenzku. Auk þess sem hún á að
geta orðið mikilvægt hjálpar-
gagn skólanemendum er þess að
vænta, að hún þyki góður feng-
ur öllum unnendum íslenzkrar
tungu, öldnum jafnt sem ung-
um.
Steingrímur Thorsteinsson,
líf hans og list, nefnist bók eft-
ir Hannes Pétursson. Bókin er
um 300 bls. að stærð, prýdd all-
mörgum myndum. I formála
segir höfundur: „Viðleitni mín
hefur verið sú að láta Stein-
grím koma til dyranna eðilegan
og mannlegan. Ævisögur skálda,
sem sett eru á stall eins og
goðmyndir, eiga naumast er-
indi við lifandi fólk. En sums
staðar má sjá, að bókin er hálft
í hvoru varnarrit, og hef ég
ekki hirt um að jafna yfir þær
,,misfellur.““
Konur segja frá, frásöguþætt-
ir, minningar, sögur og ljóð eft-
ir nær 20 konur. Efni bókarinn-
ar er allt tekið úr handskrifuðu
blaði, sem Lestrarfélag kvenna
stóð að á árunum 1912 — 1938.
Nálega allt efni bókarir.uar birt-
ist hér í fyrsta sinn á prenti.
Konurnar eru flestar lands-
kunnar. Meðal höfunda eru Ást-
hildur Thorsteinsson, Elín §
Briem Jónsson, Herdís og Ólína
Andrésdætur, Inga L. Lárus-
dóttir, Ingunn Jónsdóttir frá
Kornsá, Laufey Vilhjálmsdóttir,
Steinunn H. Bjarnason og
Theódóra Thoroddsen. — Vig-
dís Kristjánsdóttir myndskreyt-
ir bókina. Þar verður einnig lit-
prentuð mynd eftir Mugg, sem
hann gerði við bernskuminn-
ingar móður sinnar og límdi
inn I hið bandskrifaða blað
kvennanna.
Landsvísur, ný ljóðabók eftir
Guðmund Böðvarsson. í bókinni
verða um 30 kvæði eftir hið
vinsæla skáld á Kirkjubóli.
Anna Rós, ný skáldsaga eftir
Þórunni Elfu Magnúsdóttur,
hefst í byrjun fyrra stríðs,
haustið 1914.
Afríka, ný bók I flokknum
Lönd og lýðir. Guðrún Ólafs-
dóttir landafræðingur hefur
skrifað þessa bók um gömul og
ný ríki Afríku. Bókin hefur aö
geyma mikinn fróðleik um þró-
un mála I þessum heimshluta,
sem öðrum fremur hefur verið
í deiglunni undanfarin ár.
Rómaveldi, stórt og fróðlegt
rit eftir ameríska sagnfræðing-
inn Will Durant, Jónas Krist-
Framh. á bls. 10.
»
ailN