Vísir - 30.10.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 30.10.1963, Blaðsíða 8
VIS IR . Miðvikudagur 30. októBer lWS.’ 8 Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIH. Ritstjóri: Gunnar G. SchraÆ. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorstemson Fréttastióri: Þorsteinn 0. Tborarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. I lausasólu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 tinur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Þróun sem verður oð stöðva Þeir sem vilja muna það öngþveiti, sem ríkti í efnahagsmálum þjóðarinnar í árslok 1958, munu varla geta haldið því fram með góðri samvizku, að ástandið sé sambærilegt nú við það, sem þá var. Meirihluti þjóð- arinnar staðfesti það líka í Alþingiskosningunum s. 1. sumar, að hann liti svo á, að þeir, sem haldið hefðu um stjórnartaumana síðasta kjörtímabil, væru þess trausts maklegir, að þeim væri falin forustan áfram. Allar ríkisstjórnir á íslandi hafa átt við margvís- leg vandamál að etja ,en erfiðasta viðfangsefnið síð- ustu tvo áratugina hefur verið, hvernig takast mætti að halda verðbólgunni í skefjum. Vinstri stjómin gat það ekki og gafst upp á hálfnuðu kjörtímabili. Núver- andi ríkisstjóm gerði strax í upphafi nauðsynlegar og viturlegar ráðstafanir, sem hefðu átt að duga, ef þjóðin hefði staðið saman um þær óskipt. Það gerði hún því miður ekki. Sterk öfl innan þjóðféíagsins hafa sett sér það markmið, að koma í vég fýrir áð'vTðréish- in takist. Stjórnarandstaðan hefur metið baráttuna um pólitísk völd meira en hag þjóðarinnar, og of margir hafa látið blekkjast af áróðri hennar- Að sönnu eiga allir flokkar nökkra sök á þessari þróun. Flestar eða allar ríkisstjórnir hafa tekið efna- hagsmálin of lausum tökum og í lengstu lög hikað við að gera nægilega öflugar ráðstafanir gegn þeirri hættu, sem þær þó hlutu að sjá fyrir, að yfir vofði, ef ekki yrði tekið fast í taumana. Þama hefur eflaust hinn gamli ótti við kjósendur ráðið miklu, því að það verður að segjast eins og er, að íslendingar virðast hafa ákaf- lega takmarkaðan skilning á lögmálum efnahagslífsins — jafnvel þeim einföldustu — og eru því ótrúlega leiði- tamir, þegar um er að ræða kröfur um svokallaðar kjarabætur, hversu fjarri sem þær oft em því, að verðskulda það nafn. Það ætti að vera hverjum skynibornum manni auðskilið, að kauphækkanir, sem framleiðslan getur ekki borið uppi, eru engar kjarabætur. Og reynsla síð- ustu tuttugu ára ætti að vera búin að færa okkur að fullu heim sanninn um þessa staðreynd. Hér á enginn pólitík að koma við sögu, heldur almennur skilningur á því, hvað þjóðarheildinni og okkur sjálfum, hverjum einstaklingi ,er fyrir beztu. Við íslendingar viljum vera stórir í öllu, og þá einnig í kröfum um kaup og lífskjör. Miðað við getu þjóðarbúsins eru þessar kröfur hærri en í nokkru öðru landi, og hinn eilífi metingur milli stétta og starfs- hópa um launin — að þegar einhver fær bætur eða leið- réttingu, eigi allir aðrir að fá tilsvarandi hækkun, þótt fyrir því séu engar forsendur — verður að hverfa úr sögunni. Slík keppni hlýtur að leiða til ófarnaðar, og hefur þegar gert það, þótt enn sé unnt að afstýra vandræðum, ef þjóðin sér að sér í tíma. fm Ein af flugvélum Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli. Barátta SAS ■ lV'ýlega skýrði Karl Nilson, aðalforstjóri SAS, frá því í blaðaviðtali, að mikil hætta væri á að hin nýja samkeppni félags hans við Loftleiðir myndi valda SAS stórfelldu fjárhags- tjóni og gera að engu þær líkur, sem elia ..hefðu verið_-fyrir því að félagið stæði vel í járnum í lok þessa fjárhagsárs. Hins veg- ar taldi hann ekki með öllu frá- leitt að vona, að allt gengi fjárhagslega að óskum og skrúfuvélaferðirnar yrðu til þess að eyðileggja Loftleiðir („der samtidig kvæler det is- landske selskab".) Fyrir nokkru birtist grein 1 Göteborgs Posten, þar sem sömu vonir eru bundnar við hina nýju samkeppni SAS. Greinarhöfundur óttast, að hún muni reynast SAS fjárhagslega þung í skauti, en vonar þó, að í vetur auðnist að leggja grund- völl þeirrar starfsemi, sem ör- ugglega bugi Loftleiðir „som man hoppas definitivt skall knacka Loftleidir". Þá hafa forráðamenn SAS lýst því yfir, að ef svo kunni að fara, að vopn þeirra reynist í vetur ekki nógu bitur í barátt- unni við Loftleiðir, þá standi vonir til þess, að með vorinu grípi bræður SAS í IATA- sam- steypunni til ráða, sem duga muni til þess að eyðileggja Loftleiðir, og verði af þeim á- stæðum engin þörf þess framar, að SAS fórni fjármunum sfnum til þess að greiða hið langþráða banahögg. Þessi ofangreind dæmi eru þrjú af ótalmörgum hliðstæð- um um þann munnsöfnuð, sem einkennir nú forráðamenn þess- arar norrænu einokunarsam- steypu 1 krossferð hennar gegn íslenzka flugfélaginu. Ekki verður það sagt með neinum sannindum, að SAS hafi á þessu sviði, fremur en öðrum lukkazt neitt það, sem frumlegt má heita, en hitt er það, að yfirlýsingar í þessum dúr eru næsta fágætar á friðar- tímum. Við þekkjum þær t. d. frá síðustu heimsstyrjöld og raunar fyrr, þar sem um var að ræða „algert stríð", tortím- Karl Nilson. ingu óvinarins, þar sem engin fórn var of mikil, engin byrði of þung til þess að afmá hann af jörðinni. Qg hverjir eru það svo, sem greiða herkostnaðinn, tygja hina stríðsglöðu krossferðar- riddara SAS? Það eru rikis- stjórnir Norðurlandanna þriggja. Það eru þær, sem borið hafa smyrsl í sár hinna sigruðu ridd- ara sinna frá Mexico og Thai- landi. Það eru þær, sem við- stöðulaust hafa látið milljónir renna í hina botnlitlu betliskál þessa lánlitla en hrokabólgna félags undanfarin ár, og það er I fullvissunni um áframhaldandi fjárframlög þeirra, sem SAS gerir nú út á hin nýju, vafa- sömu mið. Það eru sömu rfkisstjórnir þessara þriggja Norðurlanda, sem einnig verja fé úr sam- eiginlegum sjóðum þjóða sinna til „eflingar norrænni sam- vinnu". Nefndir þeirra sitja sveittar á rökstólum til þess að finna leiðir til aukinna sam- skipta, bættra samgangna milli Islands og hinna Norðurland- anna. Dæmin um þetta bræðra- þel eru of alkunn til þess að upp þurfi að telja, og er það síðast norræn höll hér í Reykja vík. Ef þau mætti öll márka, að hinum ógleymdum, sem rakin eru í norrænum skálaræðum, þá eru þess bókstaflega engin tak- mörk hve langt forráðamenn Norðurlandanna þriggja vilja ganga, hve miklu hjartablóði þeir vilja fórna til tryggingar þvf, að við Islendingar stöndum um aldur og ævi örugglega f sveit hinna norrænu bræðra- þjóða. Við hrökkvum ekki í kút þó að til okkar andi köldu frá ein- hverjum Norðurlandabúum. Við höfum fyrr fundið fyrir þvi — og lifað það af. Við höfum einn- ig alltaf verið albúnir þess að eiga góð skipti við aðra Norð- urlandabúa og tekið fúslega í útréttar bræðrahendur þaðan, en við fyrirlítum hvern þann — hvort sem hann er norrænn eða suðrænn — sem réttir aðra höndina fram til sátta en felur í hinni rýting að baki sér. Og það er tími til þess kominn að þessi einfaldi og augljósi sann- Ieikur sé sagður Norðurlanda- búum hreinskilnislega og um- búðalaust. Framh. á bls. ð. gegn Loftleiðum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.