Vísir - 30.10.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 30.10.1963, Blaðsíða 6
6 VÍSIR . Miðvikudagur 30. október 1963. Útför föður míns og tengdaföður dr. juris BJÖRNS ÞÓRÐARSONAR fyrrum forsætisráðherra og lögmanns í Reykjavík verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 1. nóvember kl. 10,30. Þórður Bjömsson Guðfinna Guðmundsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför JÓRUNNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, fyrrverandi kennslukonu. Fyrir hönd aðstendenda Sigurbjöm Sigurðsson ABC HÁRÞURKAN með þurrkhettu og bylgjustút, ásamt standi,. er glæsileg fermingargjöf. Fæst í helztu raf- tækjaverzlunum. Umboðsm. G. MARTEINSSON H.F. Sími 15896 Auglýsing eykur viðskipti Ef þér \áljið selja eða kattpa eitthvað. Vanti yður húsnaeði, atvinnu eða fólk til vinnu, er AUGLÝSING í VÍSI öruggasti milliliðurinn. Við veitum yður allar upp- lýsingar og fyrirgreiðslu. Aug- lýsingaskrifstofan er i Ingólfs- stræti 3. Sími 11663. V 1S I R . Karlmanna- fatnaði stolið í fyrrinótt yar verulegum verC- mætum í fatnaði stolið við innbrot í verzlun f Miðbænum. Brotizt var inn á 2 stöðum, en úr öðrum þeirra var engu stolið.Höfðu þjófarnir brotizt inn £ verkstæði, er fyrirtækið Gluggar h.f. hefur fyrir gardínuframleiðslu sína í bakhýsi í Hafnarstræti 3. Úr þessu verk- stæði er slðan opin leið inn í port á milii verkstæðisins og bygging- arinnar við Hafnarstræti þar sem verzlunin Herraföt er til húsa. Hafði verið spenntur upp gluggi úr falsi og að því búnu farið inn í verzlunina. Þaðan var miklur- verðmætum stolið af karlmann; fatnaði, m. a. var stolið þar frakk einhverju af stökum karlmannajöl; um, svörtum skinnjakka, fóðruður peysujakka og amerlskum stutt frakka. Loks var stolið 500 krónum skiptimynt. Þess skal getið að venjulega p- unnið frameftir nóttu þarna I þess ari húsastæðu og slðan hafður þar næturvörður sem gætir fyrirtækj- anna það sem eftir er nætur og þar til starfsfólk kemur á morgn- ana. En svo undarlega vildi til að þessa einu nótt fékk næturvörður- inn frí frá starfi. Þjófarnir náðust skömmu síðar, en þá höfðu þeir klæðzt hinum nýja fatnaði. Höfðu þeir brotið rúðu I söluturni við Barónsstíg, en fólk I nærliggjandi húsi heyrði rúðu brotið og tilkynnti lögreglunni. i húnjpjófunur^ þá litlu síðar óg flutti I fangageymsluna. Þegar þeir mættu hjá rannsókn- arlögreglunni I gær I nýju fötun- um sínum kom I ljós að þetta voru sömu mennirnir og brotizt höfðu áður um nóttina inn I Herraföt í Hafnarstræti. Annar þessara manna var nýkom inn af Litla-Hrauni þar sem hann hafði tekið út 14 mánaða refsingu. íJNáði , 71 NÝKOMIÐ GÓLFTEPPI falleg og ódýr, margar tegundir, margar stærðir. GANGADREGLAR mjög fallegt úrval í mörgum breiddum og tegundum. Földum — saumum saman fljótt og vel eftir óskum. GEYSER H.F. Teppa- og dregladeildin. ubnenýiogBg fibisH .ieöiv , n< sjaýl 8* $ o?. "nmðifidálH.. 'V. .n;r-T'l mtr , . •• ■ . p . MÁLMFYLLING Þ.JÓNSSON & CO BRAUTARHOLTI 3 SÍMI 15362’-19215 tTelzta málið á Alþingi I gær var frumvarp um breytingu á áfengislögum, samið að undir- lagi dómsmálaráðherra, Bjarna Benediktssonar og reifað af hon- um I upphafi þingfundar í neðri deild. Ráðherrann sagði að frum- varpið væri samið I dómsmála- ráðuneytinu, en byggt á tillögum þeirrar nefndar, sem rannsakaði atburðina I Þjórsárdal í sumar. Skýrslu þeirri fylgdu tillögur til úrbóta, eins og óskað hafði ver- ið eftir I fyrirmælum menntamála ráðherra Gylfa Þ. Gíslasonar, er hann fól nefndinni fyrrgreint verkefni. Ekki voru allar tillögur nefndarinnar teknar til greina, en hinar helztu Iátnar sitja í fyrir- rúmi. Ýmis aldurstakmörk varð- andi umgengni unglinga við á- fengi og vínveitingastaði voru sett, t. d. mega unglingar innan 18 ára aldurs ekki koma á vín- veitingastaði, nema I fylgd með forráðamönnum sínum. Þá má ekki útvega unglingum undir 21 árs aldri áfengi með nokkru móti, né mega leigubílstjórar aka þeim undir áhrifum áfengis, eins og Þórarinn að frumvarpið stæði til bóta. Hann taidi hins vegar að leggja yrði alla áherzl- nema til heimilis þeirra. VEGABRÉFASKYLDA Unglingum verður skylt að bera sklrteini með nafni, heimilis- fangi, aldursupplýsingum og mynd. Verður þessi skylda mið- uð við tólf til tuttugu og tveggja ára aldur. En ráðherrann sagði I ræðu sinni að hagstofustjóri hefði bent á að gefa mætti út slík skír- steini fyrir alla íslendinga, og gætu þau komið sér vel undir ýmsum kringumstæðum. Þetta er nú til athugunar hjá stjórnarvöld um, sagði ráðherrann. Vegna þessarar athugunar hefur útgáfa vegabréfa til unglinga dregizt nokkrar vikur, þar sem ekki þyk- ir rétt að fara af stað með hana eina, ef niðurstaðan yrði sú, að allir fengju slík vegabréf. Yrði það tvíverknaður. STRANGARI REFSINGAR Samkvæmt frumvarpinu eru ýmsar refsingar við brotum á á- fengislöggjöfinni þyngdar, sumar verulega. Ekki þótti rétt að taka upp í frumvarpið ákvæði um refs ingar á unglingum innan 18 ára, sem neyttu vlns, eins og fyrr- greind nefnd Iagði til, þar sem sökin var aðallega talin liggja hjá þeim er útveguðu áfengið og bæri því að refsa þeim, sem slíkt gerðu. Ráðherrann benti á ýmsa erf- iðleika sem skapast myndu við framkvæmd laganna, einkum þau er snertu aldurstakmörkin. Taldi hann nauðsynlegt að eftir- litið yrði eflt. Þórarinn Þórarinsson (F) gerði tvær athugasemdir við frumvarp ið, og bað viðkomandi þing- nefnd að taka til athugunar. í fyrsta lagi að ákveðinn hluti af hagnaði af sölu áfengis rynni til bindindis- og æskulýðsstarfsemi. I öðru lagi að bannað yrði með lögum að veita minnsta afslátt af áfengi, miðað við almennt út- söluverð, t. d. til ráðherra, eins og gert væri. Geir Gunnarsson (Alþbal.) taldi una á að komið yrði upp um þá, sem útvega unglingum áfengi og veita þeim refsingu. Sagði hann nauðsynlegt að skylda leigubíl- stjóra ekki aðeins til þess að aka ölvuðum unglingum heim, heldur einnig að gera yfirvöldum við- vart, svo þau gætu rannsakað hvaðan unglingum kom áfengið. Þá gagnrýndi hann skólakerfið, sem hann sagði að veitti ekki unglingum nægilega aðstöðu til tómstundaiðkana. SLÆMIR FORELDRAR Sigurvin Einarsson (F) sagði marga foreldra hafa þau viðhorf til áfengisdrykkju að eðlilegt væri að banna þeim með öllu að koma með börn sín undir 18 ára aldri á vínveitingastaði. Taldi hann að foreldrar gættu ekki eðlilegt hófs í slíkum efnum, og færu með börn sín þangað, undir vissum kringumstæðum. Þá vildi hann láta banna vínveitingar 1 opin- berum veizlum. Umræðum lauk með þessum orðum Sigurvins, og sneri deildin sér þá að frumvarpi Einars Ol- geirsonar um áætlunarráð ríkis- ins. Flutti Einar langa ræðu með frumvarpinu, og taldi augljósa nauðsyn strangrar áætlunar I þjóðarbúskapnum. Benti hann á ýmislegt er hann taldi hafa af- vega farið, þvl til staðfestingar. 1 efri deild gerði Emil Jónsson, ráðherra gein fyrir frumvarpi varðandi innlendar tryggingar, og Ólafur Björnsson skýrði nefnd arálit um bráðabirgðabreytingu og framlengingu nokkurra laga. Voru ræður beggja stuttar. Þá er þess að geta, að Sveinn Guðmundsson (S) forstjóri hefur tekið sæti sem varaþingmaður í stað Jóhanns Hafsteln banka- stjóra, sem er erlendis I opinber- um erindagjörðumi Sigurður Bjarnason var I gær kjörinn formaður utanríkismála- nefndar Alþingis og Emil Jóns- son fundarritari. Unglingar og áfengi — Vegabréf — Afsláttur á áfengi — Varabingmaður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.