Vísir - 30.10.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 30.10.1963, Blaðsíða 11
% % % STJÖRNUSPÁ # rita: Hrafnkels saga Freys- goða, 1. (Helgi Hjörvar). b) Tryggvi Tryggvason og fé- lagar hans syngja alþýðu- lög. c) Gunnar Benediktsson rithöfundur flytur fyrri hluta erindis um Starkað Stórverksson. d) Þórður Tómasson fiytur frásögu- þátt „Bæjarstæðin þrjú í Hjörleifshöfða“ eftir Kjart- an Leif Markússon frá Suð- ur-Hvammi. 21.45 Islenzkt mál (Dr. Jakob Benediktsson). 22.10 Lög unga fólksins (Bergur Guðnason). 23.00 Bridgeþátur (Stefán Guðjohnsen). 23.25 Dagskrárlok. Sjónvarpið Miðvikudagur 30. október. 17.00 I’ve Got A Secret 17.30 Sea Hunt 18.00 Afrts News 18.15 Air Power 18.30 True Adventure 19.00 Communism: Myth V Reality 19.30 Global Zobel 19.55Afrts News Extra 20.00 Bonanza. 21.00 Hootenanny 21.30 The Joey Bishop Show 22.00 Fight Of The Week 22.55 Afrts Final Edition News 23.00 The Steve Allen Show Áheit og gjafir Áheit, Strandakirkja, frá K.G. kr. 50.00. Tilkynning Neskirkja. — Fermingarbörn, mætið í kirkjunni f dag 30. okt. ki. 5. Sóknarprestur. Árnað heilla Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Árelíusi Níels- syni, ungfrú Ragnheiður Ólafs- dóttir og Sölvi Pálsson. Heimili þeirra verður að Tjarnarbraut 27. (Ljósm. Studio Guðmundar). Ymislegt Börn,' sem seldu merki Barna- verndardagsins og ekki náðu að skila á laugardag skili hið fyrsta til Sálfræðideildar skóla Tjarnar- götu 12 eða til Matthíasar Jónas- sonar Háskólanum. Bazar Kvenfélag Laugarnessóknar. — Kvenfélagið heldur bazar laugar- daginn 9. nóvember. Félagskonur og aorir velunnarar félagsins ge:i svo vel að hafa samband yið: Ástu Jónsdöttur í síma 32060, Jó- hönnu Gísladóttur í síma 34171 eða Sigríði Ásmundsdóttur í síma 34544. Spáin gildir fyrir fimmtudag- inn 31. okt. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Verkin tala sínu máli um mannkosti gerandans. Þú ættir að gera áætlanir, sem miðuðu að því að tryggja meira öryggi ur en ríkt hefur til skamms tíma. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Straumarnir á sviði hinna róm- antísku mála eru þungir núna og gætu jafnvel leitt til ein- hverra leyndra sambanda. Þú ættir að gæta þess að halda þig utan við þetta. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní. Þér kynni að líka vel að fá heimsókn, sérstaklega ef þú hefur nýverið tekið til þannig að allt Ifti vel út hjá þér. Þú ættir að afla þér vina á vinnu- stað. Krabbinn, 22. júni til 23. júlí: Þú hefur allmikinn áhuga á því, sem betur má fara í fari þínu og annarra 1 dag. Það gæti einnig komið vel heim við atvinnu þína. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Útkomaft á hlutunum gæti orð- ið þess valdandi að þér bjóð- ist fleiri tækifæri til að verja meiru af tíma þínum til fram- tíðaráætlana. Hugsaðu allt út í yztu æsar. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Því meiri athygli, sem þér tekst að vekja á fyrirætlunum þínum, þeim mun auðveldara muntu eiga með að koma þeim í fram- kvæmd. Sneiddu samt hjá þeim, sem á móti þér eru. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Það kann að vera fyrir hendi mjög heppileg leið fyrir nána félaga til að auka gróðamögu- leika sfna. Ef þú lumar á ein- hverri góðri hugmynd, þá kann tækifærið til að færa sér hana í nyt að vera skammt undan. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Vilji þinn til að gera vinum og kunningjum greiða kann að verða þeginn með þökkum í dag. Láttu þér eins umhugað um maka þinn eða náinn félaga. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú gætir lagt þig allan fram til framgangs málefnis, sem er í samræmi við æðstu hugsjónir þínar. Það er oft upp- lýsandi að kafa í leyndardóma sjálfs lífsins. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Hugsanir þfnar kunna að vera talsvert á reiki í dag og annars staðar en við vinnuna eða þar, sem þær ættu að vera. Þú ættir að ráðgera þátttöku í námskeiði eða afla þér góðra bóka. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Ágóðaskýrslur eða góðar fréttir ættu að hafa mjög góð áhrif á geðsmunina og þú gætir breytt áætlunum þfnum í sam- ræmi við það. Þú veizt að allt tekur sinn tfma. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Hafðu samband við þá sem eru snjallir við að gefa þér góð ráð varðandi framtiðina. Það eru margar dýrmætar til- lögur, sem þeir gætu boðið þér. Kalli % kóng- urinn Libertínus konungur í Libertas kallaði þegna sína til fundar við sig, og þeir yfirgáfu fúslega skjól sitt milli trjánna, til þess að hlaupa inn í hlýja, þurra höllina. Landar, sagði Libertínus, þegar allir voru mættir. Það er eitt sem okkur litla ríki vanhagar um. Löggjöf, hrópaði Frikki með vonarglampa f augunum. Kóng- urinn stirðnaði upp. Vissulega ekki, sagði hann móðgaður. Nei, það er hirð. Konungshöll án hirð- ar er engin raunveruleg konungs- höll. Þess vegna ætla ég að út- nefna ykkur þegna mína sem hirðmenn. Húrra, hrópaði Kalli glaður, þá þurfum við þó ekki að hýrast úti í kuldanum og rigningunni. öll- um viðstöddum til mikillar undr- unar, útnefndi kóngurinn stýri- manninn til hofmeistara. E, yðar hátign, mótmælti Frikki. Hef ég ekki alltaf verið góður hofmeistari? Og hvers vegna skipið þér þennan einfalda sjómann í minn stað? Einfalda? sagði kóngurinn. Já, það er einmitt rétta lýsingin á honum. Og það er Iíka einmitt þess vegna, sem ég skipa hann í þetta embætti. Hann kemur ekki til með að vera alltaf að þrasa í mér, eins og þér, Friðrik. Hann kemur til með að þegja nema þegar ég vil að hann tali. Þorpararnir aka af stað í gegn- um hina þéttu Lundúnaþoku. — Hvernig líður vini okkar í aftursætinu? spyr sá sem ekur. Hinn lftur aftur og segir hlæj- andi: — Ef við hefðum slegið hann aðeins betur út, þá hefðum við slegið hann út í geiminn. En Rip er harðjaxl hinn mesti, og rumskar því fljótlega. Hann hefur áhuga á að borga fylgdarmönn- um sínum fyrir ökuferðina, en er ennþá of máttfarinn til þess að treysta sér til að slást við þá báða. Hann tekur því einn skyrtu hnapp sinn og byrjar að fikta við sígarettukveikjarann. FRÆGT FÚUÍ I V-Þýzkalandi fer nú hljóm plata með gamanvfsu um tvo fræga Þjóðverja, ein-s og eldur ' sinu um allt og herur hún þegar náð óhemju vinsældum og selst í 100 þús. eintökum. Vísa þessi var sungin á kabarett í Bonn og fjallar hún urn þegar Adenauer lætur af embætti kanslara og Erhard tekur við því. Heitir platan „Lass doch mal den Dicke an“, eða „Leyfðu nú þeirn feita að komast að“. — Hinn þekkti hljómplötuútgef ■" andi Hans R. Beierlain sá ■I strax í hendi sér að vísan ■; myndi ná miklum vinsældum I; og gaf hana út á hljómplötu, ;■ sem eins og fyrr segir hefur ‘l selzt f 100 þúsund eintökum. ■: Hinum megin á plötunni er ■: hrífandi kveðjuljóð til Adenau ,'| ers: „Good bye alter Hauptling, :■ good bye“. í Og sá feiti, Erhardt lætur ■J sér þetta vel lynda. 'v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.1 Blöð og tímarit Freyr er nýkominn út fjölbreytt ur að efni. Þar eru Félagstíðindi stéttarsamb. bænda aðalefni: að- alfundur sambandsins 1963. — Margt annað efni er f ritinu, m. a. um reynsluh/i, sem Búnaðar- félag íslands hefur samið um við hjónin á Hulduhólum í Mosfells- sveit, að hafa um komandi ár. Mikið er af myndum í heftinu og frágangur allur ágætur. B E L L A Ég hef því miður gleymt öku- skírteininu mínu heima. Hoppaðn bara upp f, og þá getum við bara skroppið eftir því.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.