Vísir - 30.10.1963, Blaðsíða 10

Vísir - 30.10.1963, Blaðsíða 10
70 VÍSIR . Miðvikndagur 30. október 1963. NæturSíf — Framhald af bls. 4. ið er svo troðfullt, að það er engin leið að dansa. Fólkið stendur bara og heldur hvort í annað, og virðist vera hið á- nægðasta með það. Heim á leið- Klukkan var að verða eitt, og hljómsveitin var að leika síð- asta lagið. Margir heitir, rjóðir vangar komu saman úti á myrkv uðu dansgólfinu. Þar var margt hvíslað, en hvað það var, er einkamál hvers og eins. Þar sem ég læt berast með þrönginni, kemst ég ekki hjá þvf að heyra setningar eins og: — Ætlarðu með honum? Guð hann er svo púkó. Og hálf- feimnislegt: Er .., hérna ... hm .má ég ... er ... keyra þig heim? Það er búið að loka barnum, og ekki allir hressir yfir því. Ungi maðurinn sem var að þylja yfir okkur speki hinna forn snillinga, virðist vera farinn að hafa meiri áhuga á guðunum og hrópar hástöfum á Bakkus. Fyrr en varir stendur maður svo einn eftir fyrir utan Borg- ina, allir aðrir eru farnir heim, og hvergi er líf að sjá. Það er farið að rigna örlítið, og það er þægilega svalandi að fá kalda regndropana í andlitið, eftir allan hitann, og læti kvöldsins. Eins og vanalega þegar maður þarf á að halda eru engir leigu- bílar sjáanlegir, og því ekki um annað að ræða en að ganga heim. Ég labba af stað upp Laugaveginn og fer mér rólega. Einstaka teddyboy geysist fram hjá á „tryllitæki", sem búið er að taka hljóðkútinn undan, og á einum stað eru piltur og stúlka uppi á tröppum að tala saman. Þau eru auðsjáanlega ekki sammála um eitthvað, lík- lega vill hann komast inn með henni. Allt í einu snýr hann sér við, og gengur burtu hröð- um skrefum, auðsjáanlega móðg aður. Hún stfgur nokkur skref á eftir honum, en stanzar svo. Ég brosi til hennar þegar ég geng fram hjá, og hún brosir á móti, og fitjar örlftið upp á nefið. Ég labba áfram. Götu- Ijósin speglast i votu malbikinu. Unga stúlkan gengur hægt upp tröppurnar og raular fyrir munni sér. Ein hendingin berst með golunni: — Vertu sæll minn kæri ... __________________ ótj. Alm. bókaféi. — Framhald af bls 7 Dulræn efni hafa mjög dregið að sér hug íslenzkra lesenda að undanförnu. Hjá AB er væntan- leg f íslenzkri þýðingu bókin „Det skjulte menneske" eftir norska prófessorinn Harald Schjelderup, sem talinn er einn allra fremsti sálfræðingur Evrópu. Þýðendur eru þeir Gylfi Ásmundsson sálfræðingur og Þór Jakobsson cand. mag. Síðast en ekki sízt er svo að geta Skáldverka Gunnars Gunn- arssonar, tveggja siðustu bind- anna, en þau voru að koma út um þesar mundir. Er þar með lokið 8 binda heildarútgáfu á ritverkum þessa stórmerka rit- • höfundar. Allmargar bækur, auk þeirra, sem hér hafa verið nefndar, eru í undirbúningi hjá AB — og kann svo að fara, að einhverjar þeirra verði gefnar út fyrir áramót. Útgáfustarfsemi félags- ins er annars að því leyti ólík útgáfu flestra annarra útgáfu- fyrirtækja, að bækur þess koma út sem næst jöfnum höndum allt árið — en ekki svo til eingöngu fyrir jólin. Skóldrit — Frh. af bls. 7: jánsson cand. mag. færði f fs- , lepzkan búning. Ritið er prýtt mörgum myndum. Ferðabók Jakobs H. Líndals bónda og jarðfræðings á Lækj- armóti. Dr. Sigurður Þórarins- son sér um útgáfuna. Hefur að geyma fjörlega samdar lýsingar margra héraða á Norðurlandi og víðar, einkum frá jarðfræði- Iegu sjónarmiði. I flokknum Smábækur Menn- ingarsjóðs koma að þessu sinni út þrjár bækur: Frönsk ljóð frá 19. og 20. öld, Jón Óskar ís- lenzkaði, Císero ög samtíð hans eftir dr. Jón Gíslason skóla- stjóra og Vísnakver eftir Krist- ján Ólason frá Húsavík. Bílasala Guomundar Mercedes Benz 190, árg. ’60. Volkswagen ’63, ekinn 4500 km. Dodge Veapon ’42, 11 manna. Fiat Mullipla ’58. Margskonar skipti. BÍLASALA GUÐMUNDAR, Bergþórugötu 3 . Símar 19032 og 20070. — eigendur Veitum bifreiðaeigendum aðstöðu til viðgerða á bílum sínum. Einnig þvott og hreinsun. Bifreiðaþjónust- an, Súðavogi 9. Sími 37393. Hreinsum vel og fljótt Hreinsum allan fatnað — Sækjum — Sendum’ EFNALAUGDM LINDIN H.F., Skúlagötu 51, sími 1825 Hiafnarstræti 18, simi 18820. Þ.JONSSON &CO? BRAUTARHOLTI 6 - SÍMI19215'l VENNA - - I Vanir í menn. i Vönduð vinna. v Þægileg. [ Fljótleg. Teppa- og húsgagnahreinsunin Sími 34696 á daginn Sími 38211 á kvöldin og um helgar. Vélhrein- gerningar ÞÆGILEG KEMISK VINNA ÞÖRF. - Sími 20836 Vélahreingern- ing og húsgagna- Vanir og vand- virkir menn. Fljótleg og rifaleg vinna ÞVEGILLINN. Sfmi 34052. ^mNöLwm/iFwicj^y <& TWrrtuti ? prentsmiöja & gúmmistimplagerð Einholti 2 - Slrni 20960 Næturvakt i Reykjavik vikuna 26. okt. til 2. nóv. er i Reykjavík- urapóteki. Neyðarlæknir — sirni 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15-8, laugardaga frá kl. 9,15-4. helgidaga frá kl 1-4 e.h. Sfmi 23100 Slysavarðstofan 1 Heilsuverna. arstöðinni er opin allan sólar- hringinn, næturlæknir á sama stað klukkan 18—8. Sími 15030 Holtsapótek. Garðsapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7 laugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. Lögreglan, sfmi 11166. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðin, sími 11100 var Miðvikudagur 30. október. Fastir liðir eins og venjulega. 7.00 Morgunútvarp. 13.00 „Við vinnuna". Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum": „Voðaskotið" eftir Karen Blixen, II. (Hildur Kalman). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna. 20.00 Varnaðarorð: Guðmundur Marteinsson rafmagnseftir- litsstjóri varar við hættum af rafmagni. 20.05 „Kátt er f Bæjaralandi": Þýzkir listamenn syngja og Ieika létt lög. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur forn- ÞRIF. - Sími 22824. *• Bl'óðum flett Víða liggja vatnsgötur. Vindur er torrænastur. Ö1 er annar maður. Eldur er viðar fúr. Sæt er syndaást. Svipul er sjóargjöf. Létt falla lostverk. Langur er kóngs morgunn. (Ljúflingsdilla). Haustið 1807 tók að bera á reimleikum að Garpsdal vestra. Nótt eina var skálahurð brotin, og litlu síðar bátur niður við sjó, sem prestur átti; gerðist það um hábjartan dag og heyrðust höggin heim að bæ, en engin var sjá- anlegur í námunda við bátinn. Skömmu síðar voru brotnar íjór- ar fjárhússhurðir, einnig í björtu, en þó keyrði um þverbak, þegar kom fram í nóvember, því að þá var brotið þilið frá vefarahúsinu á baðstofugólfinu, þá þrír gluggar á baðstofunni, en litlu síðar lék þar allt á reiðiskjálfi og frammi f göngum var allt lauslegt á lofti, hurðir, spýtur og húsgögn, og flýði þá prestur með fólk sitt til næsta bæjar f bili. Það þóttust menn vita, að kvendraugur mundi að þessum býsnum valdur. 7 •* ... að þvf sé 25 ára afmælis !■ umskiptingsins svo hátíðlega •I minnzt, að svo hafi ákveðið hans !j aðstandendur, að það skuli um !• Ieið verða erfi hans ... GOLFTEPPA og HÚSGAGNA HREÍNSUN H.F SÍMI 3310J Kaffitár ... nei, elskan mín góða, hún er nú ekki aldeilis heima, frúin á efri hæðinni... tók sér far með flugvél til Parísar, til þess að kaupa klofhá kuldastígvél á sig og dótturina, fyrst að fresta varð fermingarveizlunni þar, og öllu því tilstandi. . Strætis- vagnhnob Sá er valdi Þjórsárdal hið þorstamikla heiti, það leynir sér ekki, að hann vissi hvað hann söng. Þjór og slark frá öndverðu var þar á næsta leiti, þó að nú sé önnur öld, en þegar Gaukur bjó í Stöng. Og munur hvernig atburðunum haldið er til -haga — á hans tíð varð allt þess háttar íslendingasaga ... Tóbaks korn ... já, ekki ber á öðru, en að hann sómi sér sæmilega í blað- inu, verðlaunadorrinn... já, í sama blaðinu og fegurðardrottn- ingin á þeim klofháu ... og hall- ast bara hreint ekki á, nei-óekkí. Eina sneið ... þá er hin svonefnda vetrar- dagskrá útvarpsins hafin, eftir að hafa — að sjálfsögðu — verið boðuð og tilkynnt á viðeigandi hátt, þar sem meðal annars var fyrirfram yfirlýst að hún hefði aldrei verið V :tri en hún yrði nú, og bar auðvitað nauðsyn til að taka það fram, því að annars er hætt við, að það kynni að hafa farið framhjá einhverjum ... eitt af frægustu nýmælunum i sam- bandi við hana er það, að hún hefur verið lengd nokkuð f báða enda, þannig að nú fellur enn meiri hluti hennar en áður á þann tíma þegar enginn hlustar ... er þetta allmerkilegt nýmæli og meira að segja spurning, hvort forráðamenn útvarpsstarfsemi í ( landinu séu þar ekki loks búnir að finna hina réttu leið, og að þeir ættu smám saman að ganga þar lengra, unz öll dagskrá hef- ur verið flutt yfir á þann tlma sólarhringsins ... yrði þá að hafa það, þó að almenningur kynni að hafa þyngri drauma en ella, því að mestu varðar að mönnum líði þó sómasamlega í vökunni... '•rKtíjEsaassEa:.1 _ ':sriES3E. - ’iæsaíC:ss2wtBíSSSiaíb.-ii

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.