Vísir


Vísir - 06.01.1964, Qupperneq 8

Vísir - 06.01.1964, Qupperneq 8
8 V í S IR . Mánudagur 6. janúar 1964. VISIR Otgefandi: Blaðatitgáfan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði í lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f. Hagnýtum þekkinguna | áramótaræðu forsætisráðherra Bjama Benediktsson- ar var rætt um þau meginvandamál, sem þjóðin stend- ur nú andspænis og glögg grein fyrir þeim gerð. For- sætisráðherra benti á það hver höfuðnauðsyn það væri að menn kæmu sér saman um það að virða staðreynd- * ir efnahagslífsins. Þekkingin ein stoðar ekki ef menn fást ekki til þess að skeyta henni, sagði ráðherrann. jV[ikil sannindi em fólgin í þessum orðum. Við íslend- ingar höfum allt frá styrjaldarlokum séð hjólið snúast án afláts. Fyrst koma kauphækkanir, síðan verðhækk- anir, sem gera kauphækkunina að engu. Þá nýjar kaup- hækkanir til þess að bæta upp kjararýmunina, enn nýjar verðhækkanir og svo koll af kolli — lokaður vítahringur. Þessi sannindi eru öllum orðin löngu ljós, en hugrekki hefir skort til þess að draga af þéim rétt- ar ályktanir — þær, að fara verður nýjar leiðir í kjara- baráttunni í stað þess að hola rætur þjóðarmeiðsins í sífellu. En það er mála sannast, að úr þessari sjálf- heldu verður ekki komizt nema allir leggist á eitt, eins og forsætisráðherra benti á. Samtökum almenn- ings má ekki beita til þess að torvelda að löglegur meirihluti kjósenda ráði. Leitast verður við að sam- eina hin ólíku sjónarmið, auka víðsýni og traust milli stétta þjóðfélagsins. J>egar allt kemur til alls er markmið launþegasam- takanna, ríkisstjórnar og Alþingis eitt og hið sama. Að auka þjóðartekjurnar og bæta lífskjörin í samræmi við þær. Hér greinir ekki á um markmiðið sjálft held- ur einvörðungu leiðirnar. Og til þess að sá ágreining- ur verði sem auðleystastur er tvennt nauðsynlegt. 1 fyrsta lagi þekking á staðreyndum efnahagslífsins, af- komu atvinnuveganna, kaupmætti launa og öllum breytingum á þessu sviði. Slík þekking er ennþá of lítil og of lituð. Því verður að setja á fót hlutlausa hagstofnun hið allra fyrsta. í öðru lagi verður að rækta þá ábyrgðartilfinningu og sanngimi að eftir hlutlæg- um upplýsingum verði farið við skiptingu þjóðarauðs- ins — við lausn vanda efnahagsmálanna. Það er stærsta framtíðarverkefnið. jslenzka þjóðin gengur nú til móts við ár, sem getur orðið eitt hið afdrifaríkasta í sögu þjóðarinnar. Ef stéttadeilurnar og verkföllin magnast enn á árinu er hætt við að þjóðm giati fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Vitrari stefnu gæti hún því ekki tekið upp á þessum tímamótum en þá að starfa af samhug að Iausn vand- ans, á grundvelli þeirra staðreynda efnahagslífsins, sem óhrekjanlegar reynast. i BÆKUR 0G flMt' LAXNESS og Sovétríkin d □ o Ritdómur um Skúldutímu úr POLITIKEN il Sunnudaginn 29. des. birti KaupmannahafnarbiaöiO Poli- tiken ritdóm um hina nýju bók Halldórs Laxness, Skáldatimi. Er hann ritaöur af Erik Sönder- holm cand. mag., sem áöur var danskur sendikennari viö Há- skóla Isiands. Bók Laxness kemur út á þessu ári hjá danska forlaginu Gyldendal og einnig mun hún væntanleg í enskri þýðingu. Ritdómurinn fer hér á eftir í lausiegri þýöingu. Hann ber fyrirsögnina „Laxness og Sovjet". „Hin nýja bók Laxness hefir aö geyma endurminningar frá tímabilinu 1928-1939. Titil bókarinnar má þýða á dönsku þannig: „En digters tidsopgör". Fyrstu kapitularnir skýra frá hinu merkilega kaþólska tima- bili' í lffi hans og hvernig hann hverfur frá trúnni, eins og lýst er í hinni miklu æskuskáldsögu hans Vefarinn mikli frá Kasmir. Engu minni þýöingu hafði kynn ing höfundarins af Bandarfkjun- um á þriðja áratugi aldarinnar. Þar kynntist hann sósfalism- anum og þjóðfélagsádeiluhöf- undum, eins og Sinclair Lewis og Upton Sinciair, sem fjallað er ýtarlega um f bókinni en á mjög gagnrýninn hátt. Póli- tísk samvizka hans hafði verið vakin af hinum bandarfsku þjóðfélagsádeiluhöfundum og þegar hann hóf virka þátttöku í andstöðunni gegn nazisman- um á fjórða áratugi aldarinnar er ekki að undra þó hann gangi. f hóp vinstri manna og lýsi á- huga sfnum á Sovétríkjunum. Meginþáttur bókarinnar er uppgjörið við Sovétkommún- ismann, sem hann kynntist á tveimur Rússlandsferðum sfn- um á fjórða tugi aldarinnar. Höfundurinn, sem nýsloppinn var undan áhrifum kaþólskunn- ar, veigraði sér við að ganga nýrri andlegri einveldisstefnu á hönd. Það kemur í ljós af hin- um sterka gagnrýnistón þessa kafla, þótt þar megi hvarvetna sjá hvern áhuga Laxness hafði á óg samúð með þeirri tiiraun f þjóðfélagsmálum sem þar var verið að framkvæma. En ekki var hann ýkja hrifinn af stefnu rússnesku stjórnarinnar í list- málum. í lslandi hefir hin nýja bók Laxness vakið furðu, þar sem þar er að finna svo mikla gagnrýni á hinu rússneska ævintýri á fjórða tugi aldarinn- ar. Er það fyrst og fremst vegna þess að Laxness hefir áður ritað tvær bækur um Sovétríkin, og hefir önnur þeirra Gerzka ævintýrið komið út í danskri þýðingu, en f þess- um báðum bókum er mjög vin- samlega ritað um það sem fyr- ir* augu hans bar í þessum Rússlandsferðum. Af hálfu hægri manna á Islandi hefir verið spurt hvers vegna Lax- ness hafi ekki fyrr sagt sann- leikann, þar sem hann var hon- um greinilega ljós; kommúnist- ar hafa hins vegar borið honum það á brýn að hann hafi verið heilaþveginn eða að skrifa nú til geðs nýjum vinum, sem hann hefir öðlazt á Vesturlönd- um eftir að hann hlaut Nóbels- verðiaunin. TV'æstsfðasti kafli bókarinnar „Vera Hertsch“ sýnir af- stöðu Laxness, en þar dregur hann upp mynd f hnotskurn af reynslu sinni á þessari tfð í Rússlandi. Er mynd sú svo sterk að lýsingin gleymist seint. En andstæðan milli þess tíma sem bókin fjallar um og dagsins f dag er þó ekki ó- skýranleg. Laxness skýrir nú frá því að ástandið í Sovétrfkj- Laxness unum undir Stalin hafi verið ógnvænlegt, en hann var þá þeirrar skoðunar að tilraunin sem þar fór fram væri góðra gjalda verð. Þá áttu sér stað margir ógnvænlegir og ómann- úðlegir atburðir, en svo fremi sem aðeins var um skamma breytingatíð að ræða þá varð að láta sér hið illa einnig lynda, þvf sifk tilraun hlaut að vera dýru verði keypt. Þess vegna Verður mjög athyglisvert að lesa framhald Skáldatfma og kynnast skoðunum Laxness á Sovétrfkjunum eins og hann hefir séð þau eftir styrjöldina. Af köflum bókarinnar er sér- stök ástæða til þess að drepa á þá sem fjalla um þrjú höfuð- verk hans frá árunum fyrir 1940, Sölku Völku, Sjálfstætt fólk og Heimsljós en þar er út- gáfusaga þeirra rakin í kald- hæðnum glettnistón. Margir kaflar bókarinnar eru á yfir- borðinu spaugkennt rabb, en í rauninni er þar að finna djúp- stæðar hugleiðingar um bók- menntir og menningarmál. Þetta er í einu orði sagt mjög hrífandi bók.“ Ny kennsiubók í reikági Ég reikna, 2, hefti, er komið út á vegum Ríkisútgáfu náms- bóka, og hafa þeir Jónas B. Jónsson og Kristján Sigtryggs- son gert heftið. Gerð bókarinnar er svipuð og i. heftis. Hún hefst á upprifj- un þess, sem áður var lært í samlagningu og frádrætti, og síðan er haldið áfram, aðeins byrjað á margföldun og deil- ingu og kennt að geyma í sam- lagningu. Það er ætlazt til þess, að börnin reikni f bókina nema þar sem annað er tekið fram, og margar myndanna má lita. Þótt bókin sé fyrst og fremst kennslu bók til notkunar í skólum fyrir 8 ára böm, er hún einnig hent- ug til notkunar f heimahúsum. Börnin geta fikrað sig áfram af sjálfsdáðum, því glöggar leið- beiningar eru með hverri nvrri aðferð, en auk þess gefur bókin margar bendingar um leiki, æf- ingar og spil, sem alls staðar er hægt að nota. Myndirnar gerði Bjarni Jóns- son.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.