Vísir - 04.02.1964, Side 4

Vísir - 04.02.1964, Side 4
4 V1SIR . Þriðjudagur 4. febrúar 1964. I I i' i i ] Hvenær byrjaðlr þú að safna bókum, og hvafl kom þér til þess? Ég get ekki sagt, frá hvaða tíma telja megi að ég hafi byrj- að bókasöfnun. En um leið og ég varð stautandi langaði mig til þess að lesa og eiga bækur. Fáa hluti sá ég, sem mér þóttu eins fallegir og falleg bók. Og ég var ungur, er mér þótti miklu skipta, hvemig titilblað var á bók. Á fallegt titilblað starði ég hugfanginn, en sér- staklega þó, ef ég vissi, að innihald bókarinnar var að mfnu skapi. lengur yndi af lestri þeirra. Dálftið rýmkuðust auraráð- in eftir ferminguna. í>á fór ég að aura saman til þess að kaupa Fomaldarsögur Norðurlanda og reyna að ná í Fornmannasög- umar f 12 bindum, sem komu út á árunum 1825 — 1837. En það tók mig tíu ár að fá þær allar, og tugi ára, þar til ég var búinn að fá eintak af þeim, sem mér lfkaði. Árin liðu. Árlega bættist eitt- hvað við bókaeign mína. En lengi var fjárhagur minn svo þröngur, að ég mátti ekki eyða miklu fé til bókakaupa. Og oft Þorsteinn M. Jónsson í skrifstofu sinni í Eskihlíð 21. Bókasafn Þorsteins M. Hvemig var háttað fjárráflum þfnum og möguleikum afl ná í bækur? Hvernig vom fyrstu ár bókasöfnunar þinnar? 1 bernsku hafði ég nær engin fjárráð og litla möguleika að eignast bækur svo að nokkru næmi. Ég mun hafa yerið níu ára, er umferðabóksali kom á heimili mitt. Keypti þá faðir minn af honum Hrafnkelssögu og Gunnlaugssögu og gaf mér. Kostaði hvor þeirra 25 aura. Las ég þær aftur og aftur og fór nú að útvega mér að láni fleiri Islendingasögur. Jafnframt fór ég að reyna að hugsa ein- hver ráð til þess að eignast þær allar. Fór svo, að um fermingu var ég búinn að eignast þær 29 Islendingasögur, er Sigurður Kristjánsson hafði þá gefið út og kostuðu samtals 16,60 kr., og hafði ég þá lesið sumar þeirra svo oft, að ég kveið þeim tíma, er ég kynni allar Islend- ingasögurnar og hefði þá ekki hefi ég haft svo miklum störf- um að gegna, að lítill tími hefir verið til að sinna bókasöfnun. En það þarf ekki síður tíma en fé til bókasöfnunar. Það eru nú liðin sjö ár frá því ég flutti búferlum til Reykjavikur. Þessí ár hefi ég haft meiri tima til að afla mér bóka en nokkru sinni fyrr, enda hefir safn mitt aukizt rækt við gamlar guðsorðabækur og raunar allt gamalt íslenzkt prent og allar fágætar íslenzkar bækur, svo og á rit höfuðskálda vorra. Hvcrjir eru þeir bókaflokkar, sem þú átt heilsteyptasta? Því miður á ég engan bóka- flokk alveg heilsteyptan og eignast líklega aldrei. kapp á söfnun þeirra, nema þau séu þá einnig á frummálinu. Hér á eftir, þegar ég tala um allar útgáfur hinna einstöku flokka fornritanna, á ég við útgáfur á frummálinu. Mig vantar lítið í allar útgáf- ur íslendingasagna. Þó vantar mig Vatnsdælasögu og Finn- bogasögu, sem komu út í Kmh. mikið á þessum árum, einkum þó að fágætum og dýrmætum bókum. Við hvaða söfnun hefir þú lagt mesta rækt? Islenzk og norræn fornrit, rímur, tímarit, þjóðsögur, rit varðandi sögu Islands og leikrit. Á seinni árum hefi ég lagt mikla Af islenzkum og norrænum fornritaútgáfum á ég talsvert mikið og reyni eftir því sem ég get að ná öllum útgáfum þeirra á frummálinu, þótt mér takist það að sjálfsögðu aldrei. Ég á og nokkuð af þýðingum Is- lenzkra fornrita á önnur norður- landamál og ensku, en legg ekki Nokkrar fágætar bækur úr safni Þorsteins sem hverja um sig mætti verðleggja á nokkrar þúsundir króna, sumar jafnvel tugþúsundir, eins og Grönlandiu Amgríms lærða, en eintak af þeirri bók var til sölu s. 1. sumar í danskri fornbókaverzlun og verðlögð á sem svarar 30 þúsund ísl. krónum. Fágætasta bókin sem á myndinni er, raun þó vera Nýja testamentið, gefið út á Hólum 1609 og er kennt við Guðbrand Þorláksson. Það er meðal fágætustu bóka í einstaklingssöfnum. 1812. Eitthvað vantar mig og af útgáfum þeirra, sem gefnar hafa verið út fyrir skóla á Norðurlöndum. Þá vantar mig Brands þátt örva, Kmh. 1819, Brandkrossa þátt, Kmh. 1816, og Odds þátt Ófeigssonar, Kmh. 1821. Ef til vill vantar mig fleiri, er ég man ekki eftir eða veit ekki um. Af Islendingabók á ég allar útgáfur, nema eina, sem kom út í Oxford 1716. Af Landnámu á ég allar útgáfur, svo og allar útgáfur Sturlunga sögu og Biskupasagna. Ég á nær allar útgáfur Heimskringlu og’annarra kon- ungasagna, nema Leirárgarða- útgáfu Heimskringlu. Ég á og nokkrar útgáfur af konungasög- unum á erlendum málum, svo sem útgáfu hins konunglega norræna fornfræðafélags I 12 bindum, bæði á dönsku og latínu: Oldnordiske Sagaer (Kmh., 1825 — 37) og Scripta historica Islandorum (Kmh., 1828 — 46). En Iangdýrmætasta útgáfa aí Heimskringlu, sem í minni eigu er, mun vera þýðing Peter Clausons, er kom út í Kaupmannahöfn 1633. Ekki á ég allar útgáfur af Færeyingasögu, en þó á ég fyrstu útgáfu hennar (Kmh., 1832). í safni mínu munu vera allar útgáfur Orkneyinga sögu, og allar útgáfur Jómsvikinga- sögu eru þar. Erfiðlega gekk mér að eignast gott eintak af útgáfu Rafns af Fornaldarsögum Norðurlanda (Kmh., 1829-30). Það fékk ég fyrst fyrir einu ári. En nú er ég einnig búinn að fá eintak af boðsbréfinu að þeirri útgáfu, og hygg ég, að það sé mjög fá- gætt. Af hinum sænsku útgáf- um Forrtaldarsagnanna frá 17. og 18. öld hefi ég eignazt eftir- taldar: Gothrici & Rolfi Westro- gothiæ rerum Historia (Upps., 1664), Herrauds och Bosa saga (Upps., 1666), Hervarar saga (Upps., 1672), Fostbrödrernas Eigils och Asmunds saga (Upps., 1693), Sagan af Stur- lauge hinum starfsama (Upps., 1694), Hialmter och Olvers saga (Stkh., 1720), Saugu Asmundar, er kalladur er Kappabani (Stkh., 1722), Wilklna saga eller Historien om Konung Thiderich af Bern Och hans Kampar, samt Niflunga Sagan (Stkh., 1715) og Sagan om Ingwar Widfarne och hans son Sven (Stkh., 1762). Af þessari upptalningu má sjá, að mig vantar enn allmargar forn- aldarsagna-útgáfur Svía, en mest sakna ég þó í safn mitt Nordiska Kampadater (Stkh., 1737). En fágætasta fornaldar- sagnaútgáfa, sem ég á, hygg ég að muni vera Altnordische Sagen und Lieder (Breslau, 1814). Hana fékk ég frá forn- bóksala í Oxford fyrir þrem ár- Eg á margar útgáfur af báð- um Eddunum; enn vantar þó nokkrar. Ég á mjög gott eintak af fyrstu útgáfu Snorra-Eddu, sem kom út í Höfn 1665, og sömuleiðis gott eintak af ann- arri útgáfu hennar (Stkh., 1746). En ekki hefi ég enn náð í 1. útg. Sæmundar-Eddu, sem kom út í Höfn á árunum 1787 — 1828 í þrem stórum bindum. Fyrrí grein 1 fyrravetur birti Vfsir þætti um gamlar bækur og bóka menn. Voru þelr nokkurs metnir af ákveðnum hópi manna, sem óska eftir að þeim verði haldið áfram. Vísir mun því öðru hvoru birta nokkra þætti um þetta efni f vetur og sérstaklega ræða um bókaeign nokkurra kunnra bókasafnara landsins. 1 eftirfarandi þætti er birt viðtai við Þorstein M. Jónsson fyrrverandi skólastjóra á Akureyri, en hann er nú búsettur í Reykjavík. Þorsteinn á eitt af stærstu og dýrmætustu bóka- söfnum sem til eru f einstaklingseign á íslandi og mun að stærð vera yfir 200 hillumetrar, en um verðmæti þess er erfitt að gera sér grein fyrir, þvf f eigu hans er fjölmargt bóka sem ekki hafa komið á bókamarkað um langt skeið. Fyrir nokkrum árum gerði Þorsteinn samning við Mennta- málaráðuneytið um sölu á bókasafninu til Kennaraskólans og gefur jafnframt helmlng andvirðisins til viðhalds og aukning- ar safnsins. En frá þessu er nánar skýrt í viðtalinu sem hér fei á eftir.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.