Vísir - 04.02.1964, Side 5

Vísir - 04.02.1964, Side 5
Þriðjudagur 4. feDruar 1964. útlönd í rnorgun útlönd í rnorgun útlönd í morgun útlönd í mo£gun ■ Fyrsta Bandaríkjakonan sem gefur kost á sér sem forsetaefni <$— er komin fram á bardagavöllinn og ágæt tilbreyting. Á mynd- inni heldur hún á dálitlu kosn- ingaljóði, sem einhver aðdáandi hennar hafði sent henni til stuðnings I baráttunni. Margaret Chase Smith er 66 ára. — Evangelistinn er yngri, 45 ára, og sagði aðstoðarmaður hans, að hann hefði fengið mik- inn fjölda bréfa, þar sem hann væri hvattur til þess að gefa kost á sér og hefði hann þetta nú til ahugunar á bænarstund- um. Billy Graham er nú á ráð- stefnu í Houston, Texas, og hef- ir gefið í skyn, að yfirlýsingar sé að vænta frá honum í næstu viku, er hann kemur til Wash- ington. Fyrr í vikunni kvaðst hann ekki hafa áhuga á að verða forseti. Hann væri til þess kallaður að þjóna guði. Árið 1960 urðu deilur út af því að Billy Graham steig upp á ræðupall með Richard Nixon. Demokratar sökuðu hann um tilræði til þess að gera trúmál að deilumáli i kosningabarátt- unni. Billy Graham. Baráttan um forsetaefni repu- blikana I Bandaríkjunum vekur æ meiri athygli og virðist ætla að sannast hér sem oftar, að „margir eru kallaðir en fáir út- valdir“, — varla líður svo dag- ur, að ekki komi fram ný nöfn, og seinast að evangelistinn Billy Graham sé ekki fjarri því, að gefa kost á sér sem forsetaefni, en skæðari keppinautur þeim Barry Goldwater, Nelson Rocke feller, Nixon fyrrverandi vara- forseta og fleirum, kann þó að reynast frú Margaret Chase Smith, sem er fyrsta konan, sem leitast við að fá útnefningu sem forsetaefni flokksins. Frú Margaret Chase Smith hefir mikla stjórnmála- og þing- reynslu, kona röggsamleg, mælsk vel, og lætur mikið til sín taka á þingi og er í miklu áliti. Hún aflaði sér mjög auk- innar virðingar i sínum eigin flokki, þegar hún hóf árásir ,á Joe McCarty, án tillits til þess að hann var flokksmaður. En þótt frú Margaret Smith sé í alla staði mikilhæf kona er almennt litið svo á, að ekki séu miklar líkur fyrir, að hún fái samþykkt flokksþingsins til útnefningar. En hvað sem þessu líður, frú- in er byrjug á ferðalögum og ræðuhöldum . og áheyrendur hennar eru slst færri en Barry Goldwaters og Nelsons Rocke- fellers. Forsetakosningarnar eru ekki fyrr én næsta haust, en flokksþjngin, sem ráða vali for- setaefna koma saman miðsum- ars — en ekki þykir annað tjóa en byrja áróðurinn og barátt- una mánuðum fyrir flokksþing- in. Þeir Barry Goldwater og Nel- son Rockefeller eru búnir að vera að lengi og þykir mörgum skemmtilegt, að frú Margaret Nýjar fréttir í stuttu múli • Mikil andúð var látin I ljós gegn N-Atlantshafsbandalaginu í Nicosia og fl. bæjum á Kýpur í gær út af áætluninni um að senda lið frá löndum þess til eyjarinnar. • Fimm vopnaðir grlskumælandi lögregluþjónar fóru I gær yfir markalínuna milli borgarhlutanna, en slíkt er bannað. Brezka gæzlu- liðið kom á vettvang og kom I veg fyrir árekstur. • Mose Tsjombe fyrrverandi for- seti Katanga er I Madrid og segir þá Ádoula forsætisráðherra og Kasavubu forseta bera ábyrgð á dauða Patrice Lumumba fyrsta for- sætisráðherra landsins. Kveðst hann hafa sannanir fyrir þessu. • Kínverski kommúnistaflokkur- inn hefir hafið nýja árásarherferð gegn sovézka kommúnistaflokkn- um. • Kúbustjórn hefir undirritað samning um kaup á 1000 strætisv. (buses) til viðbótar þeim 400, sem áður var samið um. Þessir 1000 vagnar eiga að afhendast á tveimur árum. • Finnski rlkisdagurinn hefir val ið Kauno Kleemola forseta sinn fyrir 1964. • Tíu menn biðu bana en 12 meiddust alvarlega I fyrradag I Vestur-Þýzkalandi I árekstri milli strætisvagns og vörubifreiðar. • Pierre Mulele forsprakki ung- kommúnista I Kwilu-héraði 1 Kongo, sem halda þar uppi skæru- hernaði, var á slnum tlma einn helzti stuðningsmaður Patrice Lumumba. Hann kom aftur til Kongo I fyrra eftir að hafa dvalizt um hríð 1 Peking eða síðan Gizenga stjórninni var steypt 1951. Fundir voru I báðum deildum I gær. Efri deild. Þar voru þrjú mál á dagskrá. Forsætisráðherra, Bjarni Bene- diktsson, lagði fram frv. um sam- komudag reglulegs Alþingis 1964, sem verður væntanlega 10. okt. n. k. Þá var til annarrar umr. frv. um afnám verðlagsskrár. Fram- sögumaður nefndar, Ólafur Björn. on, sagði m. a., að þarna væri um merkilega sögulega heim ild að ræða, en tímarnir breytt- ust, og nú væru þessir útreikn- ingar faldir öðrum, eins og greinagerðin bæri með sér. Þess vegna legði nefndin til að frv. yrði samþ. óbreytt. UM VARÐSKIP LANDSINS Jón Árnason (S) flutti frv. um breytingar á lög um um varð- skip landsins og skipverja á þeim. Segir I því m. a., að þegar varðskip veitir ísl. fiskiskipi hjálp úr háska, skal greiðsla fyrir hjálpina fara eftir reglum, er dómsmálaráðherra set úSHBHSir.VI... ur, að fengnum tillögum land- helgisgæzlunnar o. fl. Við ákvörð un gjaldsins skal miðað við út- gerðarkostnað varðskipsins og þann tíma, er hjálpin tók. Teljist háski sá, sem fiskiskipið er í, stórkostlegur, svo sem eldsvoði eða strand, má þó krefjast björg- unarlauna eftir reglum siglinga- laganna. , í greinargerð segir, að samkv. ákvæðum laga frá 1947 um vá- tryggingarfélög fyrir fiskiskip, sé svo ákveðið, að greiðsla fyrir hjálp, er skip, sem gerð eru út af ríkissjóði eða ríkisstofnunum, veita skipum, sem tryggð eru samkv. þeim lögum eða hjá Sam ábyrgð íslands á fiskiskipum, skuli ekki fara eftir venjulegum björgunarreglum, heldur ákveðin af stjórn Samábyrgðarinnar, og skal greiðsla miðast við það fjár- tjón og tilkostnað, sem hjálpin hefur bakað þeim, sem hana veitti. Hjá bátaábyrgðarfél. eru aðeins tryggð skip innan 100 brúttó- lesta, en öll hin stærri skip eru tryggð hjá einkavátryggingarfé- lögum, sem ekki njóta hagsbóta af fyrrgreindum reglum. Nú gerir ríkissjóður út varðskip, búin björgunartækjum, svo og björg- unarskip, sem notuð eru til land helgisgæzlu, en byggð að mestu leyti fyrir almennt samskotafé. Þegar litið er til þessa, virðist ekki rétt, að ríkissjóður krefji um björgunarlaun eftir reglum sigl- ingarlaganna, þegar þessi skip veita ísl. fiskiskipi hjálp I háska. Neðri deild. Þar voru fjögur mál á dagskrá. Birgir Finnsson (A) mælti fyrir frv. um hækkun á bótum al- mannatrygginga, öðrum en fjöl- skyldubótum. Lagði nefndin til, að það yrði samþ. óbreytt, þannig að hækkunin næmi 15%. Var það samþ. samhljóða til 3. umræðu. Þá voru til 2. umr. lyfsölulög sem Matthías Bjarnason (S) mælti fyrir, og frv. um lækningaleyfi o. fl., sem Guðlaugur Gíslason mælti fyrir. Komu bæði þessi mál frá nefndum. UM BUNAÐARMÁLA- SJÓÐ Þá lagði JónasS Pétursso'n (S)| fram frv. sittl um búnaðar-| málasjóð. Segirl í því, að Bún-P aðarfélag ls-1 lands skiptij milli búnaðar-í sambandanna því fé sjóðsins, er fellur í hlut þeirra þannig, að helmingurinn skiptist ■ eftir tölu búnaðarfélagsmeðlima I hverju sambandi, sem kosningarétt hafa til búnaðarþings, og hinn helm- ingurinn eftir framleiðslumagni á hverju búnaðarsambandssvæði af gjaldskyldum söluvörum landbún- aðarins. Síðan sagði flm.: I gildi eru lög um Búnaðarmálasjóð, er sett voru til að afla starfsfjár til handa Stéttarsamb. bænda og búnaðarfél. landsins, og fái þau sinn helminginn hvort. En þetta frv. snertir aðeins búnaðarfél. Þetta fé hefur runnið til félag- anna á sama hátt og það hefur verið innheimt, en sú skipting væri óeðlileg. Þessu fylgdi það, að hin stærri búnaðarsamb. yrðu mjög öflug og gætu veitt sem beztar Ieiðbeiningar, þar sem bú- skapur væri tiltölulega mestur. En víða væri þessu öðruvísi far- ið þar sem búnaðarsamb. væru lítil, þar væri og búskapúr oft veigalítill og þyrfti á sem beztri leiðbeiningarstarfsemi að halda til að vaxa. í höfuðdráttum mundi þetta írv. ekki valda mik- illi röskun, a. m. k. ekki gagn- vart hinum stærri búnaðarsamb., en mundi þó verða stuðningur við hin minhi. Að lokum sagði flm., að sér þætti sjálfsagt að leita álits Búnaðarfél. fslands í þessu máli. Björn Pálsson (F) sagði, að 1 þetta frv. vantaði allar tölur. Hann hefði verið að velta þvi fyrir sér hvort ekki væri betra að þingmaðurinn færi sjálfur og kenndi bændum að búa, því betl gæti verið tvíeggjað. Og þessi sí- felldi barlómur og betl bændum til handa gerði ekki annað en vekja hjá þeim minnimáttar- kennd og fæla menn frá búskap. Þeir hefðu miklu meiri ánægju af sínu starfi en aðrir og lifðu heilbrigðara lífi, hvað sem mætti um laun þeirra segja, því þau væru ekki einhlítur hlutur. Hátt- virtur þingmaður ætti frekar að reyna að auka sjálfsþótta aust- firzkra bænda en vera að mála skrattann á vegginn. Jónas Pétursson tók þá aftur til máls og þakkaði Birni heil- ræðin og tók undir þetta með barlóminn og sagðist vona, að þeir skildu, sem ættu. En hins vegar mundi þetta mál koma 1 nefnd, þar sem þeir Björn ættu báðir sæti og fengi hann þá tæki- færi til að ræða þetta betur. En núna vildi hann ekki eiga orða- hnippingar við Björn, enda fynd- ist sér tilefnið dálítið langsótt. Frv. var síðan vísað til 2. umr. og nefndar. *

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.