Vísir - 23.03.1964, Side 3

Vísir - 23.03.1964, Side 3
Vl SIR " 'Hr"Trn Mánudagur 23. marz 1964. “5 HEIMSOKNAÐSA URUM Á SKA CASTRÖND Bramh al bls l brotnað daginn áður, að því er hermt var. Þetta var kjaftastóll, kominn til ára sinna, og nú varð hann forgengileikanum að bráð með þeim hætti, sem eng- inn botnaði í. Þegar blaðamað- ur Vísis kom á vettvang og vildi skoða það, sem eftir var af honum, fundust leifarnar hvergi, og helzta skýringin kannski sú, að Þorgeirsboli hafi fleygt þeim út í sjó með halanum, en eins og menn muna, hefur hann gert vart við sig áður á Saurum, að minnsta kosti í eitt skipti. Frá því er greint í Gráskinnu hinni meiru, þeirra Þórbergs og Nordals. lVú víkur sögunni suður til Reykjavíkur. Þar fór að skjálfa við tíðindi. Blöðin tóku kipp og fólkið, sem les þau, þegar þessi atburðir spurðust. Sumir vildu setja þetta f sam- band við jarðhræringar, sem nú in rannsókn farið fram af neinu tæi. Stefán fréttamaður frá útvarpinu hafði að vísu flogið þangað daginn áður til að sproksetja heimafólkið á seg ulband. Það viðtal hafði blaða- maður Vísis hlustað á í Hval- stöðinni í kvöldkaffinu og ekki grætt mikið á þeim heimildum, með fullri virðingu fyrir snilld Stefáns sem fréttamanns. Á leiðinni út eftir, þegar far- ið var yfir Laxárbrúna hjá Syðra-Hóli, sagði sú skyggna: „Hér er mjög reimt“. „Eru draugar hérna?“ „Mér er illa við þetta orð“, sagði hún. „Hvað er hér á seyði?“ „Það hefur stundum gengið illa að koma hér hestum yfir“. Brúin er örmjó og liggur yfir djúpt gil. Það rumdi í ánni. Eftir þetta var ekki minnzt á drauga, fyrr en á leiðarenda, hins vegar notið fegurðar, sem stafaði af samspili hafs og lofts og lands. Hvernig áttu illir, vá- Á hlaðinu lá brotið leirtau . eru á döfinni, og aðrar tilgátur höfðu menn um þetta, sem tók eftirvæntinguna af þessum hlutum. Svo voru það hinir, og þeir voru margir, sem settu þetta umhugsunarlaust í sam- band við hið óskiljanlega og yfirnáttúrlega. Og alltaf hélt „þetta“ áfram á Skaganum, jafnt og þétt og fór sízt dvín- andi. Þegar blöð og útvarp höfðu gert þessu nægilega hátt undir höfði með því að láta rigna fyrirspurnum yfir frétta- ritara sína í grennd við undrin, svo og heimafólkið á Saurum, gegnum síma, og endurvarpa vitneskjunni kirfilega tvo daga f samfellu, varð heiðarleg for- vitni orðin svo sterk hjá Vísi, að hann sendi mann norður með hraði til þess að grennsl- ast nánar um, hverju þetta sætti allt saman, því skylt er að hafa það, er sannara reyn- ist. Náttfari var farið norður yfir heiðar, og komið í birtingu til Blönduóss, og samdægurs haldið, eftir stutta viðdvöl, beint f undrin úti á nesjum. Veður var blítt. Ferðafélag- arnir, dulviturt fólk, ram- skyggn kona af Ósnum, frú Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, (með ótvíræða miðilshæfileika, enda afkomandi Einars í Bólu, eins mesta miðilá, sem uppi hefur verið hér á landi) og Ævar Jóhannsson, forstjóri Geisla h.f., en hann er meðlim- ur í Guðspekisstúku f Rvík, áttu að vera vitni að því, sem blaðamaður hugðist 'skjalfesta. Upphaflega átti Margrét frá Öxnafelli að vera með í för- inni, en hún treysti sér ekki til þess á síðustu stundu. Þetta var á laugardag, á þriðja degi eftir að tíðindi tóku að gerast og upptök enn alls ókunn, eng- legir hlutir að þrffast hér — og þó . . . ? Ekið gegnum Skagaströnd Þaðan er drjúgur vegur út- eftir. Kálfshamarsvík var auð- þekkt af vitanum. Nokkrir bæ- ir eru á strjálingi niður við sjó- inn. Niðri á afleggjara sást til einkennilegra ferða, sem stefnt var upp á veg. Haldið var í mót fyrirbærinu. Þegar það nálgað- ist, kom í ljós að þetta var traktor, sem spúði gufumekki, svipað og móður tarfur. Farar- tækið dró kerru á eftir sér. í sæti traktorsins sat gæfulegur nesjamaður, en uppi á kerru- pallinum var nautkálfur, sem virtist vera að komast í gagnið. Hann var vafinn strigapoka- hlífum. Þungbrýnn úlpuklædd- ur maður stóð á pallinum og hélt f tjóðrið á kálfinum. Það rétt grillti í stingandi augu und- an slútandi fráhnepptu skyggni á derhúfu, sem hann bar á höfði „Hvaðan komið þið?“ Þeir svöruðu ekki, þögðu eins og gröf. Svo sagði sá, sem gætti litla bola, ekkert sérlega blíðlega: „Hvaðan eruð þið að koma — og hverjir eruð þið?“ „Hvað eruð þið að gera hingað?“ Þessu var ekki svarað, en spurt: „Eruð þið frá Saurum?" „Ég er þaðan“, sagði maður- inn á pallinum. Hann kvaðst heita Benedikt og vera um þrftugt, og nú leit hann undan, í norður. „Hvað er um að vera á bæn- um — getur þú sagt mér það?“ „Æ, ég veit það ekki“, og nú breyttist svipurinn enn. „Er ekkert að marka fréttir af þessu?“ „Við viljum fá að vera i friði. Við sváfum ekkert f nótt — við höfum engan frið fyrir ágangi ykkar að sunnan. Sím- inn gengur látlaust, og hér hafa gestir riðið húsum dag og nótt — þið úr Reykjavík eruð verstir viðureignar“. „Hefurðu séð drauginn?“ „Þið eigið ekkert erindi hingað. Ykkur varðar ekkert um þetta“. „Hvert ertu að fara?“ „Ég er að fara burt af bæn- um — ég er neyddur til þess?“ „Hvers vegna?“ „Ég er að flýja „ykkur“. Þið eruð búnir að gera allt vit- laust. Þið blaðamennirnir hafið gert okkur nógu mikinn ó- skunda“. „Ertu að flýja hræringarnar — o, kempan?“ „Fuff“. „Eru ekki gömlu hjónin ein eftir á bænum — hefurðu brjóst f þér til að fara frá þeim?“ Nú hnussaði f honum. Það var eina svarið, sem hann gaf. „Ætlarðu ekki heim aftur?“ „Nei“, sagði hann snöggt eins og hann væri að reka rýt- ing f bakið á gestinum. „Aldrei?" „AIdrei“, sagði hann og lækkaði róminn. „Hvar ætlarðu að vera f nótt?“ „Uppi á heiði“. „Hvaða heiði?“ „Heiðinni hér fyrir ofan — Skagáheiðinni". „Hvert ertu að fara með bola litla?" „Hann á kálfinn, ekki ég“, segir Benedikt bóndason og bendir á vininn f traktorssæt- inu. Hann var ekki þess líkleg- ur að hann ætlaði að láta lóga „þessum litla Þorgeirsbola“ í bráð. „Segðu mér, Benedikt, var hræring í morgun — það var sagt, að stóll hefði brotnað og eldhúsborð hefði farið á kreik — er það satt?“ „Skiptið ykkur ekki af því“, sagði bóndason og yggldi sig. Hann hékk fram á kerrugrind- ina, hokinn, og um leið og greinarhöfundur miðaði á hann myndavélinni, fór hann í hnút, en varð of seinn að líta undan. Jjað var erfitt að komast fram hjá traktornum, og vegur- Guðmundur Einarsson bóndi var hugsi Ljósmyndir með greininni tók Stgr. inn var talsvert hættulegur. Þegar komið var inn fyrir túnhliðið, og farið að svipast um og horft heim að bænum, virtist ekkert líf vera á staðn- um; engin sála sást á ferli, hvorki gestir né gangandi. Það var ekki svo mikið sem hundur þar til að taka á móti komu- mönnum. Túnið var grafið skurðum og síkjum. Forar- vilpur út um allar trissur. Drjúgan spöl þurfti að labba heim að bænum, sem klúkti dimmleitur á fjörubakkanum og sneri bakhliðinni í aðkomu- menn. Sólin varpaði skjanna- birtu á hafflötinn í baksýn, og bærinn var eins og sílúetta eða skuggamynd í hljóðleikanum, sem grúfði yfir. Þegar komið var alveg að bænum, var ekki komið á glugga og sagt „hér sé guð“ en gengið vestur fyrir bæjarhúsin og þar numið stað- ar. Ekkert kvikt bærðist. Dyrn- ar að gamla bænum stóðu opn- ar f hálfa gátt. Á hlaðinu lá hrúga af brotnu leirtaui — minnti á beinahrúgu. Margrét húsfreyja á Saurum var alltaf á þönum. Hér er hún að leita að einhverju í kommóðunni f stofunni. Á steinhellu upp við vegg hvíldi steðji og kúbein og sleggja, og stærðar gat var í veggnum eins og af völdum þessara vopna eða einhvers konar völdum. Hverfi- steinn á vinstri hönd við dyrn- ar. Nú ískraði örlítið í hjörum Úthafsaldan barst með lágum ekka að landi. Steinarnir í fjör- unni voru lábarðir. Og í norður- átt var nesið fræga, þar sem þeir spönsku hvíla, sem nesja- menn drápu á fjörunum, skömmu eftir Tyrkjaránið, til þess að geta hefnt sín á útlend- ingum yfirleitt. Blaðamönnum er sjaldan slátrað á íslandi. Loks börðu komumenn þrjú högg á dyrnar, tákn heilagrar þrenningar: í nafni Föðurins, Sonarins og Heilags Anda. Þrusk heyrðist úr bæjargöng- um Guðmundur bóndi kom fram. Hann var með húfu, klæddur nankinsbuxum og ullartreyju að hætti margra íslenzkra bænda. Þegar hlustað hafði verið með skilningi á ýmis áhrínisorð um blöðin fyrir sunnan, sem alltaf væru að ónáða fólk, fóru að- stæður að skána. „Jæja, þið megið svosem líta inn í bæinn og skoða — það er svosem ekkert að sjá núna“. „Viltu ekki spyrja húsfreyju þína fyrst, og fá hennar leyfi líka?“ „Það get ég svo sem“, sagði bóndi og hvarf inn göngin. Að vörmu spori birtust hjónin. „Við höfum ekkert sofið í tvo sólarhringa“, segir Margrét hús freyja, „hér voru mannaferðir fram eftir allri nóttu“. Manni skildist, að þau hefðu haft ótal næturgesti, draugarím ara, flugmann, spánskan málara, vin úr nágrenninu, og annað fólk. Þetta hlaut allt að hafa tekið á taugarnar, að viðbættu því, er á undan var gengið. En draugarnir höfðu hreint ekki lát ið á sér bæra þessa nótt, frem- ur en önnur skipti sem gestir voru viðstaddir. „Það eru þessar sífelldu upp- hringingar, sem fara einna verst með okkur“, sagði Margrét hús- freyja. „Hafið þið orðið vör við eitt- hvað nýlega?" Framhald á bls. 8.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.