Vísir - 02.04.1964, Page 8
8
V í S I R . Fimmtudagur 2. apríl 1964.
T
VISIR
Otgefandi: Biaðautgáfan VlSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
AðstoSarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði.
I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Visis. — Edda h.f.
Nauðsyn stöðvunar
|£JARADÓMUR hefir kveðið upp skynsamlegan
úrskurð í kjaramáli opinberra starfsmanna. Það er
öllum ljóst að kapphlaupið milli einstakra stétta og
starfshópa um laun hefir gert raungildi kjarabótanna,
sem náðst hafa, að sáralitlu. Þetta þekkja opinberir
starfsmenn bezt af eigin raun. Sú mikla kjarabót sem
þeir fengu með dómnum fyrst í júlí í fyrra varð tilefni
til samanburðar annarra stétta við launakjör opinberra
starfsmanna. Þær stéttir settu fram kröfur um sam-
bærilegar launahækkanir, þótt í rauninni hafi laun
opinberra starfsmanna aðeins verið leiðrétt til sam-
ræmis við þeirra eftir margra ára misræmi. Launa-
hækkanirnar voru knúnar fram með hörðu og í
kjölfarið hafa fylgt miklar verðhækkanir. Ef kjara-
dómurinn hefði nú enn veitt opinberum starfsmönn-
um 15% kauphækkun hefði það sama gerzt, kjarabót-
in orðið harla lítils virði og nýr samanburður annarra
stétta átt sér stað. Kjaradómur segir réttilega að ríkis-
starfsmenn og annað fastlauna fólk hafi sérstaka á-
stæðu til þess að óttast áhrif áframhaldandi launa-
kapphlaups á afkomu sína og aðstöðu. Því væri til
mikils að vinna ef unnt reyndist að stöðva þá hættu-
!egu þróun sem átt hefir sér stað að undanförnu, jafn-
vol þótt nokkur hluti ríkisstarfsmanna fengi ekki þá
’eiðréttingu kjara sinna, sem samanburður við aðra
starfshópa kynni nú að gefa tilefni til.
gN vandamálið er miklu víðtækara. Það er nú flest-
um orðið ljóst að sífellt kapphlaup milli stétta um
prósentur og krónur er engin varanleg né raunhæf
kjarabót. Síðustu sönnun fyrir því eru állar stéttir
að fá þessar vikurnar, er miklar verðhækkanir dynja
yfir, sem eru bein afleiðing kapphlaupsins. Þess vegna
verður að grípa til ráðstafana til þess að stöðva þetta
tilgangslausa kapphlaup, bæta kjörin í réttu hlutfalli
við afkomu þjóðarinnar og vinna um leið bug á verð-
bólgunni, sem lifir lystisemdarlífi, þar til slíkar ráð-
stafanir verða gerðar.
Reynsla annarra
^ÐRAR þjóðir hafa staðið oftsijmis í svipuðum verð-
bólgu og kaupgjaldserfiðleikum og við íslendingar um
þessar mundir. Danir tóku hraustlega á vandamálinu
er þeir bundu kaupgjald og verðlag í landinu í tvö
ár. Jafnframt settu þeir á 7—9% söluskatt sem dró úr
þenslunni. Þær ráðstafanir hafa gefið hina beztu raun,
enda var öllum flokkum Ijóst að einhverju varð að
fórna í bili fyrir efnahagslegt öryggi og stöðugt verð-
lag. Frakkar hafa nýlega framkvæmt svipaða bind-
ingu, þótt skemmra gangi, og einnig ítalir. Reynsla
þessara þjóða sýnir ótvírætt að efnahagsvandamálin
má leysa með friði, ef skynsemin er látin ráða.
Heígi Ólafsson skák-
meistarí Islands 1964
Ckákþing íslands í ár fór fram
um páskana og var að þessu
sinni teflt í fimm flokkum. Frá
úrslitum í hverjum flokki hefur
þegar verið sagt hér í blaðinu
og munu þau því ekki verða rak
in aftur, en spjallað lítils háttar
um þau.
í landsliðsfiokki, sem er efsti
flokkurinn, var teflt um sæmd-
arheitið „skákmeistari íslands“
og hlaut Helgi Ólafsson frá
Keflavík hnossið í þetta .skipti.
Sigur Helga kom þeim ekki á
óvart, sem með rnótinu fylgdust,
þótt frammistafia hans hafi al-
mennt komið nokkuð á óvart.
Hann byrjaði heldur ekki vel,
tapaði fyrstu skákinni — gegn
Hilmari. En fall er fararheill,
segir máltækið og eftir þessa
köldu dýfu vann Helgi sex skák-
ir í röð og komst þannig í
efsta sæti. Fyrir síðustu umferð
hafði Birni Þorsteinssyni tekizt
að skjótast hálfan vinning fram
úr honum, en síðasta umferðin
réði úrslitum: Björn tápaði fyrir
Jónasi Þorvaldssyni, en Helgi
sigraði Jón Kristinsson.
Hinn nýbakaði Islandsmeistari
er 20 ára gamall prentnemi, ætt
aður úr Keflavík og núverandi
skákmeistari Suðurnesja. Þótt
ungur sé að árum, er þetta í
þriðja sinn, sem hann teflir í
landsliðsflokki á Skákþingi ís-
lands. Aðeins tvisvar áður hafa
utanbæjarmenn hlotið íslands-
meistaratignina, en þeir eru
Hannes Hafstein (Akureyri) og
Stefán Ólafsson (Siglufirði).
Óskum við Helga Ólafssyni tii
hamingju með sigurinn!
Jafnir í öðru sæti urðu þeir
Björn Þorsteinsson og Trausti
Björnsson. Þeim verður varla
legið það á hálsi, þótt þeir
mættu láta í minni pokann
gegn utanbæjarmanni, því að
yfirleitt sýndu þeir góða tafl-
mennsku og keppnisanda.
Fjórði varð Freysteinn Þor-
bergsson og mynda þessir fjórir
efstu landsliðið í ár.
Til gamans má geta þess, að
þeir Helgi og Freysteinn eru ná-
frændur (bræðrasynir) og rennir
það enn stoðum undir þá kenn-
ingu, að skákgáfan sé að ein-
hverju leyti arfgeng.
I meistaraflokki varð Jón
Hálfdánarson efstur og Bragi
Þorbergsson annar. Hljóta þeir
báðir rétt til þátttöku í næstu
landsliðskeppni.
Sigurvegari i I. flokki varð
Helgi Hauksson og flyzt hann
upp í meístaraflokk. Efstur af
II. flokksmönnum varð Sigtrygg
ur Sigurðsson, sem flys£ upp f
I. flokk.
í unglingaflokki eru úrslit enn
ekki ljós, en þar urðu efstir þeir
Gísli Jónsson og Jóhannes Lúð-
víksson. Munu þeir tefla einvígi
um það hvor upp kemst í II.
flokk.
Við birtum hér eina af
skemmtilegustu skákum móts-
ins. Er hún var tefld, var Frey-
steinn 1 efsta sæti, hafði hlotið
4 vinninga og unnið alla and-
stæðinga sína. Jónas teflir djarf
lega og hefur hlotið viðurnefnið
„kóngabani", enda sannaði hann
Helgi Ólafsson, skákmeistari,
þá nafngift enn áþreifanlegar
með sigrum sínum gegn Braga
Kristjánssyni, er hann hafði náð
forystunni og síðast með þvi að
svipta Björn Þorsteinsson kórón
unni í síðustu umferð.
Hvítt: Freysteinn Þorbergsson.
Svart: Jónas Þorvaldsson.
Kóngsindversk vörn.
I. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7
4. d4 0-0 5. g3 d6 6. Bg2 Rc6 7.
d5 Ra5 8. Rd2 c5 9. Dc2 a6 10.
a3 Dc7 11. b3 — Það er fróðlegt
að sjá hversu mikinn þrýsting
svartur hefur á c4-reitnum, enda
treystir hvitur sér ekki til að
hugsa frekar um framrás peðs-
ins til b4.
II. - Bd7 12. Bb2 b5! Svart-
ur gripur tækifærið og hefur
sjálfur aðgerðir á drottningar-
væng.
13. Rdl bxc4 14. bxc4 Hab8
15. 0-0 Hb7 16. e4 Hfb8 17. Hel
Dd8 Svartur rasar e<rki um ráð
fram og gætir þess að valda
viðkvæma punkta.
18. Bc3 Rb3 19. Rxb3 Hxb3
2 h3 Ba4 21. Dd2 Rd7 22.
Bxg7 Kxg7 23. Dcl Re5 24. He3
Da5! Þar sem hvítur hefur ekki
tíma til neinna umsvifa á mið-
borði eða kóngsvæng, er nú ó-
hætt að hefja lokaatlöguna
drottningarmegin.
25. Bfl Rf3t 26. Kg2 Rd2! 27.
Rc3 Hb2 2o Ha2 Hxa2 29. Rxa2
Hbl 30. Dc3t Dxc3 31. Rxc3
Rxfl 32 Rxbl — Vonlaust er
einnig 32. He2 (Ekki 32. Hd3
Bc2!), því að svartur getur hvort
sem vill leikið 32. — Bdl eða —
Hcl.
32. - Rxe3t 33. fxe3 Kf6! Hér
eftir verður engum vörnum við
komið.
34. Kf3 Ke5 35. Rd2 Bc2 36.
h4 h5 37. g4 Bdlt 38. Kg3 Bxg4
39. Kf2 f6 40. Kel g5 41. Kf2
BDl Hvítur gafst upp.
ERLENDAR FRÉTTIR
Orslit svæðismótsins rússneska
urðu sem hér segir:
1. Spassky 7 v.
2. -3. Bronstein og Stein 6(4 v.
4. Kolmoff 6 v.
5. -6. Kortsnoj og Svetin 5(4 v
7. Geller(!) 5 v.
Þrír efstu komast áfram í
millisvæðamótið, sem hefst í
Amsterdam hinn 20. mai n. k.
Skákdæmi nr. 4
Hvitur leikur og mátar í 3. leik.
Lausn á skákdæmi í síðasta
þætti: 1. Kd6! d3 2. Kc6 c3 3.
Kb6 Hh6 4. Re6 Hh7 5. Df8
mát.
Þ. Ó.
m