Vísir - 17.07.1964, Side 3

Vísir - 17.07.1964, Side 3
V í SIR . Föstudagur 17. júlí 1964. ..H»MM!eæB!!llg!SS|gfeli. Sjálfvirkar þvottavélar LÉTTA MJÖG HÚSMÓÐURSTÖRFIN Það eru ekki ýkja mörg ár síðan „þvottadagur“ var mikið fyrirtæki og lítið tilhlökkunar- efni fyrir sistarfandi húsmæður og hjálparkonur þeirra. Þá voru ekki vélarnar komnar til að létta störfin, og það kostaði ekkert smáræðis umstang að leggja í bleyti í ótal bala og ’ þvottakör, kveikja upp undir þvottapottinum, bursta, þvæla og nudda þvottinn á þvotta- brettunum alkunnu, vinda, skola og sjóða, þreinþvo, vinda aftur og skola aftur, hengja upp á snúrur til þerris, brjóta upp, rulla, strauja, o.s.frv., o.s.frv. Þvottahúsið var eins og gufu- baðstofa, húsmóðirin batt á sig stærðar strigasvuntu og höfuð- klút og óð um í háum gúmmí- stígvélum, rennsveitt og más- andi, og vafalaust hefur henni oft legið við að óska, að hún þyrfti aldrei framar að þvo þvott eða jafnvel líta inn i þvottahús — ef hún var þá svo lánsöm að hafa sérstakt þvotta- hús, en verða ekki að notast við eldhúsið í staðinn. Nú er orðinn annar bragur á. Sjálfvirkar þvottavélar, sumar jafnvel búnar rafheilum, vinna verkið, og húsmóðirin getur tiplað um á títuprjónahælum og í bezta kjólnum sínum, meðan þvotturinn er í fullum gangi. Hún þarf ekki annað en stinga honum í vélina, láta þvottaefnið I og styðja á takka eða snúa takka — síðan bíður hún, þang- að til honum er skiiað þurr- undnum og tandurhreinum. Ef hún vill fá hann nógu þurran til að geta strax byrjað að strauja — þær fáu flíkur, sem ekki eru úr gerviefnum, er aldrei þarf að strauja — bregð- ur hún honum í þurrkarann, sem er nokkurs konar tvíbura- bróðir þvottavélarinnar, og still- ir tímalengdina með takka. Eft- ir það tekur strauvélin við, eina tækið af þessum þremur undur- samlegu hjálpargögnum nútíma- húsmóðurinnar, sem ekki er fyllilega sjálfvirkt. Hér á landi er glæsilegt fram boð af ails kyns ágætum heim- ilistækjum, og geta húsmæður valið úr mörgum tegundum þvottavéla, hvort sem þær vilja hafa þær algerlega sjálfvirkar eða kjósa heldur að stjórna verkinu samkvæmt eigin hyggjuviti. Af gerðum, sem nú eru fáanlegar eða væntanlegar á markaðinn alveg á næstunni, má nefna t.d. LAVAMAT (verð kr. 24.957.00), HOOVER (ca. kr. 20.000.00, sjáifvirkar með raf- heila og 8 mismunandi stilling- um, eftir því hvers konar þvott um er að ræða), GENERAL ELECTRIC (kr. 18.800.00- 23.300.00, þurrkari ca. kr. 17.000,00), LAUNDROMAT (kr. 20.000.00, en kr. 21.534.00 með vatnshitara, þurrkari kr. 17 — 18.000.00) og KELVINATOR (kr. 19.33.00). Þessar eru allar sjálfvirkar, en NORGE (kr. 13— 17.000.00) er ein af mörgum tegundum, sem húsmóðirin hef- ur meiri persónuleg ráð yfir, en útheimtir á hinn bóginn dálítið meiri fyrirhöfn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.