Vísir - 25.09.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 25.09.1964, Blaðsíða 3
VÍSIR . Föstudagur 25. september 1964 3 Úr íslenzku sýningardeildinni. Stúlkan lengst til vinstri á upphlutnum heitir Guðborg Kristjánsdóttir, en sú sem er til hægri á Loftleiðabún ing, heitir Valgerður Ólafsdótt-ir og er flugfreyja hjá félaginu. „Það fylStist allt þegar íslenzka lambakjötið kom úr steikarofninum Fyrir nokkru laiik brezku mat vælasýningunni £ London, en ís- land var eitt af 28 löndum sem sýndu þarna framleiðslu, sem hæfa mundi hvaða konungsborði sem væri. Öll sýndu löndin glæsi lega matvöru og var þar engin undantekning. Agnar Tryggvason, hjá SÍS, sagði £ viðtali, að sýningin hefði heppnazt einkar vel og fjöldi manna komið og skoðað hana. „Lambakjötið okkar vakti sérlega athygli og þótti afar ljúf fengt. Frá morgni til kvölds var sjálfvirkur steikarofn £ gangi og þegar steikin var tilbúin voru gefnar bragðprufur. Þá fylltist sýningardeildin okkar ævinlega. Við gáfum þannig 700 kfló af kjöti f hálfgerðum „pillumat" á þessum t£ma“. Fyrirtækin sem tóku þátt í islenzku sýningardeildinni voru SÍS, Sfld & Fiskur, sem sýndi London Lamb o. fl., Ölgerðin, sem gaf ísl. bjór af sterkari gerðinni með svartadauða „snaps“, flugfélögin bæði og ferðaskrifstofan, sem sýndi fs- lenzkar kynningarmyndir allan daginn á sjónvarpsskermi. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir voru myndskreytingar á veggjum frá Reykjavík af fjár- rekstri f Þjórsárdal, af íslenzk um stúlkum á hestbaki við Stórusteinaflatir við Þjórsá og svo auglýsingar á Surti og Gullfossi, en í kæliborðum var ýmis framleiðsla bæði sjávar og landbúnaðarafurða, s. s. ost- ar, smjör, rækjur, humar og kavf ar (grásleppuhrogn). íslenzkar stúlkur komu þarna fram fyrir landsins hönd, og kannski hefur gestafjöldinn ekki sízt verið svo mikill vegna þeirra. Önnur þeirra, sem er á - meðfylgjandi mynd, Guðborg Kristjánsdóttir sagði: „Þetta var stórkostlega skemmti legur tími. Það var alltaf eitt- hváð skemmtilegt að gerast". British Food Fair stóð frá 1. sept. til 16. sept., og er hald- in árlega. Þótti sýningin í heild takast mjög vel. hehr ntiklu meira fylgien Goldwater Stofananir þær f Bandaríkjun um sem framkvæma skoðana- kannanir eru nú allar sammála um það, að fylgi kjósendanna við Lyndon Johnson sé miklu meira en fylgi við Barry Gold- water. Segja þær að munurinn sé svo mikill, að einsdæmi sé. Síðasta vfðtæka skoðanakönnun in sem fór fram nú í byrjun vik unnar sýnir, að Johnson forseti sé með 63% kjósendanna á bak við sig, Goldwater með aðeins 37%. Séu þessar kannanir réttar og haldist þessi munur svo, þá virðist ljóst að Johnson vinni glæsilegasta kosningasigur f sögu bandarfskra forsetakosn- inga. Það er annars einkennilegt, að flokkur Johnsons, demokratar virðist ekkert kæra sig um að hampa þessum tölum. Þeir virð ast nú hræddir um, að slíkar töl ur kunni að draga úr áhuga flokksmanna, þeir verða væru- kærir og láta sér á sama standa Johnson. um kosningarnar. Hefur flokkur- inn þvert á móti gefið út ýmis flugrit, þar sem hann varar sína menn við að taka skoðanakann anir of bókstaflega. Það er bent á, hvernig fór fyr- ir forsetaefni republikana Thom- as Dewey f kosningunum á móti parry Truman 1948. Þá fóru fram margar skoðanakannanir og voru þær flestar á eina leið, að Dewey hefði geysilegt at- kvæðamagn fram yfir Truman. Þetta olli áhugaleysi f röðum republikana, sem töldu kosningu Deweys vísa hvort eð er. Úrslit þeirra kosninga kom því mjög á óvart. Truman vann glæsilegan sigur. Á það er bent í þessu sam- bandi að svo slæmt orð fari af Goldwater innan vissra hópa manna f Bandaríkjunum að vel kunni svo að vera, að sumir raunverulegír fylgismenn hans vilji ekki segja frá því f skoðana könnun, að þeir ætli að kjósá hann. Því kunni fylgi hans að vera meira en kemur fram i skoðanakönnunum. Það er margt einkennilegt, sem kemur fram f skoðanakönn unum. Það þykir t. d. einkenni- legt, að eini landshlutinn, þar sem Goldwater virðist hafa á- líka mikið fylgi og Johnson er Suðurríkin, en þar er þó Texas, Goldwater. heimarfki Johnsons forseta. Það er greinilegt, að fylgi Gold- waters byggist þar mjög á af- stöðu hans í mannréttindamál- inu. Hins vegar gekk kosninga- ferð Goldwaters um Suðurríkin um síðustu helgi mjög illa. Á- heyrendur voru ekki ánægðir- með mótsagnakenndar yfirlýsing ar hans. í heimahéraði Goldwaters sjálfs Vesturströndinni sýna skoð anakannanir, að Johnson hefur helmingi meira fylgi en Gold- water. Og þótt Johnáon sé mót- mælendatrúar en Goldwater slái um sig, að faðir hans hafi verið Gyðingur hefur Johnson þrefalt meira fylgi meðal Gyðinga. Kartöflumar 10,65 kílöið Verð á kartöflum hefur þegar verið ákveðið. Heildsöluverð til kaupmanna á 1. flokks kartöflum í 50 kg. sekkj- um er kr. 7,84 pr. kg. Smásöluverð í 5 kg. pokum er kr. 10.65 pr. kg. en f 2 y2 kg. pokum kr. 10.80. Heildsöluverð á 2. fl. kartöflum f 50 kg. pokum er kr. 6.54 pr. kg., en smásöluverð kr. 9.16 í 5 kg. pokum og kr. 9.30 í 2 V2 kg. pok- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.