Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 2
V I S i R . Þriðjudagur 16. febrúar 1965. F Ungur Islend- ingurvekur af■ hygli fyrir fallegar skreytingar í skóla sínum í Washington Ungur íslendingur í Washing ton, Svavar Hansson að nafni, hefur vakið athygli á sér vestra fyrir smekklega skreyt ingu, sem hann málaði á kald an og fráhrindandi steinvegg 1 skólastofu sinni í Washington Lee High School. Washington Post, eitt af stærstu blöðum Bandaríkjanna birti fyrir nokkr um dögum stærðar mynd af Gerði köldu steinveggina að hlýjum listaverkum! Svavari, þar sem hann er að vinna að myndinni og segir frá honum sjálfum og starfi hans. „Svavari Hanssyni líkar ekki við bera steinveggi. Hann vill gera eitthvað fyrir þá,“ segir blaðið. I haust ákvað hann að Fóru í hópum til Pól- lands þar sem fóstur- eyðing er lögleg Einkennilegt mál að koma upp i Sviþjóð skreyta stærsta vegginn í sögu- stofunni sinni, en hann er 7x3 m. að stærð. Þarna hefur Svavar málað ýmsar svipmynd- ir úr sögu Bandaríkjanna, allt frá pílagrímunum til Sameinuðu þjóðanna. Svavar sem unnið hefur verð laun fyrir myndir sínar á Ítalíu hélt fyrir stuttu sýningu á verk um sínum í aðalbækistöðvum International Manetary Fund í Washington. Hina stóru vegg mynd málaði hann í tómstund um sínum á laugardögum og tók það hann 7 vikur að ljúka mynd- inni. Múrmyndin sýnir ýmislegt, sem er táknrænt úr sögu Banda ríkjanna, stofnun ríkjanna, Borg arastríðið, leiðangra frumbyggj anna og iðnþróun 20. aldarinn ar. 'Svavar fór frá íslandi fyrir þrem árum síðan. Washington Post segir að hann hafi raunar ætlað að verða kúabóndi á Is- landi, en ferðin til Ítalíu hafi breytt áformum hans, því þar hlotnaðist honum ágætur styrk ur til náms í Bandaríkjunum. Núna vill Svavar verða banda rískur borgari og hefur ekki í hyggju að snúa sér að kúnum og hyggst ganga f háskóla. Hann kveðst mundu vilja mjög gjarnan verða listmálari að at vinnu. „En ég verð að hafa eitt hvað til að lifa af.“ Og það ger ir málaralistin í fæstum tilfell um, sem kunnugt er. Svavar Hansson býr í Arling ton í Washington D.C. 9th Street númer 6022 N og blaðið Washington Post segir að hann sé nú að leita að nýjum veggj um til að mála á. Hann fann einn slíkan í bókasafni skólans en bókavörðurinn hafnaði til- boði hans um að mála aðra veggmynd. Kári skrifar: Þær fréttir komu í gær frá Stokkhólmi að sænskum konum hafi verið bannað að fara til Póllands til að láta framkvæma fóstureyðingu, en sú aðferð er talin lögleg þar í landi og hafa konur af Norðurlöndum farið þangað og látið eyða fóstri. Hefur talsvert mikið borið á' þessu með Svfa. Ákvörðun saksóknara sænska ríkisins kallaði fram mótmæli í sænsku blöðunum, sem kalla að gerðir hans í málinu óheppileg- ar og ómannlegar. Einn af leiðtogum stúdenta félagsins í Stokkhólmi, Hans Nestius, sem hefur gefið 20-30% sænskum konum heim- ilisföng pólskra fóstureyðinga- lækna á nú á hættu að verða dæmdur fyrir að stuðla að ólög legum og glæpsamlegum verkn aði. Nestius hefur tilkynnt að hann muni aldrei gefa upp nöfn in á þeim konum sem hann hef- ur ráðlagt að fara til Póllands í þessum tilgangi og er þar með einnig brotlegur, þar sem á það er litið sem yfirhilmingu á glæp. Nestius dróst inn í þessi mál eftir fund sem haldinn var í vet ur f Stúdentafélaginu og fjall aði um kynferðismál og hin ýmsu vandamál í sambandi við þau. Þar skýrði kona ein frá ferð sinní til Póllands í þeim til gangi að láta eyða fóstri. Eft ir að blöðin höfðu sagt sögu hennar fékk Nestius fjölmargar fyrirspurnir frá þunguðum kon um og gaf hann þeim upp nöfn pólskra lækna. Ríkissaksóknarinn segir í fréttatilkynningu um helgina að sækja beri konur þessar að lög um, þar eð þær hafi brotið sænsk lög, enda beri að dæma afbrot framin erlendis í Svíþjóð Hins vegar sé vart hægt að koma lögum yfir læknana, þó þeir eigi einnig sinn þátt í glæpnum. Sfðastliðinn laugardag vildi til umferðaróhapp í Reykjavík, sem ekki á að þurfa að eiga sér stað ef full gát er á höfð. Þetta slys varð með þeim hætti að sjálfskipt bifreið var skilin eftir í gangi með þrem börnum í, á meðan ökumaður brá sér inn f hús. Endaði með skelfingu. En hvernig sem það hefur at vikazt, hvort sem krakkarnir hafa komið óviljartdi við gfr- stöngina eða farið að fikta við hana að gamni sínu, þá er svo m'ikið víst að bifreiðin fór á stað — afturábak og allt end aði þetta með skelfingu — þó minni, sem betur fór, en ætla mætti eftir atvikum öllum. Bif reiðin lenti á annarri bifreið og sú kastaðst upp að húsa tröppum og staðnæmdist þar. Þegar að var komið lágu börnin öll þrjú í götunni, tvö þeirra ó- meidd en það þriðja eitthvað slasað. Öðrum til viðvörunar. Þessi saga er rakin hér i stuttu máli ökumönnum til að- vörunar. Þeir eiga undir öllum kringumstæðum að slökkva á farartækjum sfnum þar sem óvit ar eru einir skildir eftir inni í bílunum. Tjónið sem þeir valda skiptir oft og einatt ekki meg inmáli, þó það geti verið ærið. Hitt getur skipt miklu meira máli ef börnin verða gripin ofsalegri hræðslu og ekki allt af sagt hvenær þau bíða þess bætur. En jafnvel þótt enginn óviti sé í bíl, þá er heldur ekki rétt að skilja mannl. bíla eftirígangi jafnvel þótt ökumaðurinn ætli sér alls ekki annað en skreppa stundarkorn f burtu. Þess eru mörg dæmi að bílarnir hafj ým ist hrokkið úr gír eða þá að óhlutvandir menn hafa stigið upp í bílinn og verið allir á bak og burt þegar eigandinn hefur komið til baka. Hver ber ábyrgðina? En við skulum setja sem svo, að bfl, sem skilinn er eftir mann laus í gangi, sé stolið. Bílþjóf- urinn e.t.v. drukkinn eða rétt indalaus. Hann veldur stórtjóni eða Iimlestingum á fólki með akstri sínum. H7er ber ábyrgð ina? Hver greiðir bótatjón. Þetta ættu ökumenn að hug- leiða. Ljóslausar götur. Svo er annað atriði, líka varð andi umferðarslys sem skeð hafa nýlega, ýmist í eða Við Reykjavík. Það atriði snertir götulýsing una. Síðastliðið laugardagskvöld varð alvarlegt umferðarslys á Skúlagötu. Gatan var myrkv uð — engin götulýsing og óef að má rekja orsakir slyssins að einhverju leyti til þess. Banaslys varð á Suðurlands vegi nokkru fyrir ofan Ártúns brekkuna fyrir skömmu. Þar hafa fleiri stórsjys orðið. — En gatan er óupplýst. Þessu er skotið hér inn við- komandi aðilum til athugunar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.