Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 7
I VfSIR . ÞriSJudagur 16. febrúar 1965. Fjölbreytt viðfangsefni hjá Norðurlandaráði í gær Tillögur um urkitektunúm, húskólunúmskeið í sögu og forn- leifufræði, hugskýrslusöfnun, o. m. fl. sumþykktur í gær í Norðurlandaráði i gær voru haldnir nefndarfundir fyrir há- degi en almenmir fundur var í hátíöasal háskólans síðdegis og stóð hann f þrjár klukkustundir. 1 nefndunum er nú m. a. rætt um tvö stórmál, annað þeirra er norrænt samstarf innan EFTA, sem rætt var í Efnahagsmála- nefndinni, hitt er bygging brúar yfir Eyrarsund, sem rætt var í samgöngumálanefndinni. Miklar umræður urðu um bæði þessi mál í nefndum, en þau eru ekki enn komin til allsherjarfundar- ins. Á allsherjarfundinum, sem hófst um þrjú-leytið síðdeg'is í gær voru mörg mál tekin fyrir og afgreidd. Ekki er hægt að segja að um nein stórmál hafi ver’ið að ræða þar, heldur ýmis minniháttar mál, sem öll miða að þvf að tengja Norðurlöndin sterkari böndum. Eitt helzta málið þar var um samræmingu á arkitektanámi, sem stuðlar að því að hægt sé að koma á æðri menntun fyrir ark’itekta, en þeir þurfi ekki að leita út fyrir Norðurlönd til þess. Flestar til- lögur á fundi þessum voru sam- þykktar með öllum greiddum atkvæðmn. Fagerholm frá Finn- landi var f forsetasæti og stýrði fundinum með röggsemi. Háskólanámskeið. Á þessum fundi var m. a. rætt um háskólanámskeið í sögu Norðurlandanna á sViði hag- skýrslna eða „Statistik". Hag- fræðinefndin hefur rætt þetta mál og orðið ásátt með að flytja eftirfarandi tillögu: Norðurlanda Danski þingmaðurinn Poul Hartling ræðir um norræn háskólanámskeið í Norður- landasögu og fomleifafræði. ráð ályktar að skora á ríkis- stjórnimar, að auka mjög alla samvinnu á sviði hagskýrslna einkum á þeim sviðum þar sem hin vaxandi norræna samvinna krefst þess sérstaklega. Sagði ræðumaður m. a., að Tveir kvenfulltrúar, sem sitja f Norðurlandaráði: Dagmar Ranmark og Margit Borg-Sundman, báðar frá Svíþjóð. Norðurlanda og i fornleifafræði. Poul Hartling frá Danmörku talaði fyr'ir málinu. Hafði menntamálanefnd lagt til að ríkisstjórnirnar stofnuðu til norrænna námskeiða í sögu og ennfremur að rannsakað væri, hvort hægt væri að efna til líkra námskeiða eða veita náms- styrki á öðrum sviðum og þá m. a. bent á námskeið í félags- fræði, kirkjusögu og réttarsögu. Einnig lagði nefndin til að ríkis- stjórnirnar gerðu ráðstafanir til að koma á háskólanámskeiðum í fornleifafræði. Voru tillögurn- ar samþykktar mótatkvæða- laust. Hagskýrslur. Sigurður Ingimundarson mælti fyrir tillögu um samvinnu þessi tillaga hefði komið fram í fyrra á fundinum í Helsing- fors og nefndin hefði rætt hana og ákveðið að mæla með henni, þar sem hin vaxandi norræna samvinna krefðist aukinnar starfsemi á þessu sviði. Þá ræddi hann um hinar ýmsu stofnanir, sem hefðu með hönd- um þessa starfsemi bæðj á Norðurlöndum og i Evrópu svo og á vegum FAO. Einnig væri þetta mál mjög á baugi innan EFTA. Fleiri tóku ekki til máls um þessa tillögu og var hún síðan samþykkt samhljóða. Menntun arkitekta. Finninn Urho Kahönen talaði fyrir tillögu um sameiginlega norræna menntun fyrir arki- tekta og var hún samþykkt með 60 samhljóða atkvæðum. Er þar með farið inn á merkilega braut. TiIIagan sem samþykkt var, hljóðar svo: Norðurlandaráðið mælir með þvf við rfkisstjómimar 1) að hefja undirbúning að sérfræði- legri framhaldsmenntun arki- tekta á norrænum gmnd- velli. 2) að athuga möguleika að samræma reglur um arki- tektarréttindi á Norðurlöndum og 3) að'gera ráðstafanir til að samkeppnir um teikn'ingar að meiri háttar byggingum og skipulagi ríkis og bæja séu opnar arkitektum frá öllum Norðurlandaríkjunum. Nokkrar deilur urðu um til- Iögu um starfsöryggi launþega. Hafði nefndin klofnað um mál- ið. Vildi meiri hluti nefndarinn- ar að ríkísstjómirnar sam- ræmdu löggjöf sína varðandi starfsöryggi launþega, þar sem sérstaklega væm settar reglur um það hvort vinnuveitandi hefði frjálsan rétt á að segja fólki upp starfi. Talaði Svíinn Gunnar Henriksson fyrir þess- ari skoðun. En þá tók til máls fyrir hönd minnihlutans frú Sig- rid Ekendal frá Svíþjóð. Hún taldj að þessi t'illaga væri ekki tímabær. Verið væri að gera tilraunir með reglur um starfs- öryggi í Svíþjóð og Danmörku og væri ráðlegast að sjá fyrst, hvemig þær reyndust í verki. Þingheimur féllst á sjónarmið hennar og var tiilagan felld. Skólaferðir. Georg Backlund talaði um tillögu sem fram hafði komið varðandi skólaferðir milli Norðurlandaríkjanna. Allm'ikið hefur verið um slíkar skóla- ferðir, og eru þær flest- ar kostaðar af nemendum sjálfum. Hér er um að ræða ágætis meðal til gagnkvæmra kynna, en grunur leikur á að ferðir þessar séu ekki alltaf jafn gagnlegar til kynna, þær séu fremur hreinar skemmti- ferðir. Nefndin lagði til og ráðið samþykkti síðan að rfkisstjóm- imar könnuðu hve víðtækar slíkar ferðir væm svo yfirlit fengist yfir þær og síðan yrði reynt að skipuleggja þær betur en verið hefur. Ökuskírteini. Aksel Larsen hafði framsögu af hálfu umferðarnefndar Norð- urlandaráðs á tillögu um að öku- skírteini, sem gefið er út í einu Norðurlandanna skuli einnig gilda I hinum. Tillaga þess'i kom fram á fundinum I fyrra í Helsingfors og síðan hefur nefndin rætt hana og mælir ein- dregið með henni. Er hún á þessa leið í lauslegri þýðingu: Norðurlandaráð skorar á ríkisstjórnir Norðurlandanna að samræma reglur um útgáfu, endurnýjun og innköllun öku- skírteina í þvf augnamiði að láta það ökuskírteini, sem gefið er út af einu Norðurlandanna gilda f þeim öllum. Sænski þingmaðurinn Hen- riksson ræðir tillögu um starfsöryggi launþega. sfmamálunum, að greíða þyrfti há símagjöld fyrir að tala yfir á, aðeins vegna þess að áin væri landamæramerki milli Finnlands og Svíþjóðar. ' Það væri óþarfi að láta Iandamæri sundra Norðurlöndunum þannig á tæknilegu sviði eins og síma- þjónustu. Tillaga nefndarinnar um að vísa málinu frá var samþykkt. Hér er nú ekki hægt að rekja frekar ýmsar aðrar minniháttar Var tillagan síðan borin upp og samþykkt samhljóða. Símgjaldataxtar. Finninn Lassinantti hafði á síðasta fundi Norðurlandaráðs komið fram með tillögu um að lækka símagjöld milli Norður- landarfkjanna. Nefnd Norður- landaráðs hefði nú tekið málið til athugunar, en taldi ekki á- stæðu til að samþykkja neina ályktun í málinu, þar sem síma- stjórnir landanna hefðu heitið því að símagjöld skyldu lækka með aukinni notkun sjálfvirka sfmans, Skýrði Svíinn Cassel frá þessari niðurstöðu nefndarinnar. Lassinantti tók t'il máls á eftir honum og lét í Ijósi óánægju sína með þessa niðurstöðu. Það væri óviðunandi ástand í tillögur, svo sem um að ströngu eftirliti yrði komið á um að skip settu ekki olíu í sjó’inn á Eystrasalti og í Norðursjó, til- laga um, að saminn verði nafna- listi á Norðurlandamálum yfir plöntur og dýr, eða sameigin legt kvikmyndaeftirlit yrði tek ið upp. Vegabréf. Jon Leirfall frá Noregi hafði framsögu af hálfu samgöngu- málanefndar Norðurlandaráðs á tillögu um gildistíma vega bréfa svo og, að gjald fyrir þau sé ekki meira en svarar kostn aðinum við að gefa þau út. I Iangri greinargerð, sem fylgdi tillögunni, segir m. a. að gildistími vegabréfa sé stytztur Framh 13 síðu. Á fundinum í gær. Hér sjást norsku fulltrúamir Lyngstad og John Lyng fyrrv. forsætisráðherra Noregs og Gunnar Thor- oddsen fjármálaráðherra. Við forsetaborðið. Talið frá vinstri: Friðjón Sigurðsson, Fagerholm forseti og Gustav Petrén frá Svíþjóð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.