Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 6
1 6_________________________________ frjiiunmiM'iiH 111 w^wr-vifSLeEaaBasgBBgas Norðurflug — s Framhald af bls. 16. flug upp á síðkastið, en það er aðallega að sækja sjúklinga eða slasað fólk út í dreifbýlið og flytja það til Akureyrar og stundum til Reykjavíkur. Áætl unarflug hef ég ekki ennþá nema til Grímseyjar, en hug myndin er að taka upp um fangsmeira áætlunarflug með Akureyri sem miðstöð. — Þíi álítur þá að áætlunar flug til dreifbýlisins geti borg að sig? — Ég er sannfærður urn að til margra staða getur það borgað sig, ef rétt og skynsam lega er á málum haldið og hag kvæmar vélar ’notaðar, — Hvernig hefur gengið mtð nýju Beechcraft véiarnar, sem þú keyptir í Bandaríkjunum í fyrra? — Eftir nauðsynlegar breyt- ingar og lagfæringar var fyrri vélin tekin í notkun sl. haust. Hún fékk þá lofthæfnisskír teini til tveggja mánaða, en venjan er að gefa slík skfr- teini ttl 1 árs í senn. Á þessu tveggja mánaða tímabili reynd ist vélin prýðilega eins og til var ætlazt m.a. flutti ég einu sinni í sömu ferð tvo slasaða menn í sjúkrakörfum, en það er ekkj hægt í minni vélinni, sem aðeins rúmar eina körfu. í desemberbyrjun féll loft- hæfnisskírteihið úr gildi og þrátt fyrir ítrekaðar umsóknir hefur ekki fengizt framlenging á því. — Hvaða ástæðu gefa flug málayflrvöldin fyrir synjun imri? — Þá að ekkert fiugskýli sé á Akureyrarflugvelli fyrir vél ina. — Eru skýli til yfir allan flugvélakostinn sem gerður er tSt frá Reykjavík? — Nei. — Eru vonir til að byggt verði flugskýli við Akureyrar flugvöll á næstunni? — Já, — Flugmálastjórnin hefur unnið að þvf, að stórt og vandað skýli verði byggt á þessu ári og standa vonir til að það komist upp fyrir næsta vetur. Gert er ráð fyrir að Norðurflug fái þar inni fyrir alla sfna starfsemi í framtfð- inni. Og félaginu gert kleift að veita fullkomnari og betri þjón ustu við dreifbýlið, og þá fyrst og fremst við Norður- og Aust urland. — Viltu segja mér eitthvað SKIPAFRÉTTIR SKlPAÚTGeRÐ RIKISINS j Ms. Esjo fer vestur um land í hringferð 18. þ. m. Vörumóttaka í dag og árdeg- is á morgun til Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar. Isafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar, Húsavík- ur og Raufarhafnar. Farseðlar seld 'T á mið ikudag AAs. Herdubreið fer austur um land í hringferð 20. b.m. Vörumóttaka í dag og á morg up til Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvaffjarðar, Mjóafjarðar, Borg- irfjarðar, Vopnafjarðar, Bakka- fiarðar, Þórshafnar og Kópaskers Farseðiar seldir á föstudag. ^ls. Herjólfur fer á miðvikudag til Vestmanna- eyja og Homafjarðar. Vörumót- fska tii Homafjarðar í dag. um útbúnað B.C. vélanna? — Þetta em bandarískar vél ar. eins og áður hefur komið fram, en Bandaríkjamenn eru í dag langfremstir í heiminum í flugvélaiðnaði, svo að jafnvel Bretar nota nú orðið mestmegn is amerískar flugvélar, af minni gerðunum og einnig stór um þotum. B.C. vélarnar eru útbúnar með öllum venjulegum blindflugstækjum, fullkomnum isvarnartækjum á vængjum og skrúfum, þær eru hraðfleygar af svo litlum vélum að vera, hafa yfir 200 mflna hámarks hraða á klst., en geta samt not að ótrúlega stutta velli, eða næsum alla sjúkravelli á land inu.. Þær eru á stórum hjólum og geta því lent á mjúkum sand völlum. Hreyflar þeirra eru ein hverjir beztu stjörnuhreyflar sem völ er á í heiminum í dag. Af þessari tegund hafa verið smíðaðar um 10 þúsund vélar og eru enn í framleiðslu. Það er aðeins ein tegund farþega flugvéla, sem getur státað af meiri framleiðslu, en það er DC-3, eða Dougiasinn, sem all ir landsmenn þekkja. Hún var framleidd svo tugum þúsunda skipti á stríðsárunum. en ekk ert síðan. — Hve lengi reiknar þú með að B.C. vélarnar endist hjá þér? — Hugmyndin er að þær end ist fram undir 1970 og að þá eignist Norðurflug sína fyrstu skrúfuþotu og síðar verði allar vélar félagsins skrúfuþotur nema kennsluvélar. — Hvernig hefur svo rekstur inn gengið hjá þér? — Prýðilega fyrir utan það, sem áður er sagt. — Að lokum ein samvizku spurning. Ég veit, að þú hefur stundum flogið hér norðan- lands þegar engri vél hefur ver ið fært frá Reykjavík vegna veð urs. Hvað mundir þú gera við slíkar aðstæður ef þú væri kall aður í árfðandi sjúkraflug, en treystir þér ekkj á minrii vét inni, t.d. vegna ísingar? Mundir þú fara á stærri vélinni án þess að hafa pappírana í lagi? — Svona spurningu er að sjálfsögðu nær ógerningur að svara, en hvað mundir þú sjálf ur gera, mundir þú ekki bjarga drukknandi manni af því að það væri sunnudagur? — S. Bj. 15% tollur — Framhald af bls. 5. Hann sagði. að sömu hættur væru enn nálægar og í nóvem- ber, er Bretland varð að lána 3000 milljónir dollara hjá erlend um bönkum til þess að treysta gengi sterlingspundsins (það lán var framlengt fyrir skemmstu) — það þyrfti að auka fram- leiðslu og útflutning og draga úr allri eyðslu — kaupa ekki annað þar og flytja inn en efni væru til að kaupa fyrir. Banka- stjórinn lagði sérstaka áherzlu á, að ef hættunum væri ekki af- stýrt, væru hin góðu lífskjör, sem þjóðin á nú við að búa, í hættu — afleiðingar efnahagsörð ugleikanna myndu bitna á hverri einustu fjölskyldu í landinu. Nýr fóni — Framhald af bls. 16. Kanada. Það er f skjaldarmerkj- um nokkurra ríkja Kanada og f einu horni gamla fánans. Kanadastjórn samþykkti þenn an fána 1 desember í vetur. Nú hefur Elísabet II., drottning Kanada, fallizt á hinn nýja fána og var hann formlega tekinn í notkun á hádegi í gær. Veiðí Eyjobóta - Framhald af bls. 16. seinni gangan sé nærri eingöngu hængur, sem þykir gefast mjög vel í beitu. Á iaugardaginn fékk Fiskiðj- an 28 tonn af fiski, 80 tonn á suijnudaginn og 53 tonn í gær. Samsvarandi tölur hjá Isfélaginu eru 21 tonn, 53 tonn og 20 tonn, og hjá Vinnslustöðinn'i 20 tonn, 49 tonn og 42,5 tonn. Netabát- arnir fá allt að níu tonna afla. Þrír bátar hafa tekið upp þorskanót, en hafa ekki fengið mikinn afla. Kristbjörg fékk 5,5 lestir, Marz 6,3 og Gulltoppur 5,9 lestir. Mest er þetta ýsa. Síðastliðna tvo daga hafa ekki allir bátar farið út. Loðnubát- arnir fara þó alltaf út. Heimabát arnir eru nú allir bún'ir að skipta af síldinni yfir í troli, net eða nætur og taka þeir flestir nót- ina. Eru þessi skipti óvenju snemma og fylgja þau loðnu- göngunni, sem var um tveim vikum fyrr á ferðinni en venju- lega. — Fréttaritari. Danskeppni — Framhald af bls. 16. landamótinu. íslenzku keppend umir heita Svana Stefáns- dóttir og Þór Bragason og Krist ín Magnúsdóttir og Geir Gunn laugsson. Þau voru raunar held ur óheppin, því það kom í Ijós að piltamir voru heldur of gaml ir til að vera í yngri flokknum, flokki 11-13 ára og lentu þau því í flokki 14 og 15 ára. Meðal áhorfenda sagði Ragn- ar að hefðu verið tveir gamlir neniendur sínir, en það voru þau Friðjón Ástráðsson, skrif- stofustjóri hjá Eimskip í Höfn og frú Elín kona hans ásamt dóttur þeirra. Voru þau allan tímann í danshöllinni og voru mjög ánægð með þátt okkar unga fólks. Vegir ófærir — Framh. af bls. 1. Norðuriandsleið eða Snæfellsnesi og þar þykir ekki, enn sem komið er ástæða til að setja takmarkanir um þungaflutninga. Taldi Hjörleif ur að viðsjárvert væri fyrir litla bíia að vera mikið á ferð úti á landsbyggðinni eins og sakir standa. I sumum sneiðingum með strönd um fram, einkum í Óshlíð, fyrir Búlandshöfða og Ólafsvfkurenni væri mjög mikil hætta á aur og grjóthruni eftir að hlána tók og full ástæða að gæta þar fyllstu varúðar Hefur sums staðar á þessum veg um orðið að ryðja miklu af aur °g grjóti til að bflar kæmust leiðar sinnar. Vfsir fékk þær upplýsingar að snjór hafi hvergi safnazt að ráði á vegi milli Reykjavíkur og Akur eyrar í hríðarkastinu mikla og að hann hafi út af fyrir sig ekki teppt samgöngur, enda veðurhæð in svo mikil að hann skóf alls staðar af veginum. Aftur á móti flæddi Dalsá í Blönduhlíð yfir veginn og fyrir helgina var þar ekki fært nema allra stærstu bílum. Nú hefur áin færzt í farveg sinn aftur og er ekki farartálmi lengur Aftur á móti flæddi Bjarnardalsá í Norðurárdal í Borgarfirði yfir veginn á nokkrum kafia í gær og torveldaði umferð lítilla bíla. Á Austurlandi er nú orðrð fært um Fljótsdalshérað að mestu leyti en þar hafa verið miklar fannir á vegum og teppt umferðina. Sömu- leiðis er fært um Fagradal til Reyð VlSIR . Þriðjudagur 16. febrúar 1965. arfjarðar og Eskifjarðar og jeppa fært yfir Staðarskarð til Eskifjarð ar. Annars eru vegir á Austurlandi enn ekki mjög blautir, enda hlán- aði þar seinna. Blomdahl — Framhald af bls. 1. og enn merkilegri eru að gerast. Unga kynslóðin hefur lagt inn á nýjar brautir og hafið djarfar tilraunir, sem áreiðanlega eiga eftir að bera þýðingarmikinn ár- angur, og um leið hefur hún sótt fram á þeim leiðum, sem áður voru ruddar, en lítt kannaðar sumar hverjar. Ég tel fyllstu ástæðu t'il að vera bjartsýnn á framtíð norrænnar tónlistar og þátt hennar í norrænu menn- ingarlífi. — Þegar þér minnizt á til- raunir, eigið þér þá ef til vill við hina svokölluðu elektrón- isku tónlist? Bæði og. Ég er sannfærður um að elektrónisk tónlist á eft- ir að gegna merkilegu hlutverki varðandi endurnýjun tónlistar- innar yfirleitt. Því til sönnunar má ég kannski leyfa mér að benda á það, að það var eitt mitt fyrsta verk sem tónlista- ráðunautur sænska útvarpsins og sjónvarpsins að hlutast til um að komið yrði á fót full- kominni vinnustofu fyrir elekt- róniska tónlist, þannig að þeim tónskáldum sem vinna að sköp- un elektróniskra tónverka verði þar fengin beztu tæknilegu vinnuskilyrði. Sú vinnustofa mun kosta milljónir króna og verður ekki t'ilbúin fyrr en að tveim árum liðnum, geri ég ráð fyrir. — Eruð þér kunnugur ís- lenzkri tónlist? Nei, því miður get ég ekki sagt það. Að sjálfsögðu þekki ég eldri tónskáld og verk þeirra, t. d. Jón Leifs. Og ég hef heyrt frá því sagt, að ung íslenzk tón- skáld séu ekki öðrum norræn- um listbræðrum sínum ódjarfari við að leggja inn á nýjar braut- ir, Og hafi þegar náð athyglis- verðum árangri. UNESCO — Framh. af bls. 1. un hefur ekki enn verið tekin um styrkveitingu. Nú þegar handritastofnun- in fær gott húsnæði og hand- ritin úr Ámasafni, eins og líkur benda til, er það mikið áhugamál, að þar verði hægt að hafa ljósprentanir af öðr- um íslenzkum handritum, sem eru í bókasöfnum um víða veröld. Hrakningar — inn úrvinda af þreytu og rugl- aður af hræðslu. Hann gat þó í stórum dráttum skýrt frá ferða- Iagi þeirra þremenninga. Höfðu þeir haldið ferð sinni áfram upp úr Hvanneyrarskál um daginn, klifrað upp snarbratta hlíðina og komizt suður á Almenninga. Þar er engin mannabyggð ná- lægt og héldu þeir ferð s’inni áfram, unz þeir komu á Stráka- veginn nýja. Tóku þá stefnuna í Fljót, en þegar þeir voru komn ir 1 Hraunadal neðanverðan yf- irgaf þessi félaga sína tvo og hélt austur yfir Siglufjarðar- skarð I þungri og vondri færð og komst, eins og áður segir heim til sín um hálfníuleytið, þá að þrotum kominn. Var þá haft samband í gegn- um talstöð við leitarle'iðangur- inn og honum gefið til kynna hvar helzt skyldi leita. Jafn- framt var mannaður bátur með auknu leitarliði og sendur vest- ur um. En einhvem tíma nætur fundu leitarmenn drengina tvo, sem setzt höfðu að á melhól, nálægt Heljartröð og neðst I Hrauna- dal. Voru þeir þá uppgefnir orðn ir, blautir og svangir. Þama sofn uðu þeir en vöknuðu Við köll leitarmanna og vóru þá skjálf- ándi af kulda. Um líkt leyti og þeir fundust kom báturinn með ieitarliðið að vestan og vom drengimir þá fluttir um borð, ásamt Ieitar- flokknum, og hlúð að þeim. — Kom báturinn til Siglufjarðar kl. 7 í morgun. Afgreiðsluborð Hilluborð fyrir áleggsvörur og hitaborð til sölu. SÍLD OG FISKUR, Bergstaðastræti 37. Tækifærisverð ísskápur, 8,5 cub., sófasett og skrifborð, stórt, til sölu. Uppl. í síma 20549. Sendisveinn óskast þrjá tíma á dag. PÁS-prent . Mjóstræti 6. TIL LEIGU Til leigu ný 4ra herbergja íbúð á góðum stað í bænum. Leigutilboð sendist augl.deild Vísis fyrir föstudagskvöld merkt „Góður staður -130“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.