Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 9
V í S I R . Þriðjudagur 16. febrúar 1965. ritffTl ’iPi iiH|i»rillli I \l\ 1 i»iWir°~ir THflfcFaffi^sagsiHMyagi ' INGÓLFUR JÓNSSON: Vestmannaeyjar — bær mikilla framkvæmh Bátafloti í skjóli Vestmannaeyjahafnar. í Vestmannaeyjum eru bú settir ca. 5000 manns. Fer í- búum fjölgandi, enda er tals- vert um íbúðabyggingar í bænum. Á sl. ári voru í smíð um 108 íbúðarhús með 147 íbúðum. 20 af þessum húsum voru fullgerð á árinu og eru 2 — 3 íbúðir í sumum þessara húsa. Síðustu árin hefur ver- ið skortur á vinnuafli í Vest- mannaeyjum. Má láta nærri að þörf sé á um 1500 — 1600 manns á vertíðinni til viðbót ar þeim, sem eiga heima í bænum. Vestmannaeyjar byggðust mest af Skaftfell- ingum, Rangæingum og Ár- nesingum. Bönd vináttu og Ingólfur Jónsson. frændsemi hafa því tengt þessar sýslur og Vestmanna- eyjar saman. Samstarf hefur verið mikið milli Eyjamanna og nágrannahéraðanna, þótt samgöngur hafi verið erfiðar til síðustu tíma. Vestmanna- eyingar hafa löngum verið at hafnasamir og duglegir að byggja upp atvinnurekstur- inn. Fiskvinnslustöðvar, síld- arVerksmiðjur og margir bát- ar eru einkennandi fyrir Vestmannaeyinga. Miklar framkvæmdir. Á síðustu árum hafa verið gerðar miklar hafnarbætur til þess að gera mögulegt að afgreiða þann mikla flota, sem höfnin þjónar. Aflabrögð hafa vaxið í samræmi við aukna möguleika fiskvinnslu stöðvanna og fiskibátanna. Á sl. ári mun afli upp úr sjó hafa verið um 111 þús. lest- ir. Söluverðmæti aflans mun hafa verið 470 millj. krónur. Mun þetta vera meira verð- mæti, miðað við íbúatölu, heldur en nokkurs staðar annars staðar hér á landi og þótt víðar væri leitað eftir samanburði. Vestmannaeying ar vinna eftir því sem þeir hafa þrek til og veita sér þá einnig þau þægindi, sem sótzt er eftir í nútíma þjóð- félagi. Óvíða er jafnmikið af snotrum húsum og smekk legum íbúðum eins og í Vest- mannaeyjakaupstað. Götur hafa nú flestar verið malbik- aðar í eldri hluta bæjarins og setur það góðan svip á bæinn. Unnið er að byggingu nýs sjúkrahúss og enn er unnið að lagfæringu og stækkun hafnarinnar. Einnig hafa Vestmannaeyingar feng- ið sjálfvirka símstöð og raf- magn frá Sogi. Tvær síldar- verksmiðjur hafa verið nýlega byggðar og er unnið að stækk un þeirra. Þótt mikið hafi verið gert til aukningar at- vinnutækja í bænum, telja Vestmannaeyingar að enn þurfi ýmsu við að bæta. Við höfnina í Vestmanna- eyjum er mikið að vinna. Á árinu 1964 komu í höfnina 475 kaupskip, 95 togarar og 1300 önnur fiskiskip. Þetta vitnar vissulega um blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf. Vatn leitt frá landi. Það sem bagar mikið er vatnsleysið. Á sl. ári var gerð tilraun með borun eftir neyzluvatni. Borholuna er eftir að kanna betur, en mikl ar líkur eru til að sú tilraun hafi mistekizt. Mikill kostn- aður var við borunina og hefur Vestmannaeyjakaup- staður greitt helming af kostnaðinum á móti ríkinu. Er nú helzt talað um að fá vatn með leiðslu undan Eyjafjöllum. Er það mál f athugun hjá bæjarstjórn. í Vestmannaeyjum vantar möguleika til að taka upp stærri báta. Gamli slippurinn var gerður aðeins fyrir þá bátagerð sem þótti fullnægj- andi fyrir einum áratug. - Verður ekki hjá því komizt að bæta við slippinn til þess að Vestmannaeyingar þurfi ekki að leita til Reykjavíkur eða annarra staða með báta sína til viðgerðar. Batnandi samgöngur. Samgöngur við Vestmanna- eyjar hafa ekki verið eins góðar og óskað hefur verið eftir. Flugbrautin hefur að- eins verið ein og flugdagar því fáir. Nú hefur verið að nokkru úr þessu bætt með því að gera þverbraut, sem er þó ekki enn nægilega löng. Verð ur haldið áfram með lengingu brautarinnar og þegar vissum áfanga er náð með lengingu hennar, telja fróðir menn að flug til Vestmannaeyja verði að jafnaði 6 daga í viku yfir árið. Verður að telja að þá sé komið þolanlegt samband milli lands og Eyja með þeirri loftbrú, sem þannig verður byggð. Farþegar milli lands og Eyja voru margir á árinu 1964. Með Flugfélagi íslands flugu 15.541, með Eyjaflugi 3.407, með m/s. Hrerjólfi fóru 10,075, - eða samtals 29.022 farþegar. Flugferðum í Skógasand og að Hellu fjölg- aði mikið á sl. ári. Þegar þverbrautin á flug- vellinum er fullgerð og flug- dögum fjölgar eins og áður er á minnzt mun farþegum á sjó fækka frá því sem verið hefur. Kostnaður við flugvallar- bygginguna, vatnsöflunina og stækkun slippsins mun verða all mikill, en miðað við þá mikluframleiðsluogþað stóra innlegg, sem kemur frá Vest- mannaeyjum, eru þetta ekki þær upphæðir sem þurfa að hindra framkvæmdina. Auknar athafnir, batnandi hagur. Guðlaugur Gíslason hefur verið bæjarstjóri í Vestmanna eyjum síðan 1954 og Sjálf- stæðismenn með hreinan meirihluta í bæjarstjóm frá því 1958. Segja má að þátta- skil hafi orðið í framkvæmd- um í kaupstaðnum þegar Sjálf stæðismenn fengu meirihluta. Alla tíð síðan hefur verið unn ið að uppbyggingu og eflingu atvinnulífsins, þannig að at- vinna hefur stöðugt aukizt og afkoma almennings í Vest- mannaeyjum farið batnandi. Þá er fjárhagur bæjarfélags- ins einnig með ágætum. Eng- inn vafi er á því að bæjar- stjómin, undir forustu Sjálf- stæðismanna, mun halda á- fram að vinna að málefnum bæjarins á sama hátt og verið hefur, með því að koma fram þeim málum, sem kalla að, en sum þeirra hafa verið nefnd hér að framan. í Vestmannaeyjum er gott samstarf og vaxandi skilning- ur milli atvinnurekenda og launþega. Eyjarmenn gera sér grein fyrir. þýðingu þess að efla bæjarfélagið og tryggja efnahagslegt öryggi með þrótt miklum atvinnurekstri. ☆ Síldarbræðsla Hraðfrystistöðvarinnar í Vestmannaeyjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.