Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 16.02.1965, Blaðsíða 15
VÍSIR . Þriðjudagur 16. febrúar 1965. 7 " CECIL ST. LAURENT: SONUR \ v KARÓ- LÍNU — Auðvitað er ég franskur — hvílík spuming! Standið ekki þarna aðgerðarlaus heldur hjálp ið mér úr þessum líkklæðum. Ég get ekki einu sinni séð yður. Og ég get ekki séð yður, sagði Juan, sem þótti ráðlegast að bíða með brugðinn brand. Og loks tókst manninum, að varpa af sér hinni hvítu skikkju, sem hann hafi vafið um sig, og Juan virti fyrir sér, þar sem hann stóð þar sem skugga þar á, órakað andlit vinar síns Gué- neau, en hann gat ekki séð greini lega vin sinn. Hann hafði þó þekkt röddina. Juan hljóp nú fram og föðmuðu þeir hvorn annan að sér innilega glaðir og mösuðu hvor í kapp við annan, en loks fékk Guéneau tækifæri til að segja honum frá ferðum sínum: - Þegar ég kom til Bobr komu þangað Kósakkar, vopnaðir, bændur — allir þorpsbúar, jafn vel presturinn — og ruddust að mér. Ég lagði á flótta og tókst að fela mig undir timburhlaða. Þar lá ég grafkyrr klukkustund- um saman. Þegar ég loks fór á kreik réðst hann á mig — sá, sem húkir þama. Það var annars óvarlegt af þér , að kveikja upp eld. Rússar hefðu getað séð það, og ef þeir hefðu fundið félaga sinn dauðan geturðu gert þér í hugarlund, hvað gerzt hefði. Þá hefðu þeir hafið mikla leit til þess að koma fram hefndum. Juan sagði nú vini sínum frá áætlun Napoleons — en hún fól í sér, að hætta til lífi hans, til þess að Rússar fengju skakkar upplýsingar í hendur um áform hans. Engin svipbreyting var sjá anleg á andliti Guéneau meðan Juan skýrði honum frá þessu. — Þetta var býsna snjöll hug- mynd, sagði Guéneau, er Juan hafði lokið frásögn sinni. Það skiptir svo litlu um eitt manns- líf, þegar um örlög heils hers er að ræða. Ég ásaka hvorki keisar- ann eða Berthier, en þar sem þú ert með bréfið, sem hefir hinar réttu upplýsingar að geyma, get- um við orðið samferða. Þeim kom saman um að ríða til skiptis þar til þeir gætu kom izt yfir annan hest til. Þeir vom í góðu skapi og gerðu sér vonir um, að komast til hers Oudinot undir kvöld, en þegar þeir komu á háls nokkum var vegurinn háll sem gler, en þíðan hafði ekki náð að bræða snjóinn og ís- inn svo hátt upp. Margoft hnutu þeir og hest- urinn sömuleiðis. Tóku þeir það ráð að fara stíg, sem lá frá veg- inum, en slóð var í snjónum á stígnum. Hugleiddu þeir ekki, hver áhætta gat verið á ferðum fyrir þá, þar sem þeir vissu ekki hver hafði troðið þessa slóð rétt áður en þeir komu þarna. Vel gat verið, að þama hefðu Rússar verið á ferð fáeinum mínútum áður. Loks komu þeir í rjóður, þar rauk á nokkrum stöðum, en svo virtist sem bál hefðu verið kveikt þar á nokkrum stöðum, og sáu þeir nú, að þarna mundi herflokkur hafa verið á ferð. Þar sem áliðið var dags, á- kváðu þeir að taka sér hvíld þama. Útlit var fyrir óveður. Þeir náðu í sprek og lífguðu eld- inn og steiktu á teini kjötbita, sem Juan hafði komizt yfir áð- ur og lumað á. Óveðrið skall á skyndilega, en stóð ekki lengi. Þegar hætti að hríða, heldu þeir áfram f von um að komast út úr skóginum. En þeir fundu enga leið út úr honum, og þeim fannst að lok- um þeir vera þama inniluktir og alls óvíst hversu fara mundi fyrir þeim, ef þeir kæmust ekki á rétta leið. Var þeim mikill kvíði í hug, er þeir tóku sér næst hvíld. Mæltu þeir fátt og reyktu af pípum sínum. Allt í einu heyrðu þeir fóta- tak og fóm að svipast um, og skammt frá sér sáu þeir tvær konur á gangi. Þær voru vel klæddar, vom f kápum með skýluklút á höfði. önnur bar mjólkurbyttu, hin körfu. Allt í einu heyrðu þeir hundgá og á- lyktuðu nú, að þeir myndu ekki vera langt frá sveitabýli. Ræddu þeir nú horfumar og kom sam- an um, að þeir vildu heldur eiga það á hættu, að verða fyrir ó- þægindum eða öðru verra, held- ur en hafast við heila nótt til undir beru lofti. Gueneau stakk upp á, að þeir tækju bréfið, sem Juan var með og brenndu það þar næst. Féllst Juan á það og gerðu þéir það eftir að hafa lesið það og fest sér í minni meginatriði þess. Og svo héldu þeir áfram — fóm í humáttina á eftir sveitastelpun- um tveimur. Þegar þeir komu auga á hús nokkurt, sem virtist hafa verið af vanefnum smíðað, sagði Ju- an: - Við verðum að hætta á, að knýja dyra þarna, sagði Juan, en það er svo sem ekki víst að neinn búi þarna. I sömu svifum opnaði gömul kona dymar. Þegar hún kom auga á þá, snerist hún á hæli og hljóp inn, en þeir gengu hratt að húsinu, og Gueneau mjakaði sér inn um lága dyragættina, meðan Juan batt hest sinn við 23 þakbjálka, sem skagaði fram úr gaflinum. Hann varð næstum að skríða á fjórum fótum, er hann fór inn á eftir félaga sínum. Herbergið, sem þeir voru komnir inn í, var fullt af reyk, enda logaði þama eldur í hlóðum. Ekki var þama annað húsgagna en bekkir úr óhefluðum viði, en dýrafeldir vom á moldargólfinu. Þama var gamall, skeggjaður bóndi og reyndi Gueneau að spjalla við hann á blendingi úr frönsku, rússnesku og pólsku. Gamla konan áræddi nú að láta sjá framan f sig og stúlk- urnar tvær, sem þeir höfðu séð á gangi skömmu áður, en kven- fólkið hafði falizt bak við stabba af heyi og hálmi, sem var í her- berginu. — Þetta eru ekki Rússar, sagði Gueneau við Juan, heldur Pólverjar. Og þeir elska Frakka eins heitt og þeir hata Rússa. Litlu síðar hvíldu þeir félagar á gæmskinnum fyrir framan eld- stóna. Ungu stúlkumar drógu stígvélin af fótum þeirra og gerðu allt sem þær gátu til þess að þessir dauðþreyttu hermenn gætu hvílzt vel. Og gamla kon- an kom með skál með heitu vatni og þvoði á þeim fæturna, en þeir Gueneau reyndu það nú, hve þreytan segir oft til sín eftir á, því að þeir vom sannast að segja örmagna. Morguninn eftir létu þeir fé- lagar í ljós þakklæti sitt og létt- ist nú hnakktaska Gueneau því að hann gaf konunum hvorki fleiri né færri en níu indverska klúta úr silki, nokkra gyllta hnappa og nokkrar rúblur. Gamli karlinn fékk gullúr og medalíu frönsku heiðursfylkingarinnar með hliðarmynd á af keisaran- um. Og karlinn var svo yfir sig hrifinn og hrærður, að hann kyssti peninginn með Napóleoni á margsinnis. Juan lét ekki sinn hluta eftir liggja og var jafnvel örlátari en Gueneau, enda hafði hann nóg fé. Hann hafði feng- ið laun sín greidd í Moskvu og 2000 franka úr einkasjóði Papó- leons. Hann gaf konunni 100 franka í gulli, og hún sagðist aldrei ætla að kaupa neitt fyrir þá, heldur geyma þá sem minnis peninga. Og þeir neyttu sauðakjötsins, sem þeim var gefið að borða, af bezty lyst, enda svangir, en „ekki hefði ég við slíku ragúi litið í París“, sagði Gueneau, sem jafnan átti til að vera dálítið spaugsamur. Og þetta ágæta fólk, sem þeir höfðu þama fyrir hitt, fékk brennivínstár hjá þeim. Margar vikur voru liðnar síðan þeir höfðu búið við slíka vellíðan, hvílzt jafn vel og etið sig eins vel metta. Er þeir höfðu kvatt vini sína, stigu þeir báðir á bak hestinum og skyldi nú tvímenna. Þeir höfðu spurzt til vegar til næsta þorps og sagði fólkið þeim, að þeir myndu komast þangað á hálftíma, þótt þeir færu fetið, en það var skollin á svo sótsvört þoka, að varla sá handaskil. — Hver er þar? hrópaði Gu- eneau allt í einu. Báðir stigu af baki snarlega og gripu til vopna sinna. - Bjargið ykkur, kallaði ein- hver móður og másandi. - Kós akkamir! Tveir menn, sem blésu upp og niður, komu út úr þokunni. Hófa tak færðist nær. Margir ríðandi menn virtust á ferð. T A R Z A N Ég er búinn að fá minn fyrsta sjúkling. Tarzan. Hann kom haltr andi til mín út úr frumskóginum á þrem fótum. Er hann ekki sæt- ur? Og við munum fá okkar AN7 WE'LLHAVE OUfL FIKST OFFICIAL 6UESTS T0WI6HT, NAOfW! CAPTAIM TSHUUfS ARRlVINð BEFORE SUN70WM WITH HIS FATHEK,CHIEF UU, ' ^ ANP TEhl SUB-CHIEFS^/- IWJ0W V0UR FUN WILLYTHANKS.WAOMI, 8UT MV PLANI succeef! gemeral yeatsl keefs chief uli's COOFEKATIOM. HAS HISH RESPECT FOE Á IFWE CANM0T TRISES, YOUEKN0WLE7SEOF S\THEREC» MO FEACE AFR1CA...ANP AFRICAMS!/ \ IM Ar 4 fyrstu opinberu gesti í kvöld, Na omi. Tshulu höfuðsmaður kemur fyrir sólarlag með föður sinn, Uli höfðingja og tíu undirhöfð- ingja. Ég er sannfærð um að á- ætlun þín mun standast. Yeats hershöfðingi hefur mjög mikið álit á kunnáttu þinni um Afrfku og um afríkönsk málefni, segir Naomi. Þakka þér fyrir Naomi, en áætlun mín gerir ráð fyrir samvinnu Uli. Ef við getum ekki sameinað kynflokkanna, verður enginn friður í Afríku. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugavep 18 3. hæð flyfta) Simi 24816 Hárgreiðslustofan PERMA Garðsenda 21, slmi 33968 Hárgreiðsiustofa Ólafar Bjðrns ' dóttur. HATCNI 6, slmi 15493. Hárgreiðslustofan PIROL Grettisgötu 31 simi 14787. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9. - tmi 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR fMaria Guðmundsdóttir) Laugaveg 13, simi 14656. Nuddstofa á sama stað Dömuhárgreiðsla við allra hæf, TJARNARSTOFAN Tjarnargötu II Vonarstrætls. megin, simi 14662_____________ I Hárgreiðslustofan Asgarði 22. I Simi 35610 ÁSTHILDUR KÆRNESTEDU , GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR ’ SIMI 12614 J HÁALEITISBRAUT 20 \ VENUS Grundarstig 2a Sími 21777. Hárgreiðslustofan Sp.vailagötu T2 Sími 18615 ,W. SÆi'CUR REST-BEZT-koddar. J Endumýjum gömlu j! sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. J Seljum æðardúns- og ■! gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum T stærðum. ■! dcn- og í FIÐURHREINSUNIN «! Vatnsstig 3 Sími 18740 oj .Y.V.V.V.V.YAWAV.V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.